Tíminn - 23.04.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.04.1996, Blaðsíða 6
6 Þriðjudagur 23. apríl 1996 Lög og starfshœttir V5I standa í vegi fyrir gerb fyrirtœkjasamninga. ASI: Fyrirtæki í VSÍ hafa ekki sjálfstætt samningsumboö „Það sem einkum hefur staðið í vegi fyrir fyrirtækjasamningum er skipulag VSÍ. Meö inngöngu í VSÍ fela aðildarfyrirtækin VSÍ umboð sitt til gerðar kjarasamn- inga. Fyrirtækin hafa því ekki sjálf- stætt samningsumboð og sam- Miðstjóm ASÍ telur að með sam- þykkt fmmvarps til laga um breytingar á lögum um stéttar- félög og vinnudeilur væm unn- in stórkostleg skemmdarverk á vinnumarkaði. Með fmmvarp- inu sé verið að setja iög um at- riði sem alls ekki á setja lög um, auk þess sem margar breytingar sem þar em lagöar til em mjög hæpnar, vanhugsaðar og illa út- færðar. Miöstjórnin krefst þess aö afgreiðsla fmmvarpsins á þingi verði stöðvuð og samn- ingsaðilum gefinn kostur á að semja um nauösynlegar sam- skiptareglur. Þetta kemur m.a. fram í rúm- lega 30 síðna ítarlegri umsögn miðstjórnar ASÍ um fmmvarpið sem samþykkt var á fundi hennar sl. miðvikudag, 17. apríl. í um- sögninni kemur einnig fram að málsmeðferð stjórnvalda í málinu sé með öllu óásættanleg og efni kvæmt lögum VSÍ em engir samn- ingar á vegum aðildarfyrirtækj- anna gildir nema þeir hafi verið staðfestir af framkvæmdastjórn VSÍ," segir í umsögn ASÍ um ákvæði um vinnustaðafélög í fmmvarpi til laga um breytingar á lögum um stéttarfélög og vinnu- fmmvarpsins stangist á við stjórn- arskrá, alþjóðasamþykktir og hefðir á vinnumarkaði. Sem dæmi um brot á lýðræðislegum hefðum er að stjórnvöld ætla að lögbinda ákvæði um að þeir félagsmenn sem ekki mæta á félagsfundi og taka ekki þátt í atkvæðagreiðslum um samninga teljast hafa sam- þykkt hann. „Þótt máltækið segi að þögn sé sama og samþykki hefur engum dottið í hug að lögbinda það. Hvar ætla alþingismenn að stoppa slíka skilgreiningu?" segir m.a. í umsögn ASÍ. Þar kemur einnig fram aö sam- þykkt frumvarpsins mundi valda mikilli óvissu um t.d. boðun verk- falla og leiða til aukins óróleika á vinnumarkaði. Þá sé hætt við því aö á næstu misserum muni deilur á milli aðila vinnumarkaðarins snúast jafn mikið um formreglur og um efnislegt innihald kjara- deilur. Af þeim sökum telur ASÍ þab liggja í augum uppi að flest stærri fyrirtækin á almenna vinnumark- aðnum, sem hafa 250 starfsmenn eða fleiri hafa ekkert umboð til þess að gera samninga við starfs- menn sína ab óbreyttum lögum og deilna, auk þess sem yfirfærsla á dönskum efnisatriðum frum- varpsins hefur gersamlega mis- heppnast. Þab helgast m.a. af því að í Danmörku er byggt næstum því alfarið á frjálsum samskiptum aðila vinnumarkaðarins án laga- þvingunar. Miðstjórn ASÍ bendir einnig á að í frumvarpinu sé að finna al- varlegar mótsagnir á milli ýmissa efnisatriða og þeirra markmiba sem stjórnvöld stefna að. Sem dæmi nefnir ASÍ ákvæði um að- greindar atkvæðagreiðslur á opin- bera og almenna vinnumarkabn- um. Þótt markmið frumvarpsins sé að skapa samtímis heildarlausn í kjaramálum, þá telur ASÍ að þetta ákvæöi muni hafa þveröfug áhrif. ASÍ telur ennfremur að ákvæði um stóraukna ábyrgð sáttasemjara á því að ná niður- stöbu vib gerð kjarasamninga muni minnka ábyrgð samnings- aðila og gangi því þvert gegn yfir- lýstum markmiðum frumvarpsins um aukna ábyrgð hlutaðeigandi aðila. -grh starfsháttum VSÍ. „Þetta er óhöggub staðreynd óháð því hvort til eru vinnustaða- félög eða ekki. Lagasetning um vinnustabafélög er því marklaus að óbreyttu," segir ASI. Þar fyrir utan telur sambandið að slík lagasetn- ing brjóti gegn stjórnarskránni, mannréttindasáttamála og félags- málasáttamála Evrópu og ýmsum samþykktum Alþjóða vinnumála- stofnunarinnar, ILO. í umsögninni bendir ASÍ m.a. á að verkalýðshreyfingin hefur á undanförnum árum margsinnis krafist meiri valddreifingar við gerð kjarasamninga og t.d. sé gert ráð fyrir samningum á ýmsum stigum í tillögum um launamál sem lögð verður fyrir þing ASÍ í næsta mánuði. Þrátt fyrir ýmsa tæknilega og skipulagslega annmarka í þessum málum vegna skipulags VSI séu þó mýmörg dæmi um vinnustaða- og starfsgreinasamninga hérlendis. í því sambandi bendir ASÍ m.a. á heildstæða kjarasamninga á borð við samningana við álverib í Straumsvík, Járnblendiverksmiðj- una, Áburöarverksibjuna og Sem- entsverksmiðjuna. Því til viðbótar má nefna rammasamninga aðild- arfélaga VMSÍ við fiskvinnsluna um premíulaunakerfi í frystingu og söltun og um vaktavinnu. Þá hefur Rafiðnaðarsambandið gert samninga fyrir hönd nokkurra að- ildarfélaga sinna við Landsvirkjun og RARIK vegna starfsmanna þeirra að ógleymdum nýlegum samræmdum kjarasamningi sem stéttarfélög sameinuðust um að gera vib Slippstöðina Odda á Akur- eyri. -grh Ósiölegt og stórhœttulegt ab fela forstöbumönnum ríkis- stofnana aukib vald í launa- málum ríkisstarfsmanna. ASÍ: Öfgafull einkavæöing „Þess finnast dæmi í íslenskri stjómsýslu að forstöðumenn stofnana hafi haft í þjónustu sinni náin ættmenni sín. Verbi hugmyndir um aukin völd for- stöðumanna til kjaraákvarðana ab vemleika yrði þessi ágalli ís- lenskrar stjómsýslu enn alvar- legri en áður," segir í harðorbri umsögn miðstjórnar ASÍ til efnahags- og vibskiptanefndar Alþingis um fmmvarp til laga um réttindi og skyldur opin- berra starfsmanna. í umsögninni kemur m.a. fram að þetta ákvæbi frumvarpsins er lýtur að því að auka völd for- stöðumanna ríkisstofnana til kjaraákvarðana sé í senn ósiðlegt og stórhættulegt auk þess sem það sé afsprengi öfgafyllstu einka- væðingarhugmynda sem fram hafa komiö á síðari árum. Með því sé stefnt að því að lama sam- takamátt starfsmanna og koma í veg fyrir að eitthvert gagn verði af kjarabaráttu á sameiginlegum vettvangi. Að þessu leyti sé frum- varpið ekkert annað en bein og grímulaus árás á verkalýbshreyf- inguna, auk þess sem þab gengur gegn hugsjónum um jafnræbi og nútímalega stjórnsýsluhætti sem stjórnvöld þykjast stefna að. Þá sé einsýnt að þessi vildarvinastefna muni bitna einna harðast á kon- um hjá ríkinu. Þá gagnrýnir ASÍ það harðlega að ekkert samráð skuli haft við samtökin fyrr en frumvarpið var tilbúib vegna þess að það snertir ráðningarkjör fjölmargra félags- manna aðildarfélaga þess. Verði frumvarpib ab lögum óbreytt áskilur ASÍ sér allan rétt til að ná fram leiðréttingu umbjóöenda sinna og skorar á þingið að sam- þykkja ekki frumvarpið í því formi sem það er. -grh Hægt ab taka Stjórnvöld hyggjast lögbinda máltœkiö „þögn er sama og samþykki" i frumvarpi til laga um breytingar á vinnulöggjöfinni. ASI: Hæpiö, vanhugsað og illa útfært hjól með í strætó Hægt er ab flytja reiðhjól á öll- um leibum SVR sem fara í Graf- arvog, Árbæ og Breiöholt. Ákveðiö var ab bjóba upp á reiðhjólaflutning í vögnum SVR í tilraunaskyni sl. sumar. Til- raunin náði til leiða 10 og 115 og þótti hún gefa mjög góða raun. Því var ákveðið að útvíkka til- raunina nú og hófst hún 15. apr- íl sl. Hægt er að flytja reiðhjól meb leiðum 14, 15 og 115 sem fara í Grafarvog, á leiðum 10 og 110 sem fara í Árbæ, á leiðum 11, 12, 111, og 112 sem fara í Breiðholt og á leið 16 sem tengir saman Grafarvog, Árbæ og Breiðholt. Ætlast er til að hjólreiðamenn greiði fargjaldið ábur en farið er með hjólið inn í vagninn og fari svo með hjólið inn um afturdyr. Mikilvægt er ab festa hjólið með eigin hjólalásum eða halda vel vib það meðan á ferð stendur þar sem ekki er gert ráð fyrir sérstök- um festingum til ab festa hjólið með. Börn yngri en 12 ára geta tekið hjól með í vagninn séu þau í fýlgd meb fullorðnum. Á síðasta ári vom flutt samtals 797 reiðhjól með strætisvögnum á tímabilinu júní til desember. -GBK Ný Ijóbabók komin út: Söngljóð eftir Auðun Braga „Allt frá unga aldri hef ég haft mikinn áhuga á ljóbum og lög- um. Ég las og lærði alla þá söng- lagatexta, sem ég sá í blöbum og tímaritum. Ég keypti ritið Útvarpstíðindi á æskuárum, enda þótt eigi væri útvarpstæki á heimili mínu. Þar birtust margir þeir textar sem sungnir vom við vinsæl lög í útvarpinu á þeim tíma og nefndust Dans- lag kvöldsins," segir Auöunn Bragi Sveinsson rithöfundur og kennari. Hann hefur nú gefið út ljóðabókina Söngljób, Ijób við vinsæl og þekkt lög. Auðunn Bragi segir ab þeir sem sömdu íslenska texta við erlend lög hafi unnið íslenskri tungu mikiö gagn. Ljóðin í bók Auðuns Braga orti hann frá því hann var ungur og fram á síðari ár. Nokkur ljóðin eru þýdd og enn önnur á dönsku. Bókin er 130 blaðsíður. -JBP , m r VM / Wf Yn jV' m lf w m 1 < \ > ■ F.v. ibjuþjálfarnir Helga Gubjónsdóttir, Gerbur Gústavsdóttir og Hope Knútsson, ásamt Einari Sigurbssyni lands- bókaverbi. Ljósm. Helgi Bragason Iðjuþjálfar gefa bækur Á þessu ári em 20 ár libin frá stofnun Ibjuþjálfafélags ís- lands. í tilefni af því faerbi fé- lagiö Landsbókasafni íslands — Háskólabókasafni fagbóka- safn félagsins að gjöf, alls um 200 titla auk tímarita. Við sama tækifæri afhenti Hope Knútsson, formaður Iðju- þjálfafélags íslands, Landsbóka- safni persónulega tímaritið Am- erican Journal of Occupational Therapy, frá árunum 1967 til þessa dags, auk 13 bóka. Nú þegar bókasafn Iöjuþjálfa- félagsins hefur verið flutt í Þjóð- arbókhlöðu batnar aðgengi að fagritum í iðjuþjálfun til muna. Er það ekki síst mikilvægt nú, þegar sjö íslenskir iðjuþjálfar stunda framhaldsnám í grein- inni hér heima að hluta til. Með tilkomu háskólanáms í iðju- þjálfun á íslandi mun safnið einnig nýtast háskólanemum vel.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.