Tíminn - 27.02.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.02.1996, Blaðsíða 5
Þri&judagur 27. febrúar 1996 5 Ásta R. Jóhannesdóttir: Saumaö að sjúkum Ríkisstjórn Davíös Oddsson- ar, bæöi sú sem nú situr og sú sem var viö völd á síöasta kjörtímabili, gengur hart aö vel- feröarþjónustunni við að ná fjár- lagahallanum niður. Kostnaður- inn af heilbrigðisþjónustunni hefur veriö færöur æ meira yfir á sjúklinga á tímabilinu um leið og aöstoðin frá tryggingakerfinu hefur verið skert og þjónustan minnkað. Þetta gagnrýndi Framsóknar- flokkurinn réttilega á síðasta kjörtímabili og taldi að ekki yrði lengra gengið. Nú er hann kom- inn í heilbrigöisráðuneytiö og getur því snúið við blaðinu. En hvað gerist? Lífeyrisþegar eiga ekki fyrir mat í lok mána&ar Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra segir í grein í Tímanum á þriðjudag að margt jákvætt sé að gerast í heilbrigðis- málum og er það vel. En því mið- ur er margt mjög alvarlegt, sem þar hefur gerst undir hennar stjórn, sem vegur ab velferðinni. Þeir fjölmörgu sem hafa sam- band við mig sjá a.m.k. ekki að neitt jákvætt hafi gerst í heil- brigðismálum, enda eru flestir þeirra fólk sem er svo óheppið í lífinu aö hafa misst starfsgetu eða heilsuna og þarf að treysta á vel- ferðarþjónustuna. Þeir þurfa nú í æ ríkara mæli að leita til félags- málastofnana um viðbótarfram- færslueyri og dugar þab oft ekki til. Þeim, sem þurfa styrk frá Fé- lagsmálastofnun Reykjavíkur- borgar, fjölgaði t.d. um 20% á síðasta ári. Saumab aö sjúklingum Hvað hefur breyst' í kjörum þessa fólks sem gerir það að verk- um ab það á ekki í sig eða á? Mjög var þrengt að þessum hópi í tíb fyrrverandi heilbrigðisráðherra, en nú tekur steininn úr með að- gerbum ríkisstjórnarinnar, sem eru að koma til framkvæmda þessar vikurnar. Sjúklingar greiða nú hærra gjald fyrir læknisþjónustu og heilsugæslu, komu til sérfræð- ings, í röntgen og rannsóknir. Öll þessi gjöld hækkuðu um mán- abamótin. Aldraöir greiða fullt verð til 70 ára, nema þeir framvísi VETTVANGUR „Endurgreiðslureglumar hans Sighvats vegna lœknis- og lyfjakostnaðar, sem eru með flóknari fyrirbœrum, er nú búið að flœkja enn meir. Það, sem verra er í því sambandi, er að þeir sem hafa mikinn lyfjakostnað fá ekki kostnað lyfja sem þeir greiða að fullu talinn með. En oft er mesti kostnaðurinn vegna þeirra. Einnig eru reglumar svo flóknar að segja má að sjúk- lingur þurfi að vera við hestaheilsu til að skilja og geta nýtt sér þœr." vottorði um lágar árstekjur eba að þeir hafi verið öryrkjar áður en þeir urðu 67 ára. Hámarksgreiðsla þeirra er hækkub úr 3.000 krón- um á ári í 12.000 krónur áður en þeir eiga rétt á afsláttarkorti. Lágmarksverð fyrir lyf var hækkað á dögunum. Gólfið svo- kallaða á lyfjaverðinu er hækkað, sem þýðir hærra verð fyrir ákveð- in lyf. Greiðslur fyrir lyfseðla hækkuðu úr 1200 krónum í 1400 krónur. Endurgreiðslureglurnar hans Sighvats vegna læknis- og lyfja- kostnaðar, sem eru með flóknari fyrirbærum, er nú búið að flækja enn meir. Það, sem verra er í því sambandi, er að þeir sem hafa mikinn lyfjakostnað fá ekki kostnað lyfja sem þeir greiða að fullu talinn með. En oft er mesti kostnaöurinn vegna þeirra. Einn- ig eru reglurnar svo flóknar að segja má að sjúklingur þurfi að vera við hestaheilsu til að skilja og geta nýtt sér þær. Skert kjör aldra&ra og öryrkja Tvísköttun lífeyris var hafin ab nýju um áramótin. Með breyt- ingu á skattalögunum var 15% skattaafsláttur lífeyrisþega af líf- eyrisgreiðslum afnuminn aþeins rúmu ári eftir að honum var komið á, rétt fyrir kosningar í fyrra. Þar meb er komið á aftur tvísköttun lífeyris hluta lífeyris- þega og munar víða verulega um þær krónur. Byrjað verður á því á árinu að skerða greiðslur til lífeyrisþega, þ.e. aldraðra og öryrkja, gagnvart fjármagnstekjum, áður en fjár- magnstekjuskatti hefur verið komið á. Það er óviðunandi, sér- staklega gagnvart þeim sem hafa fengið eingreibslur vegna slysa. Slíkar eingreiöslur eru miskabæt- ur til að bæta skerta starfsorku ævilangt. Það er forkastanlegt að fjármagnstekjur af eingreiðslu skerði eða felli brott annan lífeyr- isrétt þessa fólks, sem hefur misst starfsgetu og heilsu í bótaskyld- um slysum. Frá síðustu áramótum er grunnlífeyrir ellilífeyrisþega og öryrkja skertur um 30% í stað 25% vegna tekna. Greiðslur grunnlífeyris geta skerst hjá ein- staklingum um allt að 62% við þessa breytingu og allt að 84% hjá hjónum. Um leið og öllum þessum aukna kostnaði er komið yfir á sjúklingana eru kjör þeirra skert. Greiðslur uppbótar á lífeyri frá Tryggingastofnun er nú verið að lækka. Þetta bitnar á þeim sem eiga um sárt að binda, eru ósjálf- bjarga og þurfa umönnun. Umönnunaruppbót öryrkja og aldrabra verbur skert á árinu hlutfallslega, ekki samtímis hjá öllum. Hið sama gildir um lyfja- uppbótina. Nú á þetta fólk að komast af í veikindum sínum á mun lægri fjárhæö til framfærslu en áður. Mun færri hreyfihamlaö- ir fá stu&ning Svo er þab hin alvarlega atlaga að hreyfihömluðum, þeim sem verba að hafa til umráða bifreið til að komast leiöar sinnar. Hreyfihamlaðir hafa átt kost á bifreiðakaupastyrkjum, 50 svo- kölluðum hærri styrkjum og 600 lægri á ári. Lægri styrkjunum er nú fækkað um tæpan helming. Þeir nema 235 þúsund krónum og fækkar úr 600 í 335 styrki. Á ári hverju hafa á annað þús- und hreyfihamlaðra sótt um lægri styrkinn. Sérstaklega er þessi niburskurður alvarlegur, því að ferðastubningur til hreyfi- hamlaðra, bensínstyrkurinn, er háður því að hinn fatlaði eigi sjálfur bíl. Fatlabir fá t.d. ekki greiddan leigubílakostnað frá T ryggingastofnun. Flestir umsækjendur um styrk- ina eru svo illa staddir fjárhags- lega að þeir geta ekki eignast bif- reið nema að fá til þess stuðning eins og þennan styrk. Úthlutun- arreglur vegna styrkjanna eru einnig þrengdar. Þessi aðgerð var aldrei nefnd í fjárlagaumræðunni og kemur algjörlega í bakib á þessum hópi. Ver&ur samhjálpin okkar allra í framtíöinni? Af ofantöldu sést aö Framsókn- arflokkurinn hefur tekið viö þar sem Alþýðuflokkurinn hætti í heilbrigðisráðuneytinu og heldur sömu stefnu. En hvaða stefna er það? Það er ekki órökrétt að álykta ab það sé stefna íhaldsins, eða stefna fjármálarábherra, sem þar er fylgt. Fjármálaráðherra hefur viðrað skoðanir sínar á Alþingi um fylgi við velferöarþjónustu, eins og hún er rekin t.d. í Bandaríkjun- um. Ingibjörg heilbrigðisráðherra neitar því staðfastlega að horfið verði frá norrænu hugmynda- fræðinni, sem hér ríkir enn, og hafnar þeirri hugmynd fjármála- ráðherra að mönnum verði leyft að kaupa sig framfyrir biðlistana. Það er gott að vilji er til að verja velferðarþjónustuna, en hverju ræður fagráðherrann? Hingað til virðist fjármálaráð- herrann hafa ráðið ferðinni. Verði svo áfram, verður heil- brigðis- og velferbarþjónustan aðeins fyrir þá efnameiri. Höfundur er alþingismabur. Atvinnuleysi í hagfræbi samtíðarinnar Paul Krugman sagði enn: „Fram til þessa hefur verið sýnt fram á tvennt: í fyrsta lagi, hækkun stigs atvinnuleysis í OECD- löndum stafar einkum af hækk- un náttúrulegs stigs þess. í öðru lagi, líkleg skýring þess er árekstur á milli stefnumiöa vel- ferðarríkja, sem reyna að jafna afkomu manna, og markaðs- afla, sem hníga ab auknum ójöfnubi. En hvaða markabsöfl eru það? (Bls. 64) „í hvítbók framkvæmda- stjórnar ESB frá 1993 er spurt, hvers vegna svo mikið atvinnu- leysi sé í Evrópu og hafi haldist hátt í uppsveiflunni 1987-90 — í raun, hvers vegna hið náttúru- lega stig atvinnuleysis haldist svo hátt, þótt ekki sé það svo nefnt — og fjögur svör eru veitt: (i) Hlutur okkar í hinni nýju alþjóðlegu verkaskiptingu er ekki sá ákjósanlegasti, því að við höfum sinnt of iítið vaxtar- mörkuðum framtíðarinnar sak- ir of mikillar umhugunar um afrakstur og stöðu gamalgró- inna iðngreina. (ii) Hinn tiltölulega hái launakostnaður ófaglærðrar vinnu ýtir undir fjárfestingu í vinnusparandi tilhögun og heldur aftur af sköpun vinnu við þjónustu. (iii) Aldur færist yfir skipan vinnumála. Með því orðalagi er átt við alla þá skipan mála, sem nú er fólgin í vinnumarkabi; vinnulöggjöf; stefnu stjórn- valda í atvinnumálum; sveigj- anleika innan og utan fyrir- tækja; tækifæri sem skólakerfið, starfsþjálfun og félagslegar tryggingar bjóba eða hefur láðst að bjóða. EFNAHAGSLIFIÐ 4. GREIN (iv) Síðast en ekki síst: önnur lönd eru að iðnvæðast og að hefja samkeppni við okkur — meira að segja á okkar eigin mörkuðum — á kostnaðarstigi, sem blátt áfram er ekki á okkar færi. Af skýringum þessum fellur hin önnur inn í röksemda- færslu þessa erindis. Hin þriðja er allóljós. ... Athyglisvert er samt sem áður, að af þessum fjórum skýringum á atvinnu- leysi í skýrslu framkvæmda- stjórnarinnar lúta tvær að al- þjóðlegri samkeppni." (Bls. 65- 66) „í niðurstöðum nær allra vettvangsathugana er þeirri hugmynd hafnað, að innflutn- ingur frá löndum þriðja heims- ins hafi verið meginástæða minnkandi eftirspurnar eftir lítt þjálfuðu vinnuafli. (Bls. 65) ... Eins nýlega og 1990 nam inn- flutningur frá nýjum iðnaðar- löndum einungis 8,5% af heild- arvöruinnflutningi OECD- landa og innfluttur iðnvarning- ur frá þeim nam innan við 1,5% af vergri landsframleiðslu þeirra." (Bls. 69) „Hvab er til úrræða? Að mestri bjartsýni verður vanda- mál vaxandi launamunar og vaxandi atvinnuleysis ... leyst með fjárfestingu í fólki (human capital) — bæði í skólanámi og starfsþjálfun — og þannig við snúið tilhneigingu til vaxandi ójafnaðar (Bls. 71-72) ... hib hastarlega svar er að leggja nið- ur eða að minnsta kosti að rýja velferðarkerfið ... án efa er unnt að taka til við umbætur í vel- ferðarkerfinu, þannig að síður dragi það úr athafnasemi manna." (Bls. 73-74) „Veiting fjárframlaga í þágu atvinnu þeirra, sem að öbrum kosti væru án atvinnu, ætti að hagfræöilegri meginreglu aö vera leið til að sneiða hjá hinu sársaukafulla vali á milli al- menns atvinnuleysis og al- mennrar fátæktar. (Bls. 75) ... Því miður er örðugt að setja fram neinar hugþekkar forsagn- ir. Á vandamáli atvinnuleysis í iðnaðarlöndum er engin sárs- aukalaus lausn. Og vænst verð- ur ekki þróttmikilla aðgerða til að leysa það vandamál, fyrr en til sannnefndrar kreppu hefur borið." (Bls. 79) ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.