Tíminn - 15.03.1996, Page 8

Tíminn - 15.03.1996, Page 8
8 >> •W’&W » Föstudagur 15. mars 1996 KALAK býöur landsmönnum á Crœnlenska daga í Norrœna húsinu um helgina: Teningur af hreindýraspiki í kaffiö til aö halda því heitu „Kalak, þab þýbir ekta Grænlendingur, samkvæmt skýringu orbabókarinnar," svarabi Grétar Gubni Gub- mundsson, formabur Kaiak, grænlensk-íslenska félagsins, sem efnir til „Grænlenskra daga" meb mjög fjölbreyttri dagskrá í Norræna húsinu um helgina, bæbi laugardag og sunnudag, og sömuleibis á Hótel KEA á Akureyri á sunnudaginn. Þar verba flutt erindi um sögu norrænna manna á Grænlandi og jarbfræbi lands- ins. Kynntar grænlenskar bók- menntir og myndlist, spilab og sungib. Og síbast en ekki síst fjölbreyttar myndasýningar: frá Paradísar- og Kiausturdal á Subur-Grænlandi, frá Scores- bysundi, frá gönguferb um Nu- ussuaq-skagann, gönguferb yf- ir Grænlandsjökul og frá stang- veibi á S.-Grænlandi. Grétar Guöni Gubmundsson stendur í kirkjudyrum oð Cörbum, eba Ikalikúu eins og sá stabur heitir í munni Grœniendinga. sem þá var haldib þar í sjötta sinn. Áhuginn virbist þó ekki ein- ungis beinast ab ferbalögum og skemmtan. Grétar Gubni segir líka vaxandi áhuga fyrir vib- skiptum milli landanna. „Vib fengum líka í nóvember s.l. at- vinnu- og félagsmálarábherr- ann til ab vera meb okkur í Norræna húsinu og ræba um stjórnmál. Og salurinn varb þéttsetinn. Öbru hverju, svona þrisvar til fjórum sinnum á ári, erum vib meb fyrirlestra og fá- um þá yfirleitt fullt hús. Á Grænlandi er sömuleibis mikill áhugi hjá opinberum abilum fyrir ab efla þessi sam- skipti. Formabur landsstjórnar- innar, Lars Emil Johansen, ætl- ar m.a.s. ab heibra okkur meb nærveru sinni núna um helg- ina, þar sem hann flytur hátíb- arræbu á sunnudag." Stang- og skot- veiöiferöir í boöi Þeim sem ekki láta sér nægja ab sjá og heyra, en vilja líka smakka, gefst færi á því á græn- lensku villibrábarkvöldi í Naustinu á sunnudagskvöldib. Þar verba m.a. kynntar veibi- ferbir sem seldar eru til Græn- lands, bæbi í stangveibi og skotveibi. En þangab geta menn bæbi komist í lax- og sil- ungsveibi og hins vegar á hreindýraveibar. Vandræbi meb gistingu á Grænlandi geta þó gert mönn- um nokkub erfitt fyrir um ferbalög þangab. „í fyrirhug- abri 5 daga ferö til Eystribyggö- ar á Grænlandi fyrir félags- menn okkar verbum vib til dæmis ab binda okkur vib 20 manna hóp, því viö fáum ekki stærri bát til ab flytja okkur milli staba. Og þarna veröur aö fara allt á bátum á milli staöa, því þab eru engir vegir milli staba." Vegi segir.Grétar Gubni varla til nema í bæjunum sjálf- um og lítiö út fyrir þá. Félögum fjölgaö úr 30 í 130 Ab sögn Gubmundar urbu Grænlenskir dagar haustiö 1992 kveikjan ab stofnun KA- LAK. Þar hittist margt áhuga- fólk um Grænland og ákvab ab stofna þetta félag voriö eftir. Einn af stofnendum félagsins, Benedikta Þorsteins, sé nú orö- inn atvinnu- og félagsmálaráb- herra á Grænlandi. Og áhug- inn fer vaxandi, ef marka má þróun félagafjöldans: úr rúm- lega 30 viö stofnun í um 130 manns fjórum árum síöar. Þurrkuö loöna í nesti Sjálfur fór Grétar Gubni sína fyrstu ferb til Grænlands 1971, og þá aöeins í dagsferö. „Síöar fór ég meö strandferbaskipinu þeirra í hálfs mánaöar siglingu mebfram ströndinni og gisti um borö allan tímann. Þetta var mjög skemmtileg ferö og í henni kom ég m.a. aö rústum kirkjunnar í Görbum, en sá staöur heitir á grænlensku Ik- alikúu. Þegar vib komum til baka úr þeirri skobunarferö, var tekiö upp grænlenskt nesti í léttbátnum, sem viö fórum meö milli skips og lands. Nest- iö var þurrkub loöna, þurrkaö- ur þorskur og þurrkab hrein- dýrakjöt ásamt te og kaffi. Til ab kaffiö kólnaöi ekki of fljótt í bollunum settu Grænlending- arnir út í kaffiö tening af hrein- dýraspiki, sem bráönar og myndar fitulag ofan á kaffinu, sem þar meb helst lengur heitt. Mér fannst þetta ágætt, en konan mín var ekki eins hrifin af þessu nesti. Hún borbabi samt haröfiskinn." íslendingafélag stofnaö í Nuuk Starfsemi félagsins hér heima segir Grétar Guöni einkum fel- ast í því ab kynna Grænland fyrir landsmönnum. Markmib Grænlenskra daga sé ab auka samskipti milli fólksins í lönd- unum, íslendinga og Græn- lendinga. Og áhugann virbist Brettib kalla menn þetta í Nuuk. Þangab koma veibimennirnir meb afla sinn, bœbi fisk og spendýr, og selja á Brettinu. Þennan daginn mátti m.a. sjá þar hval, sel, hrein- dýrakjöt og lúbu. ekki vanta. Þannig hafi t.d. um 600 manns komiö á svipaöa kynningu fyrir tveim árum, sem abeins hafi þá staöiö í einn dag. Á Grænlandi hafi á hinn bóginn nýlega verib stofnab ís- lendingafélag í Nuuk, sem hélt þar sitt fyrsta þorrablót fyrir nokkru. Mikill áhugi fyrir aö 11 1 kynnast Grænlend- ingum Samskiptin felist sömuleiöis í því ab koma á feröum íslend- inga til Grænlands og ab taka á móti hópum Grænlendinga hér. Þannig hafi hópur félags- manna t.d. í fyrra leigt vél frá íslandsflugi og farib til þátt- töku í maraþoninu í Nuuk, Frá Nuuk á Kalaallit (Grœniandi).

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.