Tíminn - 31.05.1996, Blaðsíða 9

Tíminn - 31.05.1996, Blaðsíða 9
Föstudagur 31. maí 1996 "KS» 13 Kraftvélar ehf.: Stóraukin sala vinnuvéla vegna stórframkvæmda „Sala stórvirkra vinnuvéla hefur stóraukist á síöustu mánuðum vegna þéirra stór- framkvæmda, sem veriö er aö hefja hér á landi. Þar munar mest um virkjunarfram- kvæmdir á hálendinu og stækkun álversins í Straums- vík, en einnig hafa fram- kvæmdir á borö viö byggingu Gilsfjarðarbrúarinnar leitt af sér aukna eftirspurn eftir þungavinnuvélum," sagði Ævar Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Kraftvéla ehf., í samtali viö Tímann. Fyrirtækið flytur meðal ann- ars inn jarðýtur, Komatsu gröf- ur og hjólaskóflur, Miller hrað- tengi og skóflur, Furukawa vökvafleyga og Toyota raf- magns- og dísillyftara. Kraftvélar em í eigu Páls Samúelssonar; ekki er þó um dótturfyrirtæki bílaumboðs sama aðila að ræða og er fyrir- tækið rekið á sjálfstæðum grunni. Markaðshlutdeild þess hefur verið að aukast að undan- förnu og að sögn Gunnars Björnssonar, sölustjóra fyrirtæk- isins, flytur það nú inn um 40% af öllum hjólaskóflum, 75% af stórum beltagröfum og um 35% af minni tækjum. Gunnar sagði að fyrirtækið hafi ekki enn farið út í sölu á traktorsgröfum, en innan tíðar verði slíkar vélar frá Komatsu komnar á markað hér á landi og raunar er ein vél þeg- ar komin til landsins. Nú er fyr- irtækið meðal annars að setja á markað nýjar gerðir af Komatsu beltagröfum: Komatsu PC 240- 6, PC 340-6 og PC 450-6. Gunn- ar Björnsson sagði að þessar vél- ar nytu mikilla vinsælda og tók undir orð Ævars Þorsteinssonar að sú mikla aukning á fram- kvæmdum, sem nú sé að hefjast í landinu, muni auka stórlega eftirspurn. Gunnar kvaðst finna mikinn mun á eftirspurninni og í því sambandi mætti segja að ein vél á dag kæmi skapinu í lag. Auk fjölbreyttrar flóru þunga- vinnuvéla annast Kraftvélar innflutning og sölu á Toyota lyfturum og sagði Gunnar að flestir þeirra færu til fiskvinnslu- fyrirtækja, eða um 80% af söl- unni. Stærsti hlutinn væru raf- magnslyftarar, en þó væru dísil- lyftarar einnig boðnir til sölu. Þá sagði Gunnar að innflutn- ingur á stórum jarðvegsflutn- ingatrukkum hafi aukist veru- lega og hafi Kraftvélar nýlega flutt níu slíka trukka inn í land- ið vegna virkjunarframkvæmda á hálendinu. Kraftvélar hafa aukið starf- serni sína að undanförnu og sagði Ævar Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri að fyrirtækið byggöi á mjög traustum grunni. Tólf manns ynnu nú á vegum þess, en það rekur auk yfirstjórnar, söludeild, vara- hlutaverslun og vinnuvélaverk- stæði. -PS Vertu öruggur! Notaðu o/ímfc gaffallyftara Hafið samband við sölumenn okkar, sem gefa allar upplýsing- ar um þessa frábæru lyftara. Ingvar Helgason hf- vélasala Sævarhöföa 2, SÍMI 525-8000 jakob ekur tœkjunum a eins konar sliskju upp a vörubilspallinn. Þó Hino- inn sé ekki stór, rúmast tœkin tvö þar mœtavel. Tímamyndir: tþ, Borgarnesi allt það sem hægt er að fara með hjólbörur, og segir Jakob þau telj- andi á fingmm annarrar handar skiptin sem hann hafi orðið stopp útaf þrengslum. En nú er húseigandinn farinn að tvístíga, svo það er rétt aö hætta að tmfla vinnandi menn og hleypa Jakobi að verki á ný. TÞ, Borgamesi jakob Gubmundsson vib mini-beltagröfuna lipru ab setja vökvafleyginn á gálgann. Hinoinn góbi meb beltavagninn á pallinum íbaksýn. Diesel-lyftarar 2, 2,5 og 3,5 tonn. Rafmagns-lyftarar 0,5 til 5 tonn. Fáanlegir í stærðum 1-42 tonn. ásamt úrvali af hillu- og gólf-lyfturum. ÖRUGG VARAHLUTAÞJÓNUSTA Gerir út mini-vélar í Borgarnesi: Vestur-þýskir RAFMAGNS- 0G DIESEL-LYFTARAR í hágædaflokki — Viðhaldskostnaður f lágmarki Langaði að verða sjálfstæður E25 E30 Jakob Guðmundsson, vinnuvéla- eigandi í Borgarnesi, hefur átt og gert út JCB 801 mini-beltagröfu frá því í ágúst 1991 og bætti Jan- mar mini-vörubíl eöa beltavagni í útgerðina í fyrrasumar. Útgerðina flytur Jakob síðan á milli staða á gömlum Fiino vömbíl sem hefur staðið fyrir sínu, segir hann. Fréttaritari Tímans rakst á Jakob á förnum vegi þar sem hann beitti vökvafleyg, sem hann er með á gröfunni, lipurlega við að brjóta klöpp í kringum einbýlishús, en húseigandinn ætlaði að leggja frá- rennslislögn í kringum húsið sitt. Tækjakosturinn vakti óneitanlega áhuga, enda ekki á hverjum degi sem menn sjá þessi hálfgerðu leik- föng að störfum. En þegar til kast- anna kemur em þetta hreint engin leikföng, heldur lipur og þægileg tæki með ótrúlega afkastagetu mið- að við stærð. Jakob var spurður hvernig það hefði komið til að hann fór út í þessa útgerð. „Mig langaði til að vera sjálfstæð- ur í einhverju. Ég er lærður vélvirki og það var svosem ekkert að hafa þar, alltjent þá. Jói Skarp (Jóhann Skarphéðinsson) átti traktorsgröfu á þessum tíma, en þá vom þessar smávélar að ryðja sér til rúms. Hann benti mér á þennan mögu- leika og ég bara skellti mér á þetta, hafði aldrei snert á gröfu fyrr, en lét bara vaða. Ég sé ekkert eftir því." — Hefiir þú haft nóg að gera fyrir þetta? „Já, já. Þetta er alveg full vinna frá því í apríl og fram í frost, alveg stanslaus og vel það. Það er ekki hægt annað en vera sáttur við það. Maður þarf náttúrlega að brúa vetr- armánuðina." — í hverju felast verkefhin helst? „Þetta er mikið fyrir sumarbú- staðaeigendur, það er eiginlega uppistaðan, en síðastliðið sumar og núna í sumar er ég farinn að vinna meira fyrir fyrirtækin hérna á svæð- inu, eins og Borgarbyggð, Hitaveit- una og Rarik. En að mestu leyti tengist þetta nú sumarbústöðun- um. Brotfleygurinn, vökvafleygur- inn, sendir mann ansi víða, hann hefur gert góða hluti. Menn em farnir að læra á tækin, í hvaða verk er hægt að nota þau. Það tók ógur- legan tíma fyrst aö markaðssetja þétta. Þá voru bændurnir opnastir fyrir þessu, fannst mér. Þeir vom fyrstir til að ráða mann í vinnu. Þá höfðu þeir einhvern pening milli handanna. Ég mokaði út úr útihús- um með henni og ýmislegt annað. Þegar rúlluheyskapurinn var að byrja var maður að gera göt á hlööuveggi til að gera hlöðurnar vélgengar. Þetta er svona þeytingur út um hvippinn og hvappinn. Já, það má heita að allt það versta hef ég fengið að gera, þar sem ómögu- legt er að komast að. Þetta er allt frá því að taka grafir upp í ég veit ekki hvað, það ótrúlegasta." Stærðin gerir það að verkum að hægt er að fara með tækin nánast

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.