Tíminn - 15.03.1996, Síða 4

Tíminn - 15.03.1996, Síða 4
4 Föstudagur 15. mars 1996 ^MÉjW STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerð/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánaöaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Trúnaöarbrot — siöferöisbrestur Trúnaðarbrot eru mikið í umræðunni um þessar mundir. Meðal kirkjunnar manna er trúnaður brotinn þvers og kruss, Tölvunefnd kemst að því að stofnun safnar forboðnum upplýsingum og sendir síðan í fjölmiðla eins og ekkert sé sjálfsagð- ara en að brjóta bæöi lög og trúnað, þegar svo ber við að horfa. Það er einkennandi fyrir öll þau griðrof, sem brotin eru á trúnaði, að enginn virðist sjá neitt at- hugavert við að fjölmiðlar gleypi við hverri flugu sem að þeim er rétt og þykir sjálfsagt að koma þeg- ar í stað á framfæri upplýsingum, sem vitað er að ekki liggja á lausu nema fyrir það að verið er að brjóta trúnað á einhverjum. Það er engin ótvíræð upplýsingaskylda fjölmið- ils að birta hvaða upplýsingar sem er, þótt frétt- næmar kunni að þykja. Enn síður þegar vitað er að sá sem upplýsingarnar gefur brýtur trúnað á ein- hverjum og er að skara eld að sinni köku með því að leka upplýsingum. Hér er ekki einasta átt við þau mál sem nú ber hæst í allri umfjöllun. Það hefur til að mynda ver- ið furðu algengt, þegar menn sækja um embætti og óska nafnleyndar, að fjölmiðlar telja sér sæma að reyna að komast að hver eða hverjir kjósa að leyna nafni sínu og birta það umsvifalaust þegar búið er að snuðra uppi um hvern eða hverja er að ræða. Ný lög koma í veg fyrir nafnleynd af þessu tagi nú, en þetta er tekið sem dæmi um þá áráttu margra fjölmiðla að virða engan trúnað. „Off the record" er alþjóðlegt blaðamannamál og þýðir að einhver, til dæmis stjórnmálamaður eða embættismaður, gefur fréttamanni upplýsing- ar til að setja hann inn í mál, en því treyst að þær verði ekki birtar. Hvarvetna í heiminum varðar það blaðamannsheiðri að svíkja ekki þann trúnað sem veittur er með þessum fyrirvara. Enda þarf sá ekki að kemba hærurnar í starfi sem það gerir. Og það er heldur ekki alveg sjálfsagt að frétta- miðill notfæri sér trúnaðarbrest annarra til að koma einhverju, sem fréttnæmt má telja, á fram- færi. Að brjóta trúnað sýnist vera á góðri leið með að verða regla fremur en undantekning í samfélag- inu. Bankaleyndin er farin veg allrar veraldar, eins og þegar Landsbankinn afhenti Morgunblaðinu upplýsingar um stóran viðskiptavin og þykist síð- an hvergi hafa komið nærri og málið allt kynnt og rekið á snarvitlausum forsendum. Hitt er annað og óskylt mál, að upplýsinga- skylda opinberra stofnana mætti vera meiri og betri en verið hefur og er nú að rætast úr þeim málum sem betur fer. Og mörg eru þau atvik og málefni, sem fjölmiðlar hafa beinlínis skyldu til að grafast fyrir um og upplýsa almenning um. En margt má líka liggja í þagnargildi, og þess skyldu menn gæta, að sé það orðið sjálfsagt að brjóta trúnað á hverjum sem er og hvenær sem er, getur það valdið siðferðisbresti, sem leiðir til ófarnaðar sem ekki verður séð fyrir endann á. Et tu; Davíö?! Friðrik Sophusson hefur lagt sig hart fram um að verja og koma fram breytingum á lífeyrissjóði op- inberra starfsmanna og barist eins og ljón í því máli um skeið. Friðrik mun nú vera erlendis og pólitískir aðstoðarmenn hans hafa haldið uppi merkinu og baráttunni fyrir hann á meöan og ekki hefur verið neinn bilbug að heyra á þeim varð- andi fyrirhugaöar breytingar. Sam- tök opinberra starfsmanna eins og þau leggja sig hafa hins vegar sýnt vígtennurnar og mótmælaskjölum rignir yfir ríkisstjórnina fyrir að ætla aö breyta lífeyrissjóðsréttind- um manna. Sjálfstæðisflokkurinn hefur m.a. mælst í örlítilli niður- sveiflu upp á síökastið m.a. vegna þessa máls, og er ljóst að það er fyrst og síðast mótmælaaldan gegn framgöngu Friðriks sem framkallar þessa stööu. Garri þykist vita að þessi framganga vara- formannsins mælist ekki vel fyrir almennt í for- ustusveit flokksins, enda eru þar flestir komnir á þá skoðun að Friðrik sé löngu orðinn gísl embætt- ismanna sinna í ráðuneytinu og Morgunblaösins. En bæöi þessi öfl, Mogginn og embættismennirnir, hafa tekið ástfóstri við tæknilegar úrlausnir hins og þessa í ríkisfjármálum, þó að pólitísk ákvörðun, kænska og þor hefði skilað miklu meiri árangri. Sumir vilja raunar ganga svo iangt aö segja að teknókratisminn sé farinn aö þvælast fyrir pólitíkinni hjá fjármálaráðherra og hafa slæm áhrif á pólitíska stöðu flokksins al- mennt. er búinn að keyra langt með lífeyrisfrumvarpiö sitt og ætlaði í dag, föstudag, að kalla trygginga- stærðfræðing opinberra starfsmanna inn á teppi hjá sér. Hann var líka búinn að boða nýja alvöru úttekt á breytingunum sem hann leggur til, og allt stefndi í margra vikna slag þegar Davíð birtist allt í einu.aftur á sjónarsviðinu á þingi í gær og segir: „Svona gera menn ekki." Davíð kemur nú enn á ný fram sem maðurinn sem þarf að minna fjármálaráðherrann á að hann er stjórnmálamaður en ekki tæknikrati. Davíð lýsti því yfir að lífeyrissjóðsmálið yrði ekki þvingað í gegn og leitað yrði sátta, enda kæmi ekki til greina að taka burt bótalaus réttindi, sem menn hefðu haft! Þaö vantaði bara að hann færi líka með rull- una hans Bangsapabba um að nú ættu öll dýrin í skóginum að vera vinir! GARRI Svona gerir maður ekki Þetta syndróm hefur raunar áður komið upp og þá í tengslum við skatt á blaðburðarbörn, eða barnaskattinn sem svo var kallaður. Þá sá Davíð Oddsson ástæöu til að hnippa í varaformanninn og segja hin fleygu orð: „Svona gerir maður ekki, Friðrik." Var þetta almennt talið mikill pólitískur ósigur fyrir Friðrik, en hann naut þó huggunar tekn- ókratanna í ráðuneytinu, sem sannfærðu hann um að hann hefði — þrátt fyrir allt — verið að gera hið eina rétta. Þeir skildu bara ekki að Friðrik var ekki tæknimaður eins og þeir, heldur pólitík- us. Nú virbist sagan vera að endurtaka sig. Friðrik Ber upp á 15. mars! Garra þykir það þó athyglisvert að leiðréttingar Davíbs eru nokkuð dramatískar og skilja stjórn- málamanninn Friðrik eiginlega eftir í miklum sár- um. Ab því leyti er hér um sannkallaða bræbra- byltu að ræða eða pólitíska bakstungu frá þeim samherja sem síst skyldi. í dag er einmitt 15. mars, sem er merkileg dagsetning fyrir þær sakir aö þann dag árið 44 f.Kr. sagði Sesar sína frægustu setningu: „Et tu, Brute? — Þú líka, Brútus?" Að vísu yrði Friðrik að stílfæra þessa dramatísku setningu örlítið, ef hann hyggst nota hana í dag, og Garri vill leggja til: „Þú líka, Davíö — einu sinni enn!" eða „Og líka þú, Davíð — aftur og ný- búinn!" Garri í takt við breytta tíma Það hækkar stöðugt bunkinn af lagafrumvörpum á boröi okkar þingmanna, og hvert málið eft- ir annað fer til meðferðar í ner'ndum Alþingis. Þaðan fara þau til umsagnar hinna ýmsu aöila í þjóbfélaginu, sem nefnd- irnar telja ab málið varbi og hafi eitthvab til þess að leggja. Þegar slíkar umsagnir liggja fyrir, vinna nefndirnar úr þeim áður en málin koma til lokaaf- greiðslu. Greinarhöfundur á sætiT Alls- herjarnefnd Alþingis, en þang- ab er beint m.a. málum sem varöa verksviö Dóms- og kirkju- málaráðuneytisins. Það er ekki ofsögum sagt að þessi mála- flokkur er flókinn og fullur af álitamálum. Þannig háttar til að einmitt um þessar mundir eru mörg mál til umræðu í nefnd- inni sem varba viðkvæm per- sónuleg málefni og snerta spurningar um grundvallarat- riöi. Sem dæmi um þetta má nefna frumvarp um „staöfesta samvist", mannanöfn, frumvarp sem varðar tæknifrjóvgun, frumvarp um skaðabótalög, svo nokkur séu nefnd. Öll þessi mál, sem og reyndar fleiri sem fyrir þessari nefnd liggja, fjalla eins og áður segir um mjög viðkvæm persónuleg málefni sem varba tilfinningar og siðferðilegar spurningar. Tæknifrjóvgun Öll þessi mál eru tengd opnara þjóbfélagi og einnig breytingum sem aukin þekking í tækni og læknavísindum hefur í för með sér. Tæknifrjóvg- un vekur upp spurninguna um rétt fólks til þess að vita um kynforeldra sína, standi hugur þess til þess ein- hvern tíma á lífsleiðinni. Það frumvarp, sem fyrir liggur, gerir ráb fyrir nafnleynd á þessu sviöi, svo sem er í nágranna- löndunum ef Svíþjóð er frátal- in. Hins vegar er ljóst að um þetta atriði eru skiptar skobanir. Það er hlutverk Alþingis að komast að niðurstöðu í málinu og færa þjóðinni nútímalega löggjöf á þessu viðkvæma sviði. Mannanöfn Frumvarpið um mannanöfn snertir m.a. tvö svib. Þaö kemur inn á þab persónulega mál fólks hvaba nafn það ber eða gefur börnum sínum. í öðru lagi varðar löggjöfin þá íslensku hefð, sem er hluti tungunnar og þjóðmenningarinnar, að kenna sig til foreldra sinna. Tillögur Allsherjarnefndar þingsins um málið gera ráb fyrir því ab hægt sé að kenna sig bæði til föður og móður og heimilt sé að taka upp millinöfn eða bera ættarnafn sem millinafn. Deilur standa um hvort þetta ýtir undir ásókn í ættarnöfn eða dreg- ur úr henni. Það er alveg Ijóst að fjölgun ættar- nafna er ekki æskileg, en skiljanleg er viðkvæmni þeirra sem slík nöfn bera fyrir réttinum til að halda þeim. Þessi tvö dæmi um þingstörf eru tekin hér til þess að sýna að starfið á Alþingi snýst ekki ein- göngu um efnahagsmál og átök um fjármuni milli stofnana og milli byggðarlaga. Starfið er miklu víöfeðmara en það. Á víbavangi Jón Kr.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.