Tíminn - 29.03.1996, Blaðsíða 11

Tíminn - 29.03.1996, Blaðsíða 11
Föstudagur 29. mars 1996 W99m9lm 11 Heiftarlegar deilur blossubu upp á fyrsta abalfundi dýraverndarmanna á íslandi í 10 ár. Sigríöur Ásgeirsdóttir segir sér hafa verib stjakaö úr rœöustóli: Deilurnar snúast um Argvítugar deilur hafa blossab upp innan samtaka dýravina á Islandi, Sambands dýravernd- arfélaga íslands. Má meö sanni segja að þar sé allt komib í hund og kött. Fyrsta aöalfund- inum, sem haldinn er í 10 ár í sambandinu, Iauk allt aö því meö áflogum og brotnum glösum. Hluti fulltrúa vék í kjölfariö af fundi, en mættir voru um 50 fulltrúar. Ásakanir ganga á víxl. Undirrótin virö- ist, eins og oftast er, peninga- mál og valdabarátta. Dýra- vernd virðist minna á dagskrá dýraverndarfólksins. „Þarna eru peningasjóöir sem ekki hefur verib gerb grein fyrir," sagbi Jón Kr. Gunnarsson í Hafnarfirbi í gær. Enginn veit enn hversu mikiö fé var slegist um. Stálin stinn í Fir&inum Það voru stálin stinn sem mættust á fundinum í Gafl-Inn í Hafnarfiröi á sunnudag. Sig- ríöur Ásgeirsdóttir, héraös- dómslögmaður og formaöur Dýravemdunararfélags Reykja- víkur, var mætt ásamt sínu liði, um þaö bil 15 manns, og full- trúa Hundavinafélagsins, sem margir héldu þó aö væri hætt störfum. Sigríöur sagöi í samtali viö Tímann í gær aö hún heföi undanfarin ár reynt aö hlaupa í skarðið fyrir Samband dýra- verndarfélaga eins og hægt heföi veriö, svarað í síma og sinnt erlendum samböndum, því formaðurinn, Jórunn Sören- sen, væri löngu hætt. Sigríður segir aö dauft hafi verið yfir dýraverndarfélögum landsins, nema helst Dýraverndunarfé- lagi Reykjavíkur. Á fundinum í Hafnarfiröi mættu fulltrúar Reykjavíkur Hafnfiröingum sem höföu á hendi nýja stjórn fyrir samtök- in. Sigríöur sagöi í gær að ekki heföi verið hægt aö samþykkja jón Kr. Gunnarsson: Sigríöur segir ekki satt. þá uppstillingu. Þó sagði hún að nýi formaðurinn sem kjör- inn var á hálftímalöngum aöal- fundi, Haraldur Sigurðsson, yf- irverkfræðingur Pósts & síma, búsettur í Hafnarfirði, væri án efa hinn mætasti maður. „Þarna voru mættir menn sem útilokað er aö starfa meö. Jón Kr. Gunnarsson og Hörður Zóphaníasson, báöir úr Sædýra- safninu sáluga sem við áttum í áratugar stríöi við, voru þarna í fararbroddi. Jón Kr. er fyrrver- andi háhyrningaveiðari og Sæ- dýrasafnsrekandi, sem dýra- verndarmenn höfðu og hafa ýmislegt aö athuga viö. Þarna voru líka fulltrúar Hundarækt- arfélags íslands, sem er félag sem er aö hagnast á dýrunum. Þetta er eins og búfjárrækt og á víöa ekkert skylt viö dýravernd; er reyndar oft hrein andstæöa þess," sagöi Sigríður. Hún segist óttast aö í skjóli umræðu um að hvalveiðibanni veröi aflétt muni Hafnfirðingarnir hefja háhyrningaveiðar að nýju. Það mundi þýöa ásakanir erlendis frá. Sigríöur segir aö hún hafi vilj- að stinga upp á Davíð Scheving Sigríbur Ásgeirsdóttir: Treystum ekki þessu fóiki. Thorsteinssyni sem formanni Dýraverndarsambandsins, en hann hafi ekki viljað gefa kost á sér. „Viö, sem teljum okkur vinna að dýravernd, viljum helst vera út af fyrir okkur og höfum haft samband viö ráöuneytið meö okkar framtíðarplön," sagði Sig- ríöur. Læti viö ræ&ustólinn „Þab skipti nú engum sköp- um, en þeir geröu aösúg að mér Jón Gunnarsson, Guðmundur H. Gunnarsson, formaöur Hundaræktarfélagsins, og Höröur. Þaö uröu mikil læti á fundinum og einhver glös möl- brotnuðu. Ég ætlaði aö ávarpa fundinn áöur en fundarstörf hófust, bjóöa fundargesti vel- komna. Ég hélt fast í púltið, en Jón ýtti mér nú bara með bumbunni, þó ég streittist á móti. Þaö endaði meö því aö ég varö aö láta undan," sagöi Sig- ríður. Sigríður segir að öll fundar- sköp og lög samtakanna hefðu veriö þverbrotin. Dýravinir úr Reykjavík heföu kvatt fundinn Jórunn Sörensen: Hélt ekki aöal- fund í 10 ár og mœtti ekki til aöal- fundar nú. og haldið sinn eigin fund í kaff- iteríunni á neöri hæö hússins. „Aðalmálið er aö viö viljum ekki fá hagsmunaaðilana inn, sem eru í raun að nota dýrin sér til fjárhagslegs framdráttar, slíku fólki treystum viö ekki," sagöi Sigríöur. Slgrí&ur segir ósatt Jón Kr. Gunnarsson var ekki sammála frú Sigríöi, hún segöi hreinlega ekki satt um atburð- ina. Jón sagöi aö samtök dýra- verndunarmanna væru ekki klofin, þaö væri ööru nær. Jón sagöi aö Jórunni Sören- sen, formanni samtakanna, heföi verið sent ábyrgðarbréf í maí í fyrra. Þar var kurteislega fariö fram á aðalfund í félaginu og framlagða reikninga, því þarna væru sjóöir. Þessu var aldrei svarað, svo menn fóru á fund í umhverfisrábuneytinu. Þaö var undanfari annars fund- ar formanna þeirra félaga sem sannanlega voru taldir aöildar- félagar. Þar hafi Hundaræktar- félagiö mætt, fyrir atbeina Sig- ríðar, sem sagöi þá gilda. Hins vegar taldi hún Hundavinafé- lagið liöiö undir lok, þaö segir Jón Kr. Gunnarsson skriflegt. „Það var sjónarmiö okkar Hafnfiröinganna aö eftir svona dauöa samtakanna og deilur um hesta, hunda og auðvitað Sædýrasafniö, þá þyrfti aö koma til maður sem væri fyrir ofan þetta þras, maður sem væri ekki meö „fortíð". Harald- ur er uppiagður maður, nátt- úruunnandi. En Sigríður snérist gegn Haraldi Sigurössyni, vegna þess að við bárum hann upp," sagði Jón Kr. Gunnarsson. „Hún gassa&ist bara" Jón segist hafa haft umboð frá sínu félagi, Akureyringum og frá Hundaræktarfélaginu, þriggja félaga af fjórum, til að setja fundinn og skipa fundar- stjóra, sem var Hörður Zóphan- íasson, fyrrum skólastjóri. Þá hafi Sigríður tyllt sér við pont- una og heimtað að ávarpa sam- komuna áður en fundur var settur. „Auðvitað snertum við hana ekki, stóðum bara þarna sitt- hvoru megin við hana. Hún gassaðist bara. Ég benti henni á að setja þyrfti fundinn fyrst, síðan hefði hún málfrelsi að vild. Þegar kom að því að kjör- nefnd tæki til starfa, Jón Kr., Guðmundur H. Guðmundsson, fulltrúi frá Akureyri og Sigríður. „í staö þess að taka þátt í störfum okkar, kaus hún ab víkja af fundi. Hún átti auðvit- að að taka þátt í störfum nefnd- arinnar og sitja fundinn eftir það," sagði Jón Kr. Gunnarsson. Hann sagöist reyndar hafa heyrt ab félag Sigríðar heföi ekki haldið aðalfund árum sam- an. „Þetta er valdabarátta, rétt eins og í kirkjunni, þar sem deilt er um allt annað en krist- indóminn. Það var ekkert verið að deila um dýrin, bara völdin," sagði Jón Kr. Gunnarsson í gær. -JBP Leikfélag Reykjavíkur: Kvásarvalsinn eftir Jónas Nú standa yfir æfingar á Kvásar- valsinum hjá Leikfélagi Reykja- víkur. Kvásarvalsinn er nýtt og brábskemmtilegt leikrit eftir Jón- as Árnason. Frumgerð verksins var flutt af Skagaleikflokknum á Akranesi s.l. vetur og lék þá Jónas eitt aöalhlutverkib sjálfur. Af- rakstur þeirrar uppsetningar er svo leikritib eins og þab birtist í dag. Sögusviö Kvásarvalsins er elli- heimili á íslandi. Þangað fá þeir ein- ir aðgang sem eitthvaö eru í andan- um farnir að bila og helst ósjálf- bjarga af þeim sökum. Söguhetjur leikritsins eru tvær konur og einn karl um sjötugt. Örlög þeirra skarast er þau hittast á elliheimilinu, en öll hafa þau gert sér upp tilskilin veik- indi til aö komast þangaö. Og eins og viö er aö búast ætla þau sér öll að njóta dvalarinnar til hins ýtrasta. Kvásarvalsinn er fallegt og til- finningaríkt verk meö sárum undir- tónum. Guðrún Ásmundsdóttir og Margrét Ólafsdóttir fara með hlut- verk vinkvennanna, en Rúrik Har- aldsson leikur kavalerann vin þeirra. Rúrik leikur nú hjá Leikfélagi Reykjavíkur eftir mjög langt hlé, en hann steig síöast á svið hjá L.R. fyr- ir 46 árum, er hann lék í Marmara Guðmundar Kambans áriö 1950. Inga Bjarnason er leikstjóri, en þetta er í fyrsta sinn sem hún leik- stýrir hjá L.R. Frumsýning á Kvásarvalsinum er 12. apríl n.k. ■ Rúrik Haraldsson fyrir miöju í hópi samstarfsfólks hjá Leikfélaginu, en þar lék hann síbast fyrír 46 árum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.