Tíminn - 10.04.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.04.1996, Blaðsíða 4
4 Mi&vikudagur 10. apríl 1996 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gu&mundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 56B1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Jæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1700 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Nýjar aðstæður — aukin harka Baráttan fyrir útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 200 mílur hefur af mörgum verið kölluð hin seinni sjálfstæðisbarátta íslendinga. Fullur sigur í því máli lagði grunninn að þeim lífskjörum sem þjóð- in hefur búið við síðustu áratugina. Átökin um út- færsluna voru hörð og menn þeirra tíma voru þeir sem héldu um stjórnvölinn á skipum Landhelgis- gæslunnar í baráttunni við ofurefli breska flotans. Þá sögu er ekki ætlunin að rekja hér, en hins vegar fer að verða mikil þörf á að taka saman heildstæða sögu þessa tímabils í sögu þjóðarinnar. Eftir að sigur hafði unnist í baráttunni um 200 mílurnar hljóðnaði furðu fljótt umræðan um Landhelgisgæsluna, aðstöðu hennar og búnað, þar til nú á síðasta áratug hófst barátta fyrir að bæta flugflotann með öflugri björgunarþyrlu. Þeim áfanga hefur nú verið náð, en skipakostur- inn er sá sami og notaður var til að kljást við Breta fyrir tveimur áratugum. Tvö hundruð mílna fiskveiðilögsaga nær yfir gífurlegt hafsvæði og segja verður að friðsamlegt hafi verið til þessa á mörkum lögsögunnar. Hins vegar liggur það í augum uppi að það er óvinnandi verk að gæta þessara marka sem skyldi með tveim- ur skipum. Nú eru þeir tímar að úthafsveiðar hafa aukist stórlega, bæði veiðar íslendinga og annarra þjóða. Meðal annars liggur eftirsóknarverð fiskislóð upp að 200 mílna mörkunum á Reykjaneshrygg, og nú nýlega urðu þau tíðindi að rússnéskur togari fór inn fyrir mörkin til veiða og lenti í útistöðum við íslenskt varðskip. Ákveðið var að láta ekki til skar- ar skríða. Þó líta verði til þess að þetta er fyrsta tilvikið af þessu tagi í nær tvo áratugi, verður þessi atburður til þess að vekja umræður um búnað Landhelgis- gæslunnar og skipakost hennar í samanburði við hin fullkomnu úthafsveiðiskip. Ljóst er að meta verður stöðuna í samhengi við þær aðstæður sem unnið er við. Einn afmarkaður atburður skiptir ekki sköpum, en fleiri slíkir eru merki um það að íslendingar séu ófærir um að halda uppi gæslu á 200 mílna hafsvæði umhverfis landið. Það er al- varlegt mál. Minnkandi afli og þrengsli af þeim sökum á heimamiðum hafa aukið sókn vel búinna skipa með fjölmennum áhöfnum á úthafið. Þessum veiðum fylgir mikil harka og gífurlegir fjármunir eru í húfi fyrir áhöfn og útgerðir. Það er mikið og alvarlegt mál að láta færa sig til hafnar, hvað þá ef það leiðir til þess að afli og veiðarfæri séu gerð upptæk, eins og refsingin var hér áður. í þessu ljósi þarf að endurskoða viðbúnað Landhelgisgæslunn- ar, þótt staðan fjárhagslega fyrir ríkisvaldið sé vissulega þröng. Hin ókristilega stjörnuspeki í páskablaði Tímans var býsna fróðlegt viðtal við Gunnlaug Guðmundsson, stjörnuspeking þjóðarinnar. Þar kom fram ýmis- legt skemmtilegt og einnig ýmis- legt miður skemmtilegt, eins og hótanir sem hann hefur fengið, jafnvel frá skinheilögum fulltrú- um þeirrar trúar sem þeir þykjast aðhyllast. Hin merkilegu vísindi stjörnu- spekinnar hafa lengi heillab huga Garra. Þessi áhugi hefur tekið ákveðnum breytingum í gegnum tíðina, eins og títt er um að gerist þegar einstaklingar þroskast. í byrjun fólst áhuginn í því að lesa stjörnuspár dagblaðanna og halda til haga þeim sem sam- ræmdust vonum, væntingum og vilja, en fleygja hinum. Sem sagt, ef stjörnuspáin sagði að í vænd- um væru völd og ríkidæmi, var þeim haldib til haga, en ef þær spáðu einhverjum leiðindum, þá var þeim að sjálfsögðu fleygt beina leið í ruslið. Svona eftir á að hyggja hefði e.t.v. verið skynsam- legra að henda þeim sem spáðu ríkidæminu — það hefði þá e.t.v. verið einhver von um að þær rættust. Hvolpavitið Síðar, þegar leiðin lá í æðri menntastofnanir og hvolpavitið kom til sögunnar, einkenndist áhug- inn á stjörnuspekinni einkanlega af þeim notum sem hafa mátti af henni við að vekja áhuga fag- urra fljóða, enda áberandi á þeim árum hvað ung- ar stúlkur treystu almennt í blindni á það hvernig hin ýmsu stjörnumerki pössuðu saman, þegar þær þurftu að velja á milli vonbiðlanna á Borg- inni, í Klúbbnum eða Sjallanum. Þá var eins gott að hafa þau fræði á hreinu — þó árangurinn væri ekki alltaf í fullu samræmi vib erfiðið. Raunar fór það oftar én ekki svo ab þessi tilraunastarfsemi með stjörnu- spekina endaði með eintómu klúðri og því að viðkomandi dama hvarf á brott í mesta fússi, þegar upp komst um kauöa. Síðustu ár hefur Garri látið sér nægja að lesa stjörnuspána í Tímanum, enda hefur sú lesn- ing verið honum til óblandinn- ar ánægju. Stjörnurnar bulla En það var viðtalið vib hann Gunnlaug sem kom þessum hugleiðingum af stað. Merki- legt hvað eitt lítið viðtal getur rifjað upp mörg atvik úr fortíð- inni. Garri var t.d. alveg búinn að steingleyma að Kirkjuþing hefði verið að ónotast út í 350.000 króna styrk, sem Gunnlaugur fékk til að markaðssetja stjörnu- kort. Þetta er náttúrlega alveg satt hjá blessuðum prestunum okkar og ekki að ófyrirsynju að þeir notuðu stóran hluta af Kirkjuþingi til að ræða ein- mitt þennan styrk — enda átti það ekkert að koma Gunnlaugi á óvart. Tekjur kirkjunnar eru nú þvílík hungurlús að það er hreint og klárt rán að þessir peningar skuli ekki hafa verið látnir renna í sjóði hennar. Enda verður Garri að taka undir með sumum prestum að þetta er eintómt bull, hjátrú og hégilja í Gunnlaugi — og alveg merkilegt að nokkur maður skuli taka mark á þessu. Þegar stjarna vísaði vitringunum veginn að fæðingarstað frelsarans, eins og fram kemur í Biblíunni, var það að sjálfsögðu guðleg undan- tekning frá þeirri gullvægu reglu að stjörnurnar tali bara bull. Reyndar hefur það komið fram hjá fulltrúum kirkjunnar að stjörnurnar eru ekkert Prestar og kvenprestar Óvíða er ófriðlegra í stofnunum landsins en í þjóbkirkjunni um þessar mundir. í DV í gær er frétt um nýjustu óánægjuna og deilurnar af þessum vettvangi, en þær munu vera á Djúpavogi. Háttar þannig til að einhver hluti sóknarbarna er óhress meb að sr. Sjöfn Jóhannes- dóttir, sóknarprestur bæjarins, skuli ekki búa á staönum. Eða svo vitnað sé í orð eins sóknarbarnsins í DV: „Presturinn býr ekki hér og fólkið hérna þekkir hana ekki. Þegar hún mætir á staðinn höldum við að einhver sé dá- inn. ... Ég fer ekki í kirkju meðan hún býr ekki hérna," segir þetta sóknarbarn. Það er kannski ekki mikil von til þess ab sóknar- börn, sem ekki vilja taka þátt í kirkjustarfinu vegna þess hve erfitt er að kynnast prestinum, skuli ekki kynnast prestinum, því flestir kynnast jú presti sín- um á vettvangi kirkjustarfsins. jafnréttisbaráttan En það er þó ekki það sem vekur athygli í þessu máli, heldur er það útlegging Ómars Bogasonar, sóknarnefndarmanns á Djúpavogi, sem segir að menn geri mun strangari kröfur og aðrar til kvenpresta en til karl- presta. Hann gengur meira að segja svo langt að líta á ágreining- inn á Djúpavogi sem beina afleiðingu þess að kven- menn eru nú víða orðnir prestar, þar sem það tíðk- ist ekki að eiginmenn séu prestsfrúr meb sama hætti og títt var að eiginkonur voru prestsfrúr hér áður fyrr, ab þær fylgdu sínum manni þangað sem hann fór til starfa og bjuggu honum fagurt heimili á þeim stað. Sr. Sjöfn hins vegar er gift öðrum presti, sr. Gunn- laugi Stefánssyni, fyrrum alþingismanni og stór- krata. Gunnlaugur situr að Heydölum og þjónar þaðan bæði Breiðdalsvík og Stöbvarfirði. Athygli vekur að á þeim stöðum era engar fréttir um óánægju vegna þess að presturinn búi ekki á staðn- um. í ljósi ummæla sóknarnefndarmannsins á Djúpa- vogi hljóta menn að velta því fyrir sér, hvort ekki sé eitthvaö til í því ab erfibara sé fyrir konur en karla ab hasla sér völl sem prestar og að menn séu jafnvel síður tilbúnir ab veita þeim þann sveigjanleika sem karlprestum er veittur. Ætti það ekki að fara í taug- arnar á mönnum að Gunnlaugur Stefánsson býr hvorki á Stöbvarfirði né Breiðdalsvík? Og hví skyldu ekki hafa komið fram svipaðar umkvartanir út af Gunnlaugi, þegar hann var kosinn á þing? Þá var hann ekki einvörðungu búsettur utan Breið- dalsvíkur og Stöðvarfjarðar, heldur var hann aukin- heldur langdvölum í Reykjavík. Og hvað mega sóknarbörn annarra presta, sem jafnframt era þing- menn, ekki segja? Ýmsir munu verða til að spyrja hvort þeim yrði fyrirgefið jafn fúslega ef þeir væra konur. Prestshjón og prestahjón Öllum finnst eblilegt að prestshjón búi saman. En það er líka eðlilegt að presta-hjón búi saman og því er það rétt athugasemd hjá sóknarnefndar- manninum Ómari Bogasyni að vandamálib á Djúpavogi á í það minnsta að hluta til rætur sínar að rekja til kynferðis og hefðbundinnar hlut- verkaskipanar kynjanna. Hitt er svo annað mál hvort fastheldnina á þessa hlut- verkaskipan er að finna hjá prestunum tveim, sem kjósa að búa í Heydölum þar sem maðurinn þjónar, frekar en á Djúpavogi þar sem konan þjónar, eða hvort það era þessir sem kvarta á Djúpavogi sem ekki geta sætt sig vib breytt mynstur. Hitt er þó ljóst ab dæmisagan frá Djúpavogi sýn- ir hvort tveggja í senn hvað kvennabaráttan er komin stutt og hvað hún er komin langt. Hún hef- ur náb árangri að því leyti að það er einfaldlega ekki lengur hægt ab gera ráð fyrir því ab maki embættis- manns fylgi honum hvert sem er og allar rábningar og tilfærslur fólks verða því flóknari og þyngri í vöf- um en ella. Gildir þá í raun einu hvort vibkomandi embættismaður eða starfsmabur er karl eða kona, því líkur eru á ab makinn eigi sinn sjálfstæba starfs- feril, sem taka þarf tillit til. Hins vegar hefur jafnréttisbaráttan ekki enn náb svo langt, ab við (hvort sem það er á Djúpavogi eða annars staðar) virðumst ekki að öllu leyti tilbúin að sætta okkur við þær takmarkanir sem málamiðlan- ir vegna aukins jafnréttis kallar á. -BG Á víbavangi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.