Tíminn - 28.03.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.03.1996, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 28. mars 1996 fgjfjmÍMfj 5 Þorvaldur H. Þóröarson og Katrín Haröardóttir: Starf Kattavinafélagsins í þágu samfélagsins Með tilkomu Kattholts hefur aðstaðan fyrir óskilaketti batnað verulega hér á höfuðborgar- svæðinu. Kattavinafélagið hef- ur unnib mjög gott starf og al- menningur sem og lögregla, dýraeftirlitsmenn og fleiri hafa getað leitað á náðir fé- lagsins með ketti sem þeir finna á vergangi. Kattavinafé- lagið hefur einnig haldið skrár yfir heimilisketti sem fólk hef- ur týnt eða fundið og hefur með þessum hætti aöstoðað margan köttinn við að rata heim til sín. Hús Kattavinafélags íslands, Kattholt, opnaði í júlí 1991 og var þá suðausturhluti hússins tekinn í notkun undir starf- semi félagsins. Þessu húsnæði var skipt í deildir fyrir óskila- ketti, gæsluketti og skrifstofu. Reykjavíkurborg veitti tölu- verðan styrk til þessara fram- kvæmda, en jafnframt lögðu meðlimir félagsins fram mikla sjálfboðavinnu við smíðar, pípulagnir, málningarvinnu og fleira. Við opnunina flutt- ust óskilakettir af höfuöborg- VETTVANCUR arsvæðinu frá Dýraspítalanum í Víðidal í Kattholt, þar sem meginmarkmiö starfseminnar var helgab þeim. Þar með hófst mikið starf við umönn- un þeirra, leit að réttum eig- endum eða að öðrum kosti að finna nýtt heimili fyrir þessa ferfættu vini. Ennfremur hefur félagib unnið hörðum hönd- um við að koma í veg fyrir að kettir týnist. Þetta hefur verið gert með því að hvetja dýra- eigendur til að merkja þau greinilega. Þetta starf, sem er að miklu leyti unniö í sjálfboðavinnu, er mjög mikilvægt í þéttbýli, en er því miður oft vanmetið af bæbi yfirvöldum og al- menningi. Ef þessir kettir hefbu í engin hús að venda, sæjum við fljótt verulega fjölg- un á litlum samfélögum villi- katta hér og þar í borginni. Kettir, sem lifa villtir, geta ver- ið smitaðir af spólormum, bogfrymli, eyrnamaurum, augnsýkingum og kattafári, svo eitthvað sé nefnt. Þessir kettir geta smitað heimilisketti og viðhalda þeir smitinu í um- hverfinu. Auk þess þurfa þessir kettir ab veiöa sér fugla og mýs til matar og fara oft í rusl í íbúðarhverfum. Af þessu hlýst verulegt ónæði. Þegar kólna fer í veðri, verða vegalausir kettir oft svangir, kaldir og illa til reika. Dánartíðni verður mjög há um vetur, sérstaklega hjá kettlingum. Vegna dýra- verndarsjónarmiða er ekki annað hægt en að reyna að koma í veg fyrir að slík samfé- lög fái að þroskast og stækka. Það er því nauðsynlegt að at- hvarf fyrir óskilaketti sé fyrir hendi. I Kattholti fá kettirnir góða aðhlynningu. Þeir eru geymdir í rúmgóðum búrum og fóðrun og hreinlæti er til fyrirmynd- ar. í Kattholt koma kettir frá öllu höfuðborgarsvæðinu, sem bæði lögreglan og al- menningur koma með. Þar sem margir kettir eru saman- komnir í einu húsnæði hafa sóttvarnir alltaf verið efst í Ágóbi jóla- kortasölu til ÍF Fyrirtækiö Hans Petersen afhenti íþróttasambandi fatlaðra fyrir skömmu tæpa hálfa milljón króna, sem er hluti af ágóða jóla- kortasölu verslana Hans Petersen fyrir jólin 1995. Á myndinni tek- ur Camilla Th. Hallgrímsson, varaformaður ÍF, við styrknum úr hendi Guðrúnar Eyjólfsdóttur, sölustjóra hjá Hans Petersen. Á myndinni er einnig Ólafur Eiríks- son, einn af Ólympíuförum fatl- aðra til Atlanta 1996. ■ hugum manna. Þaö varð því fljótlega ljóst að aðskilja þurfti óskilakettina frá gæsluköttun- um. Það var svo í júlí 1992 að vesturhluti bakhúss var tekinn í notkun fyrir óskilaketti. Þótti þetta mikil framför, auk þess sem hægt var að auka gæsl- una, sem yfir sumartímann er einhver helsta fjáröflun félags- ins. Sumarið 1993 geröist það sem menn höfðu mest óttast. Það kom upp smitsjúkdómur meðal óskilakattanna, sem leiddi til þess að aflífa þurfti nokkra þeirra. Viðbrögb fé- lagsins við þessum skelfilega atburði voru skjót, ákveðin, fagleg og til fyrirmyndar. Þess var strax farið á leit við félags- menn að styrkja félagið í að hólfa óskilakattadeildina nið- ur í 5 abskilin herbergi og koma upp góðu loftræstikerfi. Með þessu móti er hægt ab takmarka útbreiöslu smits og aðskilja heilbrigða einstak- linga frá sjúkum. Átak þetta kostaði félagið á fjórða hundr- að þúsund krónur. Þrátt fyrir þröngan fjárhag var hægt, með hjálp góðra manna, að koma upp þeirri góðu aðstöðu sem notuð er í dag. Á undanförnum árum hefur starfsemi Kattavinafélags ís- lands fyrst og fremst miðast við Reykjavík og nágranna- byggðarlög. Af þessum sveitar- félögum hefur þó Reykjavíkur- borg ein veitt framlag til starf- seminnar árlega. Allri ósk til annarra sveitarfélaga um framlag til rekstursins á und- anförnum árum hefur því miður verið synjab. Þó er í lög- um aö sveitarfélögum, hverju fyrir sig, beri skylda til að halda óskiladýrum í skefjum. Aðferð sú, sem Kattavinafélag- ið hefur valið sér, er tvímæla- laust sú mannúðlegasta og besta sem völ er á. Þar eru hag- ir og þarfir dýranna í hávegum höfð. Það væri óskandi að í hinni allra nánustu framtíð sæju önnur sveitarfélög á höfuð- borgarsvæöinu og víðar sér fært að koma inn í þetta starf af fullum krafti, svo stíga megi stór og farsæl skref á þessu sviði inn í 21. öldina. Höfundar eru dýralæknar. Réttarstaða skuldara Fyrir skömmu var greint frá því í fréttúm að nokkrir alþingis- menn hefðu hreyft málefnum skuldara á Alþingi. Höfðu þeir áhyggjur af innheimtukostnabi og öðru því sem margfaldaði höfuðstól upphaflegrar skuld- ar. Svo sannarlega er flestum skuldurum vorkunn. Þab er nefnilega sjaldnast sem greiðslufall verður af illum hug, miklu frekar eru þab illviðráð- anleg eða ófyrirséð atvik sem valda því ab skuldir eru ekki greiddar á gjalddaga. Óvarkárni lánveitenda þekkist líka og bera þeir því oft nokkra ábyrgð þeg- ar illa fer. Þegar vanskil verða taka vib dráttarvextir, innheimtukostn- aður og fleira sem getur marg- faldað hinn upphaflega höfuö- stól. Auðvitað geta menn komist hjá þessum kostnaði og flestir gera það, einfaldlega með því að greiða á réttum tíma, en þab er bara því miður ekki alltaf hægt. Þeir, sem lenda í vanskilum, eiga sér fáa málsvara, og fagna ég því ef alþingismenn ætla nú að gaumgæfa það fjármálaum- hverfi sem skuldararnir þurfa að lifa í. Ég vona að þessi mál verði tekin til ítarlegrar athug- unar og ekki aðeins hluti þeirra, heldur verði hvert ein- asta atriði tekið fyrir. í þessum pistli ætla ég að vekja athygli á einu af þeim at- riðum sem þurfa að koma til skobunar, en það er hvernig farið er að við uppgjör gjaldfall- inna skulda sem greitt hefur verið inn á, oft mörgum sinn- um, áður en skuldin er ab fullu Frá mínum bæjar- dyrum LEÓ E. LÖVE greidd. Þab er engin föst regla um hvernig jressar innáborganir reiknast. Eg hef séð útreikninga þar sem allar innáborganir hafa verið dregnar frá höfuðstóli, þar til hann er greiddur að fullu, en þá greiðast dráttar- vextirnir. Þegar þessi aðferð er viðhöfð, fær skuldarinn bestu mögulega niðurstöðu. Svo hef ég líka, og miklu oft- ar, séb skuldir reiknabar út meb dráttarvöxtum eins og ekkert hafi verið greitt fyrr en í lokin, þrátt fyrir innáborganir. Meb þeirri aðferð hefur óskertur höfuðstóll borið dráttarvexti á meðan innáborganirnar hafa ekki borið neina vexti, jafnvel svo mánuðum skipti. Við slíkar aðstæður heföi skuldaranum komið betur að ávaxta pening- ana sína þar til hann hefði get- að greitt skuldina alla í einu, hann hefði þá fengið vexti af fé sínu. Svo margar og mismunandi eru aðferðirnar að brýna nauð- syn ber til að setja um það regl- ur hvernig meb skuli fara. Eftir að hafa rætt við marga um þetta vandamál hef ég komist ab þeirri niðurstöðu að sanngjarnast hljóti að vera að reikna höfuðstól og innáborg- anir sjálfstætt og allar eins. Þannig myndi höfuðstóllinn vera reiknabur með fullum dráttarvöxtum frá upphafi til endanlegs greiðsludags, en það sama myndi vera gert við inná- borganirnar: þær yrðu líka látn- ar bera dráttarvexti frá greiðslu- dögum, skuldaranum til góða. Þar með væri öllu réttlæti fullnægt. Skuldarinn verbur ekki hlunnfarinn og skuldareigand- inn fær ekki óeðliiega háa vexti með þessari aðferð. Þótt skuldaskil og uppgjörs- mál virðist flókin, eru þau svo mikilvæg í fjármálalífinu, ab þau mega ekki aðeins verba upphrópun stjórnmálamanna í atkvæðaleit. Eg skora á alþing- ismenn að halda málinu vak- andi og sjá til þess að skuldarar séu ekki hlunnfarnir, nógu erf- itt eiga þeir samt. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.