Tíminn - 16.05.1996, Qupperneq 3

Tíminn - 16.05.1996, Qupperneq 3
Fimmtudagur 16. maí 1996 3 Páll Pétursson segir félagslega íbúöakerfiö meingallaö og hafa brugöist — miklar endurbœtur á kerfinu eru framundan: Á aö þjóna tekjulitlu fólki Alls 102 eignaríbúöir í félags- lega íbúðakerfinu hafa staöiö auðar í lengur en tvo mánuöi. 53 íbúöir hafa staðiö auðar í meira en 6 mánuöi og 25 leng- ur en í eitt ár. Vandamáliö er risavaxið á Vestfjöröum þar sem eru 53 auöar íbúöir eng- um til gagns enn sem komið er. í Bolungarvík einni saman er þannig háttaö um 27 íbúö- ir. Á Vestfjörðum hefur oröiö fólksfækkun. Þar eru félags- legu íbúðimar miklu dýrari en íbúðir á almenna mark- aðnum. Tómarúm myndast, þaö er ekki til fólk til aö búa í íbúðunum. Sveitarfélög hafa byggt glannalega Stórfelld vandamál hafa steöj- að að sveitarfélögum víðar á is- landi vegna félagslegu eignar- íbúðanna, sem ekki allir hafa ráðið við að kaupa. í fmmvarpi félagsmálaráðherra sem er fyrir Alþingi er reynt að sníða af gall- ana á félagslega kerfinu. En hvers vegna koma þessi vanda- mál upp? „Sveitarstjórnarmenn hafa í sumum tilfellum farið ansi glannalega í að byggja og reyna að halda uppi einhverri bygg- ingarstarfsemi í byggðarlaginu. Þegar einstaklingar hafa ekki viljað byggja hafa þeir farið út í að reisa félagslegar íbúðir, sem að þeir koma síðan ekki út. Kröfurnar um gæði þessara íbúða hafa verið miklar, svo miklar að nánast enginn hefur haft efni á að kaupa þær. Það er til dæmis full langt gengið að planta jafnvel trjám á lóðirnar, það geta íbúarnir auðvitað gert sjálfir," sagði Páll Pétursson í gær. Meistarakeppni KSÍ í knatt- spyrnu: Leikiö á Laug- ardalsvelli Leikur íslandsmeistara ÍA og bikarmeistara KR-inga, sem einnig eru nýbakaðir Reykja- víkurmeistarar, í Meistara- keppni KSÍ verður á aöalleik- vanginum í Laugardal á laug- ardaginn næstkomandi. Hefst leikurinn kl. 15.00. Til stóö að leikurinn færi fram á Varmárvelli, en í gærmorgun kom grænt ljós frá vallaryfir- völdum í Laugardal á að leikur- inn fari fram á iðagrænum aðal- leikvanginum. -PS Félag úthafsútgeröa telur aö ef frumvarp til laga um veið- ar utan landhelgi veröur samþykkt óbreytt muni kostnaöur útgeröa vegna áhorfs sjónarvotta, þ.e. veiöi- eftirlitsmanna um borö í rækjuveiöiskipum á Flæmska hattinum stóraukast. Félagiö telur aö sá kostnaöur geti numiö minnst 6 miljónum króna á hvert veibiskip og jafnvel 10 miljónum sem í Agnúar kerfisins sniönir af Páll sagði að framundan væri að leiðrétta og sníða af agnúa af reglum um félagslega íbúðakerf- ið. í ljós hefðu komið gallar sem óhjákvæmilegt væri að leið- rétta. Kerfið ætti að verða skil- virkt og það ætti að þjóna þeim sem það á að þjóna, vera úrræði fyrir tekjulitla einstaklinga sem vilja eignast þak yfir höfuðið. „Mér finnst mikilvægt að fólk eignist í raun íbúðirnar. Eins og kerfið er í dag gerist það afar hægt og veldur óánægju íbúðar- hafanna," sagði Páll. Félagsmálaráðherra vill gjör- breyta því kerfi sem verið hefur við lýði og engan veginn gengið upp. Páll Pétursson sagði í gær að hann vildi sjá hlutaðeigendur fá meiri eignartilfinningu en þeir fá núna í félagslega kerfinu. Þeir ættu að geta lagt fram eigin vinnu til að endurbæta íbúð sína. Margt af þessu fólki væri ungt og ætti lítið annað en sinn eiginn vinnukraft, sem það gjarnan vildi nýta. Það væri vægast sagt einkennilegt og óheppilegt að meina því að laga til í kringum sig. Eignaríbúöir — kaup- leiguíbúöir Páll Pétursson félagsmálaráð- herra stefnir á að fá afgreitt fmmvarp þar sem opnuð er heimild fyrir því að breyta fé- lagslegum eignaríbúðum, sem sveitarfélögin hafa neyðst til að leysa til sín í auknum mæli á síð- ustu misserum, í félagslegar kaupleiguíbúðir. Fmmvarpið er samið eftir tillögum nefndar sem Magnús Stefánsson alþingismað- ur veitti forstööu, sem eru áfangatillögur, því nefndin starf- ar áfram og leitar úrbóta. Þá á að opna möguleika á að hækka tekjumörk í einhverjum sveitar- félögum þannig að tekjuhærra fólk komist í íbúðirnar en nú er. Menn vona að þannig takist að koma íbúðunum út. Þessu fylgir sú kvöð að sveitarstjórn afsalar sér heimildum til að reisa félags- legar íbúðir næstu 6 árin. Þá er opnuð heimild til að frysta lán sem hvíla á félagslegum íbúðum sem em á hættusvæðum vegna snjóflóða. Sveitarfélögin eiga ekki að þurfa að bera kostnað af lánum vegna þeirra íbúða um óákveðinn tíma vegna meðan önnur úrræði eru fundin. Þau yrðu væntanlega fólgin í upp- kaupum þegar þar að kæmi. mörgum tilfellum er meira en sem nemur hagnaöi af út- gerð skipanna. í athugasemdum sem félagið hefur sent frá sér vegna frum- varpsins sem sjávarútvegsráð- herra kynnti í ríkisstjórn fyrir skömmu, kemur m.a. fram að félagið hefur ekki fengið tæki- færi til að fjalla um frumvarpið þótt félagið sé sá hagsmunaaðili sem frumvarpiö beinist einna helst að. Félagið krefst þess að fá Páll Pétursson. Geta keypt á almenn- um markaöi „Ég hef prívat og persónulega haldið fram þeirri hugmynd að þeir sem passa á annað borð inn í félagslega kerfið fái lánsloforð Nýlega opnaöi fyrsta vegamótel á íslandi í Hafnarskógi skammt sunnan viö Borgarfjarbarbrú og hefur þab hlotib nafniö Venus. í mótelinu eru átta tveggja manna herbergi með sérinngangi frumvarpið til umfjöllunar og fái nægan tíma til að gera at- hugasemdir við þaö til sjávarút- vegsnefndar Alþingis. I athugasemdum félagsins er harðlega mótmælt einstökum greinum frumvarpsins, enda séu þær til þess eins fallnar að ganga af íslenskri úthafsútgerð dauðri og stemma stigu við frek- ari vexti í þessari mikilvægu al- þjóðlegu starfsemi í sjávarút- vegi. Meðal annars telur félagið og geti valið sér íbúð við hæfi á almennum markaði, eða eftir því sem þeir treysta sér til. Þetta á ekki að vera bundið við að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til félagslegra íbúða. Menn geta fest sér íbúð sem er í bygg- ingu eða þarfnast endurbóta við. Menn fái lánað eftir því sem veðmörk fasteignarinnar leyfa, til dæmis 70% lán sem viðkomandi einstaklingur tek- ur, gegn veði í fasteigninni. Núna lánar Húsnæðisstofnun ekki nema í hámarki 70% af kaupverðinu og þá standa út af 20% sem ég tel að sveitarfélagið ætti að geta ábyrgst, en sleppur þá við kaupskylduna. Þegar og ef viðkomandi vildi skipta um íbúð og fara út á almennan markað, þá gæti hann selt sína félagslegu íbúð, borgað upp lán- in sín og fengið húsbréf út á íbúð í almenna kerfinu," sagði Páll Pétursson. Hann taldi þarna ekki um mikla áhættu að ræða fyrir og snyrtingu og verður lokið við níu herbergi til viðbótar í byrjun júní. Þar verður gistipláss fyrir tuttugu og þrjá gesti, sex herbergj- anna verða þriggja manna og tvö þeirra tveggja manna auk eins her- að frumvarpið skerði stórlega frelsi til afhafna á úthafinu, skip með veiðileyfi í íslenskri land- helgi fái tvímælalausan forgang fram yfir úthafsútgerðir, tekið er fyrir að ný skip geti bæst við í flota úthafsútgerða, frelsi til at- hafna í landhelgi annarra ríkja er stórskert aö viöbættum mikl- um kostnaöarauka vegna áhorfs veiðieftirlitsmanna með veið- um á Flæmska hattinum. -grh sveitarfélögin. Hins vegar væri ýmislegt mundi vinnast. Stórgallaö félagslegt kerfl „í reynslusveitarfélagaverk- efninu eru nokkur sveitarfélög að feta sig inn á þessa braut og það er frumvarp sem ég flutti, sem verður væntanlega afgreitt í vor, sem opnar heimildir til þess arna í reynslusveitarfélögum, en þetta gæti orðið almenna reglan innan ekki langst tíma," sagði Páll Pétursson. „Ég er að reyna að gera þetta kerfi skilvirkt. Það á að þjóna sem úrræði fyrir tekjulitla ein- staklinga. í ljós hafa komið miklir gallar á félagslega hús- næðiskerfinu og þá vil ég sníða af. Mér finnst mikilvægt aö fólk eignist húsnæði sitt. Fólki finnst í dag að það eignist húsnæðið afar hægt," sagði Páll Pétursson félagsmálaráðherra. -JBP bergis sem verður fyrir einn. Þessi herbergi verða með sameiginlegri snyrtingu en vaskur verður inni á hverju herbergi. Auk þess er áttatíu manna sam- komusalur á neðri hæö hússins og fjörutíu til fimmtíu manna salur á efri hæðinni. „Hún hefur verið alveg með ein- dæmum góð," segir Margrét Jóns- dóttir um aösóknina, en hún á og rekur mótelið ásamt eiginmanni sínum. „Það má segja að það sé fullt um hverja einustu helgi." Hún segir að á meðan ekki sé kom- in full aðsókn í gistinguna séu þau með uppákomur um helgar. Um helgina var t.d. skólafélagamót í stærri salnum og útgerð af Akra- nesi með minni salinn. Eftir kl. 23 var opinn bar og „Three amigos" fluttu lifandi tónlist. Þau hjónin hafa um nokkurra ára skeið rekið ferðaþjónustu í Ný- höfn, en ákváðu að stækka við sig og byggja mótel í landareigninni og nú hafa þau flutt alla starfsem- ina þangað. -TÞ, Borgamesi Frumvarp til laga um veiöar utan landhelgi stóreykur allan kostnaö útgeröa og skeröir at- hafnafrelsiö: Dýrir sjónarvottar á úthafinu Undir Hafnarfjalli stendur fyrsta vegamótel á íslandi, Venus, sem er í Hafnarskógi v/'ð Borgarfjörö, skammt frá Borgarnesi. Tímamynd: TÞ Fyrsta vegamótel á íslandi: Venus í Hafnarskógi

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.