Tíminn - 05.06.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.06.1996, Blaðsíða 4
4 VMM Mi&vikudagur 5. júní 1996 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Ritstjórn oq auqlýsinqar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1700 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Framleiðnin og lífskjörin Enn ein skýrslan um samanburö á lífskjörum hér á landi og í Danmörku og öðrum nágrannalöndum hefur nú litið dagsins Ijós, en í gær kynnti Þjóðhagsstofnun úttekt sem gerð var að beiðni Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Margt athyglisvert kemur í ljós í þessari skýrslu. Þar er m.a. staöfest það sem launþegahreyfingin hefur verið að segja að undanfömu, aö ráðstöfunartekjur í Danmörku eru nokkuð hærri en þær em hér, eða 14,9% að meðaltali hjá hjónafólki, þó það sé nokkuð misjafnt eftir starfsgreinum. Ráðstöfunar- tekjur byggingaverkamanns eru t.d. 28% hærri í Danmörku en hér. Þá kemur í ljós í niðurstöðum skýrslunnar, að tekjutenging ýmiss konar félagslegrar þjónustu á íslandi er mjög mikil í samanburði viö Danmörku. Styður það efasemdaraddir um að unnt sé aö halda lengi áfram á þeirri braut með óbreyttum hætti. „Þannig em ýmsar bætur, sem standa hinum allra tekjulægsm til boða, hærri á íslandi en í Danmörku, nefna má vaxtabætur og barnabætur með barnabótaauka. Tekju- tengingin er hins vegar það brött hér á landi að bætur til fólks með lágar meðaltekjur verða minni en í Danmörku." En þó einstök atriði í þessum samanburði séu áhugaverð, er það þó heildarniðurstaðan sem mestu skiptir. Heildarnið- urstaðan er sú að samkvæmt öllum þeim mælikvörðum, sem almennt eru notaðir í samanburði á lífskjömm mismunandi landa, er staðan hér á landi mjög góð. Landsframleiðslan á mann árið 1994 var 3,4% meiri hér á landi en að meðaltali í aðildarríkjum OECD og 7,6% meiri en í aðildarlöndum Evr- ópusambandsins. Svipaða sögu er að segja um fjölda bifreiða, sjónvarpstækja, stærð íbúðarhúsnæðis og gæði heilbrigðis- þjónustunnar. Þessi góðu lífskjör fást hins vegar ekki átaka- laust og íslendingar vinna meira en flestar aðrar þjóðir. Bæði er atvinnuþátttaka hér meiri en annars staðar og eins lengd vinnutímans. Hér á landi vinnur fólk að meðaltali 50 klst. á viku, en í Danmörku vinnur fólk að meðaltali 39 klst. á viku. Framleiðni vinnunnar hér á landi mælist því miklu minni hér á landi en í nágrannalöndunum, og í því virðist hinn íslenski vandi liggja fyrst og fremst. Skýrsluhöfundar orða þennan vanda þannig: „Þessar meginlínur sýna annars vegar að hag- sæld hér á landi er á svipuðu stigi og í þeim löndum þar sem hún er hvað mest og hins vegar að íslendingar hafa meira fyr- ir því að afla gæðanna en þær þjóðir sem eru á áþekku hag- sældarstigi." Þessi niðurstaða er raunar ekki alveg ný og sambærilegar ályktanir hafa einmitt verið dregnar af öðrum könnunum — ítarlegum og lauslegum — sem gerðar hafa veriö á lífskjörum hér og erlendis. En það, að þetta skuli enn á ný vera dregið fram sem meginniðurstaða, beinlínis kallar á raunhæfar skýr- ingar á því hvers vegna framleiöni vinnunnar er ekki meiri en raun ber vitni. Það er tilgangslaust að benda á vinnuaflið sem slíkt, hinar vinnandi stéttir, og saka þær um að skila ekki nægjanlega góðu dagsverki. Fjárfestingar hafa verið miklar og tæknivæðingin í landinu gefur heldur ekki tilefni til að ætla að þar kunni skýringin að liggja nema að óverulegu leyti. Eitthvað miklu djúpstæðara og alvarlegra er að, eitthvað sem fyrst og fremst lýtur að stjórnun og skipulagningu at- vinnustarfseminnar í landinu, eitthvað sem enn hefur ekki verið útskýrt eða bent á með neinum sannfærandi hætti. Um leið og rétt er að fagna þessari skýrslu Þjóðhagsstofn- unar er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir takmörkunum hennar. Hún bendir með mjög afgerandi hætti á hvar vand- inn liggur. Hún gerir hins vegar enga tilraun, og átti ekki að gera það, til þess að greina vandann og útskýra hverjar gætu verið ástæður hinnar litlu framleiðni íslensks vinnuafls. For- sætisráðherra gerði vel í því að óska næst eftir skýrslu frá Þjóöhagsstofnun þar sem framleiðnivandi íslensks atvinnu- lífs væri greindur. Erfitt val Landsmenn standa frammi fyrir erfiðu vali þessa dagana, en þar er um að ræða valið sem stendur milli nokkurra einstaklinga, sem hafa lýst yfir framboði sínu til embættis forseta íslands. Garri hefur gengið fram og aftur stofugólfið nú í réttar tvær vikur og á ennþá eftir að ganga í nokkrar vik- ur enn fram að kosningum. Nú þegar er farið að stórsjá á stofuteppinu og ljóst að það verður ekki beysið eftir kosninganóttina, ef fram heldur sem horfir. Ástæðan fyrir þessu rölti Garra er nefnilega sú að hann getur ómögulega gert upp hug sinn um hvern forsetaframbjóðendanna hann skuli kjósa. Margir vilja abstoba Grandvarir og valinkunnir menn hafa í ræðu og riti lagt sitt af mörkum til að aðstoða Garra við að velja milli frambjóðendanna. Sum- ir hafa dregið fram kosti einstakra frambjóðenda eða fjölskyldumeö- lima þeirra, en aðrir hafa borið á torg það sem þeim hefur þótt ámælisvert í fari frambjóðendanna, sumir í nokkrum heilsíðu- greinum í Mogganum. Þessi umræða öll hefur síst orðið til þess að einfalda málin fyrir Garra grey- inu. Fímm valkostir Síðast þegar Garri kaus um forseta, voru bara tvær konur í framboði og valið var tiltölulega ein- falt og þægilegt. Sú kosning var reyndar brot á hefðinni, því fyrr hefur enginn boðið sig fram á móti sitjandi forseta — og eftir útreiðina sem sá mótframbjóðandi fékk eru ekki miklar líkur á því að slíkt verði endurtekið í bráð. Nú stendur valið hins vegar á milli fimm einstaklinga, sem allir hafa margt til brunns að bera. Tveir raunvísinda- menn eru í framboði, báðir kon- ur, önnur vel ættuð úr Engeynni og hin var aðalsprautan í Kvennalistanum. Þrír karlmenn eru í framboði. Einn þeirra strangheiðarlegur, grandvar og vammlaus í ótal marga ættliði. Ann- ar getur brugðið sér í hvaða hlutverk sem er, enda hefur hann, svo vitnað sé í orð lögfræðings, sér- legs vinar hans, í Mogganum í gærmorgun, „sjálf- sagt ekki hrapað að ákvörðun sinni um að hætta að taka þátt í deilum um þjóðfélagsmál á síðast- liðnum vetri, en taka þess í stað að sækja kirkjur, íþróttakappleiki og fundi hjá Varðbergi, félagi um vestræna samvinnu." Sá þriðji leggur aleiguna, mannorðið og meira til að veði fyrir frið á jörðu og betra mannlíf. Það hefði nú verið snöggtum einfaldara að setja krossinn, ef annað hvort Garri eða Davíð hefðu ekki verið gersamlega ómissandi í núverandi djobbum og getað tekið að sér húsbóndahlutverk- ið á Bessastöðum. Garri GARRI Á Listahátíð Nú fara í hönd hinar ýmsu hátíðir vorsins og sum- arsins. Listahátíð í Reykjavík hófst fyrir síðustu helgi og var sett við hátíðlega athöfn í Listasafni íslands á föstudagskvöldið. Við hjónin vorum ein af þeim fjölmörgu sem fengu boðskort á þá at- höfn, en tilgangurinn var að setja Listahátíð og opna málverkasýningar eftir austurrísku lista- mennina Egon Schiele og Arnulf Rainer. Tengsl íslands og Austurríkis voru undirstrikuð við þessa setningu með því að mennta- málaráðherya Austurríkis var við- staddur. í ljós kom að tengsl ís- lands inn í ráðuneyti hans voru nokkur, þar sem einn starfsmaður þess túlkaði mál ráðherrans á ís- lensku, en sá hinn sami var giftur íslenskri konu. Auk þess hafði þessi sami starfsmaður lagt stund á lagasmíð- ar við ljóð Davíðs Stef- ánssonar, sem flutt voru við athöfnina. Austurríki er gamalt og gróið menningarland, og hin rómaða menning Mið-Evrópu í tónlist átti ekki síst rætur þar í keisara- dæminu, sem leið undir lok í fyrri heimsstyrjöldinni. Fjölmargir íslendingar hafa sótt nám til Austurríkis í tónlist, ekki síst til Vínarborgar, sem oftar öðrum borgum kemur upp í hugann í tengslum við þá dýru list. Austurrísk myndlist Hins vegar eru myndlistarsýningar eftir austur- ríska listamenn ekki daglega uppi á veggjum í galleríum borgarinnar eða söfnum. Sýningin, sem uppi er í Listasafni íslands þessa dagana, er því nokkur viðburöur. Egon Schiele er löngu látinn. Hann fæddist árið 1890 og dó árið 1918 úr spönsku veikinni. Hann hafði á stuttum æviferli — varð aðeins 28 ára gamall — náð því að skapa sér sérstöðu í myndlist og nafn hans er eitt af stór- um nöfnum expressionista frá þessum tíma. Hins vegar var Arnulf Rainer staddur við opnunina í eigin persónu. Hann er einn af nútímalistamönn- um í Austurríki og tekur list sína sérstæðum og persónulegum tökum, eins og sjá má. Hann notar sína eigin persónu í mörgum myndum sínum og túlkar með nokkrum dráttum ofan í sjálfsmynd sína áreiti og innilokun í samtímanum. Klám eba erótík „Þetta eru klámmyndir," hvíslaði virðulegur fyrrverandi embættismaður hér í bæ að mér, er við stóðum og vorum aö virða fyrir okkur myndir Egons Schiele. Ég vil ekki taka svo djúpt í árinni, en vissulega eru sumar myndirnar erótískar og hafa áreiöanlega hneykslað margan æruverðugan borgara á fyrsta og öörum áratug aldarinnar. Margar myndirnar eru hárfínar teikningar þar sem tilfinningin kemur fram í ótrúlega fáum pensildráttum. Listamaðurinn var þekktur fyrir að koma upplifun sinni á léreftið, sem er einkenni allrar sannrar myndlistar, og einnig fyrir að leitast við að draga fram myndir af manninum á mörkum lífs og dauða. Mér finnst sýn- ingin í Listasafninu á verkum beggja lista- mannanna viðburður, sem áhugamenn um myndlist ættu ekki að láta framhjá sér fara. Galdra-Loftur Annar viðburður, sem tengist Listahátíð, er sýning á óperu Jóns Ásgeirs- sonar, Galdra-Lofti. Ég hef ekki séð sýninguna, en heyrt vel af henni látið og hún merkur við- burður á ferli þessa ágæta tón- skálds, sem hefur sótt föng í rammíslenskan efni- við í tónsmíðar sínar. Sagan um Galdra-Loft er mikil dramatík og ég minnist þess þegar ég las leikritið fyrir löngu hvað mér þótti sagan æsandi. Kannski hefur það verið vegna þess hve oft ég hafði komið í Hóla í Hjaltadal og kirkjuna þar og séð biskupagrafimar í kórnum, hve gott var að setja sér særingarnar fyrir hugskotssjónir. Veisla eftir smekk hvers og eins Mér er ekki kunnugt um aðsóknina á Listahátíð. Ég er hins vegar sannfærður um að þar er margt að finna, sem listunnendur ættu ekki að láta framhjá sér fara, og fer þá eftir áhugasviði hvers og eins hvaða viðburðir verða fyrir valinu. . Jón Kr. Á víbavangi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.