Tíminn - 12.03.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.03.1996, Blaðsíða 5
Þriöjudagur 12. mars 1996 maif£.—-----— — 5 Leikfélag Reykjavíkur, Borgarleikhúsib: HIÐ LJÓSA MAN eftir Halldór Laxness. Leiksýning, unnin upp úr íslandsklukk- unni, einkum mibbók hennar. Handrit og leikstjórn: Bríet Hé&insdóttir. Leik- mynd: Stígur Steinþórsson. Búningar: Messíana Tómasdóttir. Lýsing: David Walters. Tónlist: Jón Nordal. Frumsýnt á Stóra svibi 9. mars. „Það má gera ótal leikgerðir upp úr íslandsklukkunni," sagði Bríet Héðinsdóttir í fjöl- miðlum um daginn. Og víst er það rétt, en þó hefur enginn ráðist í að víkja frá leikgerð Halldórs og Lárusar Pálssonar frá 1950, fyrr en nú. Þessi leik- gerð er klassísk, en hefur lík- lega aldrei verið leikin án styttinga, enda er hún býsna löng. En það hygg ég, eins og Bríet hefur raunar sjálf áréttað, að hún muni lengi standa fyr- ir sínu og varla verði með öðr- um betri hætti unnt að „mat- reiða" efniskjarna þessa stór- fellda verks Halldórs Laxness. Fyrir utan.hinar mestu íslend- ingasögur grípur ekkert verk með sama hætti okkar innstu taugar sem íslendinga, og ekk- ert verk Halldórs stuðlaði fremur en íslandsklukkan að því að festa hann í sessi sem hið mikla þjóðskáld. Nú er sú hugsun uppi og boöuð af ýmsum stjórnmála- foringjum að okkur sé hollast að snúa baki við þjóðernis- stefnu, sem oft er raunar köli- uð „þjóðremba", og gerast sem mestir alþjóðasinnar. Þjóðernisboðskapur íslands- klukkunnar er slíkum mönn- um vitaskuld þyrnir í augum. Það er út af fyrir sig í anda tím- anna að áherslan í þessari leik- gerð er ekki á þann máttuga óð um hið ódrepandi líf sem býr í þjóðdjúpinu og kristall- ast í Jóni Hreggviðssyni. Hann er aukapersóna hér. Framan af varð mönnum einna starsýn- ast á hann. Fyrir aldarfjórð- ungi skrifaði Kristján Karlsson svo merka ritgerö um íslands- klukkuna og skilgreindi hana í anda forngrískrar tragidíu. Arnas Arnæus er höfuðper- sóna verksins, segir Kristján, síður Snæfríður og síst Jón Hreggviðsson. Ég lýsi eftir því aö næst taki snjall leikhús- maður sér fyrir hendur að túlka íslandsklukkuna í þess- um anda, sem harmleik Arnæ- usar. En snúum nú að túlkun Bríetar. Hún gerir Snæfríði að aðalpersónu og Dagný Krist- jánsdóttir hnykkir á því í grein í leikskránni. Vitaskuld er þetta fullgild túlkun. En hér sjáum við glöggt dæmi um að hver tími túlkar klassískt verk á sinn hátt. Eins og hinn log- andi þjóðfrelsisboðskapur var það sem sterkast höfðaði til manna þegar bókin — og leik- ritið — kom fyrst fram, þá er það kvenfrelsisboðskapurinn sem hér er haldið á loft. Og í því skyni er verkið sett upp fyrst og fremst sem átök milli Snæfríðar og séra Sigurðar dómkirkjuprests. Sú persóna er í verki Halldórs mörkuð af langvinnri óbeit skáldsins á lútherskri trúfræði. í samspili Snæfríöar og hans sjáum viö, eins og Dagný segir, „frelsi gegn bælingu, ást gegn ótta, óreiðu gegn reglu, heiðni gegn kristni, konu gegn karli". En þessi áhersla leikgeröar- innar, sem felst í því að þræða þá kafla sem greina frá sam- ræðum þeirra Snæfríöar og séra Sigurðar, vonbiðils henn- ar, meö tilheyrandi kristileg- um lærðum vafningsstíl í orð- um klerksins, hefur sínar af- leiðingar. Þetta verður til þess í senn að þyngja leikgerðina, lengja hana um of, svo að hún var býsna seig með köflum, og þar á ofan hæggeng, þrjár og hálf klukkustund með tveimur hléum. Og í annan stað verður þessi sýn á efnið til að veikja aðra þætti verksins. Látum vera þótt Jón Hreggviðsson verði hér eins og skuggi. Hitt er kannski lakara hversu veik- ur Arnæus kemur fram í þess- ari leikgerð. í meðförum leik- stjóra og Kristjáns Franklíns Magnús verður hann næsta svipdaufur og ástir þeirra Snæ- fríðar fá ekki það flug sem maður hefði viljað. Og sannast að segja kemst þessi sýning ekki á neitt flug, þrátt fyrir það að hún sé vel og skynsamlega unnin af hálfu Bríetar og sam- starfsfólks hennar. Hlutverk Snæfríðar fer Sig- rún Edda Björnsdóttir með. Hún gerir það vel, almennt talað, og sýnir registur tilfinn- inganna, hörku og við- kvæmni, á sannfærandi hátt. Sigrún Edda er gjörvileg leik- kona, en hún hefur ekki þá reisn sem maður heföi kosið. Hins vegar kemur hér til stefna leikgerðarhöfundar og leikstjóra, að lækka stillingu verksins, ef svo má segja, gera persónur raunsæilegri í snið- um, jafnari. Val leikenda ræðst af því. Þetta er eins konar nú- tímajöfnun. Þar í felst að mun- urinn á múgamanninum Jóni Hreggviðssyni og yfirstéttar- fólkinu verður næsta lítill — og stéttgreiningin óljós, þótt töluvert af tötraklæddum al- múga sitji á sviðinu. Jón Kristsbóndi á Rein breiðir úr sér allan tímann á sviðinu eins og hann eigi allan heiminn. En í Jóni fer saman undirgefni, slægð, harka og stórlæti, og þannig á að leika hann. Túlk- un Guðmundar Ólafssonar var alveg ófullnægjandi. Andúðin á yfirstéttinni verður til þess að sumir fulltrú- ar hennar verða eins og skrípa- fígurur, nefni ég þar biskupinn sem var afkáralegur í meðför- um Theódórs Júlíussonar. Biskupsfrúin, Hanna María LEIKHÚS GUNNAR STEFÁNSSON Karlsdóttir, var að vísu skárri. Borðhaldið, þar sem Arnæus og hinir geistlegu halda uppi dispútatsíu af miklum fimleik, varð alltof langt og þunglama- legt, hreinlega illa af hendi leyst. Þar kemur séra Sigurður vitaskuld við sögu, önnur að- alpersóna leiksins. — Þor- steinn Gunnarsson leikur séra klerkinn vel og smekkvíslega, þótt deila megi um hvernig persónan er lögð upp, lima- burður nálgast skopfígúruna ískyggilega. Þar kemur til skilningur leikgerðarhöfundar og leikstjóra á persónunni. Viö verðum að muna að „sá næst- besti" stendur uppi sem sigur- vegari í lokin. Það er því óþarfi að láta hann vola þegar hann er búinn að afhenda Snæfríði peninga til að „aka suðurí heima að hitta friðil sinn", og enginn stafur fyrir því í text- anum. Annars má bera sér- stakt lof á textaflutning Þor- steins, sem var með ágætum, og er hinn samanrekni texti prestsins þó ekkert auðveldur viðfangs. Hins vegar skortir vængjablikið í textameðferð- Sverrir Guðjónsson kontraten- ór mun syngja um dauðann í Borgarleikhúsinu í kvöld, þriðjudag. En auk söngsins verða einskonar tónlistar- gjörningar þar sem fleiri lista- menn leggja hönd að verki. Verkin sem vefa söng dauð- ans eru ný af nálinni og eru eftir Oliver Kentish, Leif Þórar- inssón, Áskel Másson og Gunnar Reyni Sveinsson. Á þessum dauðatónleikum Sverrir Cubjónsson. ina stundum hjá Kristjáni og Sigrúnu, til dæmis í fagra at- riöinu þar sem eru samræður þeirra um jarðirnar við Breiða- fjörðinn. Þeir, sem hlustað hafa á Herdísi Þorvaldsdóttur og Þorstein Ö. Stephensen fara með þennan texta, skynja hvernig unnt er aö flytja hann svo að hann ljómi. Margrét Helga Jóhannsdótt- ir leikur Guðríði traustlega við hæfi og Sigurður Karlsson lög- manninn skilmerkilega, þó ekki með aristókratískum myndugleik frekar en aðrir. Þröstur Leó Gunnarsson er júngkærinn, og í samræmi við að öðrum persónum er ýtt niður á gólfið er júngkæran- um þrýst undir það í drykkju- látunum; það vantaði tragid- íuna í þennan hrjáða, kokkál- aða höfðingja. Enn er að telja Jón Hjartar- son sem búrann Vigfús sýslu- mann, — og þó sérstaklega Pétur Einarsson sem Gullinló. Það var snjall leikur og í raun- inni kviknaði ljós á sviðinu þá stund sem Pétur var þar, svo fimlega dró hann upp mynd þessa danska fyrirmanns. Ef öll hlutverk heföu verið jafn- vel skipuð, værum við hér að ræða um leiksýningu af hærri gráðu. í upphafi ganga allar sögu- persónur á svið, svo sem til að minna okkur á að við erum að skoða myndabók úr skáld- sögu. Endurlitum er beitt, þó ekki nema nauðsyn krefji til að leiða í ljós þýðingarmestu atriði. Pálína Jónsdóttir fer þar með hlutverk Snæfríðar. Leikmynd Stígs Steinþórs- sonar er víð, í misháum flek- um, nokkuð raunsæisleg, þar á meðal eftirlíkingar af gjám Þingvalla, geysistór róðukross hangir uppi í vistarverum Sig- urðar, enda kemur hann tölu- vert við sögu, en annars eru sparlega teiknuð upp húsa- kynni. Breidd sviðsins hefur verið mönnum erfið í Borgar- leikhúsinu og svo er enn. Raunverulega hefði átt að leika meira framan til á svið- inu og færa leikinn þannig nær okkur, úr því að þessi raunsæisleið er farin í túlkun- inni. Búningar eru natúralísk- ir, sumpart eftirlíkingar af búningum fyrirfólks fyrri alda. Svo er um klæði Snæfríðar og Arnæusar og fóru þau vel, en hempa séra Sigurðar var ólán- leg utan á honum sem vafa- Iaust var með ráðum gert. Tónlist Jóns Nordals er spar- lega notuð til að auka áhrif á stöku stað og þjónaði vel því hlutverki, raunar hátíðlegri en sviðsetningin að öðru leyti. Leikgerðir skáldsagna eru orðnar mjög tíðar á sviði, sum- um finnst um of. Ég tek ekki undir slíka aðfinnslu. Sumar skáldsögur standa líka svo hátt aö þær hljóta að freista til dramatíseringar, jafnvel aftur og aftur. Bríet Héðinsdóttir hefur áður lagt hönd að slíku, og minnist ég þar Jómfrú Ragnheiðar Kambans. Það á við um þessar tvær, að þar eru fyrir leikgerðir höfundanna sjálfra af sögum sínum, en Bríet undirstrikar kvenlýsing- arnar. Samt er hún, eins og aðrir leikgerðarhöfundar okk- ar, trú anda og stíl frumverks- ins, virðir það fyllilega. Án þess að ég treysti mér til að fara út í samanburð að svo stöddu held ég að töluverð lík- indi séu með Jómfrú Ragn- heiði og Hinu ljósa mani í túlkun Bríetar. í báðum tilvik- um er kirkju- og klerkaandúð- in dregin fram að ystu mörk- um. í báðum verkum er hin frjálsa og stolta kona hafin á stall, andspænis andlegri og líkamlegri kúgun og karla- veldi. Slík túlkun er vitaskuld samkvæmt tímanum og sann- ar sig hér, — jafnt fyrir því þótt deila megi um hve afstöð- unni er haldið fast að áhorf- andanum — og það hve miklu er fórnað í þágu hennar. En ný leikgerð bíður annars tíma. daubann fer saman tónlist, hreyfing, hljóðmynd, lýsing og verða áhorfendur hluti af verkinu, því þeir verða á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu ásamt flytj- endum og í mikilli nálægð við allt það sem fram fer. í tilkynningu um tónleikana segir að dauðinn sé í aðalhlut- verki, ekki sem neikvætt afl, heldur sem hluti af heild þar sem líf og dauði haldast í hendur. Hib dulda er málað dökkum, dramatískum litum, sem lýsast og upphefjast í lok- in. ■ Sungið og leikib um

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.