Tíminn - 11.04.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.04.1996, Blaðsíða 6
6 Fimmtúdagur 11. aprfl 1996 UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM HAFNARFIRÐI Allt áb 2000 vík- ingar frá Noregi á Víking '97 Fullvíst er nú að stór hópur Norðmanna kemur á næstu Víkingahátíð. Gert er ráð fyrir allt að 2000 manns og yrði það þá stærsti hópur sem komið hefur til íslands. Flestir koma siglandi á smábátum, skútum og ferju sem gengin verður til að fylgja „Viking- konvoien", eins og Norð- mennirnir kalla siglinguna. Einhverjir koma svo væntan- lega með flugi. I Floro í V.-Noregi er starf- ræktur öflugur siglingaklúbb- ur meö 650 virka félagsmenn. Var klúbburinn kjörinn sigl- ingaklúbbur Noregs 1995. For- ystumenn hans hafa staðið fyrir bátasýningum og sigling- um félagsmanna og sl. sumar sigldu 120 félagsbátar til Fljaltlands og vakti sú sigling mikla athygli, m.a. fylgdist BBC vel með ferðinni og sýndi mikið frá henni. Eftir þá ferð kviknaði áhugi á íslands- ferðinni, sem nú hefur verið ákveðin og er gert ráð fyrir að allt að 100 bátar sigli til ís- lands. Mun „víkingafloti" Norðmanna sigla til Hjalt- lands, þaðan til Færeyja, síðan til Hafnar í Hornafirði og síð- an mun hluti eða allur flotinn sigla til Vestmannaeyja og Hafnarfjarðar; þá er víst að all- ur hópurinn kemur á Víkinga- hátíðina. Samkvæmt áætluninni munu allt að 2000 Norðmenn koma til íslands í tengslum við þennan einstaka viðburð. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að minnast siglinga forfeðra okkar frá V.-Noregi til íslands fyrir 1100 árum. Há- punktur ferðarinnar verður að mæta á Víkingahátíðina og tengja þannig saman nútíð og fortíð. f n ÉTTn nl nn i n SELFOSSI Hveragerbi er 50 ára: Útsýnishús á hverasvæbinu Hveragerðisbær og -veitur hafa boðið út útsýnis- og gróðurhús á hverasvæðinu í bænum, sem hýsa á af- greiðslu, snyrtiaðstöðu og upplýsingar fýrir gesti. Húsið á að opna á afmælisdegi bæj- arins 6. júlí. Húsið verður reist úr límtré og plast veröur í þaki og veggjum nema í útsýnisvegg, sem verður úr útsýnisgleri. Þar verða ýmsar upplýsingar sem tengjast svæðinu, kort, mynd- bandasýningar og jarðfræði- legar upplýsingar ásamt blómaskála. Á síðasta ári var tekið til hendinni á svæðinu og ýmsar endurbætur gerðar og plantað gróðri. Einar Mathiesen, bæjarstjóri í Hveragerði, segir að tilboðs- frestur í verkið renni út 16. apríl og í sömu viku verður gengið til samninga við við- komandi. Hugmyndin sé að í framtíðinni verði selt inn á hverasvæðið. Abalheibur Millý Steindórs- dóttir krýnd ungfrú Subur- land: Fékk titilinn í af- mælisgjöf Fegurbarsamkeppni Suður- lands var haldin á Hótel Örk sl. föstudag að viðstöddum fjölda fólks. Að þessu sinni voru keppendur 13, fleiri en nokkru sinni fyrr. Aðalheiður Millý Steindórsdóttir, 18 ára frá Selfossi, var kjörin ungfrú Suðurland. í öðru sæti varð Telma Róbertsdóttir frá Vest- mannaeyjum og í því þriðja varð Eydís Dögg Eiríksdóttir frá Hvolsvelli. Ungfrú Suburland 1996, Abal- heibur Millý Steindórsdóttir, ónœgb meb titilinn. Abalheibur er i 8 ára gömul. Ljósmyndafyrirsæta Suður- lands var Guðlaug Böðvars- dóttir frá Eyrarbakka. Eydís Dögg Eiríksdóttir var kosin vinsælasta stúlkan. Aðalheiður Millý vinnur á hárgreiðslustofunni Veróna á Selfossi og er stefnan tekin á hárgreiðslunám. Foreldrar hennar eru Steindór Kári Reynisson og Erna Magnús- dóttir. Hún á eina yngri syst- ur. Millý varð 18 ára daginn sem keppnin fór fram. Flöskuskeyti, sem hent var í sjóinn í Eyjum fyrir 13 árum: Fannst á Landeyja- sandi Félagarnir Magnús Gíslason og Tryggvi Gunnarsson stunduðu það sem 8 og 9 ára peyjar, ásamt afa Tryggva og alnafna, að henda flöskuskeytum í sjóinn í kringum Heimaey. Þeir vom alveg búnir að steingleyma þessari iðju sinni, þegar hringt var í Magnús fyrir skömmu og honum tilkynnt að flöskuskeyti með nafni hans hefði fundist. Flöskuskeytið hafði verið 13 ár á leiðinni, en ekki fór það langt! Það fannst á Landeyja- fjöru fyrir neðan bæinn Skíð- bakka, sem er um 10 km frá Heimaey! „Krakkarnir mínir, Eyrún 8 ára og Ármann, 5 ára, fara oft niður í fjöru í þeim tilgangi að leita að flöskuskeytum. Margar flöskur hefur rekið á land í fjöruna, en engin með skeyti, fyrr en á sunnudaginn fyrir viku. Þá vor- um við að rúnta á jeppanum í fjörunni og krakkarnir rákust á flöskuna. Þau urðu himinlifandi þegar þau höfðu fundið flösku- skeytið og þetta var heilmikið æv- intýri fyrir krakkana. Við héldum að það væri frá útlöndum, en reyndist vera frá Vestmannaeyj- um. Eyrún hringdi strax í strák- inn sem skrifaði bréfið, en þar stóð að hann væri átta ára. Strák- urinn reyndist vera 21 árs og því hafði flöskuskeytið verið 13 ár á leiðinni," sagði móðir krakkanna, Jóna Sigurðardóttir, í samtali við Fréttir. í flöskunni var einnig sælgæti, sem var orðið óætt, og raki var kominn í bréfið, en samt var það mjög læsilegt. ■HBn Slmrtia friita og auglýtiagabla6i6 á SuAurnrijum lÍÍKUR KEFLAVIK Bebib eftir Ómarsrevíu Nú styttist óðum í frumsýn- ingu Leikfélags Keflavíkur á revíu Ómars Jóhannssonar, Sameinaðir stöndum vér (sundraðir ...), en Ómar er Suðurnesjabúum að góðu kunnur fyrir fyrri revíur, Abstandendur sýningarinnar, þau Ómar jóhannsson, Gubný Kristjánsdóttir, formabur LK, og Þórarinn Eyfjörb leikstjóri. sem hafa slegið öll aðsóknarmet hjá Leikfélagi Keflavíkur. Þar hafa menn og málefni sem tengjast svæðinu verið tekin fyrir á gam- ansaman máta og er sameining bæjarfélaganna og nafnmálið kveikjan að þessari revíu, sem verður frumsýnd föstudaginn 12. apríl. Félagarnir Magnús og Tryggvi voru ibnir vib ab henda flöskuskeytum í sjóinn fyrir i 3 árum. Ritnefnd bókarinnar og höfundur. Frá vinstri eru Rósmundur G. Ingvars- son frá Hóii, Helgi Baidursson, jón Tryggvason Ártúnum og Gubríbur B. Helgadóttir Austurhlíb. Bók um Blönduvirkjunardeilur komin út og vakti margar spurningar á bókmenntakynningu á Laug- arvatni: Bætur til bænda í umræöunni — en hver bar ábyrgðina? Deilurnar vegna Blönduvirkj- unar hafa orbib efni í bók, sem Helgi Baldursson, kenn- ari á Laugarvatni, hefur sam- ib, Lýörœöi í viðjum valds. Bókmenntakynning fór fram á Laugarvatni á dögunum þar sem bók Helga var til umfjöll- unar. Ab sögn Inga Heiðmars Jóns- sonar á Hofi í Flóa spunnust þarna líflegar umræbur um deilurnar og ýmsar spurningar vöknuðu. Mebal spurninga sem komu upp voru: Hvernig var hægt aö keyra þetta mál í gegn á fjöl- miðlaöld? Ennfremur var spurt hvort enginn bæri ábyrgð á röngum upplýsingum sem lagðar voru til grundvallar við ákvörðun virkjunarinnar, til dæmis ofáætlaðri raforkuþörf. Þá var bent á að Landsvirkjun hefði aukið skuldir sínar í ára- tug vegna Blönduvirkjunar, meban virkjunin skilaði engri orku. Virkjunin væri völd að firnalágu orkuverði til álvers- stækkunar. Þegar fjölmiðar fjölluðu um Blönduvirkjun, snérist umræba þeirra mest um bætur til bænda. Bók Helga Baldurssonar er gefin út af Örverki á Selfossi og fæst þar og í Bóksölu stúdenta og hjá landverndarfólki víða um land. -JBP Samskip sigla til Harbour Grace a Nýfundnalandi: Lítið bæjarfélag næst rækjumiðum Samskip hafa hafib áætlunar- siglingar til Harbour Grace á Nýfundnalandi á þriggja vikna fresti. Þessi nýi vib- komustabur skipafélagsins er nær rækjumibunum á Flæm- ingjagrunni en abrar hafnir á Nýfundalandi. Hinn nýi viðkomustaður Samskipa styttir siglingartíma rækjuveiðiskipa um allt að tvo sólarhringa með því að landa í Harbour Grace. Þar bjóða Sam- skip viðskiptavinum sínum uppá alla umboðsþjónustu fyrir fiskiskip sem óskað er eftir, s.s. löndun úr fiskiskipum, vöru- hús, frystigeymslur og aðstob við að fylla út eyðublöð og skjöl. Harbour Grace er lítið bæjar- félag með alla hefðbundna þjónustu fyrir útgerðir og áhafnir skipa. Þar er að finna hótel, verslanir, heilsugæslu og félagslega þjónustu, svo eitt- hvab sé nefnt. Starfsmaður Samskipa í Har- bour Grace er Jóhann Bogason á skrifstofu Harbour Grace Col- destore, samstarfsfyrirtækis Samskipa. En eigendur Harbour Grace Coldestore eru kanadísk- ir, norskir og danskir hags- munaabilar og útgeröarmenn. -grh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.