Tíminn - 23.04.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 23.04.1996, Blaðsíða 10
10 Þri&judagur 23. apríl 1996 Höröur Bergmann segir þab eitt af undrum veraldar hve mikiö er gefiö út af bókum á þessum litla markaöi og Ólafur Haukur Símonarson óttast ekki samkeppni viö margmiölun: Enn máluö olíumálverk þrátt fyrir bíómyndir Ólafur Haukur Símonarson. UNESCO hefur ákveöib ab gera 23. apríl aö árlegum degi bóka og höfundaréttar. Dag- setningin er tilkomin vegna þess a& þann dag ári& 1616 létust þeir Miguel de Cervant- es, William Shakespeare og Inca Garcilaso de la Vega en íslendingum er dagurinn minnisstæ&ur sem fæ&ingar- dagur nóbelskáldsins okkar, Halldórs Laxness. í tilefni þessa haföi Tíminn samband vib Ólaf Hauk Símon- arson, rithöfund og varafor- mann Rithöfundasambands ís- lands og Hörö Bergmann, rit- höfund og framkvæmdastjóra Hagþenkis, Félags höfunda fræöirita og kennslugagna. Báð- ir töldu þeir svona daga tileink- aöa ákve&nu þema eiga rétt á sér, þó ekki væri nema til ab minna á fyrirbærið, ekki síst fyrir þá sem starfa vib bókaút- gáfu til að koma saman. ✓ Olafur Haukur Sím- onarson: „Menn fá tækifæri til aö stíga á stokk og strengja smá heit. Þetta er náttúrulega heilmikill hópur af fólki sem á hagsmuna að gæta gagnvart bókinni. Þaö er Bókasambandiö (bókaveröir, bókagerðarmenn, bókaútgef- endur, bóka- og ritfangaversl- anir, Hagþenkir, rithöfundar, gagnrýnendur, Samtök iðnað- arins) sem hefur forgöngu um þetta og þaö er ágætt að þetta fólk allt og fyrirtæki muni hvert eftir ööru." -Nú hefur veriö tíðrætt und- anfarið um svokallaöa marg- miðlun. Heldur þú að bókin fari halloka í viöureign við hana? „Nei, þetta virðist ekki snerta bókina þannig. Þetta frekar styrkir bókina og kemur sem viöbót við hana. Bækur eru allt annað fyrirbæri. Þú sérð t.d. að íslandshandbókin er til bæði á tölvutæku formi og í bók og manni virðist að fólk vilji eiga hvort tveggja. Þú ferö ekki með tölvuna þína í feröalag eða upp í sumarbústað. En hitt er nátt- úrulega handhægara t.d. í kennslu. Menn eru líka farnir að gefa út ljóð bæði á tölvutæku formi og í bók. Svo hafa orðið til bók- menntir sem eru nánast tölvu- bókmenntir, ljóðskáld sem yrkja bara beint inn á netið." -En nú eru auglýsendur af- skaplega áhrifamiklir. Heldurðu að það sé ekki bara tímaspurs- mál hvenær þeim tekst að koma þeirri ímynd að hjá fólki aö það sé einmitt einstaklega notalegt að skreppa út úr bæn- um eða í sumarbústaðinn með tölvuna í kjöltu sér? „Jú, en það er bara svo leiðin- legt að lesa af tölvuskjá. Bókin sem hlutur hefur allt annan sjarma. Bókin er listgripur út af fyrir sig. Menn eru enn að mála olíumálverk þó að við höfum bíómyndir og slædsmyndir og hvaöeina. Gildi olíumálverks- ins rýrnar ekki við það. Ég er ekkert óttasleginn við tölvuna. Hitt er annað mál að áhugi og lestrargeta er kannski í meiri hættu og þess vegna á bókin undir högg að sækja." -Finnst þér vera nóg gert til að auka áhuga barna á bókum? „Nei. Það er aldrei nóg gert í því. Ég held að menn viti alveg hvaða hætta steðjar að bókinni og tungunni en það er ekkert auðvelt að bregðast viö þessu. Hins vegar er bókin að verða ódýrari og það ætti auðvitað að hjálpa henni til að ná til les- enda sinna. Bókin lækkaði heil- mikib í verbi og mun lækka enn meir af því að heilmikil hreinsun er að fara fram í prentbransanum núna. Prent- verkið er að verða miklu ódýr- ara og skilvirkara, með tilkomu nýrrar tækni og eins hefur það þurft að mæta samkeppni frá erlendum aðilum. Það hefur talsvert af prentuninni færst úr landi undanfarin ár og menn hafa verið að bregðast við því núna og það er verið að bjóða betra verð á prentun en nokk- urn tímann áður." -En er ekki verið að byrja á öfugum enda með því ab hvetja börn til lestrar, þarf ekki fyrst og fremst að sannfæra for- eldra um mikilvægi ritaðs máls? „Það er lykilatriði í því að börnin nái sambandi við bók- ina að foreldrar lesi fyrir þau. Þess vegna höfum við í sam- bandi við þennan Dag bókar- innar lagt mikla áherslu á að höfða til foreldra. Bara 10 mín- útur til hálftími á dag gjör- breytir afstöðu barna til bóka og leiðir þau inn í heim bók- anna. Það bara skortir á þab að foreldrar gefi sér þennan tíma." -Hefur verið gerð könnun á því hvort foreldrar lesi börnum sögur fyrir svefninn? „Ekki kannast ég við það. En í rauninni vantar okkur heild- arúttekt á allri menningar- neyslu í landinu. Nágranna- þjóðir okkar hafa gert svona kannanir og reynt að byggja sína menningarpólitík á niður- stöðum þeirra. Hvar skórinn kreppir og hvar þarf að setja fjármagn til að ná einhverjum settum markmiðum. Okkur er ekki sérstaklega lagið að fara svona skynsamlega í málin — við látum dálítið vaða á súðum. Bókasöfnin gegna líka lykil- hlutverki í þessu. Þau verða að vera þannig ab krakkarnir laöist ab þeim. Eg held ab þau gætu breytt starfsstíl sínum verulega mikið svo þau gætu orðið svona heimili eða hæli fyrir krakkana. Skólabókasöfnin hafa t.d. alls ekki haft þá aðstöðu og starfslið sem þau þurfa til að Höröur Bergmann. gegna sínu hlutverki. í ná- grannalöndunum eru höfundar t.d. mjög gjarnan á ferð að lesa upp fyrir hópa. Þetta er að vísu gert hér en ekki markvisst. Þetta lýtur allt að sama punkti. Ef við ætlum bókinni þetta stóra hlutverk í okkar þjóð- menningu þá verður að taka alla myndina, skoða hana og byggja á henni einhvers konar aðgerðapólitík um það hvernig við getum hjálpað bókinni?" -Er minnkandi lestraráhugi kannski ástæðan fyrir því að þú snerir þér meira að leikritaskrif- um? „Ég er nú búinn að vera viðr- iðinn leikhús í næstum 20 ár þannig að það er svo sem ekk- ert nýtt. En leikhúsið hérna hefur alveg sérstaka stöðu. Það nær til næstum allrar þjóðar- innar. Ég held að þab sé hvergi þar sem leikhúsið hefur þessa stöðu að ná inn næstum þjóð- artölunni, um 250.000 manns, í leikhúsið. Það eru allir mjög undrandi á því hvaða stöðu leikhúsið hefur hér. Leikhús sem byrjaði ekki að starfa á at- vinnugrundvelli fyrr en 1950 viö opnun Þjóðleikhússins. Þetta er svona mín persónulega ástæöa fyrir því ab ég vil nota leikhúsið til að koma mínum hlutum fram." Hörbur Bergmann: Hagþenkir er ríflega 12 ára gamalt félag höfunda fræbirita og kennslugagna og hefur um 280 félagsmenn. En um helm- ingur þeirra titla sem koma út á ári hverju teljast fræðirit eða handbækur. Hörður Bergmann sagðist kunna því vel að vera titlaður starfsmaður þess, fram- kvæmdastjóratitillinn væri dá- lítið tilgerðarlegur ef litið væri til þess að hann væri með gögn félagsins í einu horni á vinnustofunni sinni heima. Þar sem framkvæmdastjórinn er hvorki meö faxtæki né int- ernettengingu þótti vel við hæfi að kanna viðhorf hans til nýrrar tækni í bókaútgáfu og stöðu bókarinnar. -Heldurftu að útgáfa frceðibóka veröi ekki einna harðast úti í samkeppni við margmiðlunar- tceknina? „Ef við lítum svo á að þarna sé komið nýtt form sem gefur fræðiritahöfundum og not- endum handbóka og fræðirita betri möguleika á að vinna og nálgast þab efni sem fólk vill en meb bókum, þá er þetta bara nýtt form á miðlun verka sem getur verið spennandi og haft góð áhrif."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.