Tíminn - 29.03.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.03.1996, Blaðsíða 7
Föstudagur 29. mars 1996 7 Stórsýningin „Lesib í ísinn", um borun gegnum Crœnlandsísinn, opnuö í Perlunni / dag: Loftslagið oft tekið skyndi- legum breytingum Danski sendiherrann, Klaus Otto Kappel, og prófessor Sigfús j. johnsen á fréttamannafundi í Perlunni í tilefni sýningarinnar. Stórsýningin „Lesið í ísinn" veröur opnub í Perlunni í dag, föstudag. Þar verbur sýndur árangur frægra ís- lensk/danskra borana rúm- lega 3 þúsund metra niöur í gegnum Grænlandsjökul á árunum 1990-1992. ískjarn- inn gefur upplýsingar um náttúruvibburbi fortíbarinn- ar, mebal annars eldgos og mikla skógarelda. Niðurstöður borananna sýna m.a. að lofthiti hefur far- iö st'öðugt lækkandi undanfar- in 8.000 ár, alls um 3-4 grábur. Meðal óvæntustu uppgötvana vísindamannanna var aö hita- stigið á hinum svokölluðu köldu skeibum var ekki um 10 gráðum lægra en nú er, eins og telið hefur verib, heldur 20-25 gráðum lægra. Einnig þykir ljóst að þetta ísaldarloftslag breyttist mörgurn sinnum mjög skyndilega og hlýnaði þá um 10-15 gráður. Og að síð- asta hlýskeið, sem endaði fyrir u.þ.b. 110.000 árum, var ekki stöðugt, heldur féll um 4-5 gráður milli þriggja styttri hlý- skeiða. Boruninni var stjórnað af ís- lenskum prófessor, Sigfúsi Jó- hanni Johnsen, sem einnig átti drjúgan þátt í hönnun hins 11 metra langa rafbors ISTUK, sem hangir í grönnum stálkapli meðan á borun stendur. Sýningin er skipu- lögð af danska sendiráðinu í Reykjavík. Hún var fyrst sett upp í París 1992 og hefur síð- an verið haldin í sjö öðrum borgum Evrópu, síðast í Barc- elona. Verkefnib um djúpborun á Grænlandsjökli (GRIP), sem byggir á samvinnu átta Eyr- ópuþjóða, hófst árið 1989, þegar byrjað var að reisa bygg- ingar á hábungu Grænlands- jökuls, en borunin hófst síðan sumarið 1990. Að meðaltali náðust um 150 m af ískjarna á viku. Borinn komst niður á 710 metra dýpi í fyrsta úthald- inu. Þar er ísinn 3.840 ára gamall. Stóra stundin rann hins veg- ar upp 12. júlí 1992, þegar botni jökulsins var náð á 3.029 metra dýpi, en skurð- hnífar borsins eyðilögðust þegar þeir lentu í möl og grjóti við jökulsólann. Mesti aldur kjarnans er enn óþekktur, en talið er að hann gæti verið um 250.000 ár. Undanskildir eru þó síðustu ískjarnarnir, sem voru gulir af leir, en þeir gætu verið meira en milljón ára gamlir. Hitastig í botni holunnar reyndist - -8,5 grábur, sem er töluvert undir bræðslumark- inu og einnig langt undir þeim hita sem væri í botni, ef loftslagið á yfirborðinu heföi alltaf verið eins og nú. Áhrif hitabylgjunnar, sem hófst fyr- ir 15.000 árum, hafi því enn ekki náð niður á botn, heldur varðveitist kuldi ísaldarinnar ennþá djúpt niðri í meginísn- um. Ennþá hefur ekki unnist tími til aö afla þeirra upplýsinga, sem ískjarninn kann að geyma um loftslag fortíðarinnar, þótt mikilvægar upplýsingar hafi samt fengist um hitastig á Grænlandi á síðasta jökulskeiði. Á köldustu köflum þess hefur Norður-Atlantshafið verið ísi- lagt allt suður til Spánar. Golf- straumurinn lá þá í austur, sunnan við ísröndina. Margt þykir benda til að stefna hans hafi oft á þessu tímabili breyst til norðausturs, eins og nú. Loftslagið hafi þá skyndilega orðið mildara á öllu svæðinu og jökulhellan yfir íslandi hjaðnab stórlega. Þær hafi þó ekki horfið með öllu fyrr en þúsundum ára eftir lok jökulskeiðsins. Nafn sýningarinnar, „Lesið í ísinn", vísar til þess að Græn- landsjökull geymir heimildir um mörg kuldaskeið, um eldgos og víðlenda skógarelda, um styrk geimgeislunar, um meiri veburofsa en nú þekkist, um kulda- og hlýskeið, um breytileg gróðurhúsaáhrif í aldanna rás og einnig hvernig maðurinn hefur brugöist við og haft áhrif á þróun náttúrunnar. Sýningin, sem stendur til sunnudagsins 14. apríl, verður opin klukkan 15 til 20 virka daga og klukkan 11 til 18 um helgar og helgi- daga. Rannsóknir á borkjarnanum munu standa enn um nokkur ár. Jafnframt hefur verið ákveb- ið að fara aftur af stað og hefja í sumar borun annarrar holu norðar í jöklinum. ■ Karlanefnd jafnréttisrábs óánœgb meb skerbingu á fœbingaroriofsrétti: Fleiri kariar eiga að njóta fæðingarorlofs „Karlanefnd hefur í tillögum sínum um fæðingarorlof lagt áherslu á að viö breytingar í þeim efnum verði hugað að að- gerðum sem geri fleiri körlum mögulegt aö nýta sér rétt sinn til fæöingarorlofs," segir í álykt- un sem gerö var á fundi Karla- nefndar Jafnréttisráðs á miö- vikudag. Karlanefndin mótmælir harð- lega áformum um skerðingu á fæðingarorlofsrétti sem birtist í frumvarpi til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Nefndin segir að samkvæmt frumvarpinu séu fjárhagsbætur þeirra opinberu starfsmanna, sem taka fæðingarorlof, skertar veru- lega, auk þess sem afnuminn sé sá vottur af sveigjanleika sem verið hefur fyrir hendi. „Samþykkt þessa ákvæðis væri skref afturábak í vinnunni að jafnrétti kynja og ekki til fram- dráttar þeirri stefnu að auka möguleika karla til þátttöku í um- önnun barna," segir Karlanefndin og skorar á þingmenn að skoða hug sinn vandlega. -jBP Samtök gegn kynferbisofbeldi álykta gegn biskupi: Biskup segi af sér Félagsfundur Kvenna- og karlakeðj- unnar, samtaka gegn kynferðisof- beldi, ályktar að vegna alvarlegra ásakana, sem komið hafa fram á hendur biskupi, skuli hann segja af sér hið fyrsta, að fullu eða tíma- bundiö. Fundurinn segir sér ekki annað fært en að álykta um málið, eftir að þjóðkirkjan kvað upp úr um sakleysi biskups á fundi 7. mars sl. -BÞ Þjóöminjasafn heldur myndasýningu til aö safna upplýsingum um myndefniö: Ljósmyndir frá starfsemi SÍS Brot af myndasafni Sam- bands íslenskra samvinnufé- laga verður til sýnis í Bogasal Þjóðminjasafnsins fram til 21. apríl. í safninu eru ljós- myndir sem sýna starfsemi Sambandsins og kaupféiag- anna út um allt land, s.s. verslanir, frystihús, verk- stæði, býli og þorp, og fólk að störfúm í öllum undir- stöðuatvinnugreinum þjóð- arinnar. Sýningin er öðrum þræði haldin til að leita upplýsinga um myndefnið, hvenær og hvar myndirnar voru teknar og nöfn þeirra sem þar birtast. Þjóðminjasafnib er opiö laugardaga, sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 12-17. ■ Morð / Hrafntinnuskeri... veröur framiö í kvöld í Tjarnarbíói: Hallærisglæponar fremja hallærisglæpi Áhugamenn um leiklist, leikritun og annað það er viðkemur leikhússtarfi fylktu liði undir nafninu Hugleikur fyrir tæpum 12 árum og eru enn að. í kvöld frumsýna þau leikritiö Páskahret eftir bróðurinn frá Tjörn í Svarfaðardal, Árna Hjartarson jarðfræðing hjá Orkustofnun. Öll vinna við leikritiö er unnin af áhuga- fólki, fyrir utan leikstjórn sem nú er í höndum Hávars Sigurjónssonar. Leikritinu er lýst sem bráð- fyndnu gamanleikriti með sakamálaívafi, en um leið sem gamansömu sakamálaleikriti þar sem glæpasögu í stíl Agöt- hu Christie er plantað niöur í íslenska stórhríð, en þess má geta að Árni hefur aldrei lesið Agöthu. Leikurinn fer fram í sælu- húsinu í Hrafntinnuskeri, þar sem ferðahópur í skíðaferð milli Þórsmerkur og Land- mannalauga hefst við þar til stórhríöinni, sem bylur á hús- inu, slotar. Þó er talin ástæða til að efna til gleðskapar og er þá framið morð, sem gefur hreti. sýslumannsfulltrúa frá Hvols- velli, sem er meb í för, gulliö tækifæri til að leysa dularfulla morðgátu. Við og við víkur sögunni til víkingasveitar og hjálparsveita, sem reyna að koma fólkinu til bjargar. í kynningu frá Hugleik segir aö í leikritinu sé skotib á ýmsa þætti í íslensku þjóblífi og seg- ir Árni sakamálaformið ágæt- lega hentugt til þess arna, þó að það þurfi varla til, þar sem íslenskur sakamálaheimur sé hryllilega hallærislegur. „Þetta verða svona hallærislegir glæponar og hallærislegir glæpir." Aðspurður um hvaða þætti í íslensku þjóðlífi hann langi til að skjóta á í Páskahreti og hvort þjóbkirkjan verði fyrir barðinu á Tjarnarkyninu eins og hjá fjölmiðlagenginu, sagði Árni vonlaust að ætla sér að reyna að trompa þab kirkju- leikrit, sem nú sé í gangi úti í þjóðfélaginu. „En við tókum aðeins fyrir kappsfulla vík- ingasveitarmenn lögreglunn- ar, hetjurnar í hjálparsveitun- um og íslenska lögfræðinga- stétt." Leikendur koma víða að úr þjóðfélaginu og eru alls 24 í þessari sýningu, en um 40-50 koma að henni á einn eða annan hátt, enda segir Árni iðulega bitist um hlutverkin. Gert er ráð fyrir að sýna leik- ritið út apríl, en frumsýningin verður í kvöld kl. 20.30 í Tjarnarbíói. LÓA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.