Tíminn - 23.04.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.04.1996, Blaðsíða 4
4 Þriöjudagur 23. apríl 1996 llÍMIItt STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gubmundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Jæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1700 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Efnahagsþróunin, jákvæbir og nei- kvæðir þættir Þegar litiö er á aðstæður í efnahagsmálum lands- manna um þessar mundir, er ekki annað hægt að segja en þróunin sé um margt mjög hagstæð. Út- flutningur hefur farið vaxandi, einkum á almennum iðnaðarvörum sem byggðar eru á hugviti og tækni- þekkingu. Spáð er að verðbólga verði innan við 2% á árinu, sem er fullkomlega sambærilegt við okkar helstu viðskiptaþjóðir. Vextir þokast niður á við og lánstraust íslendinga erlendis er að styrkjast, eins og sést á endurmati ráðgjafarfyrirtækja sem fjalla um lánshæfni einstakra þjóðríkja. Tölur um atvinnuleysi síðustu mánuðina sýna lækkun frá því sem var á síð- asta ári. Það liggur einnig í loftinu að hægt verður að auka veiðiheimildir á þorski í haust. Sjávarútvegur- inn í heild er nú rekinn með um 3% hagnaði. Allt er þetta mjög jákvætt, en hinu má ekki gleyma að sum sjávarútvegsfyrirtæki, þau sem byggja á vinnslu bolfisks eingöngu, eru í mjög miklum erfið- leikum. Veldur þar um hráefnisskortur og hátt verð hráefnis. Þessi fyrirtæki sjá fram á afar erfiðan tíma í sumar og ekki er fullljóst hvort þau geta haldið fullri starfsemi og þurfi að loka lengur en hinn hefð- bundna sumarfrístíma. Nú hefur verið úthlutað kvótum af úthafskarfa, en vinnsla hans hefur verið stór þáttur í frystihúsunum á þessum tíma. Nauðsyn ber til að huga sérstaklega að því að þetta hráefni berist til vinnslu hér heima. Það gæti bætt nokkuð úr því ástandi sem fyrirsjáan- legt er. Þrátt fyrir þessa erfiðleika er efnahagslegt um- hverfi jákvætt á flesta grein. Það getur verið vanda- samt að halda þessum ávinningi og stýra málum til enn frekari hagsældar. Það er ljóst að íslendingar eru mjög skuldsettir og á það jafnt við um einstaklinga og ríkissjóð. Langvar- andi halli á ríkissjóði, allar götur síðan 1983, hefur orðið til þess að vaxtabyrðin er orðin nær 14 millj- örðum króna, álíka upphæð og útflutningsverðmæti iðnaðarvara í almennum iðnaði og helmingurinn af úthafsveiðum landsmanna til viðbótar. Það gefur augaleið að svona verður ekki haldið áfram. Það leið- ir til þess að ríkisvaldið verður ófært um að sinna sem skyldi þeim verkefnum sem því eru falin, svo sem að mynda velferðarkerfi og öryggisnet um fólk- ið í landinu. Þær aðstæður, sem nú eru, verður því að nota til þess að stöðva halla ríkissjóðs. Ef það tekst ekki við þessar aðstæður, stefnir í mikið óefni ef efnahagsþró- unin stefnir til hins verra á ný. Þeir jákvæðu þættir efnahagsmála, sem nú blasa við, hafa náðst fyrir þær sakir að um skeið hefur ríkt stöðugt verðlag í landinu og gengi hefur verið til- tölulega stöðugt. Vaxandi útflutningur iðnaðarvara á ekki síst rætur að rekja til þessarar staðreyndar. Það er afar áríðandi að halda þessum skilyrðum. Ef ríkis- sjóður er rekinn í jafnvægi, vinnst það tvennt að vaxtabyrði hans minnkar og það léttir á eftirspurn á innlendum lánamarkaði, sem leiðir til lægri vaxta til hagsbóta fyrir skuldsetta einstaklinga og fyrirtæki. Markmiðið um hallalausan ríkissjóð er því í fullu gildi, þótt ýmis teikn í efnahagsmálum séu jákvæð. -rrgúifigsv oi Sjálfstæbissónata Um nokkub langan aldur hefur Garra grunab ab mestu og stærstu mistök sem íslendingar hafa gert — og er þó af æbi mörgu að taka — hafi ver- ið þegar við sögðum okkur stikkfrí frá danskinum. Þennan grun fékk Garri staöfestan í ágætum sjón- varpsþætti Ómars Ragnarssonar á sunnudags- kvöldið. Þáttinn kallaði Ómar „Takk", en við lá að Garri missti af þættinum, því hann hélt að þetta væri einhver nýr unglingaþáttur í svipuðum dúr og ónefndur einsatkvæðis- nafnsþáttur, sem yngra fólk en Garri hefur vonandi eitthvað gaman af — annars væri illa farið meö skattinn, því ekki líður Garri fyrir aö missa af honum. Það hefur nefnilega frá ómuna- tíð loðað við íslendinginn sér- stök kunnátta við að kenna öðr- um um ófarirnar og vandræðin. í nokkur árhundruð höfðum við danskinn til að kenna um allt sem aflaga fór og var til vand- ræða, þrátt fyrir að það væri inn- lend yfir- og eignastétt sem bæri alla ábyrgð á vandræðunum, því nánast öll völd voru í hennar höndum. Enda var þá frekar frið- vænlegt í landinu, fátt um deilur og uppsteit, því allir höfðu sam- eiginlegan aðila til að kenna um ófarirnar: dan- skinn. Blessað stríbiö og sjálfstæöið Svo kom blessað stríðið og sjálfstæði þjóðarinn- ar á meðan sá hildarleikur stóð yfir. Við náttúr- lega gripum tækifærið þegar Danir voru herteknir og sögðum okkur úr konungssambandi og tókum okkar sjálfstæði í stað þess að hinkra í tvö-þrjú ár og leyfa danskinum að láta okkur hafa sjálfstæðið með pomp og prakt við hátíðlega athöfn. Nú, eða bíða í sex ár svo sjálfstæðishátíðarhöldin bæri upp á heilan tug — þá væri a.m.k. auðveldara fyr- ir þjóðina að muna ártalið. En þetta er svosem ekkert verra en vant er. En með sjálfstæðinu kom nú aldeilis babb í bát- inn. Þá var skyndilega enginn lengur sem hægt var að kenna um vandræðaganginn á íslending- um, nema þeir sjálfir. Reyndar var notast við am- eríska herinn í svolítinn tíma, en menn komust fljótlega að því að hann skipti sér ekkert af málun- um. Enda er raunin sú að allt frá þeim tíma hafa úlfúð og illdeil- ur meðal þjóðarinnar jafnt og þétt farið vaxandi, því ekki hættu íslendingar að kenna öðrum um eigin ófarir — nú kenna þeir bara hver öðrum um eigin ófarir. Flskleyslb fiskifræb- ingunum ab kenna Fari menn á hausinn, þá kenna þeir bönkunum um. Ef fiskurinn minnkar í sjónum og útgerðirnar lenda í vandræðum, þá kenna útgerðarmennirnir fiskifræðingunum um. Þegar börnin í skólunum eru ólæs, þá kenna kennararnir fjármálaráð- herra um. Þegar sjúklingarnir hætta að komast inn á sjúkra- stofnanirnar, þá kenna lækn- arnir heilbrigðisráðherra um. Svona er þetta nú bara. Því er eins farið með Garra. Þegar hann hélt áfram að horfa á sjónvarpið á sunnudagskvöldið eftir „ekki-unglingaþáttinn" hans Ómars og komst að því að í gang var komin fimmtánda eða fimmtugasta þáttaröðin af Finlay lækni, fór hann í fýlu og hreytti ónotum í konuna fyrir að gleyma að þvo skyrturnar hans. Konan var eitthvað við- kvæm og fór að hágráta. Það var að sjálfsögðu ekki Garra að kenna að konan fór að gráta — nei, þetta var alfariö dagskrárgerðarstjórum ríkissjónvarps- ins að kenna og Garri mun seint fyrirgefa þeim að eyðileggja svona kvöldið fyrir eiginkonunni! Garri Partý í Langholtinu Það er alþekkt á íslandi og eflaust víðar að þegar foreldrar unglinga fara að heiman kvöldstund eða jafnvel heila helgi, getur orðið kátt á hjalla hjá unga fólkinu sem eftir situr heima á meðan. Þegar „gömlu hjónin" eru ekki heima, gefst kjörið tæki- færi til að halda partý þar sem unga fólkið sleppir fram af sér hömlum og lætur sér líða vel við að gera það sem því finnst skemmtilegast. Oftast felst þetta hömluleysi í því að tónlist er spiluð nokkuö hátt — græjurn- ar tjúnaðar í botn og mannskap- urinn leggur undir sig betri stof- una í dansi og gleðilátum — nokkuð sem ekki er vel séð þegar pabbi og mamma eru heima. Eitthvað svipað þessu virðist hafa gerst í Langholti um helg- ina. Sr. Flóki fékk frí frá messu- gjörðinni og afleysingaprestur var fenginn til að messa í hans stað. Það var eins og við mann- inn mælt, að sóknarbörn eða sóknarunglingarnir notuðu tæki- færið og héldu heilmikið stuð- partý á meðan. Talsmaður partý- haldaranna var enginn annar en hinn grandvari og yfirvegaði fræðimaður Baldur Hafstað, sem sagði í sjónvarpsviðtali að það hafi verið sérstak- lega góð mæting og „gríðarleg stemning — mikil ósköp". Tónlistin dunabi Og það virðast hafa verið orð að sönnu, því samkvæmt sjónvarpsmyndum var ekki annað að sjá en að hvert sæti hafi verið skipað í kirkjunni og vel það og allir í góðum gír — í stuði með Guði. Og eins og tíðkast í unglingapartýum, þegar for- eldrarnir bregða sér af bæ, þá dunaði hljómlistin í Langholtinu á sunnudag. Kórinn var uppistand- andi í hefðbundnum kórstellingum, en ekki sitj- andi úti í sal eins og venjulega, og söng á útopnu óhræddur við að verða skammaður fyrir að reyna að skyggja með söng sínum á Drottin allsherjar. En sr. Flóki frétti af skemmtuninni í kirkjunni og var óhress með að dreifibréf höfðu verið borin út til að auglýsa að hann ætlaði að vera í fríi þenn- an dag. Hann sagði það ögrun við sig sem sitjandi prest. Þegar hins vegar var borið undir hann hið mikla fjölmenni, taldi sr. Flóki einsýnt að hin góða aðsókn bæri vott um trúrækni þeirra sem mættu, enda ætti guðsþjónusta ekki að vera eitt- hvert verkfæri í deilumálum. Efnislega var ekki hægt að skilja Flóka á annan hátt en þann, að það væri syndsamlegt og ljótt að nota guðsþjónustu í kirkjunni sem vettvang til að koma höggi á prestinn sinn. Og vegna þess að allir vita að það var einmitt það sem hin góða aðsókn gerði, kom höggi á prestinn, þá verður að segjast eins og er að úr varð bara ágæt vörn hjá Flóka — svona miöaö við aðstæður. Því þó svo að niðurstaðan sé að fólk þyrpist í kirkju um leið og presturinn fer í frí, þá er líka ljóst að það er ekki fallegt að koma svona fram við prestinn. Og í því vopnahlésástandi, sem nú á að ríkja í Langholtssöfn- uði, hefur deiluaðilum tekist að slást hressilega — meira að segja í fjölmiðlum — án þess að hægt sé að saka þá um að hafa rofið vopnahlésskilmála vígslubisk- upssáttarinnar. Enn verri hnútur Eftir „partýið" um helgina eru horfurnar á að málið leysist í rólegheitum af sjálfu sér enn minni en þær voru fyrir helgina. Málið er eiginlega kom- ið í enn verri hnút en áður. Sóknarbörnin hafa nú rifjað upp í sinn hóp hvað það getur verið gaman að lofsama Guð eins og þau voru vön. Sr. Flóki er hins vegar búinn aö átta sig á því að hann getur átt von á hverju sem er, ef hann bregður sér af bæ. Mörgum í söfnuðinum er augljóslega ekki treyst- andi til að hegða sér eins og honum finnst að góð sóknarbörn eigi að gera. í það minnsta er greinilegt aö næst þegar Flóki fær frí, verður að vera búið að tryggja það fyrir- fram að barnapían eða fjárhirðirinn, sem heldur utan um söfnuðinn á meðan, sé ströng og ákveð- in og leyfi ekkert partýstand. Best væri náttúrlega ef hún væri í svörtum stakki. .uloU 19 riJJODBam biju.’i nnu Á víbavangi .sníi' iíiéuiiBi íiiuíi löo(q Uín*Jfl m3<i 0950 .<;ni22UfUiit ulm'í -BG « f'C b iJujiyid ÍJJ^IN^I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.