Tíminn - 01.02.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.02.1996, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 1. febrúar 1996 UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM Hjörleifur ásamt barnabarnabarni sínu, Lilju Björgu Arngrímsdóttur. FRETTIR VESTMANNAEYJUM Ekki sama tóbakib „Ég hef sagt mörgum aö ég sé svona heilsugóöur af því aö ég smakkaöi brennivín. Ég fór einhverju sinni til Einars læknis og sagði honum aö ég væri hættur að nota tóbak. Hann sagöi að þaö væri gott, en þegar ég sagöi honum aö ég ætlaði aö halda áfram aö fá mér í glas, sagði Einar aö það væri enn betra. Ég er nú samt eiginlega hættur að smakka þaö, en fái ég mér í glas vil ég hafa þaö vel blandað og í vatni," segir Hjörleifur Sveins- son, sem kenndur er viö Skál- holt í Vestmannaeyjum. Hann varð 95 ára 23. janúar, en lítur ekki út fyrir að vera degi eldri en sjötugur, aö sögr. blaösins. Hann býr nú í Hraunbúöum í Eyjum og líl.ar vistin vel. „Hér er ekta fínt að vera," segir hann. „Maöur fær allt sem maöur vill og þaö stundum án þess aö maður biðji um þaö. Ég horfi á sjón- varp og þar finnst mér fót- boltinn bestur. Ég fer sjaidan oröiö á leiki, en ég fylgist meö mínum mönnum í ÍBV í gegnum sjónvarpiö." Landakirkja í góöum efnum í vor veröur lokið við aö helluleggja alla stíga í kirkju- garðinum viö Landakirkju í Vestmannaeyjum, auk þess sem raflýsingu veröur komiö fyrir þar. Austast í garöinum er verið aö koma upp þjón- ustuaðstöðu, svo fólk eigi hægara meö að sinna grafreit- um. Söfnuðurinn er skuldlaus líkt og undanfarin tvö ár og eigiö fé tæpar 100 milljónir króna. Austurland NESKAUPSTAÐ Stórhuga menn Blaöiö hefur þaö eftir Jóni Ragnarssyni, eiganda Hótels Arkar í Hveragerði, að hann sé að velta því fyrir sér aö byggja hótel, væntanlega aöra Örk, í Fellabæ og muni framkvæmd- ir jafnvel hefjast í sumar. Jón kveöst eiga í samningaviöræð- um viö landeigendur á Skipa- læk og meta þaö svo aö hótel þar væri mun vænlegri kostur fyrir sig en aö kaupa hlutabréf Egilsstaöabæjar í Hótel Vala- skjálf, eins og til greina hafi komiö í fyrstu. Þroskahjálp meb íbúbir í Fellabæ Þau Bryndís Einarsdóttir og Jón Rúnar Brynjólfsson eru íbúar í tveimur nýjum íbúð- um, sem Landssamtökin Þroskahjálp hafa látiö byggja að Ullartanga 2 í Fellabæ. Fellabær hafði umsjón með framkvæmdum, en verktaki var Eikarás hf. á Egilsstöðum. Heildarkostnaður viö þessar tvær íbúðir nam tæpum ellefu milljónum króna. Rábherrann ánægbur meb framkvæmd GATT Guömundur Bjarnason landbúnaðarráöherra sagði þaö á bændafundi í Ýdölum að sér þætti framkvæmd GATT-samningsins hafa tekist býsna vel. „Tilgangurinn var aö draga úr opinberum af- skiptum af framleiðslu land- búnaðarvara og auka freisi — en tilgangurinn var aldrei að lækka matvöruverð," sagöi ráðherrann. M Ú L I OLAFSFIRÐI Saxast á skuldirnar Ólafsfjaröarbær gerir ráð fyrir aö selja fasteignir upp á fimmtán milljónir króna á þessu ári og á andvirðið að fara í það að greiða niöur skuldir. í fyrra voru skuldir bæjarins greiddar niður um tíu milljónir og í ár er ætlunin að lækka þær um 25 milljónir. Ekki er þess getið hverjar heildarskuldirnar eru, en heildarskatttekjur bæjarfélags- ins eru áætlaðar um 169 millj- ónir króna. Anna María Elíasdóttir Anna María tekur vib af Kristínu Trampe Anna María Elíasdóttir hef- ur tekið við sem bæjarfulltrúi af D-lista í Ólafsfiröi. Kemur hún í stað Kristínar Trampe, sem er flutt af staðnum. Anna María telur aö þessar breyting- ar hafi meiri vinnu í för með sér og segir að hún hlakki ekk- ert til. Sparisjóburinn gildnar Aukning innlána hjá Spari- sjóöi Ólafsfjarðar jókst um 25,8% í fyrra og námu heild- arinnlán á árinu rúmum 1.222 milljónum króna. Aukning útlána varö aftur á móti 15,3% á milli ára. Gubmundur Bjarnason í rœbustóli á bændafundinum íÝdölum. Frumvarp sjávarútvegsráöherra um umgengni um auölindir sjávar: Skylt verði ab koma meb all- an afla ab landi Skylt veröi aö hirba allan afla og koma meb hann ab landi er grundvallaratribi í frumvarpi um umgengni um aublindir sjávar, sem Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsrábherra Iagbi fram á Alþingi í gær. Markmib- ib meö frumvarpinu er ab meb Iagasetningu veröi unnt ab bæta umgengni um aublindir sjávar og stubla ab því ab þær verbi nýttar meb sjálfbærum hætti, er tryggi hámarksaf- rakstur fyrir íslensku þjóöina. Meö frumvarpinu er lögö áhersla á að fundnar veröi leiðir til þess aö nýta allan umfram- afla. Þorsteinn Pálsson sagöi meðal annars, þegar hann fylgdi frumvarpinu úr hlaöi, aö erfitt væri aö meta hversu miklum fiski væri hent í sjóinn. Hann kvaöst hafa heyrt ýmsar sögur um þann vanda og margar ástæöur geti legið til þess að gengið sé á svig viö reglur. Þor- steinn sagöi nauösynlegt aö laöa saman sjónarmið útvegsmanna og sjómanna hvaö varðar sam- vinnu um þessi efni. Þótt flestir þeirra þingmanna, er til máls tóku, fögnuöu frum- varpinu, þá kom nokkur gagn- rýni einnig fram. Einkum varö þingmönnum tíörætt um 3. grein frumvarpsins þar sem segir aö bátum undir 20 brúttótonn- um veröi óheimilt aö stunda veiðar meö þorskfisknetum frá 1. nóvember til febrúarloka. Stein- grímur J. Sigfússon, þingmaöur Noröurlands eystra, sagöi að þar gætti þess aö smábátaeigendur heföu ekki átt neinn fulltrúa í nefnd þeirri, sem vann aö samn- ingu frumvarpsins. Einar Oddur Kristjánsson, þingmaöur Vest- fjarða, sagöi aö þótt meö frum- varpinu ætti aö bæta úr nokkr- um stórum ágöllum núverandi stjórnkerfis fiskveiöa, þá yröi aldrei ráöin bót á þeim vanda sem skapast hafi varðandi um- gengni um auölindir sjávar á meðan núverandi stjórnkerfi veröi viö lýði. Margir þingmenn geröu at- hugasemdir við þær hugmyndir um viöurlög, sem í frumvarpinu er aö finna, og töldu sumir aö fremur væri um refsilöggjöf aö ræöa en lagasetningu til þess aö bæta meðferö og nýtingu sjávar- afla. Einar Oddur Kristjánsson kvaöst telja aö erfitt gæti oröið aö framfylgja sumum fyrirmæl- um frumvarpsins, einkum hvaö eftirlitsskyldu Fiskistofu meö aflasamsetningu varöar. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráöherra kvaöst skilja viökvæmni manna gagnvart refsingum, en grundvöllur þeirra væri svipting veiöileyfa. Þorsteinn sagöi aö um alvarleg efnahagsbrot geti verið að ræöa og skýr skilaboö yröu aö koma frá Alþingi um þau mál. ÞI. Breytingar á reglugerö um bifreiöakaupastyrki fatlaöra: Lægri styrkjum fækkar úr 600 í 335 á ári Heimilt er ab úthluta sama ein- staklingnum bifreibakaupastyrk á fimm ára fresti í stab fjögurra ábur, samkvæmt breytingu á reglugerb heilbrigbisrábherra um bifreibakaupastyrki til fatl- abra. Samkvæmt henni verbur úthlutab 385 styrkjum árlega, en ábur voru þeir 650. Þeir, sem eiga rétt á styrk frá Tryggingastofnun til kaupa á bif- reiðum, eru hreyfihamlaöir ellí- og örorkulífeyrisþegar, örorku- styrkþegar og forráöamenn fatl- abra og alvarlega sjúkra barna, sem njóta umönnunarbóta. Einn- ig er heimilt aö veita styrkinn fötluöum sem ekki njóta ofan- greindra greiöslna. Styrkirnir eru veittir einu sinni á ári og skiptast í hærri og lægri styrk. Hærri styrkurinn er 700 þúsund krónur og sá lægri 235 þúsund. Veittir eru 50 hærri styrk- ir árlega, en þá fær svo til ein- göngu fólk í hjólastólum. Fjöldi hærri styrkja er óbreyttur frá því sem var, en lægri styrkjunum fækkar í 335 á ári úr 600. Umsækjandi um styrkinn skal vera yngri en 70 ára, en áöur var miðab við 75 ár. Umsóknum um styrki ber að skila til Tryggingastofnunar fyrir 1. október á hverju ári og útborg- un þeirra hefst 1. mars árib eftir. Ætíð berast mun fleiri umsóknir en hægt er að veröa viö. Þess má geta ab Tryggingastofnun ríkisins sér aöeins um afgreiöslu styrkj- anna, en úthlutun þeirra fer fram á vegum þriggja manna ráðherra- skipaörar nefndar. Ásamt umsókn um styrkinn þarf aö skila læknis- vottoröi og staöfestu afriti af skattskýrslu tveggja síöastliöinna ára. -GBK Búnaöarbankinn semur um afslátt á notkun Internetsins fyrir vibskiptavini sína: Spara sér 7.200 krónur á ári Vibskiptavinir Búnabarbanka ís- lands geta fengib 30% afslátt hjá Mibheimum hf. á áskriftargjaldi Internetsins. Bankinn og fyrir- tækib hafa gert meb sér samning um þetta. Áskriftargjald aö Internetinu er 1.992 krónur á mánuöi hjá Miö- heimum, en fyrir viöskiptavini Búnabarbankans veröur mánaöar- gjaldib 1.394 krónur. Þetta þýðir sparnað upp á nærri 7.200 krónur á ári, sé bankinn látinn skuldfæra áskriftargjaldið. Hugbúnað Miöheima fyrir að- gang aö Internetinu er hægt að fá í öllum útibúum bankans. Þar er ennfremur gengið frá samningi um skuldfærslu. Ekki þarf ab greiba sérstaklega fyrir hugbúnað- inn. Aögangur aö netinu er miö- aður við 16 ára aldur, nema með samþykki foreldris eða forrába- manns. -JBP

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.