Tíminn - 10.04.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.04.1996, Blaðsíða 8
8 Miðvikudagur 10. apríl 1996 Markaösfulltrúi Félags hrossabœnda: Mikið framfaraspor Félag hrossabænda hefur ný- lega ráðið sér markaðsfull- trúa. Hér er um gott framtak ab ræða og getur haft verulega þýbingu fyrir sölu íslenska hestsins. Til starfans hefur verið ráðin Hulda G. Geirs- dóttir. Hulda er sagn- og fjöl- miðlafræbingur ab mennt og hefur undanfarið unnib hjá Listahátíð í Reykjavík. Hún hefur í mörg ár stundað hesta- mennsku. Tíbindamabur HESTAMÓTA hitti Huldu ab máli til að fregna nánar af þessu starfi. — Hvemig kom þetta starftil? „Það hefur verið stefna Félags hrossabænda í langan tíma að koma á skipulögðu starfi varð- andi markaðinn erlendis og þetta nýja starf er við það mið- að. Félagið fékk styrk úr Út- flutningssjóði íslenska hestsins og þar með skapaðist möguleiki fyrir því að ráða starfsmann. Starfið var svo auglýst og ég ásamt mörgum öðrum sótti um og var ráðin. Þetta er alveg nýtt starf og ég hlakka mjög til að fást við það. Aðsetur mitt verður í Bænda- höllinni, en Bændasamtökin styöja við þessa starfsemi. Það verður reyndar ekki fyrr en um mitt sumar sem ég get farið að sinna þessu að fullu, því ég er bundin í öðru starfi og er ekki laus fyrr." — I hverju er starfið fólgið? „Fyrsta verkefnið og grund- völlur að svona starfsemi er aö hefja náið samstarf við Útflutn- ingsráð varðandi markaðsgrein- ingu. Byrjað verður á stærstu mörkuðunum og síðan á þeim mörkuðum sem við teljum vænlega til viðbótar. Þetta sam- starf er þríþætt. Það er gagna- söfnun sem við erum í núna. Hún felst í upplýsingasöfnun um markaðina, um hrossarækt- ina á íslandi og það starf sem þegar hefur verið unnið af mörgum aðilum varðandi markaðinn, en margir hafa ver- ið í útflutningi um árabil og hafa af því mikla reynslu. Því næst er að skilgreina markaðinn betur, þ.e. eftir hverju menn eru að sækjast, feröir kaupenda til íslands og þær kröfur og óskir sem þeir eru með. Þar kemur svo margt til greina og fer eftir ýmsu, svo sem aldri kaupenda, kyni þeirra, búsetu, stétt og ýmsu öðru. Þar kemur fram t.d. til hverra nota þau hross eiga að vera, sem kaupandinn er að leita eftir. Þegar slíkar upplýs- ingar liggja fyrir um einstök markaðssvæði, þá er kominn tími til að marka stefnuna varð- andi markaðssókn á því svæði. Sú vinna verður unnin í sam- vinnu við stjórn félagsins. Ég geri mér vonir um að slík stefnumótandi vinna geti farið fram með haustinu, þegar grunnvinnunni er lokið. Ég tel það gífurlega mikið hagsmunamál að fara í þetta samstarf við Útflutningsráð. Þeir hafa mesta reynslu af út- flutningi, og þó viö séum með dálítið sérstaka vöru, þar sem um lifandi dýr er að ræða sem þarf að fylgja eftir, þá gilda þar einnig hin almennu markaðs- lögmál. Oft hefur vantað að fylgja útflutningshrossunum eftir og því hafa hrossin ekki nýst eins og ætlast var til, sem síðan getur komið niður á markaðnum. Markaðsfulltrúastarf á að veröa þjónustustarf bæði við bændur hér heima og útflytj- HEJTA MOT KARI ARNÓRS- SON endur og síðast en ekki síst við kaupendur og áhugamenn um íslenska hestinn um allan heim. Sú þjónusta verður með ýmsum hætti, t.d. með því að styðja við starf hestamannafélaganna er- lendis og aðstoða við uppbygg- ingu þeirra. Fara um þessi svæði og kynna hestinn, meðferð hans og tamningu. í samstarfi við Útflutningsráð reynum við aö finna út hver for- gangsröðunin á að vera varð- andi þessa kynningu og mark- aðssókn. Það er nauðsynlegt að kynn- ingarstarf sé eflt þar sem mark- aðurinn er lítill en möguleikar miklir. Víða á stærstu markaðs- svæðunum hefur farið fram mikil kynning, en það eru enn stór svæði þar sem möguleikar eiga að vera fyrir aukinni sölu með meiri kynningu og það er jú megintilgangurinn með þessu starfi að auka söluna. Við lítum svo á að það sé hag- ur allra sem við þetta fást — selj- enda, kaupenda, útflytjenda og neytenda — að það sé einn þjónustuaðili, sem veitt geti sem bestar upplýsingar. Það tek- ur auðvitað tíma að vinna slíkri þjónustu sess, þannig að menn finni að þarna er eftir miklu að slægjast. Hver sem er á að geta hringt í markaðsfulltrúann eða haft samband með öðrum hætti og það mun verða leitast við að greiða úr málum eins og hægt er. Þetta á t.d. við um þann sem vantar upplýsingar um hvernig hann geti keypt sér íslenskan hest og hvenær, hvernig hann geti komið honum til útlanda, upplýsingar um pappírsvinn- una o.s.frv. Það sama gildir um þann sem þarf að selja hross. Við getum gefið upplýsingar um útflytjendur og væntanlega kaupendur og almennt um það hvert menn geta snúið sér." Viö þurfum ab bæta frístundahestinn — Hvað með nýja stóra mark- aði eins og Ameríku? „Það er erfitt að segja nokkuð ákveðið um það í augnablikinu. Það er vissulega markaður sem við horfum til og þar sem mikl- ir möguleikar blunda. En mér finnst að á þeim stóru mörkuð- um sem við höfum haft til þessa, svo sem í Þýskalandi, eigi að styðja viö bakið á þeim sem þegar eru þar fyrir með verulega sölu og greiða fyrir þeim sem eru að koma hingað og kaupa hross á þann markað. Sá mark- aður er ekki mettur að mínu mati. Sömu sögu er að segja um markaöinn í Svíþjóð. En svo eru fleiri Evrópulönd þar sem mark- aður ætti að vera fyrir hendi og þarf að vinna vel í. Ég nefni t.d. England þar sem áhugi á hesta- mennsku er mjög mikil, þó við höfum ekki náð þar langt með íslenska hestinn ennþá. I svona vinnu er samt nauðsynlegt að taka einn hlut fyrir í einu og vinna skipulega í stað þess að reyna að gleypa allan heiminn. Þessi greining, sem ég hef marg- nefnt, auðveldar okkur hvar við eigum fyrst að bera niður og hvaða verkefni á að hafa for- gang." — Nú hefur mest sala verið á svonefhdum fjölskylduhestum. Sýningar- eða keppnishestamir hafa verið fœrri, en auðvitað dýr- ari vara. Munuð þið flokka mark- aðinn miðað við hestgerðimar? „Það er nauðsynlegt að kom- ast að því hvaða hestgerð hent- ar flestum og skapar þannig mesta möguleika í sölu. Rækt- unin mun þá væntanlega taka mið af því. Við höfum séð í ræktuninni undanfarið miklar Hulda C. Ceirsdóttir markaðsfulltrúi. framfarir í töltinu og reyndar hvað geðslagið snertir einnig. Þetta eru tveir þættir í fari hests- ins sem auka söluna. Svo eru auðvitað ýmsir með aðrar kröf- ur, svo sem mikla vekurð og flotta sýningarhesta, en sá markaður virðist vera mun þrengri. Auðvitað höldum við áfram að rækta topphesta, því við eigum að halda forystunni í ræktuninni, en við þurfum að leggja alúð við hestinn sem frí- stundamenn geta riðið, þessa meðfærilegu, geðgóðu og hreinu töltara. Framleiðsluna þarf að auka á þessum hestum til að geta svarað stærri mark- aði. Mér finnst þess virði að velta því fyrir sér hvort auka á vægi þeirra stóðhesta í ræktun- inni, sem gefa þessi góöu sölu- hross." Bætt þjónusta leiðir af sér hærra verð — En nú hefur verðið verið fremur lágt á þessutn fjölskyldu- hestum og mörgum finnst ekki svara kostnaði að leggja mikla vinnu íþá. „Já, það er að vísu rétt, verðið þarf að hækka. Ég lít nú svo á að með bættri þjónustu og sameig- inlegu átaki megi hækka verðið. Geti kaupandinn verið nokkuö öruggur um að hann sé að kaupa þá vöru, sem hann sækist eftir, og hestarnir reynist góðir, þá hækkar verðið. En við náum auðvitað ekki upp verðinu nema með því að bjóða góða vöm. Starf markaðsfulltrúans á að vera liður í því að fá menn til að leggja sig betur fram í þeim efnum. Þarna á líka aukin þjón- usta við kaupendur að skila sér. Því betur sem þeir geta treyst á hjálp sem þeir fá, þeim mun fúsari eru þeir til að leggja meira fé í hestinn. Frístundahesturinn er og verður mesta söluvaran og við þurfum að vanda okkur við ræktun á honum," segir Hulda að lokum. Því er við að bæta að þetta er þýðingarmikið verkefni sem þarna er farið af stað meö. Við þekkjum það varðandi sölu á öðrum vörum til útlanda hve mikil nauðsyn er á því að vel sé til vandað og uppbygging mark- aðar markviss. Það er því ástæða til að fagna þessu framtaki Félags hrossa- bænda og óska Huldu jafnframt til hamingju með þetta nýja starf og alls velfarnaðar. Fjórbungsmót '96 Gaddstaðaflötum Á þessum tíma er allt í fullum gangi meb undirbúning Fjórð- ungsmótsins 1996. Dagskrá hefur þegar verið ákveðin og menn eru sem óðast ab gera upp vib sig hvaba hross þeir stefna með á mótib. Eins og getið var um í síðustu HESTA- MÓTUM, þá hefst forskobun kynbótahrossa fyrir mótið 20. maí í Kjalarnesþingi og heldur síban áfram á Gaddstaðaflöt- um og lýkur 9. júní. Þá verða trúlega flest félögin, sem keppnisrétt eiga á mótinu, búin að hafa úrtöku fyrir gæð- ingana. Nú veröur keppt í fimm flokkum, þ.e. A- og B-flokki, ungmennaflokki, unglinga- flokki og barnaflokki. Auk þess verður töltkeppni, svo og kapp- reiðar. Rétt er að minna á að þær breytingar hafa verið gerðar á reglum um járningar kynbóta- hrossa, að ákvæði hafa komið inn hvað varðar lengd hófa. Bætt hefur verið inn eftirfar- andi: „... aldrei skulu framhófar vera lengri en 10,5 cm og náttúm- legt samrœmi sé í stœrð fram- og afturhófa og aldrei muni meira en 2 cm á lengd fram- og afturhófa. ... ekki muni meira en 2 mm á þykkt fram- og afturfótaskeifha." 4 vetra 7,75 Lágmarkspunktafjöldi í keppni: 80 tölt- Kappreiðar: 150 m skeið 250 m skeið 350 m stökk 300 m brokk Tími í sek. 16.5 24.5 26,0 40,0 Framkvœmdastjóri FM '96 er Fannar jónasson. Keppnissvæðið íbaksýn. Hér á eftir fara svo þær reglur sem gilda varðandi þátttöku. Dagskrá mótsins birtist í næstu HESTAMÓTUM. Nokkur atriði um þátttökurétt o.fl. Einstök aðildarfélög hafa heimild til að senda einn kepp- anda fyrir hverja 75 félagsmenn eða brot úr þeirri tölu. Miðað við félagafjölda aðildarfélag- anna 16, sem standa að FM '96, munu 67 keppendur sýna í hverjum hinna 5 flokka (A-fl., B-fl., barnafl. unglingafl. og ungmennafl.) Lágmarkseinkunnir kynbóta- hrossa: Stóðhestar: 6 v. og eldri 8,05 5 vetra 7,95 4 vetra 7,85 Hryssur 6 v. og eldri 7,95 5 vetra 7,85 Fjöldi hrossa frá hverju rœktun- arbúi: 5 (+ 1-2 til vara) Fjöldi hrossa í hópreið frá hverju hestamannafélagi: 4 + fánaberi eða 8 + fánaberi Síöasti skiladagur vegna skráninga: 10. júní 1996. Skila ber skráningum á þar til gerðum eyðublöðum eða diskettum. Þátttökugjöld: Tölt kr. 2.000. Greiðist við skráningu eða inn á banka- reikning. Kappreiðar kr. 2.000. Greiðist við skráningu eða inn á banka- reikning. Allir flokkar gœðingakeppni: Kr. 1.000. Hestamannafélög bera ábyrgö á greiðslum um leið og skráð er. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.