Tíminn - 16.05.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.05.1996, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 16. maí 1996 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gubmundsson Ritstjórn og auglýsinqar: Brautarholti 1. 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Jæknideild Tímans Mynda-, plötugerö/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánaöaráskrift 1700 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Mikib fylgi vib frum- varp um stéttarfélög og vinnudeilur Félagsmálanefnd hefur nú afgreitt frumvarpið um stéttafélög og vinnudeilur til annarrar umræðu á þingi. Þetta er eitt frumvarpanna sem verkalýðs- forustan hefur hvað hatrammast barist gegn og var uppistaðan í málflutningi forustunnar á fundaherferð um landið. Nánast frá upphafi var því heitið af hálfu félags- málaráðherra og stjórnarmeirihlutans á Alþingi að í meðförum nefndarinnar myndi leitað eftir at- hugasemdum frá aðilum vinnumarkaðarins sem og var gert. Þau atriði sem hvað harðast hafa verið gagnrýnd voru tekin út úr frumvarpinu, bæði at- riði varðandi þröskulda í atkvæðagreiðslum, vinnustaðafélög og ákvæði um fjöldauppsagnir. Frumvarpið eins og það er nú kynnt hefur því tekið miklum stakkaskiptum og sárafátt stendur eftir af þeirri efnislegu gagnrýni sem verkalýðs- hreyfingin lagði upp með í byrjun. En í stað þess að yfirlýsingagleðin minnkaði hafa einstakir for- ustumenn launþegasamtakanna staðið upp, hótað öllu illu og gefið í skyn að verkföll væru yfirvof- andi um leið og samningar félllu úr gildi. Mótbár- urnar sem nú er gripið til eru einfaldlega þær að ríkið eigi ekkert með að setja reglur á vinnumark- aði - - raunar heitir það á máli launþegasamtak- anna að stjórnvöld séu að blanda sér í innri mál verkalýðshreyfingarinnar. Þetta er hins vegar rangt. Það er hlutverk ríkisvaldsins og löggjafa- valdsins sérstaklega að búa til almennar „umferð- arreglur" í þjóðfélaginu og „umferðarreglur" á vinnumarkaði eru þar engin undantekning. Á það hefur verið bent að með frumvarpi félags- málaráðherra sé verið að auka áhrif hins almenna félagsmanns, m.a. þegar kemur að spurningunni um hvort fara eigi í verkfall eða ekki. A móti munu völd verkalýðsforustunnar eitthvað minnka. Fylg- ir þessu þá sú röksemd að forustan og grasrótin séu ekki alltaf samstíga og að verkalýðsforingjar, eða verkalýðsrekendur eins og sumir kalla forustuna, séu ekki í nægjanlega góðum tengslum við hinn almenna félagsmann. Þessi túlkun virðist fá nokkurn byr í nýrri könn- un Gallup um afstöðu fólks til frumvarpsins. Þar kemur í ljós að mikill meirihluti landsmanna er óánægður með núverandi fyrirkomulag kjara- samninganna og vill auka á vægi almennra félags- manna á kostnað trúnaðarmannaráða og stjórna félaganna „eins og lagt er til í nýju frumvarpi um stéttafélög og vinnudeilur". Þessi niðurstaða hlýtur að teljast merkileg í ljósi þess stöðuga áróðurs sem verið hefur í gangi upp á síðkastið af hálfu lauþegasamtakanna og styrkir verulega stöðu ríkisstjórnarmeirihlutans í máíinu. Það er hlutverk löggjafans að setja þjóðinni lög — ekki hagsmunasamtaka. Það er því háskalegur leikur ef foringjar verkalýðshreyfingarinnar, sem eru þó ekki í betri tengslum við þjóðina en Gallup- könnunin sýnir, ætla að fara að standa fyrir upp- þotum á vinnumarkaði. Þrefið, þrjoskan og þæfingur- inn í leikskólanum Þaö er ótrúlegt ab horfa á fulloröna menn, sem gefa sig út fyrir aö vera vel gefnir, eða a.m.k. sæmilega viti bornir, standa í ræöustóli Alþingis að því er virðist í engum tilgangi. Þaö er undarlegt viðhorf, sem þeir menn hafa til atvinnu sinnar, að eyða tíma nokkurra tuga þjóðkjörinna einstak- linga í að hlusta á óskilgreint önuglyndisrugl. Að menn skuli nenna þessu, að tuða um nákvæm- lega ekki neitt, lesa upp heilu skýrslurnar án þess að það komi málflutningi þeirra neitt sérstaklega við. Enda er tilgangurinn ekki að vera málefnaleg- ur; tilgangurinn er beinlínis að vinna gegn því sem þeir eru lýðræðislega kjörnir til, að vinna í anda lýðræðisins. Það er ekki í nokkrum tengslum við lýðræðislega hugsun þegar ----------------------------- einn frekjudallur stendur og þæfir g“ A DDI fund fram yfir brottfarartíma fund- ** ■* * armanna í þeim tilgangi einum aö kallað leikskólinn við Austurvöll. Það er sannarlega sorglegt að horfa upp á mann eins og Svavar Gestsson, efnilegan, vel gefinn og mælskan mann, standa í ræðustól á Alþingi og haga sér eins og illa gefinn unglingsstrákur, sem er að reyna að halda uppi samræðum við konu sem hann langar að kynnast nánar, en hefur hvorki uppburði né vit til að heilla hana. Svo vandræðalegur og klaufskur var málflutningur hans eitt kvöldið, er Garri horfði á umræður frá Alþingi í ríkissjónvarpinu, að það var fátt annað hægt en að vorkenna manninum. Ekki hreifst Garri af málflutningnum, enda afar fátt til þess fallið að hrífast af því. Skarb fyrir skildi koma í veg fyrir að greidd verði atkvæði um ákveðið málefni, sem frekjudallurinn veit að mun fara á annan veg en hann vill sjálfur. Varla virbingarauki Vinnubrögð af þessu tagi hafa svosem tíðkast á hinu virðulega Alþingi og allir stjórnmálaflokkar hafa bergt á þessum bikar, þó misjafnt sé hversu gjarnir menn eru á að falla í þessa gryfju. En það er alveg sama hversu oft Garri sér þessi vinnu- brögð viðhöfð eða hver hefur þau í frammi, þau eru alltaf jafn hjákátleg og síður en svo til þess fallin að auka virðingu landsmanna fyrir Alþingi og þeim er þar sitja. Helst er að hlustandinn fyll- ist vorkunnsemi yfir staurblindri þvermóðsku þess sem þæfir. Vinnubrögö af þessu tagi gera að minnsta kosti sitt til að ýta undir þá umræðu að hið háa Alþingi vinni af atorku til þess að vera Einhvern veginn virðist þing- mönnum Alþýðubandalagsins ansi oft takast að slá aðra út í þrefi, þrætum og málalengingum. Meira að segja ennþá, þrátt fyrir að í herbúðum þeirra sé nú augsýnilega stórt skarð fyrir skildi, þar sem nýhættur formaðurinn hefur ekki sagt auka- tekið orð á Alþingi síðan hann fékk forsetafiðring- inn í haust. En áöur en til þess kom var hann óumdeilanlega fremstur meðal jafningja þegar kom til þrefs og málalenginga. Sé það bundið í starfslýsingu þingmanna að þref, þrái og einörð þrjóska við að þæfa mál sem augsýnilega eru töpuð, er sannarlega íhugunar- efni hvort þjóðin megi við því að missa slíkan mann af Alþingi og inn á Bessastaði þar sem ljúf- mennska og alúðlegheit hafa undantekningalaust geislað af húsráðendum undanfarna áratugi. Að fenginni reynslu hljóta að vakna efasemdir um að hæfileikar hans fái notið sín við slíkar aðstæður. Garri Æðarrækt og hafernir Hér á síðunni á móti ritar Davíð Gíslason, læknir og formaður Æðarræktarfélags íslands, athyglis- verða grein um æðarvarp, æðarbændur, haförn- inn og skaðabótaskyldu ríkisins eða öllu heldur skort á skaðabótaskyldu gagnvart hugsanlegum tjónþolum vegna friðaðra dýra. Grein Davíðs er í og með rituð sem athugasemd og andmæli við pistli sem undirritaður skrifaði í síðasta laugardagsblað Tímans. í pistli mínum taldi ég það stór- spilla' almennt þeirri ásýnd bænda að þeir væru náttúru- vinir, en talsvert hefur verið lagt upp úr að auglýsa upp þá ímynd, að einn eða tveir bænd- ur skuli vera dregnir fram fyrir alþjóð í sjónvarpi með hótanir um að þeir ætli sjálfir að drepa íslenska haferni til að vernda eitthvert æðarvarp, sem hugs- anlega gæti orðið til ef haferni yrði fækkað. Ég sagði enn frekar að það yrði þeim þingmanni ekki til framdráttar sem bæri er- indi þessara manna inn á þing. Ég hafði hins vegar engan áhuga á að gera lítið úr starfi æðarbænda almennt og tel mig meira að segja hafa örlitla reynslu af og innsýn í þá þrotlausu vinnu og erfiði, sem getur fylgt því að koma upp varpi, og þekki ánægjuna sem fylgir einu viðbótarhreiðri. Það er bara allt annað mál. Bera ábyrgb á umhverfi sínu Rétt er að minna á, vegna orða Davíðs, að pistill undirritaðs sl. laugardag gekk ekki út á að setja alla bændur undir sama hatt. Þvert á móti var sagt að með yfirlýsingagleði væru öffáir bændur að skemma fyrir öðrum. Þeirra sjónajrmið yrðu óhjá- kvæmilega að einhverju leyti talin sjónarmið bænda almennt — jafnvel þó þau séu það ekki. Bændur við Breiðafjörð í dag bera vitaskuld ábyrgð á sínu nánasta umhverfi, rétt eins og aðrir landsmenn eiga að bera ábyrgð á sínu nánasta umhverfi. Það vill til aö ernir eru hluti af náttúr- unni á svæðinu, og þó örnum hafi verið útrýmt á 19. öld í öðrum landsfjórðungum sem meindýri, felur það ekki í sér neina ósanngirni að gera kröf- ur til Breiðfiröinga hundrað árum síðar. En annað má skilja af grein Davíðs. Varðandi vangaveltur Davíðs um hvatirnar að baki fullyrðingu um að málið verði Gísla S. Einars- syni varla til pólitísks framdráttar er það eitt að segja, að pólitískt er það tæplega eftirsóknarvert ef svo virðist sem þingmaður sé að verja sérstaklega hagsmuni manna sem koma í sjónvarp og hóta arnardrápi, ef ríkið borgi þeim ekki skaðabætur. Sannleikurinn er einfaldlega sá að æðarvarp við Breiðafjörð hefur verið í góðri uppsveiflu undan- farin ár og enn hefur ekki verið sýnt fram á með neinum tölulegum hætti að tjón af völdum arna kalli á og réttlæti sérstakar bætur. Þaö er reyndar trúlegt að æðar- varp væri sums staðar eitthvað meira ef ekki væru ernirnir, en það liggur bara nánast ekkert fyrir um það. Fyrst verða menn að sýna fram á og reyna aö meta tjónið, áður en þeir óska eftir bót- um. Það er hins vegar rétt hjá Davíð að það er sanngirnismál að bæta mönnum raunverulegt tjón af völdum arna, en það er ekki sama hvernig menn bera sig eftir hlut- unum. Og grundvallaratriðið er eftir sem áður að örninn er hluti af náttúrunni á svæðinu og þar með hluti af landkostum. Táknrænt gildi arnarins Táknrænt gildi arnarins í íslenskri náttúruvernd er aö sumu leyti svipað táknrænu gildi hvalsins fyrir marga erlenda umhverfissinna. Rétt eins og hvalveiðisinnar verða að undirbúa af kostgæfni málflutning sinn fyrir nýtingu hvala — t.d. vegna þess að þeir séu í samkeppni um æti við fiskimenn — verða menn að undirbúa kröfur um bætur vegna tjóns af völdum arna, ef þeir ætla að láta taka mark á sér. Það er hins vegar greinilegt að Davíð Gíslason lítur á örninn, að einhverju leyti í það minnsta, sem hluta af náttúru Breiðafjarðarsvæðisins en ekki sem meindýr sem beri að útrýma. Davíð er því skáld í mun hærri gæðaflokki en sá bóndi, sem hótaði arnardrápi í sjónvarpi og Davíð sjálfur tel- ur að sé trúlega verra skáld en Egill Skallagríms- son. Það hefði því í raun veriö eðlilegra að for- maður Æðarræktarfélags íslands hefði einbeitt sér að því að túlka sjónarmið æðarbænda almennt og sleppt því að taka upp hanskann fyrir „leirskáld", sem hafa í hótunum. Og þegar þessi sami formað- ur sakar undirritaðan um að skoða málin frá einni hlið einvörðungu, er það steinkast í glerhúsi. -BG Á víbavangi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.