Tíminn - 12.03.1996, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.03.1996, Blaðsíða 2
2 Wmiím Þriöjudagur 12. mars 1996 Tíminn spyr... Hva& finnst þér um frumvarp um mannanafnabreytingu sem m.a. felur í sér a& hægt ver&ur a& kenna sig viö bæ&i foreldri í einu? Álfrún Gunnlaugsdóttir pró- fessor vi& HÍ: „Ég er ein af þeim sem ger&i athugasemdir viö þetta frum- varp en ég kýs aö tjá mig ekki meir um það að sinni." Þórarinn Eldjárn rithöfundur: „Ég held að það hljóti að vera hið besta mál. Að vísu má ímynda sér að til að byrja með kunni að koma út úr því eitt- hvað sem hljómar ankannalega á íslensku en þetta hlýtur að vera réttlætismál. Það getur líka verið þægilegt að grípa til þessa ef menn vilja auðkenna sig frá öðrum. Þess eru reyndar til eldri dæmi eins og t.d. með Sig- urð A. Magnússon þar sem A-ið stendur fyrir Aðalheiðarson. Hann tók þetta upp bæði til að minna á móður sína en einnig til aögreiningar frá alnöfnum sínum. Mér finnst þetta sjálf- sagt mál." Bubbi Morthens tónlistarma&ur: „Ég yrði auðvitaö afskaplega glaður ef fólk gæti kallað sig það sem það vill. Ég hef alltaf verið mjög hissa á þeim fasisma sem viðgengist hefur gagnvart mannanöfnum á íslandi. Það eru mannréttindi að fólk geti kennt sig við þau nöfn sem það kýs. Hvers vegna ætti fólk ekki að mega kalla sig þeim nöfnum sem þaö óskar eftir? Einhvern tíma hét maður Kaðall. Ef mað- ur vill heita Bjálkakofi þá er þaö bara hans mál og kemur engum öðrum við." Fulltrúaráö Sambands íslenskra sveitarfélaga vill afnema heimild til ábyrgöaveitinga atvinnufyrirtœkja. Formaöur: Bankar stilla sveitarfé- lögum upp við vegg „Vi& erum þeirrar sko&unar að bankastofnanir og lánastofnan- ir hafi notfært sér þetta heim- ildarákvæ&i me& ótæpilegum hætti og nánast stillt mörgum sveitarfélögum upp viö vegg. Þa& er alveg ljóst að á undan- förnum árum hafa sveitarfélög- in tapað mörg hundru& millj- ónum vegna gjaldþrota fyrir- tækja," sag&i Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson í samtali viö Tímann í gær. Hann segir gífurlegan þrýsting vera á sveitarstjórnum a& gangast í ábyrg& fyrir fyrir- tæki þar sem banka- og lána- stofnanir hafi einfaldlega sett ábyrgð sveitarfélagsins sem skilyr&i fyrir láni. Fulltrúaráösfundur Sambands íslenskra sveitarfélaga í Borgar- nesi um helgina samþykkti álykt- un um ábyrgðir sveitarfélaga þar sem fram kemur að taka eigi fyrir þær ábyrgðaveitingar sem sveitar- félögunum er heimilt að veita til annarra en eigin fyrirtækja. Til þess að koma í veg fyrir slíkar ábyrgðir þarf að fella heimildina úr sveitarstjórnalögum. „Það er ekki víst að allar sveitarstjórnir séu sammála þessu, sumar vilja .hugsanlega hafa þessa heimild áfram, en það er greinilega mikill meirihluti sveitarstjórnarmanna sem vill að þetta verði afnumið." Fundurinn hvatti til þess að bankastofnanir og opinberir sjóð- ir láti af ásókn í ábyrgöir sveitar- stjórna. „Viðkomandi stofnanir verða bara að meta það hlutlaust hvort þær vilji lána viökomandi fyrirtæki en gangi ekki í sjóði sveitarfélaga vegna þess að það er náttúrlega frumskylda sveitarfé- laga að nýta skatttekjur til að sinna lögboönum verkefnum en ekki að setja skatttekjur sveitar- sjóðanna í atvinnurekstur." -LÓA Lífeyrissjóöur ríkisstarfsmanna: Veruleg skerðing Veruleg sker&ing er fyrirsjaan- leg á lífeyrisréttindum sjó&sfé- laga nái áforma&ar breytingar stjórnvalda fram a& ganga á Lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna. Væntanlegar skerðingar eru þó misjafnar eftir einstakling- um. Þetta kemur m.a. fram í úttekt sem Bjarni Guðmundsson tryggingastærðfræðingur hjá ís- lenskri endurtryggingu gerbi á frumvarpsdrögum ríkisstjórnar- innar ab beiðni samtaka opin- berra starfsmanna, en niður- stööurnar voru kynntar á blaöa- mannafundi í gær í Kennara- húsinu við Laufásveg. Þá er ekkert lát á fundaherð- ferb aögerðarnefndar heildar- samtaka opinberra starfsmanna gegn stefnu stjórnvalda í þeirra málefnum. í vikunni eru m.a. rábgerðir fundir mebal opin- berra starfsmanna á Austfjörð- um, Snæfellsnesi, Vestfjörðum, Akranesi, Borgarbyggð og á höf- uöborgarsvæðinu svo nokkuð sé nefnt. Ef að líkum lætur fer að styttast í að aðgerbarnefndin taki ákvörðun um beinar að- gerðir í mótmælaskyni gegn áformum stjórnvalda í réttind- um og skyldum, lífeyrsissjóðn- um og í sáttastörfum í vinnu- deilum. -grh Skólalíf xtlds- EFTIR FJÖLMANN BLÖNDAL Þegar svona hranalega var knúih dyra, fannst Dodda. - ekkert liggja á að svara komumanni. Hann var alveg viss um a6 þetta væri bankastjórinn og fannst því enn síður liggja á. Bankastjórinn hafði verið ráðinn til starfa sem birgða- vöröur skólans, en hafði líka yfirumsjón með öllum þrifum í húsnæði hans. Ræstitæknarnir vom óánægðir með fram- komu hans og kölluöu hann stundum óðsmannsskít sín á milli, svo illa lét hann, einkum ef honum fannst ekki nógu vel þrifið. Hann hafði áður verið kennari og deildarstjóri, en Steini haföi aumkað sig yfir hann og látið hann hafa þennan starfa þegar hann gat ekki lengur kennt vegna heyrnar- deyfu. Það var reyndar Doddi sem átti nafngiftina bankastjór- inn, en sú nafngift var einmitt til komin vegna þess hve (Að gefnu tilefni skal tekið frant að persónur og atburbir í þessari sögu eiga sér ekki fyrirmyndir í raunverulelkanum. öll samsvörun vib raunverulegt fólk eba atburbi er hrein tilviljun.) dólgslega hann knúöi dyra. Loks leiddist bankastjóranum að bíðá viö dyrnar og gekk inn. „Ég heyri að nemendasjóðurinn hafi veriö notaður til aö borga veisluna í gærkvöldi," hreytti hann út úr sér. „Þú ert þá farinn að heyra betur en áður," svaraði Doddi tómlega. „Ég ætla bara að benda þér á að mér hefði þótt miklu nær að sjóðurinn væri notaður í eitthvaö annað," hélt bankastjórinn áfram. „Til dæmis í tækjakaup." Doddi glotti þegar hann heyröi væla í litlu heyrnartæki, sem bankastjórinn hafði djúpt inni í eyranu. En þar sem hann var ekki í skapi ti! aö ræöa þetta mál meira og var þar að auki með dúndrandi höfuðverk, ákvaö hann að snúa vörn í sókn og losa sig viö bankastjórann. „Því miður má ég ekki vera að því að ræða þetta núna," sagði hann, „en ég verð að bera fram eina umkvörtun. Það er allt of mikill vöxtur að færast í gróðurinn frammi í skál- anum. Vinsamlega sjáðu til að á þetta verði litið og það lagfært." Sagt var... Nýja ferbamálastefnan „Er þá þetta ferðamálastefnan sem allir eru aö leita að: að búa til ein- hves konar Disneyland-útgáfu af ís- landi á höfuðborgarsvæðinu? Gos- hver í Öskjuhlíð, vikuleg gervi- eld- gos viö sorpbrennslu í Gufunesi og steyptur foss í Elliðaárdalnum? Kannski þarf þá minna og minna aö huga ab því ab lagfæra abstæbur við þær náttúruperlur landsins sem hafa þann augljósa ókost að vera dálítib úr alfaralei Skrifar Helmut Laugmayr leibsögumab- ur í Moggann, sem er ekki skemmt vegna hugmyndar um goshver í Öskju- hlíbinni. Helmut bendir á ab áætlanir vib gerb hversins hljóbi upp á 10 millj- ónir króna eba sömu fjárhæb og FÍ fékk í fyrra til ab laga abstæbur vib fjölsótta ferbamannastabi á öllu landinu. Auglýsing fyrlr fíknlefni? „Þau lýstu áhyggjum yfir því að mikil umfjöllun um fíkniefni gæti haft öfug áhrif, þ.e. gert unglinga forvitna, svo þeir færu frekar að prófa." Skobun unglinga í samtalí vib Mogg- ann um helgna. Flugleibir græba en ekki ég... „Þetta þýðir hins vegar ekkert í pen- ingum fyrir mig. Ég hugsa aö Flug- leibir græði meira á þessu en ég því það virðast allir vilja fara til íslands sem hafa séö myndina." Segir hinn hógværi Fribrik Þór Fribriks- son um dreifingu Cold Fever í Banda- ríkjunum. Aldrei meiri íslendlngur „Ég hef líklega aldrei verið meiri ís- lendingur en þegar ég stóð á verð- launapallinum og hlýddi á þjóösöng- inn með gullverðlaunin um hálsinn." Segir Evrópumeistarinn Vala Flosadóttir í samtali vib DV en Svíar ku vilja krukka í Svölu og bjóba henni sænskt ríkis- fang. Ofbeldib úr íslendinga- sögunum? „Fjöidi alvaralegra áverka tvöfaldaðist á Reykjavíkursvæöinu á árunum 1987-1945. Hvar lærir unga fólkiö linnulausar barsmíðar og að sparka í liggjandi fólk í viðkvæmustu líffæri mannslíkamans? ... Menn fullyrða að kennsluefnið sé líklega komið úr ís- lendinga- sögunum." Ólafur Ólafsson landlæknir í DV. Kosningar til nemendafélagsformennsku í Verzló útheimta talsverö útgjöld af hálfu frambjóöenda og er m.a. talið ómissandi í þessari baráttu að frambjóðendur gefi skólafélögum sínum nammi svona til þess aö ná fram jákvæðu viöhorfi gagnvart sér. í pottinum heyrðist að ekki einasta væru frambjóöendur sjálfir aö biðja um fram- lög í formi varnings frá sælgætisverk- smiöjum heldur væru foreldrar frambjóö- enda komnir í þessa nammisnöpun meö börnunum sínum ... • Eins og gefur að skilja hefur verið mikið álag á starfsfólki á sýklarannsóknardeild- inni á Landspítalanum vegna salmonellu- smitsins. í síðustu viku þegar loksins kom í Ijós hvaðan smitiö kom var vissulega miklum áfanga náð og ákváöu rannsókn- armenn þá ab halda upp á þennan áfanga og hátíbarhöldin fólust í því aö boðið var upp á ... rjómatertu! En í pott- inum sögbu menn aö runnið hefðu tvær grímur á stúlkuna í bakarfinu þegar Karl G Kristinsson, yfirlæknir sem mikið hefur veriö í sjónvarpinu vegna málsins, kom inn og bað um eina rjómatertu. Segir sagan aö stúlkan hafi kallaö í eigandann til ab láta hann afgreiða þennan mikil- væga kúnna... • ... og talandi um salmonellu. i pottinum var verið að segja frá því ab verib væri ab rækta sýni frá kaupmanni úr miðbænum, Hreiðari Svavarssyni, sem ekki borbaöi rjómabollur á bolludag en fékk samt salmonellusýkingu að því er talið er. Sam- kvæmt upplýsingum úr pottinum mun grunur Hreiðars hins vegar beinast aö eggjum sem hann snæddi...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.