Tíminn - 23.04.1996, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.04.1996, Blaðsíða 9
í Þriöjudagur 23. apríl 1996 PJETUR SICURÐSSON IÞRO Ruud Gullit, sem tekur þátt í úrslitakeppni Evrópukeppninnar í knattspyrnu enn á ný, en nú sem sjónvarpsþulur um knattspyrnu í Englandi og víöar: Leikir á Ítalíu oft hundleiðinlegir Dii.i . 11 í 4* U /-x 1 1 r lri 1 r 4- 4- Ruud Gullit, hollenski knatt- spyrnumaöurinn frábæri, mun taka þátt í Evrópukeppni landsliöa í knattspyrnu, sem haldin veröur í Englandi í sum- ar. Hann hefur leikiö fjölmarga leiki meö hollenska landsliö- inu, en mun þó ekki leika með því í sumar, heldur veröur hann í hlutverki sjónvarpsþul- ar. í viötali sem hér fer á eftir, sem birtist í knattspyrnutímaritinu World Soccer, talar Gullit um Evrópukeppnina, hollenska og enska landsliðið og enska knatt- spyrnu almennt. Gullit leikur eins og kunnugt er með enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea og hyggst gera þaö áfram, í það minnsta eitt ár enn, en hefur þó hug á þjálfun í framtíðinni. Ruud Gullit var í aðalhlutverki þegar hann ásamt félögum sín- um sigraði Rússa í úrslitaleik Evr- ópukeppninnar í knattspyrnu. Gullit segir að þrátt fyrir að geta ávallt teflt fram frábæru liði fram að því, þá sé það erfitt þegar ekki tekst að vinna titil með slíkt lið, fyrir liðið og fyrir áhangendurna. Gullit er nokkuð ánægður með hollenska landsliðið nú, en þrátt fyrir að margir spái Hollending- um sigri nú, sérstaklega eftir frá- bæran leik þeirra gegn írum í leik um sæti í úrslitakeppninni, þá vill hann fara varlega í alla spá- dóma. „Það er erfitt að segja til um hvernig okkur mun ganga í keppninni í sumar. Eftir sigurinn á Irum em margir sem telja Hol- lendinga sigurstranglega, en ég held að það vilji í raun enginn þann stimpil," segir Gullit. Englendingar koma til greina Hann segir hins vegar að Eng- lendingar hljóti að vera á meðal þeirra sem sterklega komi til greina sem sigurvegarar. „Þeir em á heimavelli og það skal enginn vanmeta þann ávinning, sem af því er. En það er alveg ljóst að þetta verður þeim erfitt, því pressan á leikmönnum og öðr- um, sem að liðinu standa, er mikil og væntingar stuðnings- manna liðsins er miklar. Ef mað- ur á að meta enska liðið núna, miðaö við hvernig þeir hafa leik- ið, þá er það erfitt, því vegna þess að þeir hafa tryggt sæti í úrslita- keppninni sem gestgjafar, þá hef- ur enska landsliðið aðeins leikið vináttuleiki í tvö ár, en ekki al- vöm leiki þar sem menn þurfa að berjast um stig." Nægir hæfileikar Gullit segir þó að það vanti ekki hæfileikaríka leikmenn í enska liðið, en sumir þeirra séu of mistækir. „Það eru til leik- menn sem leika vel með félags- liði sínu, en hins vegar alls ekki með landsliðinu. Gott dæmi um þetta er Alan Shearer." Eftir reynslu sína í Englandi er Gullit þess fullviss að Englend- ingar séu að ná sínum fyrri sess í knattspyrnuheiminum. „Frammistaða enska liðsins að undanförnu hefur lofað góðu, og greinilegt er að Terry Venables veit hvað hann vill." En hvaða lið fyrir utan Hol- lendinga telur Gullit að komi til greina sem Evrópumeistarar í sumar? „Nú, Þjóðverjar eru alltaf góðir Ruud Cullit í búningi PSV Eindhoven, t.v., þar sem hann lék í tvö ár og búningi Chelsea, þar sem hann leikur nú. Auk þess aö leika meö þessum tveimur, félögum, hefur hann leikiö meö Haarlem, þar sem hann hóf feril sinn, Feyenoord, Sampdoria og AC Milan. Auk þess aö leika rúmlega 460 leiki meö ' þessum félagsliöum og skora fyrir þau um 190 mörk á ferlinum, hefur hann leikiö 65 landsleiki meö hollenska landsliöinu og skoraö meö því 16 mörk. í svona úrslitakeppnum, enda eru þeir alltaf í úrslitum stóru mótanna. Hins vegar má ekki vanmeta tvær smáþjóðir, Tyrki og Króata, sem eru báðar með mjög gott lið. Aftur má gera ráð fyrir því að Danir, sem eru núver- andi Evrópumeistarar, séu ekki eins góðir nú." Frammistaða ensku félaganna í Evrópukeppninni í vetur hefur valdið mörgum vonbrigðum og Gullit tekur undir að það sé full ástæða til að hafa áhyggjur af því. Hann segist spyrja sjálfan sig, af hverju svo stórt bil sé milli frammistöðu þessara félaga heima fyrir og erlendis. Það er alveg greinilegt að Gullit er ánægður með að leika í Eng- landi. „Ég var búinn að vinna allt sem hægt var að vinna á Ítalíu og því þurfti ég ný verkefni til aö takast á við. Það var hins vegar nauðsynlegt fyrir mig að leika með félagi sem leikur knatt- spyrnu sem hentar mér. Þær skoðanir, sem Glenn Hoddle, framkvæmdastjóri Chelsea, hefur á því hvernig leika skuli knatt- spyrnu, eru mér að skapi, auk þess sem hann hefur ýmsar góðar hugmyndir." „Knattspyrnan á Englandi er frábrugðin ítölsku og hollensku knattspyrnunni að því leyti að hraðinn er miklu meiri. Hins vegar eru lið eins og Man. Utd og Liverpool að reyna að breyta frá þessu, halda boltanum meira og reyna að byggja sóknirnar betur upp. Það hefur vakið athygli mína og hrifningu, hversu marg- ir frábærir leikmenn eru í ensku úrvalsdeildinni og að í öllum þeim liðum, sem Chelsea hefur leikið við, eru einhverjir slíkir." Oft hundleiöinlegir leikir á Ítalíu Gullit segir mikinn mun á deildarkeppnunum í Englandi, Ítalíu og Hollandi, en þó í raun sé ekki hægt að bera þær saman. Hann segir keppnina í Hollandi ekki nógu góða, því þar séu það tvö til þrjú lið sem beri höfuð og herðar yfir hin og spennan ekki nægileg. Á Ítalíu, hins vegar, skipti úrslitin öllu máli. Það skipti ekki máli þótt liðin leiki hundleiðinlega knattspyrnu, bara að stigin þrjú séu innbyrt. „Það eru engir vináttuleikir á Ítalíu, þar snýst allt um metnað og stolt. Þar sér maður í leikjum átta ára barna, að einn leikmaðurinn £ sjendur fyrir framan boltann, egar andstæðingurinn er aö 'undirbúa aukaspyrnu, einungis til að tefja. Hver deildarkeppni hefur sinn stíl, ekki endilega þann skemmtilegasta." Vissi ekki við hverju ég mátti búast „Þegar ég kom til Englands frá Ítalíu, vissi ég eiginlega ekki hverju ég mátti eiga von á, en ég var mjög ánægður með hversu fljótur ég var að komast inn í allt. Stundum gat ég ekki notið þess að leika á Italíu. Þegar liðin léku gegn AC Milan, drógu þau allan sinn mannskap í vörn í þeirri von að ná 0-0 jafntefli. Það er erfitt að brjóta slík lið niður, en hins vegar verður að líta á það, að það þýddi lítið fyrir lið eins og t.d. Piacenza að koma á San Siro og ætla að leika sóknar- knattspyrnu. Þeir yrðu einfald- lega jarðaðir." En þrátt fyrir að Gullit hæli enskri knattspyrnu mikið, er hann þó ekki alveg jafn ánægður með allar hliðar hennar. Dóm- gæslan hefur valdið honum dá- litlum vonbrigðum. „Mér finnst það furðulegt hvað leikmenn mega fara í tæklingar þar sem takkarnir koma beint á móti manni. Annars staðar í Evrópu er þetta bannað og álitið hættuleg- ur leikur. Ég er furöu lostinn yfir því hversu mikið er leyft af þessu í ensku knattspyrnunni." Gullit segist ekki hafa sett sér nein takmörk þegar hann gekk til liðs við Chelsea. „Við þurfum tíma, en mér líkar hvernig við höfum leikiö. Hoddle sagði mér hvernig hann vildi að liðið léki og það hentaði mér. Það erfiðasta í knattspyrnu er að leika knettin- um með einni til tveimur snert- ingum á milli manna, en það er einmitt það sem við erum að reyna. Auðvitað er ekki hægt að breyta um leikstíl á einni nóttu, en ef við náum að halda knettin- um þá stjórnum við leiknum." Gullit vill lítið gefa út á það hvort hann geti séð Glenn Hoddle fyrir sér sem næsta lands- liðsþjálfara, því það sé að sjálf- sögðu undir því komið hvað enska knattspyrnusambandið vilji. Hoddle hafi hins vegar mikla reynslu. ■ Islendingar á alþjóölegu móti í kappróöri: Tvö gull og fimm silfur Tveir íslenskir keppendur, frá siglingaklúbbnum Brokey, náðu mjög góbum árangri á al- þjóðlegu móti í kappróðri um helgina, sem haldiö var í Skot- landi. Þar voru á ferbinni þau Anna Lára Steingrímsdóttir og Ármann K. Jónsson, sem kepptu bæði á einrónum bát- um. Keppt var bæbi í léttvikt- ar- og þungaviktarflokki 18 ára og eldri. Anna sigraði í þungavikt í flokki 18-23 ára, auk þess sem hún vann til þriggja silfurverö- launa. Ármann sigraði í léttvikt í flokki 18-23 ára og vann einnig til tvennra silfurverðlauna. Alls voru það um 300 kepp- endur frá Bretlandseyjum og víð- ar sem tóku þátt í mótinu. Þau Anna og Ármann, sem hafa æft vel í vetur undir stjórn Leone Tinganelli, hafa í hyggju að keppa á fleiri mótum í sumar og eru bundnar miklar vonir við fyr- irhugaöa þátttöku þeirra á heims- meistaramótinu, sem fram fer í Skotlandi í sumar. VINNINGSTÖLUR Laugardaginn 20.04.1996 Vinningar Fjöldi vinningshafa Upphæð á hvern vlnnlngshafa 1. 5 af 5 0 11.663.852 2. 4“15 f W 1 801.660 3. 411,5 125 11.060 4. 3 af 5 4.307 740 Samtals: 4.559 17.035.192 Upplýsingar um vinningstölur lást einnig I símsvara 568-1511 eöa Grænu númeri 800-6511 og I textavarpi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.