Tíminn - 11.04.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.04.1996, Blaðsíða 4
4 Jfmmra Fimmtudagur 11. apríl 1996 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gubmundssorr Ritstjórn og auqlýsinqar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1700 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Skiptar skoöanir Skiptar skoöanir eru um frumvarp sem liggur fyrir Al- þingi til staðfestingar á samkomulagi sjávarútvegsráð- herra og Landssambands smábátaeigenda um veiðar smábáta. Útgerðarmenn stærri báta, sem eru á afla- marki, og togara telja sig bera skarðan hlut frá borði. Það er mikilvæg staðreynd að nú er útlit fyrir að hægt sé að auka veiðiheimildir á næsta fiskveiðiári. Óánægja útgerðarmannanna er tilkomin af því að þeir telja sig eiga að njóta þeirrar aukningar vegna mikils niður- skurðar aflaheimilda á undanförnum árum. Raunvem- leg dæmi má nefna í þessu sambandi. Bátur, sem haföi 76 tonna kvóta, er nú kominn niður í 16 tonn, og tog- ari, sem hafði 2000 tonna kvóta á viðmiðunarárunum, ér kominn niður í 450 tonn. Slæm staða kvótabáta og ísfisktogara er staðreynd sem verður að bregðast við með einhverjum hætti. Til þess eru ýmsar leiðir, ef leitað er að því svigrúmi og vilji er fyrir hendi í þeim efnum. Hitt er svo annað mál að sátt verður að nást um skiptingu aflans eftir því sem hægt er, þegar um svo mikla hagsmuni er að ræða. Forystumenn Landssam- bands smábátaeigenda ákváðu að ganga til formlegra viðræðna um þessi mál og er það vel. Það samkomulag, sem gert hefur verið, gerir ráð fyrir því að þessir bátar fái hlutdeild í væntanlegri aukningu út frá þeim lögum sem gilda í dag. Skoðanaskipti innan sjávarútvegsins um þessi mál eru gagnleg og þáttur í þeim var stór fundur á Reyðar- firði um þetta mál nú í vikunni. Nauðsyn ber til að gagnkvæmur skilningur ríki innan atvinnugreinarinn- ar, þótt útilokað sé að allir verði þar á einu máli. Hags- munir og aðstæður í einstökum byggðarlögum eru svo misjöfn. Það er skylda Alþingis að reyna að ná farsælli niðurstöðu og stuðla eins og kostur er að því að grund- völlur sé fyrir útgerð allra flokka skipa. Staða fiskvinnslunnar er erfið hjá þeim sem byggja vinnslu á bolfiskafla. Þaö er einnig nauðsynlegt að leita leiða til þess að viðbótaraflinn verði unninn hér heima. Það er nauðsyn fyrir atvinnulífið í landinu, og einnig hefur hráefnisskortur og vannýtt afkastageta og hátt hráefnisverð verið fiskvinnslunni þungt í skauti. Átök milli útgerðarmanna og sjómanna stærri báta og togara og trillukarla leysa engan vanda. Það er ljóst að kvótabátar yfir 6 tonnum og ísfisktogarar standa mjög illa að vígi og ber að leita að svigrúmi til þess að leysa þann vanda. Að öðru leyti er farsælast að staðfesta samkomulagið við Landssamband smábátaeigenda eftir að frumvarpið hefur fengið vandaða yfirferð og þing- lega meðferð. Það ætti nú að vera fullljóst að sóknarmark innan kvótakerfisins leiðir ætíð til erfiðleika. Það hefur verið reynt í gegnum árin. Þrátt fyrir deilur um aflaheimildir og slæma afkomu í bolfiskvinnslunni, eru ýmsir þættir jákvæðir í sjávarút- vegi. Nú er mikil fiskgengd og útlit fyrir aflaaukningu. Verðmætasköpun hefur verið mikil og sótt hefur verið til nýrra úrræða á undanförnum árum. Það fiskveiði- stjórnunarkerfi, sem búið hefur verið við, hefur verið einn þátturinn í þessari jákvæðu þróun. Þótt ætíð þurfi að laga það til miðað við fengna reynslu, hefur þessi grundvöllur reynst vel og það hefur ekki verið bent á neina aðra leið, sem tryggir hvorutveggja vernd fiski- stofna og hagkvæma nýtingu. Maurar og mýs Frá fornu fari hefur mannskepnan óttast tortímingu. Heimsendisspámenn eru nánast óteljandi og raunar eru býsna margir heimsendar komnir í vanskil. Ótti mannsins viö alls kyns skrímsli og óvætti kemur víöa fram í heimsbókmenntunum, hvort sem þaö er á skinni, pappír, filmum, myndböndum eöa tölvu- tæku formi. Þessar óvættir hafa veriö af ýmsu tagi. Þar má nefna risastóra dreka eöa tröll, ofvaxna apa eöa köngulær, verur af öör- um heimi eöa geimi og svo fram- vegis. Flest hafa þessi fyrirbæri þaö sameiginlegt aö vera risastór og ógnin af þeim felst ekki síst í stæröinni. Nú er tíöin hins vegar aö breytast. Þó spennusagnahöf- undar haldi sig flestir ennþá viö stóru skrímslin, þá er þaö bein- línis að veröa gamaldags. Þau eru í raun og veru ekkert hættuleg lengur. Þaö eru til alls kyns stríð- stól sem eru hönnuö til aö drepa mann og annan, en eru vel brúkleg til að farga risastórum óvættum af öllu tagi. Þessi stríðstól duga hins vegar ekki á þá teg- und óvætta, sem nú er útlit fyrir að fari aö ógna mannskepnunni. Þaö eru nefnilega pínulitlu krílin sem viö sjáum ekki meö berum augum, sem eru hin raunverulega óvættur nútímans. Stigsmunur á ótta Fólkið með sjálfspíningarhvötina, sem hingað til hefur skemmt sér yflr gæsahúö og martröðum vegna ímyndaðra risaskrímsla, getur nú farið aö gleðjast yf- ir því aö geta fengið gæsahúö og martraðir vegna raunverulegra pínuskrímsla. Menningin þróast á þessu sviði eins og öðrum. Þaö er hins vegar ákveö- inn stigsmunur á pínuskrímslaóttanum og risa- skrímslaóttanum. Risaskrímslaóttinn er nánast al- gerlega ástæðulaus, en þaö er pínuskrímslaóttinn hreint ekki, það er full ástæða til aö vera skíthrædd- ur við pínuskrímslin. Þau eru farin að sýna klærnar. Þaö er athyglisvert aö skaöinn sem pínuskrímslin valda er ekki fyrst og fremst fólginn í þeirri eyðilegg- ingu eöa skaðsemi sem þau orsaka sjálf, heldur er skaöinn ekki síður fólginn í því sem mætti kalla væntingar um slæmar afleiöingar. Þetta gerðist fyrir skömmu í Bretlandi, þegar upp kom orðrómur um að riða í breskum nautgripum gæti orsakað alvarleg- an sjúkdóm í mannfólki, og sjúkdómurinn bærist á milli ef étiö væri sýkt nautakjöt. Skaðinn sem varð var fyrst og fremst fólginn í því að fólk steinhætti að kaupa breskt nautakjöt, en ekki því að fólk smitaðist af þessari riðuveiru, a.m.k. var það skiln- ingur þarlendra stjórnvalda. Reyndar er þessi riðuveira bévít- ans ófögnuður, því það er komið í ljós að blessaðar hagamýsnar eru orðnar smitaðar af þessu á riðubæjum og ekki nóg með það, heldur eru vesalings hey- maurarnir varnarlausir gagnvart þessum vágesti. Sjóriða Annars er hugsunarháttur breskra stjórnvalda um margt umhugsunarverður og sérstakur. Þar var keppst viö að halda riðui nautgrip- um leyndri eins lengi og kostur var. Síðan var litið á möguleg tengsl heilarýrnunar í fólki og riðu í naut- gripum sem mál er varðaði þjóðaröryggi og því al- gert leyndarmál. Og þegar einhverjar upplýsingar fóru að leka út, þá kenndu yfirvöld fjölmiðlum um allt saman, það væru þeir sem bæru ábyrgð á hyster- íunni. En það sem Garra fannst einna athyglisverðast í þessu máli öllu saman, voru hugmyndir breskra um hvernig þeir ætluðu að losa sig við skrokkana af milljón nautgripum: bara fleygja þeim í sjóinn. Bæta þeim þar með við geislavirkan úrgang og annan sóðaskap sem þeir demba í hafiö. í ljósi þessa flögr- aði það í gegnum huga Garra hvort máltækið „lengi tekur sjórinn við" gæti ekki verið ættað frá breskum þegar allt kemur til alls. En ef af þessu yrði og nautgripirnir færu í sjóinn og það færi eins fyrir fiskinum eins og hagamúsun- um og heymaurunum, þ.e. að hann sýktist af rið- unni, þá er alveg ljóst að orðið „sjóriða" fengi alveg glænýja og alvarlegri merkingu. Þá fá íslensídr stór- útgerðarmenn fleira til að óttast en trillukarlana. Garri Klappab fyrir ekki-frambobi Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins klappaði af einskærum fögnuði, þegar Davíð Oddsson tilkynnti í fyrrakvöld að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér til forseta íslands. Augljóslega hafa þessi orð for- manns flokksins hljómað sem feg- ursti söngur í eyrum þingmann- anna, enda viðbrögðin þau sömu og þegar Pavarotti hefur sungið örlagaríka aríu. Umfram allt bera fagnaðarlæti þingmanna Sjálfstæðisflokksins þó vott um gríðarlegan létti yfir því að formaðurinn ætlar ekki í framboð, sem aftur sýnir hversu mikil og víðtæk áhrif umræöan um hugsanlegt forsetaframboð Davíðs hefur haft innan Sjálfstæð- isflokksins. Það athyglisverðasta í málatil- búnaði forsætisráðherrans, þegar hann gerði grein fyrir þessari niðurstöðu sinni, var tvímælalaust hin lítt dulbúna áskorun — nánast tilkynning — hans um að annað framboð væri væntanlegt. Það væri þá væntanlega framboð sem ekki hafi komið fram enn- þá, vegna þess að hann hafi ekki veriö búinn að til- kynna um ekki-framboð sitt. Þessi áskorun Davíðs kemur fram í þeim margít- rekuðu orðum hans, að „enn sé einn og hálfur mán- uður eftir af framboðsfrestinum og því nógur tími til að bjóða sig fram". Ekki Guðrúnir og Óiafa Augljóst er að Davíð getur ekki sætt sig við Guð- rúnu Pétursdóttur („Ráðhús-Gunnu") sem frambjóð- anda borgaraaflanna, þó svo að hún sé bæði flokks- bundin og af Engeyjarættinni. Enn frekar undirstrik- aði Davíð þetta með því að senda pillur til Þorsteins Pálssonar, sem opinberlega hefur lýst yfir stuðningi við Guðrúnu Pétursdóttur, en Davíð sagði efnislega að það væri fráleitt ef hann eða nokkur annar, sem tæld sjálfan sig alvarlega, myndi lýsa yfir stuðningi við einhvern einn frambjóðanda áður en framboðs- frestur væri úti. Augljóslega vill Davíð ekki heldur neinn hinna frambjóðendanna. Guðrún Agnars er femínisti og Ólafur Ragnar er vitaskuld kol- ómögulegur maður, sem eitt sinn sagði að í Davíð byggi skítlegt eðli. Slíkt er geymt en ekki gleymt, enda benti Davíð raunar á það í viðtöl- um að eftir að Ólafur Ragnar bauð sig fram hafi þrýstingur aukist á hann um að gefa kost á sér til for- setaembættisins. Það virðist því hafið nýtt fram- bjóðendakapphlaup eftir ab forsæt- isráðherra gaf leyfi sitt til þess að borgaralega sinnaðir frambjóðend- ur mættu bjóða sig fram. Spurning- in er einvörðungu hver það verður. Verður það Ólafur Egilsson, Pétur Kr. Hafstein eða einhver enn ann- ar? Þeir allra hörbustu í innan- flokksplottunum í flokknum eru meira að segja farnir að stilla upp Friðriki Sophussyni sem hugsanleg- um kandídat. Staðkunnugir aðilar í flokknum telja þó að slíkt megi að hluta til rekja til þess bjartsýnis- kasts, sem greip um sig í þingflokknum eftir ekki- framboð Davíðs. Nú séu menn enn í fagnaðarvímu eftir að forustukreppunni var afstýrt og vilji halda áfram að greiða úr forustumálunum og rýma vara- formannsstólinn í flokknum fyrir Björn Bjarnason. Þakklæti fyrir fórnina Hvert svo sem framhaldið verður með borgaraleg- an frambjóbanda, sem er Davíös-arminum í flokkn- um þóknanlegur, þá er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekib stórt stökk til bættrar heilsu með óvenju- lega óvenjulegum hætti. Það er ekki á hverjum degi og ekki víða í heiminum sem þab gæti gerst að starf- andi flokksformaður fengi dynjandi lófaklapp, fögn- uð og þakklæti samflokksmanna fyrir að færa þá fórn að fara ekki í forsetaframboð, sem hann var ekki búinn að gefa til kynna að hann ætlaði að fara í. Þó svo að margir óttist að Davíö Oddsson hafi með þögn sinni um forsetaframboðið veikt nokkuð flokk- inn út á við, virðist ljóst af vibtökunum, sem hann fékk hjá þingflokknum, aö þar hefur hann styrkt sína stöðu. Hann hlýtur því hiklaust tvær og hálfa stjörnu fyrir þetta ekki-framboð. -BG Á víbavangi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.