Tíminn - 12.03.1996, Blaðsíða 9

Tíminn - 12.03.1996, Blaðsíða 9
Molar... ... Manchester City hefur feng- ið enn einn útlendinginn til liðs- ins, nú svissneska leikmanninn Ciuseppe Mazzarelli, sem er 22 ára og fyrrum unglingalandsliðs- maö'ur Sviss, en hann hefur leik- ið með FC Zurich. Mazzarelli hefur leikib á miðjunni meb lib- inu. Þrátt fyrir að samningar hafi tekist á milli liðanna um verð, þá mun hann verða á reynslu hjá City út yfirstandandi tímabil. Stjórnarformaður City, Francis Lee, vill vera viss um að þarna sé á ferðinni sá góði leikmaður, sem fjárhæbin segir til um. ... Alþjóöa knattspyrnusam- bandið hefur endanlega kvebið upp úr með ab knattspyrnu- mörkin verða ekki stækkuð. Ein af ástæbunum, sem upp eru gefnar, er sú aö þessi tillaga hafi mætt mikilli mótspyrnu víða. Skoðanir manna hafa veriö það skýrar um þetta mál, ab ekki hafi þótt taka því að ræba þessar til- lögur meira eða leggja eitthvab út af þeim. ... lan Wright er sagbur vilja yf- irgefa Arsenal, en hann er nú 32 ára og hefur leikið með liðinu í fimm ár, var keyptur frá Crystal Palace árib 1991 fyrir 2,5 millj- ónir punda. „Þab er ýmislegt, sem gerst hefur á þessu tímabili, sem hefur sært mig. Maður tek- ur ekki ákvörðun um að yfirgefa félag eins og Arsenal í skynd- ingu." Það er talið nokkuð Ijóst að ekki er sérstaklega kært á milli lan Wrights og hins samn- ingslausa framkvæmdastjóra Bruce Rioch, og nú sé Wright hreinlega búinn að gefast upp. ... Spænsku getraunirnar munu í vikunni greiða út met- upphæð í fyrsta vinning, eba um 11,5 milljónir dollara, eða rúmlega 700 milljónir króna. ... Diego Maradona skorabi meb libi sínu, Boca juniors, eftir aðeins fjögurra mínútna leik í 4- 0 sigurleik í argentínsku deildar- keppninni um helgina. Markið gerði kappinn úr vítaspyrnu. ... Undankeppni HM í knatt- spyrnu 1998 hófst um helgina, en fyrsti leikurinn var leikinn í Dóminíkanska lýðveldinu á milli heimamanna og liðs frá eyjunni Antigua. Leiknum lauk meb 3-3 jafntefli ab vibstöddum um fimm þúsund áhorfendum. ... Samkvæmt heimildum blabsins hafa Blikar verib á hött- unum eftir Kristni Haflibasyni, sem lék með Fram í fyrra í 1. deildinni í knattspyrnu. Blikar bubu þá Willum Þór Þórsson og Arnald Loftsson í skiptum, en talið er að Fram hafni þessum viðskiptum. ... Howard Wilkinson, fram- kvæmdastjóri Leeds, var kok- C hraustur eftir 0-0 jafntefli Leeds og Liverpool í átta liba úrslitum bikarkeppninnar í gær, en Leeds tapaði nýlega fyrir sömu mót- herjum, 5-0. „Þá sagbi fólkið ab við værum algjört rusl. Vib feng- um engin mörk á okkur í dag, en samt er til fólk sem segir ab vib séum algjört rusl. Ég er . ánægbur með hvab vib lékum agaban leik og sömuleiðis ánægbur með vörnina." Li- verpool hafbi yfirhöndina í leikn- um og skapaði sér þrjú góð færi áður en Brian Deane, sem kom- ið hafbi inn á fyrir Thomas Brol- in, lagði upp dauðafæri fyrir Gary McAllister, en hann mis- notabi þab. Símamynd Reuter ítölsku deildinni sýndi svo sannaríega enga meistaratakta, þegar þeir mœttu ná- Leikurinn var afspyrnulélegur, en leikmenn Intergeröu eina mark leiksins og var þab Branca sem þá skorabi. Þetta kom þó lítt ab sök, því Fiorentina, sem er í öbru sœti, gerbi jafntefli vib Bari, sem er í nebsta sæti. AC hefur því enn sex stiga forskot. Hér eru þab George Weah (AC Milan) og Gianluca Festa (Inter) sem eigast vib. Toppliö AC Milan grönnum sínum Inter í stórslag á sunnudag. Enska knattspyrnan: Eru dómaramir að drepa leikinn? Á Bretlandseyjum hefur farib fram mikil umræba um dóm- gæslu í knattspyrnunni þar- Iendis og hefur mörgum fund- ist dómararnir ekki vera starfi sínu vaxnir, dómar margir hverjir of vafasamir og mistök of mörg. íslenskir aödáendur enskrar knattspyrnu hafa ef- laust séö á skjánum mörg þau mistök, sem enskir fjölmiölar, knattspyrnumenn og stjórar eru æfir yfir. Breska knatt- spyrnutímaritiö Shoot tekur þetta mál lítillega fyrir og ræb- ir vib fjóra abila, einn dómara og þrjár framkvæmdastjóra. Alan Ball, framkvæmdastjóri Man. City, segir aö ef gleðin og heilbrigö skynsemi nái ekki aö ráöa ríkjum á ný í enska boltan- um, þá deyi leikurinn hreinlega. Dómarar séu nú í lykilstööu í leiknum, en þeir séu langt frá því að vera atvinnumenn, eins og leikmenn. Það sé raunverulegt vandamál. Þaö sé of mikið ósam- ræmi á milli þeirra og það veröi aö leysa. Á meöan svo sé muni dómararnir alltaf verða umkvört- unarefni. Joe Kinnear, framkvæmdastjóri Wimbledon, er óhress meö dóm- gæsluna. „Aftur og aftur sýnum við fram á þaö meö myndbönd- um aö dómararnir hafa gert mis- tök, en það virðist ekki skipta máli. Við fáum ekki til baka þau stig og mörk sem þeir hafa kost- aö okkur." Dómararnir eru hins vegar ekki á sama máli. David Elleray, FIFA- dómari, segir aö þeir séu aö gera ágæta hluti í úrvalsdeildinni. Það sé meira af gulum spjöldum, sem þýði aö samræming sé meiri en áður. Betri og hæfileikaríkari leik- menn séu betur verndaðir en áö- ur, sem hafi gert leikinn áhuga- verðari, sem sjáist best á komu stórnafna eins og Dennis Berg- kamp, Ruuds Gullit og fleiri í ensku knattspyrnuna. Það sé hins vegar vonlaust að gera dóm- gæsluna þannig að allir dæmi ná- kvæmlega eins. Það leiki engir tveir knattspyrnumenn eins. ■ Meistaramót Reykjavíkur í badminton: y Tvöfaldur sigur Is- landsmeistaranna Nýbakaöir íslandsmeistarar í einlibaleik, þau Tryggvi Niels- en og Vigdís Ásgeirsdóttir, bæbi úr TBR sigrubu á Meist- aramóti Reykjavíkur, sem hald- ib var í húsum TBR um helg- ina. Tryggvi sigraöi Brodda Krist- jánsson 2-1, eftir að hafa lagt þá Frímann Ferdinandsson og Njörð Lúdvigsson í undanrásum. Vigdís sigraði Elsu Nielsen í úrslitum, 2- 0, en áður haföi hún lagt þær Katrínu og Birnu Guöbjartsdóttur að velli. Þeir Broddi Kristjánsson og Árni Þór Hallgrímsson úr TBR sigruðu í tvílibaleik með því að leggja þá Njörð Lúdvigsson og Tryggva Nielsen að velli 2-0. I tvíliðaleik kvenna sameinuðu þær Elsa og Vigdís krafta sína í 2- 0 sigri á Erlu Hafsteinsdóttur og Guðrúnu Júlíusdóttur, 2-0. Þá sigruðu þau Árni Þór Hall- grímsson og Guðrún Adolfsdóttir í tvenndarleik. ■ Knattspyrna: Dregiö í Mjólk- urbikarnum Knattspyrnusamband íslands hefur dregið í fyrstu tveimur umferðum Mjólkurbikar- keppninnar í knattspyrnu, en í þeim taka þátt lið í tveimur neðstu deildum, 3. og 4. deild, ásamt nokkrum liðum skipuðum leikmönn- um 23 ára og yngri. Sigur- vegarar úr 2. umferð fara í 32 liða úrslit, þar sem inn koma 1. deildarliðin og sex efstu 2. deildar liðin. Drátturinn var eftirfarandi: 1. umferb Bruni-KR 23 TBR-FH 23 Ökkli-Smástund Sindri-Huginn KVA-Leiknir F. Höttur-Einherji ÍA-Fjölnir HK-ÍH Fram 23-Haukar Víkingur Ó.-Léttir GG-Reynir H. Grótta-Víöir KSÁÁ-Breiðablik 23 Reynir S.-Njarðvík Selfoss-Fylkir 23 Magni-FH Neisti H.-Tindastóll 2. umferb HK/ÍH-Stjarnan 23 ÍR-Bruni/KR 23 TBR/FH 23-Valur 23 Fram 23/Haukar-Ökkli/ Smástund Afturelding-Víkingur Ó./Léttir ÍR 23/Fjölnir-Keflavík 23 GG/Reynir H.-Ægir Grótta/Víbir-KSÁÁ/Breiða- blik 23 Leiknir R.-Reynir S./Njarðvík Víkingur R.-Selfoss/Fylkir 23 Þór A. 23-Völsungur Dalvík-Neisti H./Tindastóll Hvöt-Magni/KS KVA/Leiknir F.-Sindri/Hug- inn Þróttur N.-Höttur/Einherji Bolungarvík-BÍ VINNINGSTÖLUR Laugardaginn (28)37 * í i £ Virtnlngaf Fjöldi vlnnlngshafa Uppheö i hvern vlnnlngshafa 1 . S «1 5 0 2.047.790 2. 4-5d Wc 5 62.530 3. **|s 54 9.980 4. 3 «15 2.001 620 Samtals: 2.060 4.139.980 Upplýsngaf um vnningstölur IAst annig I slmsvar* 568-1511 eöa Grænu númeri B00-6611 og Itoxtasrarpi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.