Tíminn - 29.03.1996, Blaðsíða 16

Tíminn - 29.03.1996, Blaðsíða 16
VeðHö (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.30 í gær) • Su&urland: Hæg nor&vestlæg átt og léttir til. Hiti 2 til 6 stig. • Strandir og Nor&urland vestra til Austfjar&a: Vestan og su&vest- an gola, en á stöku staö kaldi. Bjartviöri. Hiti 3 til 7 stig yfir daginn. • Faxaflói og Brei&afjör&ur: Vestan gola, skýjað að mestu en þurrt. Hiti 1 til 6 stig. • Suðausturland: Norövestan gola eða kaldi og léttskýjaö. Hiti 4 til 8 stig yfir daginn. • Vestfir&ir: Suðvestan gola og lengst af léttskýjaö. Hiti 4 til 7 stig. Komum erlendra skemmtiferöaskipa til Reykjavíkur hefur fjölgaö um meira en 100% frá árinu 1991: Stefnu- Aðeins hálfur dagur fallib út vegna veðurs Könglatínslu á Héraöi aö Ijúka. Einmuna tíö hefur flýtt verkinu miöaö viö áœtlanir: skrá Rafns Geirdals Gubmundur Rafn Geirdal, nuddari og væntanlegur for- setaframbjóðandi, hefur sent frá sér stefnuskrá í tólf liöurn fyrir forsetakosningarnar. Meöal þess sem Guðmundur Rafn hyggst vinna að, verði hann kjörinn forseti, er aö end- urmeta stöðu forsetaembættis- ins einkum gagnvart ríkisstjórn og Alþingi. I þessu skyni ætlar hann að kynna sér valdsvið for- seta samkvæmt stjórnarskrá og fá álitsgeröir lögfræðinga um þaö. Guömundur Rafn mun einnig leggja áherslu á mannúðar-, líknar- og friðarmál og styðja vistvæna ræktun. ■ Skilja eftir yfir 100 milljónir Fjöldi erlendra skemmti- ferðaskipa til Reykjavíkur yfir sumartímann hefur meira en tvöfaldast á fimm árum. Búist er við ab um 25 þúsund farþegar komi meb skemmtiferbaskipum til Reykjavík í sumar. Hver far- þegi eybir ab mebaltali um 5.400 krónum á meban skip hans hefur vibdvöl í Reykja- vík. Síðastliðiö sumar iiafði 51 skemmtiferðaskip viðdvöl í Reykjavíkurhöfn með samtals um 22 þúsund farþega. Kom- um skemmtiferöaskipa hafði þá fjölgað árlega allt frá árinu 1990, en þá komu hingað 18 skip og 23 árið eftir. Agúst Ágústsson, markaös- stjóri Reykjavíkurhafnar segir að von sé á svipuðum fjölda skipa í sumar og kom í fyrra en að farþegar veröi um 3 til 4 þúsund fleiri í ár. Um helmingur þeirra skipa sem koma hingað eru þýsk. Einnig er töluvert um skip frá Bretlandi, Frakklandi, Ítalíu og Ameríku. Reykjavíkurhöfn hefur í samstarfi vib Félagsvís- indastofnun H.í. staðib fyrir rannsókn síðastliðin þrjú sum- ur mebal farþega þessara skipa. Tilgangurinn er að kanna hverjir það eru sem koma hingað á þennan hátt, hvers vegna þeir koma, hverju þeir vilja helst breyta o.sv.frv. Meðal þess sem rannsóknin hefur sýnt fram á er að hver farþegi verslar ab meöaltali fyrir 5.404 krónur á meðan á skip hans hefur viðdvöl í Reykjavík. (Ef við margföldum þá upphæð með 25 þúsund farþegum er útkoman 135 milljónir króna, þannig að augljóslega er mikið í húfi.) Auk þess má nefna að sum skipanna hafa viðkomu á fleiri stöðum á landinu, t.d. Vest- mannaeyjum, Akureyri og/eða ísafirði. Af öðru sem rannsóknin hef- ur leitt í ljós má nefna að með- alaldur farþega sem feröast hingað með skemmtiferða- skipum er 59 ár, sem er hærri meöalaldur en annarra ferða- manna sem koma til landsins. Um 15% þeirra hafa komið áð- ur til íslands og margir þeirra segjast gjarnan vilja stoppa lengur en í þær átta klukku- stundir sem skipin hafa jafnan viðdvöl. Flestir farþeganna telja sig hafa tekjur hærri en meðaltekjur. Ágúst Ágústsson segir ýmis- legt fleira hafa veriö gert til ab ná þeim árangri sem náðst hefur varðandi komur skemmtiferöaskipa. Reykjavík- urhöfn hafi t.d. tekið þátt stórri sýningu á Miami á Flor- ida undanfarin fjögur ár, sem er eingöngu fyrir skipafélög sem gera út skemmtiferðaskip. Þar hefur Reykjavíkurhöfn verið með bás með Færeyjum og Grænlandi og hefur kynn- ingin tekist vel að mati Ágústs. Reykjavíkurhöfn er einnig að- ili ab samtökunum Cruise Eur- ope, sem eru samtök evr- ópskra hafna sem vinna að því ab fá til sín skemmtiferðaskip. Síðast en ekki síst er reynt að taka vel á móti skipunum og útvega þeim nauðsynlegar upplýsingar. -GBK Könglatínslu á Hérabi er nú ab ljúka en rúmlega 20 ein- staklingar af atvinnuleysis- skrá á Hérabi hafa m.a. starf- ab ab tínslunni eftir ab fé- lagsmálarábherra og At- vinnuleysistryggingasjóbur studdu verkefnib í janúar. Framkvæmdastjóri Héraðs- skóga, Helgi Gíslason, segir gott veburfar hafa auðveldað verkið, tekist hafi ab safna birgðum til tíu ára eins og stefnt var að en á skemmri tíma en áætlanir gerðu ráð fyr- ir. „Þetta hefur gengið meb ein- dæmum vel. Það hefur ekki dottið út nema hálfur dagur í allan vetur vegna veðurs. Vib bjuggumst fyrirfram við að missa mun fleiri daga úr," sagði Helgi. Mest var tínt í Hallorms- staðaskógi en einnig í Víði- vallaskógi. Að jafnaði er ekki nema á 10-15 ára fresti sem að- stæður eru jafn hagstæðar til könglatínslu og þær voru í ár. Atvinnuástand hefur verið mjög gott á Héraði að undan- förnu. Könglatínslan á þar stór- an þátt og þá hefur loðnuver- tíðin reynt Austfirðingum happafengur. „Þab hefur eigin- lega ekki verið neitt atvinnu- leysi hér í vetur sem hægt er að tala um," sagði framkvæmda- stjóri Hérabsskóga. -BÞ Tímamynd: CS Páskastemming í Skólatröð Krakkarnir Skólatröb heldur betur fengib tilbreyt- á leikskólanum í Kópavogi hafa Öryggismál í hreyfanlegum krönum búin aö vera í algjörum ólestri aö sögn deildarstjóra hjá Vinnueftirlitinu: Stórslys rakin til ófull- nægjandi öryggis „Þessi mál hafa alls ekki verib í nógu góbum farvegi hingab til hjá færanlegum krönum. Því mibur hafa daubaslys orb- ib þegar kranamenn hafa híft allt of þunga byrbi. Þá hafa orbib fleiri slys sem sýnt er ab megi rekja til þess ab öryggis- kröfur hafi ekki verib nægjan- legar góbar," sagbi Haukur Sölvason deildarstjóri hjá Vinnueftirliti ríkisins. í sam- tali vib Tímann í gær. Um helgina verður á fundi hjá kranamönnum fjallað um nýjar öryggisreglur sem taka eiga gildi í sumar. Verið er ab setja reglur um þá krana sem þegar eru fyrir í landinu og að sögn Hauks er þetta í raun í fyrsta skipti sem heildstæbar reglur eru settar um öryggisbún- að í færanlegum krönum. Hann tekur þó fram að allt öðruvísi og mun betur hafi verið staðiö að öryggisreglum byggingarkrana. Helstu nýmælin í reglunum nú eru að í fyrsta sinn verður farið fram á ab vigt skuli vera í krananum sem sýni krana- manni hve þung byröin er í króknum. Fram til þessa hafa kranamenn ekki alltaf vitað þyngd byrðarinnar. Að mati Hauks þýða nýjar reglur um öryggisútbúnað tölu- verðan kostnað fyrir kranaeig- endur en alls eru á annað hundrað krana í landinu. -BÞ ingu í leikskólastarfib undan- farna daga. Krakkarnir hafa fengib ab fylgjast meb fjórtán hænueggjum klekjast út og verib vitni ab fyrstu dögunum í lífi dúnmjúkra páskaunga. Guðlaug Jónsdóttir, aðstoðar- leikskólastjóri, segir aö í stað þess að láta börnin föndra fyrir páskana hafi leikskólinn fengið fjórtán hænuegg frá Reykjabú- inu í Mosfellsbæ og leyft krökk- unum að fylgjast með þeim klekjast út. Til að viðhalda réttu hitastigi á eggjunum var þeim komið fyrir í fiskabúrum með sagi á botninum, undir hitaper- um. Guðlaug segir ungana vera í miklu uppáhaldi hjá krökkun- um og fyrsta verk þeirra á morgnana sé aö kanna hvort fleiri hafi bæst í hópinn frá því deginum áður. Foreldrar eru dregnir inn í deildina til að skoba litlu krílin og ófá lista- verk hafa orðið til í vikunni þar sem lifandi páskaungar eru fyr- irsætur. Krakkarnir á myndinni eru á aldrinum tveggja til sex ára og virðast öll jafn áhugasöm um undur náttúrunnar. -GBK Búiö aö ráöa í stööu dagskrárstjóra: Ritstjóri Dagsljóss rábinn Sigurbur Valgeirsson, rit- stjóri Dagsljóss, var rábinn dagskrárstjóri Innlendrar dagskrárdeildar af útvarps- stjóra á þribjudag. Sigurb- ur tekur vib starfinu í maí eba júní, eftir ab útsend- ingum Dagsljóss lýkur. Sextán sóttu um stööu dagskrárstjóra, en Sigurður fékk fjögur atkvæði í út- varpsráði. Helgi H. Jónsson fréttamaður fékk tvö at- kvæði og Bryndís Schram, framkvæmdastjóri Kvik- myndasjóðs, fékk eitt at- kvæði. LÓA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.