Tíminn - 07.05.1996, Blaðsíða 16

Tíminn - 07.05.1996, Blaðsíða 16
Veöriö (Byggt á spá Veöurstofu kl. 16.30 í gær) • Su&urland: Suöaustan gola eba kaldi og sums stabar smáskúrir. Hiti 2 til 7 stig. • Faxaflói og Breibafjörbur: Austan og subaustan gola eba kaldi og skýjab meb köflum. Hiti 2 til 8 stig. • Vestfirbir: Austan gola og bjartvibri. Hiti 2 til 7 stig. • Strandir og Norburland vestra oq Norburland eystra: Subaust- an gola eba kalai og léttskýjab. Hiti 1 tíl 7 stig. • Austurland ab Glettingi og Austfirbir: Fremur hæg breytileg átt og bjartvibri. Hiti 1 til 6 stig. • Subausturland: Austan gola og sums stabar smáskúrir. Hiti 3 til 8 stig. Risafyrirtæki heldur ráðstefnu í Reykjavík Ohœtt aö bera um fimmtungi minna á túnin en í meöalári vegna þess hvaö vorar snemma: Miölungsbóndi gæti sparað 60-70 þús.kr. áburöarkaup „Jú, til þess aö fá sömu upp- skeru ættu bændur aö geta sparaö í áburöarkaupum á þessu vori, kannski einhvers- staöar í kringum fimmtung. Því þegar vetur er mildur og þess vegna lítill klaki í jörö þá byrjar sprettan fyrr og sprettutíminn veröur lengri," svaraöi Óttar Geirs- son jaröræktarráöunautur hjá Bændasamtökunum. En Tíminn spuröi hann hvort bændur gætu ekki víöa um land komist af meö mun minni áburö á túnin núna, þegar voriö er svona snemma á ferðinni, heldur en í meðal- ári. í verðlagsgrundvellinum er reiknað meö aö kaup tilbú- ins áburöar sé tæplega 390 þús.kr. á kúabúum og tæplega 300 þús.kr. á sauðfjárbúum. Fimmtungs sparnaöur í áburð- arkaupum gæti því þýtt kring- um 60-70 þús.kr. á grundvall- arbúi. Óttar staöfestir að það sé tæpast ofáætlað að vorið sé nú 2-3 vikum fyrr á ferðinni en al- gengast hefur verið á undan- förnum árum. „Vorkoman nú er svipuð og hún var hér á ár- unum 1930-1960, þ.e. á ámn- um fyrir kalárin sem komu um miðjan 7. áratuginn. Eftir það fór að verða kaldara. En ég man eftir því á árunum milli 1950 og 1960, að þá var al- gengt að bændur voru að bera á um og fyrir 10. maí. Túnin voru þá orðin þurr og komin aðeins græn slikja á þau, svip- að og núna". Öttar leggur hins vegar áherslu á að það megi ekki spara áburðinn of mikið. Því þá vilji það fara svo, að grös sem vaxa villt og þurfi í eðli sínu ekki mikinn áburð verði öflugri heldur en túngrösin sem sáð er til og hafi í eöli sínu að gefa miklu meiri uppskeru, svo fremi þau fái þau fái að- gengilega næringu. Spari menn áburðinn um of sé því hætt við breytingu á gróður- fari í túnum, þannig að t.d. vallarfoxgrasið, sem er það lang eftirsóttasta og lystugasta fyrir allar skepnur, láti undan fyrir öðmm grösum. Bændum sé þess vegna ráðlagt að spara ekki tilbúinn áburð of mikið. En það ætti alveg að vera óhætt að spara kringum 20% frá meðalári. Á hinn bóginn telur Óttar það líka geta verið spurningu hvort bændur eigi núna að spara sér áburð og fá bara meðaluppskeru, eða bera á eins og venjulega og fá reglu- lega góða uppskeru og eiga þá fyrningar næsta ár. Rúllubagga sé hægt að geyma milli ára ef plastið er heilt. Menn verða bara að gæta þess að gefa sem fyrst þá bagga sem verða göt- ugir af einhverjum orsökum en fyrna þá sem heilir eru og byrja síðan að hausti að gefa það sem elst er. Hvað rúllu- baggar geti geymst lengi óskemmdir segir Öttar í sjálfu sér ekki alveg vitað. Halldór Þorgeirsson í Umba segir Evrópuþjóöir stór- auka fé til kvikmynda og dagskrárgeröar til aö verj- ast ameríska flœöinu meöan viö drögum saman. Hann mótmœlir menntamálaráöherra: „Or&um þessa ráðherra er bara ekki treystandi" Kristján heima Þaö þykja góö tíöindi, þá sjaldan aö Kristján jóhannsson óperusöngv- ari, sest á skeriö okkar. í gœr var hann önnum kafinn viö œfingar fyrir konserta á fimmtudag og laugardag í Há- skólabíói. Tíminn rœddi viö Kristján í gœr. Hann er alsœll meö starf sitt og lífiö allt. Kristján vill stuöla aö bygg- ingu tónlistarhúss í Reykjavík. Hann vill „pota ípólitíkusana", Davíö og Friörik, og fá þá til liös viö uppbyggingu tónlistarhallar. Sjá nánar á bls. 2 Tímamynd: c va Dómþolum á biölista fœkkaö um 100 frá áramótum: Samfélagsþjónustan slær í gegn „Oröum þessa ráöherra menntamála er bara ekki treystandi. Hann fer meö rangt mál á Alþingi og þau em eftir honum höfö í Tímanum þann 1. maí," sagöi Halldór Þorgeirsson, framkvæmda- stjóri Kvikmyndafélagsins Umba í Mosfellsbæ í samtali viö blaöiö. Björn Bjarnason sagði á Al- þingi að ekki væri hægt að gera ráð fyrir að Kvikmyndasjóður íslands tæki aö sér að fjármagna kvikmyndagerö þegar hún væri orðin aö iðnaði eins og væri hér á landi. Ráðherra boðaði endur- skoðun á lögum um Kvik- myndasjóð, sem hefði upphaf- lega verið ætlað að styðja menningarlega viðleitni en ekki fjármagna iðnað. Nú þyrfti að taka starfsemina til endurskoð- unar og þá taka mið af starfsemi kvikmyndasjóða í nágranna- löndum. Halldór Þorgeirsson segir að ráðherra eigi að vita það mæta vel aö hreyfingin um öll Norð- urlönd og í allri Evrópu er að stækka þessa sjóði. Almennt sé dagskrárgerð um alla Evrópu að breytast ört og aukast, alls stað- ar nema hér á íslandi. Menn óttist ameríska flæðið af kvik- myndum og sjónvarpsþáttum og séu að auka framleiðslu á innlendu efni. „Við erum búin aö standa í þessu í ein tólf ár. Þýskir sam- starfsaðilar sem við höfum þekkt gegnum tíðina segja að núna í dag fari allt fé í þýska dagskrárgerð til að hamla gegn Kananum og stemma stigu gegn honum. Sama er að gerast á Norðurlöndum. Nú er búið að bæta við þriðja kvikmynda- sjóðnum í Noregi, stækka sjóð- inn í Danmörku, líka í Svíþjóð. Svona mætti lengi telja. Hér á landi rýrnar Kvikmyndasjóður hins vegar stöðugt. Ráðherra skýtur sér stöðugt bak við það að hann sé aö gera það sama og kollegar hans í öbrum löndum. Hann vill ekki fylgjast með. Ég skil bara ekki um hvað maður- inn er að tala og bendi ykkur á aö treysta ekkert endilega um- mælum ráðherrans," sagði Hall- dór í Umba. - /BP Listi dómþola sem bíba afplán- unar hefur styst um nálega 100 manns frá áramótum en þá biöu um 200 manns þess ab taka út refsingu sína, sem er versta ástand sem komiö hefur upp hjá Fangelsisstofnun ríkis- ins. Tilkoma samfélagsþjón- ustu, aukin þátttaka dómþola í áfengismeðferb í lok afplánun- ar og vistun dómþola utan fangelsis eru helstu skýringarn- ar á styttri biblista nú. Erlendur S. Baldursson hjá Fangelsismálastofnun ríkisins segir ab orsök þess að ástandið var óvenju slæmt um áramótin hafi einkum verið sú ab þá komu óvenju þungir dómar, sér- staklega vegna fíkniefna- og kynferðisafbrota. Nú megi álíta sem eðlilegt ástand hafi skapast. „Þetta er ekki orðinn neinn biðl- isti lengur í raun. Það koma inn margir dómar í einu og mönn- um er sagt að mæta eftir ein- hvern ákveðinn tíma auk þess sem alltaf er eittvað af mönnum fjarverandi." Nýjar refsileiðir eiga mestan þátt í þessari styttingu biðlist- ans, um 30 manns hafa t.d. val- ist til samfélagsþjónustu og hef- ur mikil ánægja verið meb fram- kvæmd hennar. „Tilkoma sam- félagsþjónustunnar hefur ein- róma verið lofub, ekki bara af dómþolum, heldur einnig vinnuveitendUm sem eru íþróttafélög, líknarfélög og aðrir aðilar. Vinnustaðirnir virðast mjög vel undirbúnir fyrir þetta og dómþolar hafa ekki mætt for- dómum." Erlendur segir að framboð af vinnustöðum hafi veriö mun meira en búist var fyrirfram, en synja þurfi töluverðum fjölda Alþjóblega fyrirtækjasam- steypan ABB heldur ráö- stefnu ásamt umboösabila sinum, Johan Rönning hf. í Háskólabíói í dag. Fjallaö veröur um uppbyggingu raf- orkuvera. Greinilegt er aö seljendur slíks búnaöar sjá nú aukinn markaö hér á landi. ABB er sameiginlegt fyrir- tæki Asea í Svíþjóð og BBC eða Brown Boveri í Sviss. Er hér um að ræða eitthvert allra stærsta rafmagnsverkfræðif- irma heimsins, alþjóblega fyr- irtækjasamsteypu, sem veltir meira en 2.300 milljörðum ís- lenskra króna á ári. Starfs- menn eru um 210 þúsund, eða hátt í eins margir og íslending- ar allir. ABB-samsteypan er orðin 8 ára gömul og höfðu bæbi fyrir- tækin starfað í meira en öld þegar sameiningin varð, eða allt frá fyrstu dögum rafvæb- ingarinnar. -JBP dómþola um að fá að afplána refsingu sína í formi samfélags- þjónustunnar. Bæði velti það á broti viðkomandi auk þess sem menn þurfi að vera lausir við óreglu og uppfylla önnur skil- yrði. Vistun dómþola utan fangels- is hefur einnig orðið algengari ab undanförnu og hafa allmarg- ir tekið út refsingu sína á áfanga- heimili Verndar, Laugateig 19 í Reykjavík. Einnig hefur nýbygg- ing Litla-Hrauns áhrif auk þess sem æ fleiri fangar ljúka afplán- un í meöferö hjá SÁA. -BP

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.