Tíminn - 28.03.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.03.1996, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 28. mars 1996 Margrét Sœmundsdóttir: 10% barna eru án öryggisbúnabar Allir vita að ein virkasta leiðin til þess að koma í veg fyrir alvarleg slys í bílum er að nota öryggisbúnað. Notkun bílbelta var lögleidd á ís- landi árið 1981, Árið 1990 var um- ferðarlögum breytt á þá leið að sett var inn sérstakt ákvæði um öryggis- búnað fyrirbörn. í 71. gr. núgildandi umferðarlaga segir um öryggisbúnað fyrir börn: „Barn yngri en 6 ára skal í stað öryggisbeltis eða ásamt með ör- yggisbelti nota barnabílstól, belti- spúða eða annan sérstakan öryggis- og verndarbúnað ætlaðan börnum. Ef slíkur búnaður er ekki í bifreið, skal barnið nota öryggisbelti ef það er unnt." Umferðarlögin leggja einn- ig þá skyldu á herðar ökumanna að þeir sjái um að farþegar yngri en 15 ára noti öryggis- og verndarbúnað. Þrátt fyrir lögin er vitað að 10% barna eru laus í bílum hér á landi og það sem verra er, mörg þeirra sitja í barnabílstólum sem ekki eru tryggi- lega festir og gera þá lítið gagn. Áróbursvika 25.-B0. mars Slysavarnafélag íslands, Umferð- arráð og verkefnið „Betri borg fyrir börn" standa að átaki fyrir bættri notkun öryggisbúnaðar vikuna 25. til 30. mars. Lögreglan mun á sama tíma beina athyglinni sérstaklega að búnaði barna í bifreiðum, auk þess sem hún mun fylgjast meb notkun bílbelta hjá ökumönnum og farþegum. Á sama tíma fer fram könnun á notkun öryggisbúnaðar barna víðs vegar um landið. Enn- fremur verbur gert yfirlit um örygg- isbúnaði á markaði hér á landi í samvinnu við innflytjendur. Hér má sjá hvernig á aö spenna börnin niöur eftir mismunandi aldri. Rétt spennt 0- 7 árs Þarfir barna eru aðrar en fullorðinna Þab er nú löngu viðurkennt að böm geta ekki notab sama öryggis- búnað og fullorbnir. Ungbarnabíl- stólar þykja nú jafn sjálfsagður bún- abur og kerra og barnavagn, og barnabílstólar fyrir börn allt að 5 ára aldri eru einnig taldir nauðsyn- legur öryggisbúnaður. Öðru máli gegnir um bílbelti full- orbinna. Lítil börn geta ekki notað þau án aukabúnaðar vegna þess að stærb þeirra, líkamsbygging og álagsþol er annað en fullorðinna. í fyrirlestri, sem Claes Tingvall, lækn- ir og sérfræðingur í umferöarslysa- vörnum, hélt hér á landi, kom fram að meibsli barna, sem eru farþegar í bifreiðum, eru með öðru móti en tíðkast hjá fullorðnum. Á sama tíma og 30-40% fulloröinna sem slasast hljóta höfuðmeiðsl, hljóta rúmlega 80% ungra barna höfub- Rétt spennt 7 -4ra ára. meiðsl eða skaddast í andliti. Verndun höfuðs og háls skiptir því meginmáli. Claes Tingvall og fleiri sérfræð- ingar halda því fram að börn eigi að Veist þú hvort barniö þitt er vel variö í bílnum? snúa baki í akstursstefnu eins lengi og mögulegt er. Ástæðan er sú að sitji barn í barnabílstól, sem snýr með bakið í akstursstefnu, dreifist höggið við áreksturinn um stærri hluta líkamans (þegar ekib er fram- an á bifreið) og höfuðið hreyfist einungis lítillega meira en búkur- inn og spennist þá hálsinn lítið. All- ir ungbarnabílstólar sem seldir eru hér á landi eru þannig að ætlast er til ab þeir snúi baki í akstursstefnu. Rétt spennt 4ra- 7 0 ára. Einnig eru til barnabílstólar sem hafa þá eiginleika að hægt er ab snúa þeim á bába vegu. Á Norðurlöndunum er sú skoðun ríkjandi ab öryggi ungra barna sé best borgið í barnabílstólum sem snúa baki í akstursstefnu. Þab tekur tíma fyrir nýjungar ab ná út- breiðslu, en æ fleiri foreldrar hér á landi velja ab láta börn sín vera í barnabílstólum sem snúa baki í akstursstefnu. Sem betur fer bjóða verslanir hér á landi nú upp á mjög fjölbreytt úrval af bakvísandi stól- um, ennfremur hefur m.a. eitt tryggingafélag leigt þess konar barnabílstóla fyrir börn frá fæðingu og þar til þau geta notaö venjuleg bílbelti. Ranglega notabur öryggis- búnabur gerir ekkert gagn í Svíþjóð kom í ljós ab um helm- ingur öryggisbúnaðar fyrir böm var í bílum ekki rétt notaður. Annað hvort vegna þess að fólk hafði ekki fengið réttar leiðbeiningar eða vegna þess ab það kynnti sér þær ekki. Miklar líkur eru því á því ab ástandið sé svipaö hér á landi og í Svíþjóð. Góbar leiöbeiningar seljenda og ár- vekni foreldra eiga ab koma í veg fyrir að öryggisbúnaður sé ranglega notaöur. Algengustu mistökin Nýlega gaf Umferðarráð út bæk- ling um öryggisbúnab fyrir börn í bílum. Markmiðið er að benda á hvað hentar hverju aldursstigi og hvernig á að nota hann. Algengustu mistökin, sem fólk gerir, eru eftir- farandi: • Barnið er stundum í barnabíl- stól og stundum ekki. • Öryggisbúnaburinn er notaður öðruvísi en leibbeiningar segja til um. • Barnið er fest í barnabílstólinn, en það gleymist að festa stólinn í bílinn. • Barn fer of ungt úr barnabílstól • á bílpúða. • Barn er látið nota bílbelti fyrir fullorðna of snemma og án hjálpar- búnaðar svo sem bílpúða. • Barnið er án bílbelta. (Þessi grein birtist í þriðjudagsblað- inu, en henni fylgdi þá með öllu óvið- eigandi mynd. Því er greinin endurbirt með réttum myndum). Höfundur er fræ&slufulltrúi hjá Umfer&arrá&i. Hitafar í háloftunum i. Okkur hættir til aö einblína á hitafar- iö hér niöri viö yfirborö jaröar. Raunar er þaö ekki undarlegt, því aö lífríkiö er bundiö viö veörahvolfiö, neöstu 8-10 kílómetrana í lofthjúpi jaröar (gufu- hvolfinu). Og eiginlega erum viö mest upptekin af hitastigi í neöstu 2-3 kíló- metrunum, þar sem eru flest heimkynni manna. En hvernig er þá hitafar í öllu gufuhvolfinu? II. Lofthjúpnum er skipt x aögreind hvolf eöa lög. Neöst er veörahvolfiö skilgreint sem þéttasti hluti hjúpsins: frá yfirboröi jaröar upp í 8-15 km hæö. Lægri talan gildir fyrir pólsvæöin, sú hærri yfir miöbaugi jaröar. í veörahvolf- inu eru þau snöru skipti hita, úrkomu, skýjafars og vinda sem viö nefnum veö- ur í daglegu tali. Og þar fellur hiti meö aukinni hæö, um 0,65 stig á hverja 100 metra aö meöaltali. Því er þaö svo aö í 7- 10 km hæö (farflugshæö farþegaþotu) er oftast 30-50 stiga frost. Kaldast, um 80 stiga frost, er í 15 km hæö yfir kyrrabelt- inu nálægt miöbaugi. Hitafailiö meö aukinni hæö er svolítiö sem feröafólk til fjalla þarf aö muna eftir. UM- HVERFI Ari Trausti Gubmundsson jaröeblisfræöingur III. Ofan við veðrahvolfiö er heiöhvolfiö. Þar eru staðvindar ríkjandi og ský sjald- séö, en þó til (glitský). Heiðhvolfið nær úr 12 km hæö (mebaltalshæð) upp í 50 km hæö. Úr þessari 12 km meðaltals- hæö og upp í 30 km hæö er frost svipaö og efst í veörahvolfinu, en þar fyrir ofan hækkar hiti uns hitastigið nær um þaö bil frostmarki efst í heiöhvolfinu. Varm- inn sem til þarf fæst m.a. viö myndun ósons úr súrefni fyrir áhrif útfjólublás ljóss. í mibhvolfinu, sem nær úr 50 upp í 80 km hæö, lækkar hiti aftur meö hæö, úr 0°C í 80-90 stiga frost. IV. Ofan viö miöhvolfib er hitahvolfiö. Þaö er nær upp í nokkur hundruö kíló- metra hæö. Hiti hækkar þar meö hæö- inni, úr 80-90 stiga frosti í 80 km hæö upp í mörg hundruö stig, meðan loft- hjúpsins nýtur viö. Hann þynnist hratt er utar dregur, uns komiö er út í tóm geimsins þar sem efnisþéttleikinn er af- ar lítill. Er þá enn óravegur til tunglsins, hvað þá annarra himinhnatta. Vaxandi hiti meö hæö í hitahvolfinu stafar af því aö þar getur loftiö numiö orkuríka geislun utan úr geimnum, t.d. röntgen- og gammageislun (kjarnorku- geislun). Viö geislanámið veröur til varmaorka og einnig ljós (m.a. noröur- ljósin). Þegar nær dregur endimörkum Iofthjúpsins (hvergi skörp skili), er loft orðiö svo þunnt aö lítið sem ekkert geislanám veröur og þar fellur hiti hratt á ný meb aukinni hæö. Frostib eykst er ofar dregur og úti í geimnum milli jarö- ar og tungls er yfir 100 stiga frost. í nánd viö ytri plánetur sólkerfisins er frostið yfir 200 stig, og í útgeimi, milli sólkerfa, er frostið nálægt 270 stigum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.