Tíminn - 10.04.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.04.1996, Blaðsíða 6
6 Mi&vikudagur 10. apríl 1996 UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM Þátttakendur á sundbolum. Císli Arason, fyrrverandi mjólkurbússtjóri, Pálmi Cuömundsson kaupfé- lagsstjóri og Eiríkur Sigurösson mjólkurbússtjóri á sýningu MASK á Byggöasafninu nýlega. Aubur fegurst akureyrsícra meyja Auður Geirsdóttir, tvítug að aldri, hefur verið valin fegurð- ardrottning Norðurlands. Hún er Akureyringur og stundar nám við náttúrufræðibraut Menntaskólans á Akureyri. Foreldrar hennar eru Geir Friðgeirsson barnalæknir og Kolbrún Þormóðsdóttir leið- beinandi. Systir Auðar, Stein- unn, varð fegurðardrottning Norðurlands árið 1989. Hún stundar nú nám í dýralækn- ingum í Noregi. Batnandi afkoma byggingarmanna Mun betra atvinnuástand hefur verið hjá byggingar- mönnum á Eyjafjarðarsvæð- inu það sem af er þessu ári en á sama tíma í fyrra. Fyrstu þrjá mánuði síðasta árs greiddi Félag byggingarmanna í Eyjafirði félagsmönnum 6,2 millj. kr. í atvinnuleysisbætur, en nú hafa aðeins 1,5 milljón- ir verið greiddar. Guðmundur Ómar Guð- mundsson, formaður félags- ins, segir ljóst að mun meira sé um að vera í greininni nú en undanfarið, og ástæða lægri bóta sé ekki sú að félags- menn hafi flust af svæðinu. Þeim hafi heldur fjölgað milli ára. Slökkvilibsstjór- inn á Akureyri gagnrýnir Neyö- arlínuna „Neyðarlínan virðist nota póstnúmer til að ákvarða í hvaða slökkvilið er hringt og það er engan veginn nógu gott. Ég og fleiri höfum bent á að meðan málum er ekki bet- ur fyrirkomið hjá Neyðarlín- unni, teljum við öryggi fólks best tryggt ef það hefur á tak- teinum neyðarnúmer á við- komandi stað," segir Tómas Búi Böðvarsson í Degi í kjölfar sumarbústaðarbrunans í Fnjóskadal nýlega. Hann telur undirbúning starfsmanna Neyðarlínunnar hafa verið of lítinn, en segir jafnframt: „Ég lít þannig á að hér sé um byrj- unarörðugleika að ræða. En ég hef trú á að Neyðarlínan sé af hinu góða og eigi eftir að vera í góðu lagi." t YFIRSKA HOFN I HORNAFIRÐI Vigfús Dan íþrótta- maöur ársins íþróttamenn ársins 1995 í USÚ hafa verið útnefndir. Vigfús Dan Sigurðsson var valinn íþróttamaður ársins að þessu sinni, auk þess eru út- nefndir íþróttamenn einstakra greina: Birgir Már Vigfússon fyrir blak, Hjalti Vignisson fyrir knattspyrnu, Guðbjörg Guðlaugsdóttir fyrir sund og Lára Magnúsdóttir fyrir hesta- íþróttir. Mjólkursamlag Kaupfélags A.- Skaftfellinga á endapunkti? MASK, Mjólkursamlag Kaupfélags Austur-Skaftfell- inga, stendur nú á tímamót- um og jafnvel endapunkti. Stefnt er að því að úrelda sam- lagið 1. september nk. og eru ástæður þess einkum að hrá- efnisöflun til framleiðslu á mozzarellaosti er ótrygg. Af 3,2 millj. sem fara í vinnsluna eru aðeins 1,8 millj. frá svæð- inu, en hitt hefur samlagið keypt af mjólkursamlögum á Austurlandi. Héraðsmenn hyggjast hefja eigin ostafram- leiðslu og einnig sjá bændur í A,- Skaftafellssýslu framtíð sinni betur borgið í MBFM, Selfossi. 'JUUUU'JUUUUWU'J SELFOSSI 40 ára afmæli Selfosskirkju fagnaö 40 ára afmæli Selfosskirkju Vigfús Dan meö foreldrum sínum, Nínu Einarsdóttur og Siguröi Karli Pálssyni, en þau hafa tekiö fullan þátt í árangri sonarins og stutt hann meö ráöum og dáöum. var fagnað á pálmasunnudag með hátíðarmessu. Fjölmenni sótti messuna, m.a. kirkju- málaráðherra, vígslubiskup- inn í Skálholti, biskupsritari og fleiri. Selfosskirkja er byggð eftir teikningu Bjarna Pálssonar, yfirsmiður var Guðmundur Sveinsson og Friðrik Sæ- mundsson sá um múrverk. KEFLAVIK Uppbygging við nýtt Blátt lón: Kostnaöur allt aö 1200 m.kr. Á aðalfundi Hitaveitu Suð- urnesja, sem haldinn var ný- lega, var umræða um væntan- lega staðsetningu Bláa lóns- ins, sem ráðgert er að flytja innan tíðar. Albert Albertsson aðstoðarforstjóri skýrði m.a. frá hugmyndum að uppbygg- ingu og útliti, sem fram- kvæma mætti við nýju stað- setninguna. Ekki kom þó fram hjá honum hver kostnaður- inn yrði, en samkvæmt heim- ildum Suðurnesjafrétta er kostnaður um 1200 milljónir, ef byggt yrði hótel samfara breytingunum. Brutu Brunavarn- ir Suöurnesja lög? Ljóst er aö sú ákvörðun Brunavarna Suðurnesjamanna að ráða ekki „menntaðasta umsækjandann, reynslumesta né settan slökkviliðsstjóra" í stöðu slökkviliðsstjóra á eftir að draga dilk á eftir sér. Einn umsækjenda um stöðuna mun hafa lagt fram kæru til félagsmálaráðuneytisins, þar sem hann telur stjórnsýslufor- mann BS hafa brotið lög. Kæruatriði eru tvö: Kunn- ingsskapur við þann sem fékk stöðuna og hagsmunir í sam- starfi. Stangveiöimenn meö veiöi sína viö Seltjörn á opnunardaginn 30. mars sl. Stangveibi hafin í Seltjörn: 60 cm þykkur ís á sama tíma í fyrra Veiði- og útivistarsvæðið Sel- tjöm og Sólbrekkur vib Grinda- víkurveg hefur hafið starfsemi sína. Stangveiðin í Seltjörn hefur farið vel af stað og virðist fiskur- inn koma vænn undan vetri, að sögn heimamanna. Vatnið er um 6 gráðu heitt og kjöraðstæður til stangveiða. Á sama tíma í fyrra var um 60 cm þykkur ís á vatn- inu. Sleppingar á silungi em hafnar, en alls er gert ráð fyrir ab sleppa um 8000 silungum í sumar, þar af um 1500 á næstunni. Þetta er í fimmta skiptið sem silungi er sleppt í Seltjörn. -BÞ Alyktanir þings slökkviliðsmanna Þing Landssambands slökkviliðsmanna var hald- ið dagana 29.-31. mars s.l. Á þinginu voru samþykktar eftirfarandi ályktanir er lúta að brunamálum í landinu o.fl.: 1. Um Brunamálastofhun og Brunamálaskólann. 4. þing LSS lýsir ánægju sinni með yfir- lýsingu fulltrúa félagsmála- ráðherra við setningu þings- ins að nú sé hafin sameigin- leg vinna fulltrúa félagsmála- ráðuneytisins og umhverfis- ráðuneytisins til úrlausnar mála þar sem unnið er m.a. að því að undirbúa flutning málaflokks brunamála og brunavarna yfir til umhverfis- ráðuneytisins. 4. þing LSS tel- ur ekki ásættanlegt að stjórn Brunamálastofnunar og skóla- nefnd Brunamálaskólans hafa ekki enn verið skipaðar, þótt allar tilnefningar hafi legið fyrir og þrátt fyrir að nú séu 9 mánuðir frá því að afsagnirn- ar áttu sér stab. Með þessum framgangi er beinlínis gengið gegn lögum og reglum. 2. Um réttindi og kjör og samnings- og verkfallsrétt alls launafólks. 4. þing LSS krefst þess að ríkisstjórnin falli alfar- ib frá öllum áformum sínum um að skerba réttindi og kjör opinberra starfsmanna, eins og fyrirhugað var í frumvarpi um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Jafnframt mótmælir LSS harðlega því frumvarpi sem liggur fyrir um sáttastörf í vinnudeilum og nær til alls launafólks í landinu. 4. þing LSS skorar á ríkisstjórnina að draga öll þessi frumvörp nú þegar til baka og ganga til samráðs og samninga um efni þeirra við samtök launafólks, sem er í samræmi við leikregl- ur í lýðræðisþjóðfélagi. 3. Um fjármögnun og upp- byggingu slökkviliða í landinu. Miklar skyldur hvíla á sveitar- félögum vegna ábyrgðar á framkvæmd brunavarna og brunamála í landinu. í þessu samhengi hefur landsbyggðin orðiö harðast úti fram til þessa. Endurnýjun bílaflotans er löngu orðin tímabær. Um þrjátíu ára gömlum, hæg- gengum Bedford-slökkvibílum (þ.e. árg. 1962 og 1966) er ætlað að tryggja brunavarnir allflestra minni og meðal- stórra sveitarfélaga. 4. þing LSS leggur til að sem flestir, sem að þessu máli koma, legg- ist á eitt um það að tryggja bættan fjárhagsgrunn til upp- byggingar á búnaði og starf- semi slökkviliða. Til álita kemur: Sérstakur tekjustofn cetlaður slökkviliðum. Niðurfelling aðflutningsgjalds af búnaði og tcekjum. Endur- greiðsla/niðurfelling VSK. 4. Um setningu reglugerðar um starfsemi slökkviliða. 4. þing Landssambands slökkvi- liðsmanna hvetur stjórnvöld til að hefja nú þegar undir- búning að gerð reglugerðar „um starfsemi slökkviliða og verksvið slökkviliðsstjóra". Setn- ing lágmarkskrafna með reglugerö um búnað, mann- afla, húsnæði og annað er tengist rekstrarþætti og þjón- ustuskyldu slökkviliðanna í landinu er löngu orðin tíma- bær. I 6. grein laga um bruna- varnir og brunamál hafa verið um langt árabil fyrirmæli um setningu slíkrar reglugerðar. 5. Um Brunavarnaátak og dreifingu rafhlaðna. Þó allvíða séu reykskynjarar á heimilum, eru aívarlegar vísbendingar um að rafhlöður séu á of mörgum stöðum óvirkar og skynjarinn þannig gagnslaus eða þaðan af verra, þ.e. hann veitir falskt öryggi. Stjórn fé- lagsins undirbúi í samráði við deildir LSS dreifingu raf- hlaðna, t.d. í tiltekinn bekkj- arárgang grunnskólabarna. Tilgangurinn væri að koma á stað átaki í því skyni að hvetja allan almenning til þess að endurnýja reglulega rafhlöður í reykskynjurum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.