Tíminn - 20.03.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.03.1996, Blaðsíða 5
-------------- flRrcTifK|Tl jTB jít; K 5 Mi&vikudagur 20. mars 1996 Hverfjall í Mývatnssveit. Þorlákur Jónasson: H verfj all Oft hefur mabur hrifist af söng Sigurbar Ólafsson- ar, þar sem hann syngur um „Fjallib eina". Fjallib töfrar, seibir og heillar. Þegar mabur er ungur, vaknar sú spurning hvab býr ab fjaila- baki. Þegar þeirri þrá er svalab, fær fjallib sjálft síaukna athygli og hin sérkennilega og fagra lögun þess. Mig langar ab vitna hér í orb Siguröar Kristjánssonar, sem lengi var skrifari hjá KÞ á Húsa- vík. Hann var skemmtikraftur og ágætur upplesari. Eitt sinn hlýddi ég á hann á fundi á Skútustööum. Niöurlagsorð hans voru: „... og hinar fögru línur Hverfjalls skýröust vel í mildu skini kvöldsólarinnar." Þessi orð eru mér ógleymanleg. Flesta daga lít ég til fjallsins og skynja fegurð þess í síbreyti- leika, hvernig ljós og skuggar falla bæöi sumar og vetur. í Morgunblaöinu árið 1994 birtist grein með fyrirsögn eitt- hvaö á þá leið aö til stæði að breyta nafni á fjalli í Mývatns- sveit. Þar er átt við Hverfjall, sem á að breyta í Hverfell. Ekki höfðum við eigendur fjallsins hugmynd um þessi áform, en fjallið stendur í heimalandi Vogajarðar og fast við ræktunar- lönd okkar, eignarrétturinn því alger. Þá vitnast það af tilviljun aö maður nokkur, ættaður héð- an úr sveitinni, er búinn að reyna að ná fram þessari nafn- breytingu í fleiri ár. Mér sýnist að hér sé um mjög gróft siðferð- islegt brot að ræða, þar sem ráð- ist er inn á persónulegan eignar- rétt manna og reynt að ná fram breytingum á nafni á náttúru- vætti, sem stendur fremst í flokki mikilsverðustu menja hér í Mývatnssveit. Einnig er Hverfjall heimsþekkt og er sennilega einn af eftirsóttustu ferðamannastöðum hér í sveit. Við eigendur fjallsins mót- mæltum þessari aðför og kom- um þeim til Landmælinga ís- lands bæði bréflega og með undirskriftum. Einnig voru rit- aðar blaðagreinar um málið. Rökstutt var aö alla þessa öld og sjálfsagt lengur hefur ritmál þessa fjalls verið Hverfjall. Okk- ar færustu vísindamenn, þar á „Mér sýnist að hér sé um mjög gróft siðferðislegt brot að rœða, þar sem ráðist er inn á persónu- legan eignarrétt manna og reynt að ná fram breytingum á nafni á náttúruvœtti, sem stend- ur fremst í flokki mikils- verðustu menja hér í Mý- vatnssveit. Einnig er Hverfjall heimsþekkt og er sennilega einn afeftir- sóttustu ferðamanha- stöðum hér í sveit." meðal Siguröur Þórarinsson jarðfræöingur, færa fram sterk- an rökstuðning fyrir Hverfjalls- nafninu. í bókinni Náttúra ís- lands, sem AB gaf út 1961, segir Sigurður Þórarinsson m.a.: „Frægasti og mest umskrifaði sprengigígur er Hverfjall við Mývatn og er mynd eða teikn- ing af honum í flestum hand- bókum í eldfjallafræði, og hann tekinn sem dæmi um þá gerð fjalla. Besta íslenska heitib á slíku eldfjalli er einmitt Hver- fjall. Hver er hér í norðlensku merkingunni gígur og Hverfjall því fjall sem svo raunverulega er allt einn gígur, en svo er um Hverfjall. Þetta formhreina fjall sem svo mjög setur svip sinn á Mývatnssveit." Það verður að teljast mikið virðingarleysi viö minningu þessa vísindamanns að væna hann um ókunnug- leika og ónákvæmni. í bókinni íslenskt þjódlíf í þús- und ár frá 1908 ritar Daniel Bru- un. Þar taiar hann um útsýnið í suður frá Reykjahlíð og um fjöll- in Bláfjall, Sellandafjall og Hverfjall. í bókinni Eldur í „Að sjálfsögðu hafa menn kallað fjallið það sem þeir hafa hugarfar til. En ritmál nafnsins hefur staðið bjargfast um langan aldur og því verður ekki breytt. Tal- málið getur aftur á móti breyst á löngum tíma. Kemur þar eftil vill til óskýr eða óljós fram- burður, latmœli o.fl." norðri, afmælisriti helguðu dr. Sigurði Þórarinssyni 70 ára, er vitnað í greinar í Náttúrufræð- ingnum. Þar er a.m.k. sex sinn- um getið um Hverfjall. í ís- landslýsingu Þorvaldar Thor- oddsens frá 1911 er greinargerð um Hverfjall. í bókinni Náttúra Mývatns er mjög greinargóð lýs- ing á Hverfjalli eftir Kristján Sæ- mundsson. í bókum Ólafs Jóns- sonar Ódáðahraun, þrem bind- um sem komu út 1945, talar Ól- afur mjög víða um Hverfjall í öllum þeim bókum. Björn Hró- arsson skrifar ítarlega lýsingu á Hverfjalli og myndun þess. Þar telur hann Hverfjall eitt form- fegursta fjall á íslandi. í stuttri lýsingu á Mývatnssveit til leið- beiningar fyrir ferðamenn eftir Gísla Pétursson í Reynihlíð, 1948, fjallar hann um Hverfjall og telur það sérkennilegasta fjall við Mývatn. í bókinni Sveitin okkar eftir Þorbjörgu Árnadóttur prófasts á Skútu- stöðum, segir hún frá skemmti- ferð á Hverfjall. Hún virðist ekki vera í neinum vafa um hið rétta nafn á fjallinu. Einnig talar Árni VETTVANGUR Einarsson víða um Hverfjall í ritinu Mývatn, sem Náttúru- verndarfélagið gaf út 1988. Nú á síðustu tímum fór að bera á því að Hverfellsnafnið fór að sjást á prenti. Var það á myndbandi, sem Landgræðslan lét gera um Dimmuborgir. Þarna hafa veriö viðhöfð óvönduð vinnubrögð við um- gjörð þessarar annars fallegu myndar og rýrir gildi hennar mjög, þar sem á smekklausan hátt er nafni Hverfjalls breytt, þrátt fyrir að mörg skilti með hinu rétta nafni séu þarna víöa á vettvangi. Víða eru göngustíg- ar merktir fyrir ferðamenn til aðgengis á fjalliö, á öllum merk- ingum stóð Hverfjall. Sama er að segja um áningarstaði við innkomu til sveitarinnar og við útsýnisskífur við Dimmuborgir. Á öllum kortum, sem Landmæl- ingar íslands gáfu út frá árinu 1945 til ársins 1988, er nafnið Hverfjall. Að sjálfsögðu hafa menn kall- að fjallið það sem þeir hafa hug- arfar til. En ritmál nafnsins hef- ur staöið bjargfast um langan aldur og því verður ekki breytt. Talmálið getur aftur á móti breyst á löngum tíma. Kemur þar ef til vill til óskýr eða óljós framburður, latmæli o.fl. Vegurinn upp í Lúdent liggur meðfram Hverfjalli. Daglegar ferðir voru oft upp hjá fjalli. Um áratuga skeiö var heyjað í Lú- dent, einnig gekk sauðféð þarna haust og vor. Alltaf kom Hverfj- all mjög við sögu. Oft var aðeins talað um fjallið. Ég fullyrði ab ég hef aldrei heyrt nokkurn mann tala um fellið eitt og sér, eða fara upp hjá felli. Enda slík nafngift fráleit og kemur við mann eins og skrattinn úr sauð- arleggnum. Hví má ekki eitt frægasta fjall landsins eiga sitt fjallanafn? Hverfjall fellur hér svo algjörlega inn í fjallahring- inn, sem Sigurður skáld á Arnar- vatni orti svo fagurlega um í kvæðinu Sveitin mín. Landmælingar íslands hafa látið í Ijós samstöðu með vilja heimamanna. Hverjir eru heimamenn? Heimamenn eru hér fyrst og fremst eigendur fjallsins og ber Landmælingum því að fara eftir vilja og sannfær- ingu þeirra í þessu máli. Eigendur fjallsins munu aldr- ei sætta sig við rangnefni á Hverfjalli, einni dýrustu perlu sveitarinnar. Höfundur er bóndi. Spunnið um Hamlet Leikflokkurinn Bandamenn: AMLÓÐA SAGA. Leikstjóri: Sveinn Einarsson. Tónlist: Gubni Franzson. Búningar: Elin Edda Árnadóttir. Ljósahönnun: David Walters. Frumsýnt á Litia sviöi Borgarleikhússins 16. mars. Tama er skemmtileg sýning! Þetta léikverk, sem Sveinn Einars- son hefur sett saman ásamt leik- hópnum, var sett á svib á Helsingja- eyri nýlega, fyrst í röð sýninga sem tengjast Hamlet Danaprinsi sem þar bjó. Verkið er kallab „dæmisaga handa nútímanum" og er byggt á frásögnum Saxós, Ambáles rímum, Amlóba sögu, Brjáms sögu og ýms- um fleiri heimildum íslenskum og erlendum. — Ekki veit ég hve marg- ir þekkja þessar frásagnir, sjálfur er ég ekki vel kunnugur þeim öllum, en Amlóöa saga er nokkuð þekkt sem ein kveikja Hamlets Shakespe- ares, saga um prins sem leikur vit- firring. Hetjan Amlóöi er 400 árum eldri en persóna Shakespeares, og á sér, eins og hér er fram komiö, ræt- ur víöa í sögum og kveðskap. Þar á meðal, og aðgengilegust fyrir okk- ur, er Brjáms saga í Þjóðsögum Jóns Árnasonar, sem er bráðskemmtilegt ævintýri um mann sem haldinn er afglapi og segir alltaf það sem ekki passar. Úr þessu efni sem talið var hafa Sveinn og leikhópurinn búið til spunasýningu. Hún mun vera í framhaldi af sýningu á Banda- manna sögu sem nokkurt orð fór af, en ég sá því miður ekki og má því ekki um dæma hvernig sýningin á Amlóöa sögu er í samanburði við hina fyrri. Hér getur að líta fígúrur úr ýms- um áttum, fífl og finngálkn, kóng og drottningu, vondan ráðsmann, listamanninn Lúðra og Ásu sem komin er úr danskvæði. Þráðurinn er sem sagt sagan um prinsinn, illan frænda sem drepur föður hans, kvænist móður hans, eins og við þekkjum frá Shakespeare. Og út frá þessu eru ýmsir krókar farnir, skír- skotaö til nútímans (prinsinn á að LEIKHUS GUNNAR STEFÁNSSON fara til Rúanda). Inn á milli koma setningar úr Hamlet, bæði á ensku og íslensku. Ég treysti mér eiginlega ekki til að lýsa þessari sýningu að gagni. Mér þótti hún að vísu bláþráðótt „efnis- lega", en hér reynir umfram allt á hugmyndaflug leikhúsmannanna. En víst er um þab ab sýning af þessu tagi er nýbreytni í leikhúslífi okkar. Sýningin mun hafa fengið góða dóma í Danmörku. Gagnrýnendur tölubu um skynræna, sjónræna og munúðlega sýningu og sterka lík- amlega tjáningu. Hin líkamlega tjáning er mikill þáttur í sýning- unni: dans, fimleikar og fangbrögð af ólíku tagi. Tónlistin er drjúgur áhrifaþáttur einnig og trúbsbrögb, mímík. í rauninni er í þessari sýn- ingu leitað til uppruna leiklistar- innar, hins hreina leikhúss. Leikendur í Amlóða sögu eru átta talsins. Fyrst er að telja Borgar Garðarsson. Hann hefur verið fjarri íslensku leikhúsi um langt skeið, en haslaö sér völl sem leikari vib sænskt leikhús í Finnlandi. Hér leik- ur hann Horvendil kóng meb mikl- um leikbrögbum og skemmtileg- um. Mabur vildi gjarnan fá að sjá Borgar aftur áður en langt um líður. Ombu drottningu leikur Þórunn Magnea Magnúsdóttir og Amlóða kóngsson Jakob Þór Einarsson. Þessi þrjú eru í sjónarmibju og samleikur þeirra góður. Ráðsmanninn Gamal- íel, sem stöbugt hvíslar í eyra kóngi, leikur Felix Bergsson, en Ásu, konu úr danskvæði, Ragnheiður Elfa Arn- ardóttir. Þau eru bæbi gób, einkum hefur Ragnheiður Elfa ágæta sviðs- framkomu; hún leikur einnig seið- konu. Gubni Franzson er Lúbri, fulltrúi listarinnar, og leikur á horn en seg- ir fátt. Stefán Sturla Sigurjónsson leikur fíflið af miklu fjöri, og einnig finngálknið. Sveinn Einarsson skrifar stutta grein í leikskrá og rekur efnivið sýn- ingarinnar. Hann bendir á að stokk- ið sé í tíma og rúmi í leit að aðföng- um og inn í þá frásögu geti sitthvað úr nútímanum slæöst. „Var hinn forni seiöur til dæmis mjög frá- brugðinn þeim sem í dag má kynn- ast í Brasilíu eða Kóreu eöa hjá Söm- um?" spyr hann. „Vinnuabferðin helgast ekki eingöngu af að útbúa annars konar leiksýningu en flestar aðrar eru, heldur og af þeirri sann- færingu, að í vegakerfi samtímans komi ratljós fortíbar að gagni og það blómgist best sem vel er rætt." Þarna er sem sagt búin til sýning sem er annars konar en aðrar sem borið hafa fyrir augu í Reykjavík í vetur. Það verður fróðlegt að sjá hvar Bandamenn bera niður næst. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.