Tíminn - 29.03.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.03.1996, Blaðsíða 5
Föstudagur 1. mars 1996 iSfcttíistt 5 Veibivét, fyrirstaba og net. Ljósm. veibieftiriitib Uppkaup laxaneta í sjó Sleppingarabstaban í Hraunsfirbi hjá Silfurlaxi. Netkvíar í baksýn. Ljósm. EH ■?------ Eitt merkasta ákvæöi íslenskra laxveiðilaga er bann við lax- veiði í sjó, sem lögtekið var 1932. Á þeim tíma var mjög lítið um slíkar veiðar í sjó hér við land. Það reyndist því auð- velt að koma þessari stefnu- mörkun á, ekki síst fyrir þá sök, að engar bætur þurfti að greiða, að svo stöddu, því að undanþágur voru veittar frá banninu. Þær voru bundnar við jarðir þar sem slíkra hlunn- inda var getið í fasteignamat- inu 1932. Á seinni áratugum hefur verið unnið að því að fækka þessum undanþágum með uppkaupum laxveiðirétt- inda í sjó. Fyrir skömmu var undirrit- aður samningur milli eiganda Þursstaða í Borgarfirði og Orra Vigfússonar vegna Norður- Atlantshafslaxasjóðsins um uppkaup á laxanetum í sjó fyr- ir landi jarðarinnar til fram- búðar. En sjóðurinn hefur í mörg ár staðið fyrir uppkaup- um á úthafslaxveiðikvótum, eins og kunnugt er, og á annan hátt veitt mikilvæga ráðgjöf ýmsum ríkisstjórnum varð- andi verndun og nýtingu Atl- antshafslaxins. Snemma á s.l. ári tóku veiði- réttareigendur og veiðifélög við árnar, sem falla í Faxafióa, og hafbeitaraðilar ákvörðun um aö stefna að uppkaupum allra laxveiðiréttinda í sjó, svo að slík laxveiði hyrfi með öllu á Vesturlandi. Samtök þessi lögðu fram fjármagn til fyrr- greindra uppkaupa neta á Þursstöðum á móti ríkisfram- lagi- Níu aðilar með lax- veibirétt í sjó í upphafi, 1932, höfbu níu aðilar slík laxveiðiréttindi, þ.e. átta aðilar vib Faxaflóa og einn í Vopnafirði. Með fyrri aðgerð- um og nú samningi um upp- kaupin á Þursstöðum hefur tekist að fækka undanþágum VEIÐIMAL EINAR HANNESSON um helming, sem áttu slík rétt- indi við Faxaflóa 1932. Eftir liggja því tvær jarðir í Hval- firöi, tvær í Borgarfirði, auk einnar jarðar í Vopnafirði. Áhugi er meðal áreigenda í Vopnafirði um uppkaup þar. Veiðifélag Selár hefur þegar brotið ísinn með samningi við eiganda laxveiðibúnaðar í sjó, um að ekki sé veitt í hann þessi árin. Uppkaup á þessari veibi- aðstöðu eru því á dagskrá og munu væntanlega eiga sér stað, eins og annars staðar. Hafbeitin jók lax- veioi i sjo Lengst af hefur lögleg lax- veiði í sjó verið óveruleg, mið- að við heildarveiði á laxi hér á landi, þó að hún hafi ab sjálf- sögbu alltaf verið neikvæð og tilfinnanleg gagnvart laxveiði- ánum, ekki síst í lakari veiðiár- um. Hins vegar gerðist það með tilkomu stórfelldrar laxa- hafbeitar, að veibifengur tveggja sjávarveiðijarða jókst mjög mikið, þar sem laxinn frá h'afbeitarstöbvum ánetjaðist í verulegum mæli í búnað þeirra, svo að sumum þótti með ólíkindum. Nú hafa mál skipast á þann veg, að hafbeitarstarfsemin, sem lagði til stærstan hluta þessarar miklu veiði, varð gjaldþrota og í öðru tilviki lok- aði sjúkdómur, sem upp kom, á frekari rekstur. Hafbeitin mun því væntanlega framveg- is ekki skila veiðifeng til fyrr- greindra sjávarneta eða ann- arra, eins og á undanförnum árum. Sumir menn segja, að þessa erfiðu stöbu í rekstri haf- beitar hafi að hluta til mátt rekja til veiði í sjávariagnir, og þær þannig átt sinn þátt í gjaldþroti stórlaxahafbeitar. Heimild til inn- lausnar Fyrrgreind samtök veiðirétt- areigenda við árnar við Faxa- flóa hafa unnið að því á skipu- legan hátt að fá heimild til innlausnar fyrrgreindra sjávar- lagna, eins og lög leyfa. Jafn- framt hefur verið unnið að því að koma slíku í framkvæmd með frjálsum samningum, eins og Orra Vigfússyni tókst gagnvart Þursstöðum. Gera menn ráð fyrir að þessu upp- kaupaferli Ijúki á næstu árum. Þá megi með sanni segja að laxveiðibann í sjó hér við land verði raunverulegt, eins og stefnt var ab með löggjöfinni 1932. Fyrr ekki. Fordómar á fordóma ofan Fáfræðin er móðir fordómanna. Þetta fékk ég illilega að reyna í vikunni sem leið. Og það meira að segja m.a. á sjálfum mér. Þannig er mál meö vexti að ég starfa að málum leigjenda. Leigjendur eru einn þessara hópa sem oft sæta fordómum hér á landi. Er þab að vonum, því hér ríkir sem kunnugt er s.s. séreigna- skuldaheimska í húsnæðismál- um. Allir skulu skráðir íbúðareig- endur, eins þótt þeir í raun eigi ekkert nema skuldir, alveg þang- að til þeir eru lagðir í þá einu fast- eign, sem þeim nokkurn tíma áskotnast, þ.e.a.s. líkkistuna. Nú jæja. Einhvern daginn í um- ræddri viku hlustaði ég sem oftar á hádegisfréttir gömlu gufunnar. Heyri ég þá sagt frá því að maöur nokkur hafi gengið berserksgang. Þess var sérstaklega getið, að æðið hefði runnið á manninn í leigu- íbúð. Nú er það álitamál hvort það að æði renni á menn teljist til al- mæltra tíðinda, sem erindi eigi í fjöimiðla, nema afleiöingarnar tryllingsins verði alvarlegar. Hitt dylst væntanlega fáum, að eign- arform þess húsnæðis þar sem viðkomandi ólánsmenn fá kast er almenningi óviðkomandi og telst því ekki fréttaefni. Þvert á móti. Með því að tiltaka það sérstak- lega, að títtnefndur atburður hafi átt sér stað í leiguíbúð var frétta- stofa Ríkisútvarpsins að auka á fordóma í samfélaginu. Ég veit um hvað ég er að tala, því þaö þarf ekki nema eina svona frétt í fjölmiðlum til að sími Leigjenda- samtakanna sé rauðglóandi af völdum fordómafullra húseig- enda, sem þjást af alvarlegum sál- arkvölum yfir þeirri staðreynd að til skuli vera fólk, sem ýmist vill ekki eða getur ekki búið við sama húseignarformið og það sjálft. Nú tel ég mig hafa gert fordóm- um fréttastofu Ríkisútvarpsins í þessu tiltekna máli næg skil. Þá er komið að sjálfum mér. Ekki hafði ég fyrr hlustað á fréttina en ég hringdi í fréttastofuna og bað um að fá að tala við fréttamanninn, sem skrifað hafði viðkomandi frétt. Mér var sagt aö hann væri „í mat". „Hringdu klukkan eitt," sagði röddin í símanum. Já, hvort ég ekki skyldi gera það. Ég skyldi sko láta helvítið hafa það óþvegið. Og ef mann- gerpið gerði minnstu tilraun til að verja þetta svívirðilega athæfi sitt, þá skyldi málið fara fyrir útvarps- ráð, auk þess sem fréttasnápinum yrði opinberlega slátrað á síöum allra dagblaða landsins og gott ef ekki héraðsblaðanna líka. (Eg var sem sé dulítið gramur). Og ég var SPJALL PJETUR HAFSTEIN LÁRUSSON svo sem með það á hreinu, að maðurinn væri svo forstokkaður í fordómum sínum, að hann mundi verja þennan fréttaflutn- ing með kjafti og klóm. Aftur hringdi ég klukkan eitt. Hann var, að sögn, enn „í mat". Asni gat ég verið. Því hafði ég ver- ið að kynna mig og erindið að auki? Auðvitað var maðurinn lagður á flótta undan hvössum og markvissum rökum mínum. Þó hringdi ég enn á ný. Og viti menn, fréttasnapinn var á staðn- um. Ég er raddsterkur maður og þarf því ekki að viðhafa nein látalæti til þess að viömælendur mínir geri sér grein fyrir alvöru málsins, sé mér misboðiö. En sem ég hafði manninn þarna á línunni, hljóp í mig Gvendur jaki. Ég beitti rödd- inni af miklum áhersluþunga og gæti sjálfsagt fengið stöðu hjá ónefndu leikfélagi hér í bæ, ef ég bara þyrði af ótta við ráðningu og í framhaldi hennar, óhjákvæmi- legan brottrekstur. „Hvað á það að þýða að nota ríkisrekna fréttastofu til að auka á fordóma í landinu?" spuröi ég ógnandi röddu, enda sannfærður um að ég væri ekki aðeins að tala við hálfvita, heldur forstokkaðan neðanmálsmann að auki. En þegar ég hafði gert frétta- manninum grein fyrir ástæðu spurningarinnar, þá sprakk blaör- an. Maðurinn gerði sér þegar ljós þau mistök, sem honum höföu orðiö á. Og ekki nóg með það, heldur baðst hann afsökunar á af- glöpum sínum. Og þó að ég bakki ekki með það, að í þessu tilfelli gerðist hann sekur um óvandað- an fréttaflutning, þá fór ekkert milli mála, að hvað varðaði for- dóma í garð leigjenda haföi ég haft hann fyrir rangri sök. Þab lak úr mér allt loft, eins og sprunginni blöbru. Og sál mín varð jafn væskilsleg eins og andi betliskáldsins með hvíta trefilinn, sem ég sé svo oft svífa inn á Sólon íslandus með sína fölu, póetísku ásýn og skotsilfur frá listasósíaln- um upp á vasann, svo ekki þurfi nú að drekka kaffið út á krít. FÖSTUDAGS PISTILL ÁSGEIR HANNES STÖÐLUÐ FÁTÆKT Fjármálarábherrann okkar kynnti staðfestingu frá enska flokkunar- fyrirtækinu Standards & Poors (lesið Stöðlub Fátækt á íslensku) í Morgunblaðinu um daginn. Þar segir ab þjóbin sé loks komin í næst hæsta gæðaflokk skuldu- nauta um víða veröld eftir sjö ára erfiða bib með „hækkað mat á lánshæfi" eins og það heitir á ráðuneytismáli. Rábherrann sagði 'íka að þessi viðurkenning hefði ekki komið af sjálfu sér, heldur væri hún árangur af löngu og ströngu erfiði. Ríkisstjórnin væri nú loks að uppskera eins og sáb var til og ekki seinna vænna. Ráðherrann sagbi líka sérstak- lega frá Seðlabanka íslands af þessu hátíbartilefni og upplýsti ab bankinn sjái bæbi um allar lántökur og ab mata Standards & Poors á upplýsingum um lán- tökurnar. Reyndar kemur þab engum á óvart að Seölabankinn sé að minnsta kosti bábum meg- in vib borðið í upphefðum ís- lenska ríkisins. Gott ef bankinn er ekki undir borbinu líka. Nú kann „hækkað mat á láns- hæfi" ab vera tilefni fyrir ríkis- stjórnina ab kætast í Stjórnarráð- inu, en alþýða manna hefur and- varann á sér. Meira „lánshæfi" þýbir meira svigrúm til að taka fleiri lán í útiöndum og má þar vera komin skýringin á gleðitár- um ráðherrans. Hitt er svo annað mál: Var öllu til skila haldið þegar Seðlabankinn sendi Stabli & Fá- tækt nýjustu upplýsingar? Eba létu menn sér nægja þessar skitnu 260.000.000.000,00 krónur sem þjóbin skuldar í út- löndum? Mundu menn líka eftir skuld- um ríkissjóbs hér á landi í formi spariskírteina og happdrættislána jafnt sem ríkisvíxla og annarra skuldabréfa, sem eru litlar 100. 000.000.000,00 krónur? Skuld- irnar sem aldrei verða greiddar nema meb nýjum lánum og vax- andi skuldum. Mundu menn líka eftir skuld- um ríkissjóðs vib Lífeyrissjóði rík- isstarfsmanna, sem eru aðeins tæpar 80.000.000.000,00 krón- ur og svarar til rúmlega heillar milljónar króna á hvern vinnandi félagsmann í Alþýðusambandi ís- lands? Skuldir sem verða ekki heldur greiddar og ekki einu sinni með spariskírteinum og rík- isvíxlum. Mundu menn eftir öbrum skuldbindingum og ábyrgðum sem geta fallib á ríkissjóð hvenær sem er? Ríkisábyrgðir, húsbréfa- kerfi, ríkisbankar, sjóðir og fleira í þeim dúr, samtals um 100.000. 000.000,00 krónur? Þá eru ótaldar skuldbindingar á fjárlögum næstu ára og ára- tuga á borð við búvörusamninga og annað smáræði. Hvab þá skuldir fyrirtækja og einstaklinga og veðsett heimilin. Samtals eru þetta um 550.000.000.000,00 krónur eba 2.200.000,00 krónur á hvert mannsbarn og gott íbúðarverð á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Er nema von ab fjármálaráb- herra þjóðarinnar spýti í lófana um þessar mundir og taki loks af skarib: Sendi ráðherrabílstjórann sinn í bæjarferb með auglýsinga- pésa frá hóteli subur íTúnis?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.