Tíminn - 10.04.1996, Blaðsíða 16

Tíminn - 10.04.1996, Blaðsíða 16
Veöriö (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.30 í gær) • Suburland: Subvestan og sunnan gola eöa kaldi og áfram skúrir. Hiti 6 til 10 stig. • Faxaflói: Subvestan kaldi og áfram skúrir. Hiti 3 tii 8 stig. • Breibafjörbur: Norbaustan gola eba kaldi og skúrir. Sunnan gola eba kaldi og áfram skúrir síbdegis. Hiti 2 til 7 stig. • Vestfirbir: Sunnan eba subaustan gola eba kaldi og smá skúrir. Hiti 3 til 7 stig. • Strandir og Norburland vestra: Sunnan gola og skúrir. Hiti 3 til 8 stig. • Norburland eystra: Léttir heldur til meb sunnan golu. Hiti 3 til 9 stig. • Austurland ab Glettingi og Austfirbir: Fremur hæg subaustan átt og úrkomulítib. Hiti 4 til 10 stig. • Subausturland: Sunnan og subvestan gola eba kaldi og skúrir. Hiti 6 til 9 stig. Þrjú ungmenni björguöust giftusamlega afeigin rammleik úr Hornafjaröarhöfn: Lítt meidd Stefán Lárus Pálsson, Höfn í Hornafirbi: „Ég reyndi a5 opna þegar viö vorum komin í sjóinn en gat það ekki. Ég heyrði í hinum og vissi ab þau voru lifandi. Þá reyndi ég ab brjóta glugga en gat þab ekki heldur. Svo tókst mér einhvern veginn að opna hurbina. Vib komust svo bábir út og fengum loft í lungun en þá vantaði stúlkuna sem var aft- urí. Viö fórum aftur í kaf og þá sá ég glytta í hana niðri og náöi taki á jakkanum hennar. Svo fundum viö hendi og gátum rifið hana lausa og náðum henni út," segir Björn Þór Abbott-próf voru notuö á Akureyri: Blóbgjafar endur- kannabir Landlæknir greindi frá því í gær ab svokallað Abbott-próf til mótefnamælinga gegn al- næmnisveiru hafi veriö notab á rannsóknarstofu Fjórbungs- sjúkrahúss Akureyrar frá síb- asta hausti. Abbott-próf hafa ekki verib notuö í Blóðbank- anum í Reykjavík. í fréttum að utan hefur verið greint frá meintum óáreiðan- leika Abbott- prófa, þau hafi ekki greint smit hjá einstakling- um með há mótefni. Landlaekn- ir bendir á að aðeins sé um að ræða fjögur tilfelli í heiminum öllum þar sem próf þetta reynd- ist rangt. Eigi að síður hafa veriö geröar ráðstafanir til að nota ör- uggar mótefnamælingar gegn alnæmisveiru á Akureyri. -JBP Brynjólfsson sem bjargaðist giftusamlega ásamt Pálma Sig- urðssyni 17 ára ökumanni og Sigrúnu Björnsdóttur unnustu sinni úr bíl sínum sem lenti í höfninni í Hornafirði að kvöldi páskadags. Mikil mildi þykir hversu giftu- samlega piltunum tókst að bjarga sér og stúlkunni af eigin rammleik og við erfiðar aða- stæður úr bifreiðinni og ísköld- um sjónum þegar bíll þeirra hafnaði á hvolfi í sjónum við löndunarbryggju fiskimjölsverk- smiðjunnar í náttmyrkri, rign- ingu og slæmu skyggni en nær engin götulýsing er þarna. Ung- mennin komust síðan inn í fiskimjölsverksmiöjuna og gátu látið vita af sér. Þar fengu þau fyrstu aðhlynningu en þau voru lítt meidd en mjög þrekuð og köld. ■ Gámum breytt í fjölbýlishús Eins og kunnugt er standa nú yfir tökur á kvikmyndinni „ Þar sem Djöflaeyjan rís " og er ekkert sparab til ab hafa leikmyndina sem fullkomnasta en hún mun sú dýrasta sem gerb hefur verib hérlendis. Þó er hœgt meb ýmsum rábum ab minnka tilkostnab vib umhverfib, enda myndavélin frœg fyrir blekkingar. Á myndinni sem tekin var í gœr á tökuslóbum sést t.d. ab fjölbýlishúsib er samansett af 40 feta gámum en bragginn til vinstri er aftur tákn þeirrar byggbar sem sagan gerist í. Tímamynd: cs Borgarráö samþykkir aö starfsfólk Skólaskrifstofu hafi forgang aö störfum í Frœöslumiöstöö Reykjavíkur. Borgarstjóri: Höfum ríkari skyldur gagnvart eigin fólki Mikil óánægja ríkir meöal starfsmanna Fræðsluskrif- stofu Reykjavíkur eftir aö borgarráb samþykkti í gær ab starfsmenn Skólaskrifstofu Reykjavíkur hafi forgang ab störfum í nýrri Fræöslumiö- stöb Reykjavíkur. Borgarstjóri segir borgina hafa ríkari skyldum ab gegna gagnvart starfsfólki Skólaskrifstofunn- ar en starfsfólki Fræösluskrif- stofunnar. í greinargerð Sigrúnar Magnús- dóttur, formanns Skólamálaráðs, sem samþykkt var í borgarráði í gær, segir m.a.: „Við stofnun nýrrar Fræðslu- miðstöðvar Reykjavíkur, sem m.a. mun annast alla þjónustu við gmnnskóla borgarinnar, þyk- ir rétt að starfsmenn Skólaskrif- stofu Reykjavíkurborgar eigi til- kall til starfa og haldi þeim launakjörum, sem þeir búa við nú. Starfsmenn Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur hafa sinnt ýmsum vibfangsefnum sem hin nýja Fræðslumiðstöð tekur nú við. Stöður þeirra verða lagðar niður 31. júlí nk. Þykir æskilegt að Reykjavíkurborg leiti leiða til að fá notið reynslu og þekkingar Flugbjörgunarsveitin á Hellu þurfti aö aöstoöa suma oð komast til síns heima eftir fermingarmessu í Odda: Sumir sátu einir aö veislunum starfsmanna úr þeirra hópi. Því er lagt til að heimilað verbi að ganga til viðræðna við starfs- menn Fræösluskrifstofu Reykja- víkur, þegar gengið hefur verib frá ráðningu starfsmanna af Skólaskrifstofu án þess að störf sem eftir standa verbi auglýst laus til umsóknar." Mikil óánægja ríkir meðal starfsmanna Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur vegna þessarar sam- þykktar. Þykir starfsmönnum þar sem lítið sé gert úr störfum þeirra í greinargerðinni, en viðfangs- efni Fræðsluskrifstofu eru öll lög- boðin samkvæmt grunnskólalög- um. Ungmennunum sem fermdust í Oddakirkju á skírdag líbur dag- urinn sá líklega seint úr minni. Vegna óvebursins sem skall á um miðjan daginn þurftu sum- ar fjölskyldur frá Hellu t.d. á hjálp Flugbjörgunarsveitarinn- ar ab halda til ab komast heim úr kirkjunni og þar á ofan rask- abi óveörib síban áformubum fermingarveislum í meira og minna mæli. Dæmi eru um að fermingar- börn hafi setið ein að fermingar- veislu ásamt foreldrum sínum, önnur dæmi um að veisluföng pöntuð í Reykjavík hafi ekki kom- ist á staðinn og m.a.s. dæmi þess að fermingarbarn hafi ekki kom- ist í sína eigin fermingarveislu fyrr en undir miðnætti. Allir munu þó hafa reynt að gera það besta úr þessari óvæntu uppá- komu með því að gestir mættu bara til veislu þegar færi gafst, þótt það væri kannski 1, 2 eða 3 dögum seinna. Sigurður Rúnar Sigurðsson formaður Flugbjörgunarsveitar- innar á Hellu stóð ásamt sínum mönnum í ströngu við að ab- stoða fólk þennan eftirminni- lega fermingardag. „Eftir að veðrið skall á ákvað ég að senda bíl frá okkur af stað um tvöleytið eins og við gerum oft þegar vont er veður, til að hjálpa okkar heimafólki og öðr- um vegfarendum. Ég sendi bíl meb fjórum mönnum á vega- rölt, eins og við köllum það. Fljótlega upp úr því kalla þeir á meiri mannskap og fleiri tæki. Við ræstum fleiri út og vorum síðan með 2 bíla og snjóbíl á ferðinni Hella-Vegamót til ab hjálpa fólki. Vib fórum m.a. á móti fólki sem var að koma úr Oddakirkju til að aðstoða það ab komast til síns heima hér á Hellu. Sumir komust að vísu hjálparlaust en aðrir þurftu á aðstoö að halda". Sérstaklega hafi stór skafl rétt austanvið Hellu gert fólki erfitt fyrir. „Við vorum í því í 1-2 klukkutíma að ferja fólk þar yfir og reyna að halda leiðinni opinni með snjó- bílnum". Raunar hafi björgun- armenn ekki allir verið komnir til síns heima fyrr en undir mið- nætti. „Maður hefur aldrei kynnst öðru eins," sagði Sigurður Rúnar sem kvaðst vita til þess að fólk á Hellu sem á ættingja sína annars staðar hafi setið eitt að ferming- arveislum vegna þess að gestirnir komust alls ekki austur á Hellu. „Svo heyrði maður líka ab fólk hefði verið meb veislur keyptar úr bænum, sem ekki komust austur. Ég vissi líka til þess að barn, sem var fermt í kirkju í Reykjavík en ætlaði ab hafa veisl- una fyrir austan komst þangað ekki fyrr en undir mibnætti meb rútunni. En fyrir vikið urðu þetta í sumum tilfellum 3ja til 4ra daga veislur, því ættingjamir reyndu ab koma þegar færi gafst". Sigurður Rúnar sagði það m.a. hafa valdið vandræðum ab vegna þess að fólk var að fara í fermingarveislur hafi það farið í sitt fínasta púss, þunna kjóla, fína skó og jakkaföt. Margir hverjir hafi því alls ekki verið klæddir til þess að takast á við svona slark. Þar á ofan hafi aðr- ir verið svo bjartsýnir að þeir voru komnir á sumardekkin og komust ekkert áfram. Vandræð- in hafi því verið alla vega. Svo lygilegt sem það hljómar, m.v. hremmingar fólks á Hellu og þar fyrir utan, sagði Sigurður Rúnar að abeins 2-3 km austan við Hellu hefði verið hið ágæt- asta veður, blíða á Hvolsvelli og sólskin austur í Fljótshlíð. „Svona er þetta stundum, þótt fólk trúi þessu tæpast", sagði Sigurður Rúnar, sem sennilega mun lengi minnast þessa dags, ekki síður en fermingarbörnin og fjölskyldur þeirra. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir borgaryfirvöld- um fullkunnugt um að þau þurfi á þekkingu starfsfólks Fræðslu- skrifstofunnar að halda. Hins vegar geti hún ekki lofað öllum starfsmönnum hennar nýju starfi þótt vonandi verði unnt að ráða sem flesta þeirra. Ingibjörg Sólrún segir borgina hafa ríkari skyldum ab gegna gagnvart eigin starfsmönnum og bendir á að ríkið hafi aldrei komib til máls við borgina vegna starfsfólks Fræðsluskrifstofunnar. í samþykkt borgarráðs frá því í gær kemur jafnframt fram að þær stöður sem ekki verði ráðið í úr hópi starfsmanna skrifstof- anna tveggja verði auglýstar lausar til umsóknar. Þá var sam- þykkt að starfsemi Fræðslumið- stöðvarinnar verði skipt í þrjú meginsvið: Rekstrarsvið, þjón- ustusvið og þróunarsvið og að stöbur forstöðumanna þeirra verði auglýstar lausar til um- sóknar svo fljótt sem auðið er.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.