Tíminn - 05.06.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.06.1996, Blaðsíða 1
+ >:v ^' Jl EINARJ. SKÚLASONHF WÍHdOVWS XWREVÓíZ/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 5 STOFNAÐUR1917 80. árgangur Miðvikudagur 5. júní 104. tölublað 1996 Hættir trúnaðar- störfum Arthur Morthens, varaborgar- fultrúi R-listans, formaður stjórnar SVR og nefndarmaður í atvinnumálanefnd, hefur sagt af sér ölium þessum trúnaöar- störfum vegna þess að hann tek- ur við starfi sem sviðsstjóriá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, en hann telur það ekki samrýmast að vera hvort tveggja í senn, hátt settur embættismaður hjá borginni og hluti af pólitískri yfirstjórn hennar. Sjá blaðsíðu 6 Látum skóna ganga aft- ur í Tadsjikistan: Skósöfnun fyrir illa skædda íbúa Pamírfjalla „Eitt sker í augu gestsins og það er fótabúnabur fólks, einkum barna. Flest eru í slitnum skóm, mörg í algjörlega gatslitnum skóm og sum alls ekki í neinum skóm." Svo lýsir Þórir Guð- mundsson, sendifulltrúi Rauða kross íslands í Mið-Asíu, ástand- inu í Pamírfjöllum í Tadsjikist- an eftir að hann heimsótti svæðið nýlega. Þar er sár þörf fyrir góðan skófatnað enda verða vetur feikilega harðir og börnin troða snjóinn berfætt á leið sinni í skólann. Því hefur Rauði kross íslands ákveðið að efna til skósöfnunar frá og með 5. júní í samvinnu við Steinar Waage og Sorpu undir yfirskriftinni Látum skóna ganga aftur í Tadsjikistan. Allra helst vantar kuldaskó á börn en allir skór í góðu ástandi koma að góðum notum. Tekið verður við skóm á gámastöðvum Sorpu á höfuð- borgarsvæðinu en deildir RKÍ taka við skóm úti á landsbyggð- DI (JLJLj Læ í I lf C* f I l\J n I l\J Veriö er ab rífa nibur bragga og abrar menjar gamla tímans sem reistar voru sem leikmynd fyrir kvikmyndma Ujöflaeyjuna en tökum á henni er nú lokib. Tímamynd þök Áœtlaö er ab ríki og borg undirriti sameiginlega yfirlýsingu um fjárhagslega ábyrgb Listahátíbar: Halli nú dragist frá næst ínm. Dregist hefur að ganga frá samningum um fjárhagslega ábyrgð Listahátíðar '96 milli Reykjavíkurborgar og menntamálaráðuneytis. Sam- kvæmt heimildum Tímans lagði rikið til að báðir aðilar undirritubu yfirlýsingu þess efnis að verði halli á rekstri Listahátíðar í ár þá verði þab dregib frá framlagi borgar og ríkis til Listahátíðar næsta ár. Hingað til hefur verið geröur svokallaður hallasamningur þar sem borg og ríki hafa skipt á milli sín fjárhagslegri ábyrgð hátíðarinnar, og þar með tapinu þegar þannig hef- ur staðið á. Endar náðu að vísu saman á síðustu Listahátíð en þá naut hátíðin töluverðra styrkja er- lendis frá vegna lýðveldisaf- mælisins og framlag ríkis og borgar var hærra en nú. Að sögn Signýjar Pálsdóttur, framkvæmdastjóra Listahátíðar er erfitt fyrir forsvarsmenn Listahátíðar að samþykkja þessa fyrirhuguðu breytingu og hefur ríki og borg verið sent erindi frá framkvæmdastjórn hátíðarinn- ar þar sem hún lýsir yfir áhyggj- um með framtíð hátíðarinnar ef hallasamningnum verður kippt út úr samkomulagi ríkis og borgar. „En við verðum bara að sætta okkur við þá niðurstöðu sem fæst," sagði Signý. „Við erum auðvitað svolítið óhress með þessa hugmynd. Við erum að vona að þessi kostnað- aráætlun standi en þetta er allt- af „rísíkó". Þetta er í vinnslu þessa dagana og við vitum ekki Formaöur sóknarnefndar í Langholti segir ab ef ekki megi hafa skobun á prestum sé illa kom- ib fyrir kirkjuskipan á landinu: Klofni söfnuðurinn, sigrar Flóki „Þessi rök formanns Prestafélags- ins eru væntanlega góðra gjalda út frá sjónarhóli presta. Sem leik- manni finnst mér þau hins vegar út í hött. Það hlýtur að vera hlut- verk prestsins fyrst og fremst að þjónusta söfnuðinn en ekki að vera yfir hann hafinn. Ef söfnuð- ur má ekki hafa skoðun á presti þá þykir mér sem kirkjan sé á villigötum," segir Guðmundur Ágústsson, nýkjörinn formaður sóknarnefndar í Langholti. Séra Geir Waage, formaður Prestafélagsins sagði í Tímanum í gær að ályktun safnaðarfundar Langholtskirkju um brottrekstur Flóka væri fráleit. Hann hefði ekki brotið af sér í starfi og átök milli safnaðar og prests gætu verið óum- flýjanleg vegna skyldna prestsins. skv. lúterskri trú. Formaður sóknarnefndar í Lang- holti hefur skrifað bréf til biskups sem byggt er á ályktun safnaðar- fundarins á dögunum og er nú beð- ið niðurstöðu. Krafa Langhyltinga er óbreytt; að séra Flóka verði sagt upp störfum. Guðmundur segir að ef ekkert verði gert í þessu máli af hálfu yfir- valda sé sú hætta vissulega fyrir hendi, eins og reifað hefur verið, að ákveðinn hluti safnaðarins kljúfi sóknina og stofni sjálfstæðan frí- kirkjusöfnuð. Það væri að hans mati slæmur kostur. „Þá finnst mér sem menn hafi á ákveðinn hátt lot- ið í lægra haldi fyrir presti. Ég trúi ekki öðm, sem sannkristinn maður, en að kirkjuvöld og stjórnvöld geri það sem í þeirra valdi stendur til að skapa frið í Langholtinu og beiti öllum þeim meðulum sem tiltæk eru. Það hlýtur að vera yfirskrift kirkjulegs starfs í landinu að friður ríki." Séra Flóki hefur sagt að hann telji að andstæðingar sínar hafi smalað á fundinn en Guðmundur telur ólíklegt að vilji sóknarinnar al- mennt sé annar en sá sem kom fram á safnaðarfundinum. „Það er tekið mark á skoðanakönnunum í dag þar sem úrtakið er niður í 0.1% af þjóðinni. Á fundinum mættu um 10% safnaðarins og um 90% þeirra voru á einu máli. Ég varð ekki var við neina smölun á þenn- an fund." -BÞ hvaða leið verður ofan á," sagði Sigurður Björnsson, formaður framkvæmdastjórnar Listahá- tíðar. Aðspurð áttu þau þó bæði fremur von á að þessi leið yrði valin og að halli þessa árs, ef halli verður á hátíðinni, muni dragast frá framlögum næsta árs. Áætlaður kostnaður við Lista- hátíð er 62,3 milljónir sem er minna en á síðustu hátíð. Áætl- aðar tekjur af sölu miða eru 22 milljónir sem miðast við um 70% sætanýtingu á flest atriði, en eitthvað minna á önnur. „Við rennum auövitað blint í sjóinn með það. Þetta er alltaf áhætta," sagði Signý. Ríki og borg leggja 14 milljón- ir hvort til hátíðarinnar, samtals 28 milljónir. Það sem upp á vantar er áætlað að komi inn í formi framlaga styrktaraðila, aðildargjalda, tekna af sölu út- varps- og sjónvarpsefnis, aug- lýsinga og dagkrár. Nú þegar hafa 6 milljónir komið inn frá styrktaraðilum. Búið er að selja efni til RÚV fyr- ir um 1.750 milljónir, sem er mun minna en áætlað var. „RÚV kaupir minna en á síð- ustu hátíðum. Niðurskurður til útvarpsins bitnar á okkur. Þann- ig að þetta er dálítið í járnum," sagði Signý og taldi ekki líkur á að Stöð 2 keypti efni af Listahá- tíð en viðræður væru í gangi við Stöð 3. LÓA f

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.