Tíminn - 28.03.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.03.1996, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 28. raars 1996 Frumvarp um réttindi sjúklinga: Skylt ab veita sjuklingum upplýsingar úr sjúkraskrám Sjúklingur í lœknahöndum. Laekni eða öðrum sem færa sjúkraskrár verður skylt að sýna þær viðkomandi sjúk- Iingum eða umboðsmönnum þeirra og afhenda þeim ljós- rit, verði þess óskaö, sam- kvæmt frumvarpi til laga um réttindi sjúklinga sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Akvæði þetta mun ná til allra sjúkraskráa án tillits til hve- nær þær hafa verið færðar. Með þessu er verið að ítreka ákvæði Iæknalaga um að- gang sjúklinga að ummælum og athugasemdum, sem rit- aðar hafa verið um þá sjálfa, og tekin af öll tvímæli um að aðgangur viðkomandi sjúk- linga eða umboðsmanna þeirra aö sjúkraskrám er heimill. Jafnframt þessu er tekið fram í frumvarpinu að þess skuli gætt við aðgang að sjúkraskrám að upplýsingar, sem þær innihalda, eru trún- aðarmál. Tilgangur frumvarpsins er að lögfesta ákveðin réttindi til handa sjúklingum í samræmi við almenn mannréttindi og mannhelgi, styrkja réttarstöðu þeirra gagnvart heilbrigðis- þjónustunni og styðja það trúnaðarsamband sem ríkja ber á milli sjúklinga og starfs- manna heilbrigðisstofnana. í frumvarpinu segir að hver sjúklingur eigi rétt á meðferð Jóhanna Sigurðardóttir og Svanfríður Jónasdóttir hafa lagt fram á Alþingi frumvarp til breytingar á stjórnskipun- arlögum þess efnis að berist forseta íslands áskorun frá þriöjungi kosningabærra manna í landinu um að Iáta fara fram þjóðaratkvæða- greiöslu um tiltekið mál, þá skuli hann verða viö henni. Með þessu vilja þær rýmka möguleika til þess að viðhafa þjóðaratkvæbagreiðslu og veita þannig almenningi auk- ib tækifæri til þess ab hafa áhrif á framgang mála. í núverandi stjórnarskrá er að- eins mælt fyrir um þjóðarat- kvæðagreiðslu á þremur stöð- um. Ef þrír fjórðu þingmanna greiða atkvæði með tillögu um að forseti íslands verði leystur frá embætti, ef forseti synjar staðfestingu á lagafrumvarpi og ef gera á breytingar á kirkjuskip- aninni með lögum. Engin ákvæði er hins vegar að finna sem gera þegnum landsins kleift að knýja fram þjóðaratkvæða- greiðslu um einstök mál er Al- þingi hefur til umfjöllunar. í greinargerð með frumvarp- inu benda þær Jóhanna og Svanfríður á að víða í nágranna- löndunum hafi verið farin sú og aðbúnaði sem miðist við ástand hans, aldur og horfur á hverjum tíma, auk bestu þekk- ingar sem völ sé á, og að þjón- usta við sjúklinga skuli ein- kennast af traustu sambandi á milli hans og heilbrigðisstarfs- leið að heimila þjóðaratkvæða- greiðslu og auka þannig lýðræð- islegan rétt fólks. í íslenskri stjórnskipan getur almenningur hins vegar aðeins haft áhrif með atkvæði sínu til kosningar sveit- arstjórnar- og alþingismanna auk kjörs forseta Islands. Telja flutningsmenn að með þessari skipan séu lýðræðinu ákveðin takmörk sett umfram nágranna- löndin og benda jafnframt á aö mun algengara sé að mynda samsteypustjórnir hér á landi en til dæmis á Norðurlöndun- um. Þannig viti fólk sjaldnast í almennum þingkosningum hvernig ríkisstjórn það sé að kjósa yfir sig og einnig sé auð- veldara fyrir samsteypustjórnir að semja sig frá loforðum og kosningastefnuskrám. Þá benda þær Jóhanna og Svanfríður á að forseti íslands hafi aldrei frá stofnun lýðveldis- ins notfært sér þann rétt að synja staöfestingu laga er Al- þingi hefur samþykkt og vísa málum á þann hátt til þjóðar- innar, þar sem neitunarvald hans er aðeins frestandi og skjóta verður málum til þjóöar- innar eftir að hann hefur neitab staöfestingu. Þær segja að af því megi ráða að þetta vald forseta sé í reynd nánast marklaust. -ÞI manna. Sjúklingur skal, sam- kvæmt frumvarpinu, eiga rétt á samfelldri meðferð og samstarf skal ríkja milli allra heilbrigðis- starfsmanna og stofnana sem koma að meðferð. Þá er kveðið á um að sjúk- lingar eigi rétt á upplýsingum um heilsufar sitt og meöferð. Læknar skulu gefa sjúklingum læknisfræðilegar upplýsingar um heilsufar og horfur um bata og einnig upplýsingar um fyr- irhugaða meðferð og afleiðing- ar þess að ekkert verði aðhafst. Læknar skulu gefa sjúklingum upplýsingar um önnur hugsan- leg úrræöi en fyrirhugaða með- ferð og einnig möguleika á aö leita til annarra lækna eba heil- brigðisstarfsmanna eftir því sem við á og batahorfur gefa tilefni til. Ef sjúklingur óskar eftir því að honum verbi ekki gefnar upplýsingar um hvað stendur í sjúkraskrá hans, þá verði það virt auk þess sem sjúklingur geti tilnefnt annan aðila til þess að taka við upp- lýsingum úr sjúkraskrá fyrir hans hönd. í frumvarpi að lögum um réttindi sjúklinga er tekið fram að virða skuli rétt hvers sjúk- lings til þess að ákveða sjálfur hvort hann þiggi meðferð, og að enga meðferð megi fram- kvæma nema samþykki hans sjálfs liggi fyrir. Hafni sjúkling- ur þeirri meðferð sem læknir leggur til, skal viðkomandi lækni skylt að upplýsa hann um hverjar afleiðingar það kann að hafa fyrir hann. Þá verður sjúklingi heimilt að stöðva læknisfræðilega með- ferð á hvaða stigi hennar sem er, en í slíkum tilvikum er Iækni einnig skylt að veita sjúklingnum upplýsingar um hvaða afleiðingar slík breyting kann að hafa. -ÞI Foreldrar barna og ungmenna sem lent hafa í brunaslysum: Stofnun for- eldrafélags Nokkrir foreldrar hafa í samráði við fagfólk ákveðið að gera til- raun til ah stofna foreldrafélag bama og ungmenna sem lent hafa í brunaslysum. Mikilvægi foreldrafélaga barna og unglinga með sjúkdóma, fötlun eða lýti af ýmsum orsökum hafa sannab gildi sitt á undanförnum árum. Sá stuðningur, sem slík félög veita við- komandi börnum/unglingum og fjölskyldum þeirra, getur verið ómetanlegur, svo ekki sé minnst á nauðsyn þess að foreldrar og ab- standendur sameinist í baráttu fyrir réttlátum opinberum stuðningi og bættri aðstöðu á sjúkrahúsum. Eins og umræða í fjölmiðlum síbastliöna daga sannar, veitir ekki af að tekið sé hraustlega á þeim málum. Þriðjudaginn 2. apríl nk. verður haldinn fundur um ofangreind málefni. Hann hefst kl. 20.30 á skrifstofu Styrktarfélags krabba- meinssjúkra barna að Suðurlands- braut 6, 7. hæð, í Reykjavík. Ólafur Einarsson lýtalæknir og Þorsteinn Ólafsson, formaður Umhyggju, munu flytja erindi, en síðan verða frjálsar umræður. Ef ástæba þykir til, verður félagið stofnað á þessum fundi. Hér með eru allir hlutabeigandi foreldrar og aðstandendur hvattir til ab mæta. Allir, sem áhuga hafa á og vilja stybja við bak þessa hóps, eru velkomnir. Nánari upplýsingar gefa Þuríður Gubmundsdóttir í síma 453 4483 og Birna Sigurðardóttir í síma 566 7687. ■ Frœbasetriö í Sandgeröi: Bókagjöf frá Bretlandi Tjarnir, strendur, fuglar, fiskar og plöntur er meöal þess sem fjallað er um í 45 fræðslubókum sem bresk stjórnvöld ætla að færa Fræöasetrinu í Sandgerði. Breski sendiherrann, Michael Hone, mun afhenda Kristínu Haf- steinsdóttur, forstöðumanni seturs- ins, bækurnar í breska sendiráðinu mánudaginn 1. apríl klukkan 11.00. Sandgerði er náttúruperla þar sem þúsundir farfugla gista. Fræða- setrið er því vel staðsett og getur veitt leiösögn og tækjakost þeim sem séð eða fundið hafa tegundir sem þá fýsir að vita meira um, á þeim mögru gönguleiðum sem hægt er að velja frá setrinu. ■ Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) ÁKR. 10.000,00 1980-l.fl. 15.04.96- 15.04.97 kr. 391.635,60 *) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 28. mars 1996. SEÐLABANKIÍSLANDS Jóhanna og Svanfríbur: Vilja opna mögu- leika til þjóðarat- kvæöagreiöslu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.