Tíminn - 23.04.1996, Blaðsíða 16

Tíminn - 23.04.1996, Blaðsíða 16
Vebriö (Byggt á spá Ve&urstofu kl. 16.30 í gær) • Suburland: Austan og norbaustan kaldi og skýjab meb köflum. Hiti 3- 7 stig. • Faxaflói og Breibafjörbur: Austan og norbaustan kaldi og bjart vebur framan af en skýjab síbdegis. Hiti 4-8 stig. • Vestfirbir: Subaustan og austan kaldi og skýjab og úrkomulítib. Hiti 4- 6 stig. • Strandir og Norburland vestra: Austan og subaustan gola eba kaldi og skýjab meb köflum. Hiti 4-7 stig. • Norburland eystra: Subaustan og austan kaldi eba stinningskaldi. Skýjab meb köflum. Hiti 4-8 stig. • Austurland ab Glettingi og Austfirbir: Austan og norbaustan stinningskaldi og súld eba rigning þegar líbur á morguninn og yfir dag- inn. Hiti 3-7 stig. • Subausturland: Norbaustan stinningskaldi eba allhvass og súld eba rigning. Hiti 4-8 stig. Crunnskólanemendum fjölgaö um 7 0% á áratug en nýir skólar 12 á tímabilinu: Nemendum grunn- skólanna í Breib- holti fækkaö 40% Nemendum 5 grunnskóla í Breiðholti hefur fækkað um nærri 40% á rúmum áratug, eöa um 2 þúsund. Samanlagð- ur nemendafjöldi þessara skóla var um 5.150 árið 1984 en aðeins um 3.150 á yfir- standandi skólaári, sam- kvæmt Árbók Reykjvíkur 1995. Nemendur Fellaskóla eru nú t.d. nærri helmingi færri heldur en fyrir rúmum áratug og fækkun er litlu minni í Ölduselsskóla. Frá 1984 hefur grunnskóla- nemum aðeins fjölgað um 1.280, eða tæplega 10% (eða hlutfallslega miklu minna en borgarbúum). Á sama tíma hef- ur skólunum fjölgað úr 23 í 35. Nýju skólarnir sem bæst hafa við frá og með árinu 1985 eru eftirtaldir: Foldaskóli, Granda- skóli, Selásskóli, Ártúnsskóli, Hamraskóli, Húsaskóli, Rima- skóli, Engjaskóli, Bústaðaskóli, Suðurhlíðaskóli, Tjarnarskóli, Miðskólinn. Nemendur þessara tólf nýju skóla eru samtals um 3.740, sem þýðir þá jafnframt að nemend- um í þeim 23 skólum skólum sem fyrir voru hefur fækkað um tæplega 2.500 á sama árabili. ■ Rekstur og fjárhagsstaöa Hornafjaröar batnaö um- talsvert: Flest á uppleiö á Homafirði Umtalsverður bati í rekstri og fjárhagsstöðu Hornafjarðarbæjar kom í ljós er bæjarstjóri Homa- fjarðar lagði fram ársreikninga bæjarsjóös fyrir 1995. Tekjur fóru framúr áætlun en gjöld vom und- ir áætlun. Af því leiddi að skatt- tekjur umfram rekstur mála- flokka vom 25 milljónir eða 60% meira en áætlað var. „Þessar nið- urstöður em í samræmi viö ein- dregna stefnu bæjarstjómar Homafjarðar um aö bæta rekstur- inn eftir föngum og tryggja fjár- hag bæjarsjóðs", segir í tilkynn- ingu frá bæjarstjóra Homafjarðar. Rekstrarafgangur bæjarsjóðs jókst úr 69 milljónum í 99 milljónir milli 1994 og 1995. Greiðslubyrði lána (afborganir og vextir) iækkuðu aft- ur á móti úr 50 milljónum í 38 milljónir. Greiðsluafkoma ársins snerist úr mínus 58 milljónum 1994 í plús í 33 milljónir í fyrra. Um 14 milljóna mínus á hreinu veltufé snerist sömuleiðis í 42ja milljóna plús. Peningaleg staða bæjarsjóðs var að vísu í 70 milljóna mínus í fyrra, sem var þó stór bati m.v. 140 millj- óna mínus áriö áður. Fjárhagsáætlun ársins 1995 stóðst í öllum megin atriðum, sam- kvæmt tilkynningu frá bæjarstjóra. Tekjur, um 251 milljón, urðu held- ur (10 m.kr.) umfram áætlun, en rekstur málaflokka, 181 milljón, var hins vegar heldur (7 m.kr.) undir áætlun. Vaxtagjöld voru aðeins tæplega 4 milljónir eða aðeins þriðjungur af því sem áætlað var. Af þessu leiddi að skatttekjur umfram rekstur málaflokka vom nær 66 milljónir í staðinn fyrir rúmlega 41 milljón eins og áætlað var. Lokaum- ræða um reikningana fer fram 2. maí nk. Bogga HF-272 var dregin af Henry Hálfdánarsyni til Akraness ígœr eftir aö hafa strandab vib Hvaleyjar. Báts- verjar sluppu heilir en þeir munu hafa verib á leibinni frá Patreksfirbi til Hafnarfjarbar. Ekki var vitab í gœr af hverju mennina bar svona mikib af leib en skilyrbi til siglinga voru meb besta móti. Tímamynd: stefán l. Páisson. Tveimur mönnum bjargaö þegar 10 tonna bátur strandaöi viö Hval- eyjar á Mýrum: „Tvísýnt á tíma- bili en hafðist" „Þetta var tvísýnt á tímabili en hafðist," sagði Halldór Ás- geirsson, skipstjóri á Björgun- arbátnum Henry Hálfdánar- syni um miöjan dag í gær eftir að hafa dregið Boggu HF-272 til hafnar á Akranesi. Bátur- inn sem er 10 tonn strandaöi við Hvaleyjar á Mýrum í fyrri- nótt og bjargaði þyrla Land- helgisgæslunnar skipverjum. Neyðarkall barst frá Boggunni klukkan 02.00 í fyrrinótt og sögðust bátsverjar þá vera strandaðir á skeri en vissu ekki nákvæmlega hvar, þar sem eng- in staðsetningartæki voru um borð. Mennirnir töldu sig vera nálægt Mýrum og fór þyrla Landhelgigæslunnar af stað auk þess sem björgunarsveitir voru kallaðar út frá Akranesi, Borgar- nesi og Reykjavík. Stuttu eftir að þyrlan fór í loftið náði hún sam- bandi við bátinn og klukkan 03.00 sá áfhöfn þyrlunnar neyð- arblys og fann bátinn við Hval- eyjar. Mjög gott veöur var, sa- gola og hreyfðist báturinn lítið á skerinu. Sigmaður þyrlunnar seig niður í bátinn og um 15 mínútum síðar var búið að bjarga báðum bátsverjum. Björgunarbáturinn Henry Hálfdánarson frá SVFÍ kom nokkru síðar á strandstað og tókst aö draga bátinn á flot. Var ákveðið að draga Bogguna til hafnar á Akranesi en það feröa- lag gekk erfiðlega á köflum þar sem báturinn lak mikið. Til að halda bátnum á floti var reynt að fylla í rifur sem mynduðust við strandið og tvær dælur komu að góðu gagni. Boggan komst í öruggt skjól á Akranesi um klukkan 13.00 í gær og þyk- ir furðu sæta að tekist hafi aö bjarga bátnum, þar sem allstórt stykki rifnaði frá bátsskrokkn- um viö strandið. -BÞ Verkamannafélagib Dagsbrún: Meirihluti meb sam- einingu vib Framsókn Mikill meirihluti Dagsbrúnar- manna er meðmæltur áframhald- andi sameiningarviðræðum við Verkakvennafélagið Framsókn samkvæmt niðurstöðu í skoðana- könnun sem Dagsbrún efndi til meðal félagsmanna sinna. Af þeim sem tóku afstööu sögðu 987 já, nei sögðu 108, auðir seölar voru fjórir og tveir ógildir. Alls tóku 1101 félagsmaður þátt í könnuninni, en alls voru sendir út 3600 atkvæðaseðlar. Þar af var 33 seðlum skilaö og því voru þátt- takendur í könnuninni alls 3567. Halldór Björnsson formaður Dagsbrúnar segir að það hefði vissu- lega verið æskilegra að fleiri hefðu tekið þátt í könnuninni, en þátttak- an var rétt rúm 30% af þeim sem fengu senda atkvæðaseðla. Hins- vegar hefðu 90% þeirra sem tóku af- stöðu lýst sig fylgjandi áframhald- andi viðræðum við Framsókn með það takmark að sameina félögin í eitt stórt verkalýðsfélag með 8-10 þúsund félagsmenn. Hann segist ekki geta útskýrt afhverju þátttak- endur voru ekki fleiri að öðru leyti en því að „þetta er bara orðið svona." „Viö munum bara halda áfram fyrst það liggur fyrir að menn eru jákvæðir. Þetta er alveg lögleg og marktæk niðurstaða," segir Halldór. Hann segir löngu tímabært aö af- nema kynskipt stéttarfélög, auk þess sem sameining félaga sparar í rekstrarkostnaði, gerir þau öflugri og auðveldar alla þjónustu við fé- lagsmenn o.fl. í fyrstunni var ætlunin að Hlíf og Framtíðin í Hafnarfirði, Starfs- mannafélagið Framsókn og Félag starfsfólks í veitingahúsum yrðu með í þessum sameiningarviðræð- um félaganna, en um sl. áramót voru lífeyrissjóðir þessara félaga sameinaðir undir merkjum Fram- sýnar. Halldór segir að því miður hefði ekki verið áhugi meðal for- ustumanna þessara félaga fyrir við- ræðum um hugsanlega sameiningu þeirra í eitt og öflugt félag með um 20 þúsund félagsmenn. -grh Hreyfill scekir um rekstrar- leyfi fyrir sendibílastöö: Sama númer fyrir leigu- og sendibíla Heyfill hefur sótt um rekstrar- leyfi fyrir sendibílastöð til borgarráðs. Umsókninni var vísab til borgarlögmanns. Framkvæmdastjóri Hreyfils, Sæmundur Kr. Sigurlaugsson, segir það fýsilegan kost fyrir stöðina aö fara samfara leigu- bílaþjónustunni út í sendibíla- þjónustuna, það eina sem fyrir- tækið þyrfti að gera væri að auglýsa eftir mönnum og bíl- um. „Hér er allt fyrir hendi. Við erum með vel þekkt símanúmer og símaþjónustu og þurfum ekki að leggja út í neinn sérstak- an kostnað." -BÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.