Tíminn - 10.04.1996, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.04.1996, Blaðsíða 9
Mibvikudagur 10. apríl 1996 9 UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . Sáttmáli kjarnorkuveldanna fimm undirrit- aburídag: Afríka verbi kjarnorku vopnalaust svæbi Kjamorkuveldin fimm und- irrita í dag í Kaíró í Egypta- landi sáttmála um að Afríka verði yfirlýst kjarnorku- vopnalaust svæði og tilraun- ir með kjamorkuvopn verði bannaðar í álfunni. Qassam el-Masri, aðstoðar- utanríkisráðherra Egypta- lands, sagði fréttamönnum í gær að fulltrúar Bretlands, Bandaríkjanna, Frakklands, Samfell- ingar lyfja- gerba Aö sögn Scrip, fréttabréfi lyfjaiðnaðarins, em í heim- inum fleiri en 50 lyfjagerðir meö árssölu umfram 1 millj- arð bandaríkjadala, en að- eins tíu þeirra hafa árssölu umfram 5 milljarða. Á meðal lyfjageröa hafa að undan- fömu fram gengið samfell- ingarferli ekki síður en á meðal banka. Og ýmis lyf, sett á markað á sjöunda og áttunda áratugnum, urðu lyfjageröum sínum lyfti- stöng. Á meðal samfellinga síðustu ára ber hvað hæst þessar: Sam- einingu bandarísku lyfjagerð- arinnar Upjohn og hinnar sænsku Pharmacia í ágúst 1996; yfirtöku Glaxo á Wellc- ome í mars 1995; kaup hins þýska Hoechst á hinu banda- ríska Marion Merrell Dow í maí 1995; og kaup American Home Products á American Cyanamid 1994. Tíu stærstu lyfjagerðimar 1994 og sala þeirra Sala í Röð milljörðum 1994 1993 dollara 1 (2) Glaxo Wellcome 11,8 2 (1) Merck 9,4 3 (4) Hoechst 9,4 4 (7) American Home Products 7,4 5 (3) Bristol-Myers Sqibb 7,0 6 (9) Roche 6,4 7 (6) Pfizer 5,8 8 (5) SmithKline Beecham 5,7 9 (-) Pharmacia & Upjohn 5,4 10 (8) Eli Lilly 5,2 Kína og Rússlands muni skrifa undir viðauka við Pelindaba- sáttmálann þar sem þau heita því að beita ekki kjarnorku- vopnum gegn þeim Afríkuríkj- um sem undirrita sáttmálann, né hóta beitingu þeirra, né heldur að gera tilraunir með kjarnorkuvopn á landsvæði ríkjanna né veita aðstoð sína til eða hvetja til þess að kjarn- orkuvopnatilraunir fari þar fram. Utanríkisráðuneyti Frakk- lands sendi í gær frá sér yfirlýs- ingu þar sem segir að undirrit- un sáttmálans verði vonandi til þess að hleypa lífi í samn- ingagerö um allsherjarbann við kjarnorkutilraunum sem fram fer í Genf. í síðasta mánuði undirrituðu Frakkar, Bretar og Bandaríkja- menn samning um að koma á fót kjarnorkuvopnalausu svæði á Suður- Kyrrahafinu. -GB/Reuter Suharto, einrœbisherra Indónesíu, sést hér strjúka tár úr auga sér meban hann og þeir hershöfbingjarnir Sutria Tubagus, yfirmabur flughersins (t.h.) og Feisal Tanjung, yfirmabur indónesíska hersins (t.v.) láta brandarana fjúka vib hátíbahöld ítilefni af 50 ára afmœli flughersins ígær. Vib þetta tilefni sagbi Suharto ab Indónesía muni smám saman efla herstyrk sinn, en tók þó fram ab nágrannaríki Indónesíu þyrftu ekkert ab óttast. Reuter Kosningabaráttan á Italíu: Höföaö til kaþ- ólskra kjósenda Silvio Berlusconi hratt af stab kapphlaupi um atkvæbi kaþ- ólskra kjósenda með ummæl- um sínum í gær um að sinn flokkur, Forza Italia, væri rétti flokkurinn fyrir kirkjurækna ítali. „Kaþólskir ættu ab kjósa Forza Italia vegna þess ab flokkurinn stendur vörð um fjölskylduna og lífið og trúir á manneskjuna og velferö henn- ar," sagði fjölmiblajöfurinn í páskavibtali á sjónvarpsstöb, sem er í eigu hans sjálfs. Þessi ummæli urðu þess vald- andi að bandalag mið- og vinstri- flokkar, Olíuviðarbandalagið svokallaða, andmælti harðlega enda hafa ýmsir af helstu leið- togum þess ákaft sóst eftir stuðn- ingi kaþólskra og leggja í því skyni sérstaka áherslu á kristilega afstöðu sína í kosningabarátt- unni. Romano Prodi, sem er rómversk-kaþólskur hagfræðing- ur og forsætisráðherraefni Olíu- viðarbandalagsins, sagði að um- mæli Berlusconis væru „pólistísk markaðssetning" sem engin innistaða væri fyrir. Ummælin fóru einnig í taug- arnar á minni flokkum innan bandalags mið- og hægriflokka, Frelsisbandalagsins svonefnda, sem er undir forustu Berlusconis og flokks hans. Þannig líta bæði CCD og CDU á sig sem hina sönnu framvarðarsveit kirkju- legra gilda í stjórnmálunum. „Kaþólikkar vita vel hverja þeir eiga að kjósa," sagði Pier Ferdin- ando CAsini, leiðtogi CCD. „Þeir em miklu greindari en stjórn- málamenn virðast halda." í kosningunum, sem fram fara þann 21. apríl nk. og eru þær fjórðu á fjómm árum, njóta kosningabandalögin á báðum vængjum stjórnmálanna álíka mikils fylgis, og margir stjórn- málaskýrendur efast um að ann- að hvort bandalagið geti náð nægilega trausmm meirihluta á þingi. Nánast allir flokkarnir Millinkjarabstefna ESB hafin Milliríkjaráðstefna (IGC) Evr- ópusambandsins var sett í Torino 29. mars 1996. í ráði er að hún komi mánaöarlega saman fram í júní 1997. Ráð- stefnunni er ætlað að semja breytingar við stofnskrá ESB og gera tillögur um breytta starfshætti, annars vegar sakir fyrirhugabs aukins samstarfs ríkjanna á milli, hins vegar sakir væntanlegrar útvíkkun- ar ESB. Umsóknir Möltu og Kýpur um inngöngu veröa teknar fyrir á þessu ári, en níu önnur lönd hafa sótt um inngöngu: Búlgar- ía, Eistland, Lettland, Litháen, Pólland, Rúmenía, Slóvakía, Tékkland og Ungverjaland, og væntanleg er inngöngubeiðni frá Slóveníu. Þá var á þessu ári komið á tollabandalagi ESB og Tyrklands. Einn þyrna ráðstefnunnar er tilslökun á ákvörðunartöku að skilyrtum meirihluta atkvæða (QMV). Slökunar æskja öll stóru ríkin nema Bretland, sem sting- ur við fæti. Aftur á móti munu þau nú ekki æskja aukins vald- sviðs Evrópuþingsins. Þýska- landi og Frakklandi mun um- hugað að koma á sameiginlegri stefnu aðildarríkjanna í utanrík- ismálum og hermálum, og mun það írlandi og Svíþjóð nokkurt áhyggjuefni. Á þessu stigi er samt sem ábur ekki ljóst hvort Þýskaland og Frakkland munu leggja til að heimiluð verði tveggja þrepa tilhögun á af- mörkuðum sviðum, svo sem peningamálum, innan ESB. Atvinnuleysi er á dagskrá -ráð- stefnunnar, en tillögur um at- vinnumál eru ekki komnar fram. Sagt er að Þýskaland og Bretland vari viö fyrirheitum um þau efni. keppa um atkvæði mibjufólks, sem skipta milljónum, en allt að þriðjungur ítala er óákveðinn og virðist hafa tapað áttum í því gíf- urlega framboði af flokkum sem til boða stendur. Kaþólska kirkj- an hefur ekki komið þeim til hjálpar hvab þetta snertir og veitir engum sérstökum flokki stubning sinn ab þessu sinni. Þess í stað hefur kirkjan mælt með því að ítalir beri stefnuskrár flokkanna saman við „Boborbin tíu", en svo nefnist listi kaþólsku kirkjunnar yfir þau steftiumál sem hún telur mestu varða, þar sem meðal annars er krafist þess að virðing sé borin fyrir lífinu og að skattakerfið verði réttlátt. Kirkjan sjálf hefur tapaö áttum eftir ab gamla flokkakerfið hrundi í kjölfar fjölda hneykslis- mála fyrir nokkrum árum. Þar með féll einnig flokkur Kristi- legra demókrata í valinn, gamli valdaflokkurinn sem notið hafði óskoraðs stuðnings kaþólsku kirkjunnar. Þeir flokkar sem risu á rústum Kristilegra demókrata hafa ýmist bundið trúss sitt við bandalag mið- og hægriflokka eða mib- og vinstriflokka. Berlusconi reyndi að endur- vekja gömlu kaldastríðskennd- irnar nú um páskana með því að beina gagnrýni sinni að því að fyrrverandi kommúnistar og fyrrverandi kristilegir demókrat- ar hafi tekið saman höndum inn- an Olíuviðarbandalagsins í nýj- um flokki, Lýðræðisflokki vinstrimanna. Hann sagði að 40% kaþólskra styddu Forza Ital- ia, en ab nýja vinstrihreyfingin ætti rætur sínar í hugmynda- fræbi sem hefði alla tíð barist með oddi og egg gegn kirkjunni um alla Evrópu. -GB/Reuter Kosningabaráttan í Bandaríkjunum: Dole í vandræb- um meb konur Fylgi Bobs Dole, forseta- frambjóðanda Repúblík- ana, virðist vera mun minna mebal kvenna en karla ef marka má skoðana- kannanir. Dole hefur svipað fylgi og Bill Clinton meðal karla, þar skiptist fylgið nokkurn veg- inn til helminga, en meðal kvenna hefur Dole aðeins 37% á meban Clinton hefur 57% fylgi. Bilið milli kynj- anna hvað þetta snertir er nú stærra en það hefur nokkru sinni mælst. Sumar konur í Repúblík- anaflokknum vilja kenna því um að flokkurinn hafi glataö hæfileika sínum til að höfða til kvenna og leggja m.a. til að látið verði af andstöðunni við fóstureyðingar til að bæta þar Úr. -GB/Reuter Vinningar Fjöldi vinningshafa Upphæð á hvem vinningshafa 1. s » 5 0 3.989.837 2.4-5 œ W3 135,020 3. 4115 98 7.130 4. 3af5 2.857 570 Samtals: 2.958 6.722.127 Upplýsingar um vlnningstölur fást einnig i símsvara 568-1511 eða Grænu númeri 800-6511 og í textavarpi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.