Tíminn - 24.05.1996, Page 6

Tíminn - 24.05.1996, Page 6
6 T Föstudagur 24. maí 1996 Tveggja ára Norbur- landasamningur sam- þykktur á Alþingi Guörún Agnarsdóttir rœöir viö kjósendur á Noröurlöndum: Kjósendur í öbrum lönd- um á annan tug þúsunda Norðurlandasamningur um félagslega aðstob og fé- lagslega þjónustu var sam- þykktur á Alþingi í vik- unni. Vib abra umræbu um samninginn vakti Gub- mundur Árni Stefánsson, Alþýbuflokki, athygli á því ab þessi samningur hafi verib undirritabur í Aren- dal í Noregi í mai 1994. Nú, tveimur árum síbar, væri Alþingi íslendinga fyrst ab afgreiba málib. Guðmundur Árni sagði að samningur þessi snerti bæði íslendinga búsetta á Norður- löndunum og Norðurlanda- búa hér á landi. Þar sem hann feli í sér ákveðna réttar- bót fyrir þessa aðila, þá væri mjög bagalegt að hann hafi ekki fyrr verið tekinn til stað- festingar á Alþingi. Kerfið hafi þó verið nokkuð sveigj- anlegt gagnvart þeim sem undir ákvæði samningsins hafi þurft að sækja á þessum tíma, en engu að síður sé ófært að framkvæmdavaldið sé svo lengi að koma samn- ingum, sem snerta samskipti við önnur lönd, til afgreiðslu Alþingis. Geir H'. Haarde, Sjálfstæðis- flokki, formaður utanríkis- málanefndar, sagði að nefnd- in hafi rætt um að flýta þurfi ferð slíkra samninga í gegn- um kerfið frá framkvæmda- valdi til löggjafarvalds. Hann sagði að félagsmálaráðuneyt- ið hafi leitað nokkrum sinn- um eftir því við utanríkis- ráðuneytið að það kæmi þessum tiltekna saningi á framfæri við Alþingi, en mik- ið vinnuálag væri í utanríkis- ráðuneytinu og því væri þetta ekki eina dæmið eða það versta um að langan tíma hafi tekið að koma mál- um frá ráðuneytinu til Al- þingis. Geir sagði að utanrík- ismálanefnd ynni að því að koma breytingum við á þessu sviði. -ÞI Gubrún Agnarsdóttir forseta- frambjóbandi er á ferbalagi um Norburlönd þessa dagana. Heimsækir hún íslendinga bú- setta í Danmörku, Svíþjób og Finnlandi. í þessum löndum býr umtalsverbur fjöldi íslend- inga, eba rúmlega 9 þúsund manns. Þar munu því leynast allt ab 7 þúsund atkvæbisbærir menn og konur. íslenskir ríkis- borgarar sem búa erlendis eru nokkub á þribja tug þúsunda í dag, þar af á Norburlöndum liblega 12 þúsund. Guðrún Agnarsdóttir fer til Danmerkur, Svíþjóðar og Finn- lands. Húsfyllir var á fundi hennar í Jónshúsi í Kaup- mannahöfn á laugardaginn var og Guðrúnu vel tekið af íslend- ingum þar. Daginn eftir hélt hún fund í félagsheimili íslend- inga í Gautaborg. Þá hefur Guörún verið í við- tölum við svæðisútvörp íslend- inga í Malmö í Svíþjóð og í Gautaborg. Guðrún sat fyrr í vikunni fund norrænu krabbameins- Guörún Agnarsdóttir forsetaframbjóöandi kannar jaröveginn á Noröur- löndum. Þar leynast ótrúiega mörg atkvœöi. samtakanna í Helsinki, en að lendinga sem búsettir eru í þeim fundi loknum hitti hún ís- borginni. -fBP Þórsgata er næsta gata við Lokastíg og heitir eftir ásnum Þór. Fyrir nokkrum ár- um voru gerðar miklar endurbætur á göt- unni. Steineyjar með trjágróðri skaga út í götuna hér og þar og gera hana hlýlegri en hún var áður. í júní 1883 fær Jósef Jónsson leyfi til að byggja sér bæ, 10 x 8 álnir, suður af Efra-Holti. Hann mun hafa byggt lítinn og lágreistan bæ úr timbri, 10 3/4 x 6 áln- ir. Jósef fær viðbót við lóð sína, 49 x 25 álnir, í nóvember 1885. í febrúar 1889 er Jósef aftur veitt viðbót við lóðina, 55 x 12 álnir, og leyfi fyrir útbyggingu á bæ sín- um, 4x4 álnir í austur. Viðbyggingin var gerð af timbri og var eitthvað minni en leyfið var veitt fyrir. Hann mun síðar hafa byggt viöbyggingu af steini við bæ sinn. í manntali árið 1906 eru taldir til heimilis að Suðurklöpp: Jósef Jónsson húsbóndi, fæddur 29. nóvember 1836 að Rútsstöðum í Gaulverjabæjarhreppi, Ing- veldur Ólafsdóttir húskona, fædd 1837, Kristján Guðnason, sonur Ingveldar, fæddur 1880, og Óskar Jónsson, fæddur 1898. Árið 1907 segir að Jósef hafi selt eign- ina Sigurði nokkmm Jónssyni frá Álfhól- um. En í manntali frá árinu 1910 býr Jós- ef Jónsson á Suðurklöpp sem þá er talin til Óðinsgötu, en mun áður hafa veriö talin til Spítalastígs. í manntali það ár em talciir til heimilis að Suðurklöpp: Jósef Jónsson tómthúsmaður og Þóra Stefáns- dóttir vinnukona, fædd 15. júní 1849 að Jötu í Hmnamannahreppi. Um 1919 var Suðurklöpp rifin, sökum þess að kot þetta var fyrir skipulagi þegar Þórsgatan var lögð. Bæjarfélagið lét þá byggja yfir íbúana timburhús, sem enn stendur og er Þórsgata 2. Fyrsta bmnavirðing er gerð 24. apríl 1920. Þar er sagt að bæjarsjóður Reykja- víkur hafi látið byggja nýtt hús við Þórs- götu 2. Húsið er einlyft, byggt af bind- ingi, klætt utan með plægöum boröum, pappa, listum og járni á veggjum og þaki. Niðri í húsinu em þrjú íbúðarherbergi og eldhús, allt þiljað með pappa á veggjum og loftum, allt málað. Þar eru tveir fastir skápar og salerni. í risinu er eitt herbergi, þiljað og málað, en framloftiö er óinn- réttað. Einn ofn er í herberginu. Kjallari er undir öllu húsinu, 3 1/2 al- in á hæð, fyrir geymslu. Bærinn seldi Jónínu Jónsdóttur eign- ina sama ár og húsið var byggt. í mann- tali, sem tekið er í nóvember 1920, em til húsa á Þórsgötu 2: Jónína Jónsdóttir Póregata ■ - Þórsgata 2 ekkja, fædd 11. ág- úst 1874 í Villinga- holtshreppi, Ástborg Ásmundsdóttir barn, Skarphéðinn Njálsson verkamað- ur, fæddur 23. september 1889 á Stokks- eyri, Valgerður Sigurðardóttir kona hans, fædd 20. ágúst 1876 í Reynisholti í Hvammshreppi, Sigrún Skarphéðinsdótt- ir barn þeirra og Marel Sigurðsson verka- maður, fæddur 14. október 1891 á Stokkseyri. Jónína Jónsdóttir er skráður eigandi að eigninni við bmnavirðingu árið 1922. Þá er ekki önnur breyting á húsinu en að bú- ið er að gera annað íbúðarherbergi í risi, þiljað og málað. í kjallara hússins hefur einnig verið gert íbúðarherbergi, þiljað og málað. Árið 1923 kaupir Þórsgötu 2 María Guðmundsdóttir, fædd 6. maí 1878 í Traðarholti í Rangárvallasýslu. Eiginmað- ur hennar var Guðmundur Aronsson tré- smiður, fæddur á Stokkseyri. Þau hjón bjuggu áöur í Nýjakastala á Stokkseyri. Sama ár og kaupin em gerð á Þórsgötu 2 ándast Guðmundur, 11. nóvember. Börn þeirra hjóna vom: Sigurþór, fæddur 1897 á Stokkseyri, Evlal- ía, fædd 1899 á Stokkseyri (hún lést um fermingar- aldur), Guðmund- ur Óskar, fæddur 1901 á Stokkseyri, Aron Ingimundur, fæddur 1902 á Stokkseyri, Sigurgeir, fæddur 1908 (lést á fyrsta ári), og Sigríður, fædd 1913 í Reykjavík. Við manntal, sem gert var 1925, vom fjögur heimili á Þórsgötu 2. Á heimili eitt bjuggu: Guðmundur Óskar Guðmunds- son verkamaður, Anton Guðmundsson, Sigríður Guðmundsdóttir og móðir þeirra María. Á heimili tvö vom: Andrea Jónsdóttir húsfrú, fædd 31. maí 1882 í Stykkis- hólmi, Guðjón W. Þorsteinsson verslun- armaður, fæddur 27. júní 1906 á Bugðu- stöðum í Hörðudal, og Unnur Þorsteins- dóttir, fædd 21. júní 1910 á Bugðustöð- um í Hörðudal. Konráð Gíslason kennari bjó á þriöja heimilinu, fæddur 2. ágúst 1895 á Ljóts- stöðum í Hálsahreppi. í húsinu bjó einsetukonan Anna Mar- ía Guðjónsdóttir, fædd 10. nóvember 1873 á Gufu í Borgarfiröi. Anna María HÚSIN í BÆNUM FREYJA JÓNSDÓTTIR vann við hreingerningar. Árið 1930 fær María Guðmundsdóttir leyfi til að byggja skúr úr steinsteypu samkvæmt meðfylgjandi teikningu. Skúrinn var ætlaður fyrir þvottahús. Árið 1933 var gert brunamat á húsinu. Þar er sagt að húsið hafi síðast verið virt árið 1922. Síðan hefur húsið verið endur- bætt á þann hátt aö í risi þess hefur verið útbúið lítið herbergi og eldhús, hvor- tveggja þiljað, veggfóðrað og málað. Þar uppi er einnig geymsluherbergi. Kjallar- inn hefur verið dýpkaður, sprengd klöpp sem var í honum og sett í hann steypu- gólf. Þar er eitt íbúðarherbergi, tvö geymsluherbergi og gangur. Miðstöðvar- vél er í húsinu, tvær eldavélar. í september 1939 er húsið aftur tekið til virðingar, eftir miklar endurbætur á því. Talsverð útlitsbreyting hafði þá verið gerð á húsinu. Nýir gluggar settir í það allt og húsið vírlagt að utan og múrað með skeljasandi á vírnetið. Allar vistar- verur hússins hafa verið strigalagðar að innan og málaðar. Herbergjaskipan er í aðalatriðum óbreytt. Inngönguskúr við húsið hefur verið stækkaður og í honum er steypubaðklefi og klósett. Anton Guðmundsson, sonur Maríu, sækir um leyfi árið 1953 til að byggja á lóðinni húsnæði fyrir fiskbúð. Því var synjað. Hann sækir aftur um leyfi fyrir byggingu á húsnæði fyrir fiskbúð árið 1958, en er synjað aftur. Einnig var hon- um synjað 1961 um að byggja á lóöinni þrílyft steinhús. Þórsgata 2 hefur verið í eigu sömu ætt- arinnar frá því að María Guðmundsdóttir keypti það fyrir um 73 árum. Aron Guð- mundsson, sonur hennar, og kona hans Ingveldur Pálsdóttir, ættuð af Álftanesi, bjuggu í mörg ár á Þórsgötu 2 ásamt henni. María Guömundsdóttir andaöist 17. júlí 1953. Aron var skipstjóri og sigldi mörgum fiskiskipum og togurum. Hann var t.d. skipstjóri á Bjarna Ólafssyni, togara sem gerðúr var út frá Akranesi. Núna búa á Þórsgötu 2 Leó Hauksson og kona hans Sif Jónsdóttir. Leó er sonur Ragnhildar, dóttur Arons Guðmundsson- ar, og er María Guðmundsdóttir því lang- amma hans. í mörg ár var kartöflugarður neðst í lóðinni, en trjám hefur snemma verið plantað í efri hluta garðsins, því mikill og fallegur trjágróður er í garðinum og eru sum trén hærri en húsið. Ekki er vitaö með vissu hver gróðursetti þau, en líklegt má telja að það hafi María Guðmunds- dóttir gert. ■

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.