Tíminn - 28.03.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.03.1996, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 28. mars 1996 ÍfMffW STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gu&mundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Jæknideild Tímans Mynda-, plötugerð/prentun: ísafoldarprentsmi&ja hf. Mána&aráskrift 1550 kr. m/vsk. Verö ílausasölu 150 kr. m/vsk. Hin stóru hlutaskipti Það þarf ekki að hafa mörg orð um mikilvægi fisk- veiða og -vinnslu fyrir okkur íslendinga og mikilvægi þess að ganga vel um auðlindina og varðveita fiski- stofna. Haröar deilur hafa staðið um það um árabil í þjóðfélaginu hvaða aðferð eigi að nota við stjórn fiskveiða, og hvort greiða eigi gjald fyrir aðgang að fiskimiðunum. Kvótakerfið hefur nú verið við lýði um árabil, en árið 1988 var háð mikil orrusta á Alþingi um frum- varp um stjórn fiskveiða, sem lyktaði með því að sú löggjöf, sem nú gildir, var samþykkt í meginatriðum. Staðan í dag er hins vegar þannig að verðmæta- sköpun í sjávarútvegi er mjög mikil og miklar fram- farir hafa orðið í meðferð sjávarafla. Það ber öllum saman um, sem líta á málin af sanngirni. Staðan er einnig þannig nú að útlit er fyrir að auka megi kvót- ann í bolfiski á næsta fiskveiðiári. Þetta eru afar góð tíðindi og segja það eitt að ekki hefur verið til einsk- is barist. Því er tíðum haldið fram að aðferðir fiski- fræðinga til þess að meta stofnstærðir séu rangar og meiri áhættu hefði átt að taka. Sá málflutningur er varhugaverður, því að hér er allt of mikið í húfi til þess að taka of mikla áhættu. Það er einnig ljóst að afar mikið starf hefur verið unnið í sjávarútveginum til þess að mæta breyttum aðstæðum, og mikil þróun hefur orðið í vinnslu ann- arra tegunda en bolfisksins. Ýmsar hliðar eru á hagsmunabaráttunni í sjávarút- veginum. Skipting heildaraflans milli útgerðarflokka hefur verið stöðugt deilumál á undanförnum árum. Ljóst er að smábátasjómenn hafa unað mjög illa við sinn hlut. Það er einnig jafnljóst að útgerð báta, bæði smábáta á aflamarki og stærri báta, býr við mjög skarðan hlut. Þá hefur afli togara verið skertur og má þar sérstaklega til nefna ísfisktogarana. Eftir mikil átök um hlut krókabáta á síðasta vori hefur Landssamband smábátaeigenda gengið til samninga við sjávarútvegsráðuneytið um tillögur um samkomulag um veiðistjórnun fyrir smábáta. Það samkomulag liggur fyrir og verður til meðferðar Alþingis á næstunni. Það kveður á um að heildar- þorskaflinn, sem ákveðinn var á síðasta vori, verði tengdur hlutfallslega við ákvarðaðan heildarafla þorsks miðað við 155 þúsund lesta hámarksafla. Sókn innan þorskaflahámarks verði frjáls. í sóknar- dagakerfinu eru tveir hópar, öðrum eru aðeins heim- ilaðar handfæraveiðar, en hinum blandaðar línu- og handfæraveiðar eftir ákveðnum reglum. Svo virðist sem smábátasjómenn séu tiltölulega ánægðir með þessa niðurstöðu, en ljóst er að hún mun valda miklum deilum innan sjávarútvegsins. Forsvarsmenn LÍÚ hafa haft uppi hörð viðbrögð og hótanir um að hætta að styðja kvótakerfið. Skipting hugsanlegrar aukningar á þorskkvótan- um er ekki síst ástæða þessarar hörku. Þar eru miklir hagsmunir í húfi. Það ber hins vegar brýna nauðsyn til að ná sátt í atvinnugreininni, til þess að allir geti notiö þess ávinnings sem hillir undir og er árangur af fiskveiöistjórnun síðustu ára. Það væri óvinafagnað- ur af þeim, sem hafa stutt þá stjórnun, að hrópa hana niður nú. Rekkjunautarnir ólíklegu Björn Grétar Sveinsson segir í Tímanum í gær aö félagsmála- nefnd Alþingis eigi einfaldlega aö henda burt frumvarpi félags- málará&herra um stéttarfélög og vinnudeilur. Þaö sé í aöalatriö- um þaö sem hann hafi til mál- anna ab leggja varðandi samráð nefndarinnar viö aöila vinnu- markaöarins um breytingar og lagfæringar á frumvarpinu. Björn ætlar að semja um leik- reglurnar viö Þórarin Viöar hjá VSÍ og hugsanlega viö Árna Ben hjá Vinnumálasambandinu, jafnvel þó aö fyrir liggi aö báöir þessir aöilar séu búnir aö lýsa því yfir í prinsippinu aö þeir telji að leiöa verði í lög leikreglurnar á vinnumarkaðnum. Björn ætlar líka aö semja um þetta viö at- vinnurekendur, þrátt fyrir að bú- ið sé aö þvarga um málið lengi, lengi og ekkert hafi gerst í því nýtt, m.a. vegna þess aö launþega megin var tekinn sá póll í hæöina aö óþarfi ætti aö vera aö setja rammalöggjöf um vinnumálin. Þaö er athyglisvert líka aö Björn Grétar lýsir því yfir aö loksins hafi það gerst, aö verkalýðshreyf- ingin sé samstíga og samtaka um eitthvert bar- áttumál. Þaö baráttumál er aö koma í veg fyrir að frumvarpið veröi að veruleika og virðist þá gilda einu hvernig frumvarpiö mun líta út, miðað við það aö verkalýðsforinginn hefur ekki áhuga á aö breyta efnisatriöum þess, heldur einvöröungu að þaö veröi tekið úr umferð. Foringjar setji leikreglurnar í ljósi þess aö almennt er viðurkennt aö frum- varpið og meginlínur frumvarpsins munu draga verulega úr möguleikum verkalýðsforustunnar til aö ráöskast með hag félagsmanna þegar kemur aö vinnudeilum, er vissulega freistandi aö skýra hina óvæntu samstööu verkalýðsforingja í ljósi þess. Hins vegar viðurkenna foringjarnir alls ekki aö þaö sé vegna þessarar valdaskerðingar þeirra sem þeir eru svo mikið á móti frumvarpinu, en þeir hafa heldur ekki mælt gegn því að slík skerðing muni eiga sér staö. Þaö sem Björn Grétar vill og þaö sem hefur framkallað þessa miklu samstööu verkalýðsforingja, er krafan um aö það séu for- ingjarnir sjálfir sem setji leikreglurnar á vinnu- markaöi, en ekki Alþingi. Efnisatriöi eru ekki einu sinni til umræöu (hendum frumvarpinu!), aöeins það aö leikreglur á vinnumark- aði séu settar af verkalýösfor- ingjunum sjálfum — starfs- mönnum verkalýðsfélaganna — en ekki pólitískt kjörnum full- trúum á Alþingi. Og þessari kröfu er fylgt svo hart eftir og meö slíkri samstöðu að undar- legustu aöilar eru orðnir ást- fangnir rekkjunautar. Þannig er upplýst í fréttum að foringjar í láglaunafélögum séu farnir aö tala fjálglega um þá óhæfu að minni félög og starfs- hópar, eins og Flugfreyjufélagiö eöa flugmenn og flugvirkjar, muni koma illa út ef þetta frum- varp yröi aö lögum, vegna ákvæöis um vinnustaðafélög sem þar er aö finna. Slíkt er tek- ið sem dæmi um þá valdníðslu, sem verið er aö framkvæma. Það er gott aö Björn Grétar skuli vera búinn að finna sér bandamenn og bólfélaga við hæfi í hinni nýbökuðu samstöðu. Það eina er aö hann og félagar hans skuli ekki hafa fundið þessa miklu samstööu þegar láglaunastefnan þrengdi sér inn á heimili félagsmanna hans í Verkamannasam- bandinu, sem sættu sig við lúsarlegar launahækk- anir fyrir hans orð, en horföu svo upp á þá, sem nú eru orðnir hinir nýju bandamenn samstöö- unnar, klifra upp bakið á sér og hrifsa til sín marg- faldar hækkanir. Samstaba — þó fyrr heföi verib Þaö er í raun synd aö verkalýðsforingjarnir skuli ekki fyrr hafa fundið sér eitthvaö aö sameinast um, og sem auman launamann heföi þaö glatt Garra óumræöilega ef samstaöa verkalýösforingj- anna og slagkraftur heföi verið eitthvaö í líkingu viö það sem hann er nú, þegar veriö var aö semja um kaup og kjör síöast. En þaö veröur ekki á allt kosiö og Garri huggar sig við það aö nú muni Björn Grétar, Benedikt og hinir stjórnmála- og verkalýösforingjarnir, sem standa í forsvari fyrir breiðfylkingar láglaunafólks, eiga mun auöveld- ara um vik að ná fram langþráöum launajöfnuöi og kjarabótum til handa sínu fólki, vegna þess að nú hefur myndast hin nýja samstaða rekkjunaut- anna ólíklegu. Ef bara frumvarpinu verður hent, mun allt lagast, af því að öll dýrin í skóginum eru jú orðnir vinir. Garri Hugsunarleysið og börnin Nú stendur yfir áróðursherferð fyrir því aö vel og tryggilega sé búiö um börn í bílum í umferð- inni. Tilefni herferðarinnar er sú miður skemmtilega staðreynd að slysavarnafólk taldi sig hafa komist aö því aö mikill misbrest- ur væri á því að börn, jafnvel ungabörn, væru spennt í sæti sitt í bílunum eða væru í fram- bærilegum bílstólum í bílunum. Herferðin mun hafa verib ákveö- in fyrir talsvert löngu, en þaö var þó ekki fyrr en í síöustu viku sem aðstandendur hennar fram- kvæmdu könnun á því hvort börn í bíl á leið í leikskóla væru spennt í sæti með vibunandi hætti. Niðurstaða þeirrar könnunar er algjört reiö- arslag, því í ljós kom aö 28% barna, eöa meira en fjóröa hvert barn, voru laus í bílnum. Samkvæmt frétt frá Slysavarnafélaginu og Um- ferðarráði var mikill munur á notkun öryggisbún- aöar eftir byggöarlögum og var ástandiö víöa úti um land verra en á höfuöborgarsvæðinu. Þau hugsa ekki Aðstandendur könnunarinnar taka þaö sérstak- lega fram aö ástandið sé best meðal yngstu barn- anna, en versni eftir þriggja ára aldurinn. Jafn- framt kemur fram aö algengt var aö nauðsynlegur búnaöur var fyrir hendi í bifreiðinni, en var bara ekki notabur. Vissulega eru þessar niðurstöður sláandi og vekja upp spurninguna um hvað foreldrar allra þessara Iausu barna séu eiginlega að hugsa. Svarið er mjög einfalt: Þeir eru ekkert aö hugsa. Ekkert ís- lenskt foreldri getur af trúveröugleika haldiö því fram aö þaö hafi ekki vitaö aö hættulegt væri aö barn þess sé laust í bíl á ferö. í mesta lagi er hægt aö hugsa sér aö þekkingarleysi valdi því aö fólk spenni börn ekki rétt í bílinn eöa noti örygg- isbúnað ekki á þann hátt sem til er ætlast, en enginn getur haldið því fram svo trú- verðugt sé aö hann hafi ekki vitað um þá hættu, sem felst í því að hafa barn laust í bíl. Hnippt í fólk Engum dettur í hug aö foreldrar og forráða- menn barna séu vísvitandi aö stofna börnum sín- um í hættu, þannig aö eina skýringin á þessu háa hlutfalli lausra barna í bílum er hugsunarleysi. Gegn slíku hugsunarleysi þarf að berjast og hnippa í fólk, sem í tímaleysi, stressi og hraöa hversdagsins gleymir sér og spilar mesta áhættu- spil lífs síns meö því að leggja öryggi barna sinna undir, til þess að spara þau andartök sem þarf til að ganga tryggilega frá því aö spenna börnin í bíl- belti. Þess vegna er sérstök ástæöa til að fagna þeirri herferð sem nú er í gangi. Vonandi veröur hún til þess aö hreyfa viö mönnum og fá þá til aö hugsa. Því miður hefur komiö í ljós aö full þörf er á áminningum af þessu tagi. -BG Laust barn í aftursceti er ekki öruggt. Á víbavangi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.