Tíminn - 11.04.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.04.1996, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 11. apríl 1996 5 Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, á rábstefnu Eyþings: Auka þarf áherslu á starfs- menntun á háskólastigi Af 7238 nemendum á há- skólastigi á árinu 1994 stunduðu 1427 eða um 19,7% kennaranám. Er það nokkru fleiri nemendur en til samans voru við nám í tungu- málum og húmanískum fræð- um, en þeir voru 1297 eða um 18% heildarfjölda fólks sem stundaði nám á háskólastigi á sama ári. Þessar greinar eru áberandi hæstar, en 1152 voru skráðir í nám í lögfræði og á félagsvísindasviði, eða 16% nemenda, og 1103 eða 15,2% stunduðu nám í læknisfræði eða öðrum heilbrigðisgreinum á háskólastigi. Til samanburð- ar má geta þess að 639 nem- endur voru við nám í verk- og tæknifræði á þessu sama ári og 630 stunduöu nám í raunvís- indum. Aðeins 132 nemendur voru við nám í búvísindum og matvælafræði, eða 1,8% námsmanna á háskólastigi. Þessar upplýsingar komu fram í erindi Þorsteins Gunnarsson- ar, rektors Háskólans á Akur- eyri, á ráðstefnu um menntun, atvinnu og framtíð, sem hald- in var á vegum Eyþings, sam- taka sveitarfélaga í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum nýlega. Ef litið er á skiptingu nem- enda á háskólastigi hér á landi eftir skólum, kemur í ljós að um 70% þeirra stunda nám við Háskóla íslands eða 5890. Kennaraháskóli íslands kemur næstur með 728 nemendur, Háskólinn á Akureyri er með 400 nemendur og Tækniskóli íslands með 352 nemendur. Fósturskólinn kemur næstur með 287 nemendur, Mynd- lista- og handíðaskóli íslands er með 197 nemendur og Tölvuskóli Verslunarskólans með 118 nemendur á yfir- standandi skólaári. í erindi Þorsteins kemur fram að Alþingi hafi nú þegar samþykkt lög, er heimili lista- skólunum þremur að samein- ast í einn listaháskóla og einn- ig hafi komið fram tillögur um að sameina Kennaraháskól- ann, Fósturskólann, íþrótta- kennaraskólann og Þroska- þjálfaskólann í einn uppeldis- háskóla. Þorsteinn Gunnars- son segir að verði þessar breyt- ingar að veruleika, megi gera ráð fyrir að um 1.170 nemend- ur stundi nám við Uppeldishá- skóla íslands og um 230 nem- endur við Listaháskóla ís- lands, sé gengið út frá sam- bærilegum fjölda nemenda í þessum greinum og stundi þær á skólaárinu 1995 til 1996. Háskólamenntaðir í opinbera geirann í erindi Þorsteins Gunnars- sonar kemur fram að allt til þessa dags hafi háskólamennt- un hér á landi einkum snúist um að undirbúa nemendur fyrir embættismennsku eða framhaldsnám til þess að sinna opinberum embættis- störfum. í könnun, sem Fé- lagsvísindastofnun Háskóla ís- lands gerði fyrir fjórum árum, kom í ljós að flest fólk með há- skólamenntun hefur haslað sér völl í opinbem atvinnulífi og nefnir Þorsteinn þar til kennslu, rannsóknir, heil- brigðisstörf og stjórnsýslu. Að sama skapi vinnur mjög lágt hlutfall háskólamenntaðs fólks við störf á sviði landbún- aðar, iðnaðar eða sjávarútvegs. Lítil tengsl milli náms- frambobs og starfa háskólamenntaðs fólks eftir atvinnu- greinum Þorsteinn Gunnarsson segir að þessar upplýsingar gefi ákveðna vísbendingu um að hér á landi séu lítil tengsl á milli námsframboðs á há- skólastigi annars vegar og hlutdeildar háskólamenntaðs fólks í störfum eftir atvinnu- greinum hins vegar. Þessi munur verði mjög áberandi ef framboð náms á háskólastigi sé borið saman við hlutdeild einstakra atvinnugreina í út- flutningsframleiðslu þjóðar- innar. Hlutfall sjávarafurða í útflutningi á vömm og þjón- ustu hafi verið rúm 55% 1993. Þjónustutekjur séu um 29,9% þjóðarframleiðslunnar og tekj- ur að iðnaðarvörum um 12% á sama tíma. Um fjórðungur há- skólamenntaðs fólks eða 25,3% starfi hins vegar við rannsóknir og kennslu, 22,6% við heilsugæslu og félagslega þjónustu, 10,5% við verslun og viðskipti og 7,8% við opin- bera þjónustu. Á sama tíma starfi aðeins um 3,9% háskóla- menntaðs fólks við sjávarút- veg. Við þetta megi bæta að langflest háskólamenntað fólk hafi kosið að setjast að á Reykjavíkursvæðinu, en hinir nýju markaðir fyrir háskóla- menntað fólk séu í atvinnu- greinum og á landsvæðum þar sem hlutfall háskólamenntaðs fólks sé lágt miðað við íbúa- fjölda. Til þess að mæta þess- um aðstæðum og byggja upp blómlegt atvinnulíf í þessum atvinnugreinum og landsvæð- um segir Þorsteinn Gunnars- son að varðandi háskóla- menntun verði að leggja meiri áherslu á starfs- og fagmennt- un þar sem rannsóknaþáttur- inn haldi mikilvægi sínu. Háskólar mikilvægir þættir í skipulögðum abgerðum til þess ab stubla ab byggbaþróun í framhaldi af þessum upp- lýsingum rakti Þorsteinn Gunnarsson hlutverk háskóla nokkuð. Hann sagði það sam- anstanda af kennslu, rann- sóknum og þjónustu við sam- félagið. Kennsluhlutverkið sé mótaö og megi greina það í fjóra þætti, er teljist vera und- irbúningur fyrir rannsókna- Þorsteinn Gunnarsson. störf, embættisstörf, fram- haldsnám og fagmenntun. Rannsóknahlutverkið megi einnig greina niður í nokkra þætti á borð við öflun nýrrar þekkingar til að skapa nýja tækni, undirstaða kennslu, viðhalda og auka nýsköpun og stuðla að framförum í þjóðfé- laginu. Þótt þessir þættir séu mikilvægir, þá sé þjónustu- þátturinn í starfi háskóla sá þáttur sem vaxi stöðugt þegar litið sé til erlendra háskóla. Á því sviði beinist athygli manna nú einkum að svæðis- bundinni þróun og þannig hafi háskólar orðið mikilvægir þættir í skipulögðum aðgerð- um til þess að stuðla að byggðaþróun. Háskólar hafi getað auðveldað hnignandi atvinnugreinum að ná valdi á nýrri tækni og byggt upp há- tækniiðnaö á rústum hefð- bundins iðnaðar. Háskólinn á Akureyri — samstarf vib rann- sóknastofnanir at- vinnuveganna Þorsteinn Gunnarsson rakti síðan tengsl Háskólans við at- vinnulífið nokkuð og kvað það styrkt með samstarfi við rannsóknastofnanir atvinnu- veganna. Skólinn hafi gert samninga við fjórar rann- sóknastofnanir: Hafrann- sóknastofnun, Iðntæknistofn- un, Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins og Rannsókna- stofnun landbúnaðarins. Hann sagði samninga þessa taka til samstarfs á sviði kennslu og rannsókna auk sameiginlegra afnota af hús- næði og ráðningu sérfræðinga, er hafi kennsluskyldu við Há- skólann. Þannig nýti Háskól- inn á Akureyri þá rannsókna- starfsemi, sem fyrir hendi sé í landinu, og þurfi af þeim sök- um ekki að byggja hana upp með ærnum tilkostnaði. Tvennskonar spár Þorsteinn Gunnarsson segir nauðsynlegt að spyrja hvaða þarfir þjóðfélagsins fyrir menntað vinnuafl séu ekki uppfylltar í dag og á hvern hátt starfsemi Háskólans og stofnana hans geti nýst til að uppfylla það. Þorsteinn benti á að fram hafi komið tvenns- konar spár varðandi vinnu- aflsþörf í framtíðinni. Annars vegar sú að tækniþróunin muni leiða til þess að fjölgun starfa verði einkum á sviðum sem krefjist lítillar formlegrar menntunar og stuttrar starfs- menntunar. Áhersla á háskóla- menntun sé því úrelt og starfs- menntun muni fyrst og fremst eiga sér stað í fyrirtækjum. Hins vegar sé því spáð að tæknibyltingin muni leiða til vaxandi eftirspurnar eftir há- skólamenntuðu fólki í at- vinnugreinum þar sem lítið sé af því fyrir. Þorsteinn kveðst þeirrar skoðunar að hin síðari spá sé réttari og samkvæmt því sé nauðsynlegt að efla há- skólamenntun á þeim sviðum þar sem hún hefur verið van- rækt fram til þessa. Þar sé þörf- in mest. -ÞI Kaþólskari en páfinn Fyrir nokkru sá ég viðtal við þekktan píanóleikara í erlendu sjónvarpi. Hann var spurður um snilld eða snilligáfu og meðal þess sem hann sagði að einkenndi snillinga var sú til- finning að setjast við hljóðfær- ið og finnast fjórar klukku- stundir líða svo hratt að sem 10 mínútur væru. Öðrum þættu 10 mínútur sem fjórar klukku- stundir og ljóslega væru þeir ekki á réttri hillu í lífinu að leggja fyrir sig hljóðfæraleik. Ég held að þarna hafi lista- maðurinn ekki aðeins hitt nagl- ann á höfuðið varðandi listina, þetta eigi við um flest það sem hinn viti borni maður tekur sér fyrir hendur. Þetta leiddi hugann að hvers kyns köllun og um páskahelg- ina fór ekki hjá því að vanga- veltur um trúarlega köllun ryddu öðrum vangaveltum frá. Ég hef hingað til álitið að menn lærðu guðfræði og gerð- ust prestar vegna ómótstæði- legrar innri þarfar til að boða fagnaðarerindið, líkna, hugga, beina villuráfandi sálum inn á rétta braut, til aö láta gott af sér leiða í einu og öllu. Það besta í kristinni trú, það sem allir geta verið sammála um hver sem trú þeirra er, er kærleiksboðskapurinn. Að sýna náunganum kærleika, hvað sem á dynur, er boðskapur sem kirkjan flytur og er ef til vill hvað best undirstrikað með því að bjóða skuli hinn vangann þegar hendur hafa verið látnar skipta og löðrungur fallið. Ég þarf ekki að fara nánar út í lýsingar á þeim hræringum sem Frá mínum bæjar- dyrum LEÓ E. LÖVE uppi hafa verið í íslensku þjóð- lífi vegna málefna hinnar kær- leiksríku kirkju, en velti því fyr- ir mér hver sé staða hennar í nútímaþjóðfélagi og hvert stefni. Fyrst hlýtur hinn almenni borgari að staldra við þegar kirkjan sjálf virðist ekki geta leyst úr eigin vandamálum og leitar ásjár hins veraldlega valds. Var ekki kirkjan stofnuð sem sjálfstætt afl og jafnvel í andstöðu við valdamenn? Var það ekki rangt út frá trú- arlegum sjónarmiðum þegar hin veraldlega forsjá þjóðanna fór að skipta sér af andlegu mál- unum og blanda saman ólíkum þáttum þjóðlífsins? Þessara gömlu spurninga hef- ur verið spurt um langan aldur, en umræður hafa aldrei verið heitar eða leitt til breytinga. Ef til vill er nú kominn tími til að takast á við þessi mál og önnur skyld, og það verður víst alveg örugglega af nógu að taka, ef hin trúarlegu málefni þjóðarinnar verða tekin til gagngerrar endurskoðunar. Fyrst hlýtur maður að velta því fyrir sér á tímum niður- skurðar og samdráttar, hvort ekki væri rétt að létta fjárhags- byrðum vegna reksturs kirkj- unnar af ríkissjóði og verja fénu frekar til heilbrigðismála, svo dæmi sé tekið. Eða ætti kirkjan ekki að geta séð um sig, eins og í öndverðu, miklu frekar en margt af hinu sjúka og þurfandi fólki? Þá kemur upp í hugann hví- líkur fjöldi frídaga tengist kirkj- unni, svo sem um páska. Ég hef það fyrir satt að jafnvel á Ítalíu, en þar er páfaríkið, sé ekkert frí í dymbilviku, aðeins frí á sjálf- an páskadaginn og annan dag páska. Flestum kæmu lengri sumarfrí betur en páskafrí í mis- jöftium veðram. íslendingar skyldu þó aldrei vera kaþólskari en páfinn, eins og stundum er sagt þegar eitt- hvað gengur út í öfgar?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.