Tíminn - 11.06.1996, Side 4

Tíminn - 11.06.1996, Side 4
4 Þri&judagur 11. júní 1996 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórnarfulitrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gu&mundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Jæknideild Tímans Mynda-, plötugerð/prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Mánaðaráskrift 1700 kr. m/vsk. Verð í lausasölu 150 kr. m/vsk. Fótbolti og forsetakjör Ríkissjónvarpið hefur sérstökum skyldum að gegna við lands- menn alla, og lengst af uppfyllir það þessar skyldur með við- unandi hætti. Almennust og viðamest er sú skylda sjónvarps- ins að halda uppi innlendri dagskrárgerð og stuðla að fram- gangi íslensks sjónvarps almennt, þannig að í því mikla fram- boði sjónvarpsefnis, í formi gervihnattarása og vídeóefnis hvers konar, sé til staðar styrk innlend stoð. Þessu hlutverki hefur Ríkissjónvarpið reynt að sinna, þó sitt sýnist hverjum um árangurinn. Margir eru meira að segja tilbúnir að ganga svo langt að segja að Stöð 2 hafi sinnt þessu hlutverki af engu minni kostgæfni en Ríkissjónvarpið, sem er í sjálfu sér um- hugsunarefni - - ekki síst í ljósi umræðna um menningarlega nauðsyn ríkisrekinnar stöðvar. Þessa dagana fer fram Evrópukeppni landsliða í knatt- spyrnu, sem vissulega er stórviðburður á sviði íþrótta. Ríkis- sjónvarpið getur státað af því að fjalla ítarlegast og mest um þessa atburði af öllum fjölmiðlum landsins og sýnir beint frá vel flestum leikjum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ríkissjón- varpið gerir þetta, og hefur þessi stefna mælst misjafnlega fyr- ir. Nú virðist stefna í að hefðbundin dagskrá sjónvarpsins muni meira og minna ganga úr skorðum og heilu efnisflokk- arnir ýmist færast langt aftur eða hreinlega falla niður, til þess eins að unnt sé að sýna beint frá keppninni. Sjálft hefur sjónvarpið réttlætt þessar útsendingar með því að birta skoðanakannanir, sem sýna að fjölmargir áhorfendur hefur áhuga á að sjá kappleikina í sjónvarpi. Ekki hefur þó verið sýnt fram á að einhver önnur tilhögun á útsendingum geti ekki þjónað sama tilgangi án þess að valda þeirri röskun sem verður á annarri dagskrá. Spurningin er einfaldlega sú hvort það er í raun eðlilegt að ríkissjónvarp gangi svona langt sem raun ber vitni í því að sinna áhugamálum afmarkaðs hóps áhorfendanna, jafnvel þó um sé að ræða háværan kröfu- hóp. Auöveldlega væri hægt að sýna þá leiki beint sem ekki raska annarri dagskrá, en hina leikina má sýna á eftir eöa á undan hefðbundinni dagskrá. Hámark einkennilegrar dagskrárstefnu var þó sl. sunnu- dag, þegar nánast öllu venjulegu sjónvarpsefni var ýtt til hlið- ar og dagskrá seinkað vegna þriggja beinna útsendinga frá knattspyrnukappleikjum erlendra liða í Evrópukeppni. Meðal þeirra dagskrárliða, sem ekki komust að á kristilegum tíma vegna knattspyrnuleikjanna, var fyrsti sameiginlegi kynning- arfundur forsetaframbjóðendanna í Ríkissjónvarpinu. Þáttur- inn byrjaði um hálfellefu um kvöldið og stóð fram á aðfara- nótt mánudags. Þó þátturinn sem slíkur hafi verið ágætur, er ljóst að þessi útsendingartími er vægast sagt stórfurðulegur, enda kominn háttatími hjá stórum hluta þjóðarinnar. For- setaframbjóðendur hafa einmitt haft uppi nokkra gagnrýni á hversu lítilfjörleg sjónvarpskynningin á Ríkissjónvarpinu á að vera og hversu seint hún fór af stað. Ekki væri ástæða til að taka undir slíkar áhyggjur nema vegna þess að kynningar, þegar þær koma, eru sendar út að næturlagi — m.a. aö því er virðist til þess að hægt sé að sýna knattspyrnuleiki í beinni út- sendingu! Eðlilegt er að menn staldri við og velti fyrir sér þeim áherslum, sem koma fram í útsendingum þennan sunnudag. Frambjóðendakynningar, sem ætla hefði mátt að teldust til þeirra verkefna sem ríkissjónvarpsstöð bæri sérstök skylda til að sinna, fá sess hornkerlingarinnar. Á sama tíma setja erlendir íþróttakappleikir alla dagskrá úr skorðum vegna beinna útsendinga. Það er sjálfsagt að sinna íþróttaumfjöllun vel, en menn verða að kunna sér hóf og gæta þess aö ríkis- sjónvarp hefur fleiri skyldum að gegna en að sjá afmörkuðum áhugahópum fyrir skemmtiefni. Framorðinn frambobsfundur Jæja, loksins fengu landsmenn að sjá alla forseta- frambjóðendurna í einu lagi á fótboltarás allra landsmanna og var það sannarlega tímabært. Það er bara verst að Garri steinsvaf yfir seinni hluta þáttarins, en það verður líklega að virða það við ríkisfótboltarásina þó hún gefi yfirmanni Iþrótta- deildarinnar alræðisvald varðandi útsendingar- tíma og tilfærslu einstakra dagskrárliða. Enda er hann sennilega eini íslendingurinn sem hlaupiö hefur með ólympíueldinn og örugglega eini ís- lendingurinn sem á ólympíueldskyndil uppi í skáp hjá sér. Þar að auki hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan hann sem strák- pjakkur í bæ úti á landi pissaði, ásamt félögum sínum, í saltkjöts- tunnuna hjá nágrannanum — og var refsað með því að vera látinn borða saltkjötið í eitt mál. Nóg um það. Framboðsfundur á mánudags- morgni Frambjóðendurnir voru í sjónvarpinu á sunnu- dagskvöld, eða kannski ætti frekar að segja mánu- dagsmorgun. Það var gaman að fylgjast með þeim í beinni útsendingu og ábyggilegt að einhverjir þeirra, sem áður voru óákveðnir, hafa nú tekið skýrari afstöðu. Það á þó ekki við um Garra, en hann sá greinilega hvað fyrri reynsla frambjóö- endanna er misjöfn og nýtist þeim þ.a.l. misjafn- lega. Það má eiginlega segja að þeir sem töluðu minnst hafi í rauninni komið best út úr þessum þætti. Guðrún Pétursdóttir hefur um nokkurt skeið varað fólk við að taka of mikið mark á skoð- anakönnunum og bíöa eftir því að allir frambjóð- endumir sjáist í einu á sjónvarpsskjánum. Hafi væntingar hennar og stuðningsmanna hennar til frammistööunnar í þættinum verið miklar, hafa þær líklega heldur brugðist. Guðrúnarnar báðar féllu í þá gildru að mála sig út í horn, m.a. er taliö barst að utanríkismálum og sjálfstæðri utanríkis- stefnu forsetans gagnvart utanríkisstefnu ríkis- stjórnarinnar. Ástþór virðist trúr þeim yfirlýsing- um sínum að hann sé í þessari baráttu málefn- anna vegna en ekki embættisins, því varla gerir hann sér miklar vonir um að hljóta kosningu. Það kom einnig greinilega fram mikill munur á friðar- boðskap Ástþórs annars vegar og Guðrúnar Agn- arsdóttur og Ólafs Ragnars hins vegar, segja má að þar hafi komið fram hinn skýri munur sem er á viðskiptum og pólitík. Ástþór er maður aðgerða og framkvæmda, en Ólafur Ragnar og þó sérstak- lega Guðrún orða og umræðna. Hvor aðferðin er vænlegri til árangurs veit Garri ekki. Pétur gætti þess að segja sem minnst og ekkert sem orkað gæti tvímælis, enda var þaö greinilega skynsam- leg afstaða. Ólafur Ragnar sagði einnig lítið, sé miðað viö hinn venjulega Ólaf Ragnar, og sýndi það og sannaði enn einu sinni að hann er bráð- snjall að snúa sig undan erfiðum spurningum. Það var reyndar athyglisvert að sjá hvernig hann varöi breytta og jákvæðari afstöðu sína til NATO — það væri orðiö afvopnunar- bandalag. Á alþjóölegum vettvangi er skýr grein- armunur geröur á varnar- og afvopnunarbanda- lögum, á þeim vettvangi telst NATO varnarbanda- lag, nú eins og ætíð áður. Hins vegar leggur NATO áherslu á samdrátt í vopnavæðingu, sérstaklega hjá mögulegum andstæðingum. Það gæti verið einhvers konar tilvísun til hugtaksins afvopnun- arbandalags. Aukið forskot En það sem stóð upp úr eftir þáttinn, þ.e. þann hluta hans sem landsmenn vöktu yfir, eru áhersl- ur fyrirspyrjenda og stjórnandans. Höfuðáhersla virtist vera lögð á aö ganga hart ab þeim fram- bjóðendum sem, samkvæmt skoöanakönnunum, eiga hverfandi möguleika á því að ná kjöri. Þeir tveir, sem eiga besta möguleika samkvæmt skoð- anakönnunum, sluppu hins vegar tiltölulega létt frá annars snörpum og beinskeyttum spurningum og athugasemdum. Ef eitthvað er, þá hefur þáttur- inn sennilega enn aukið forskot þeirra tveggja sem hingaö til hafa talist líklegastir, ekki vegna skínandi frammistöðu þeirra í þættinum, heldur vegna þess að fyrirspyrjendur leyfðu þeim að halda sig til hlés. Garrí GARRI í sólfari vib Markarfljót í síðustu viku var ég á ferðinni í Rangárvallasýslu á hraðferð austur í Öræfi. Vegurinn er beinn og breiður vestan Markar- fljóts, og tækifæri gefst til þess ab litast um, og það er ómaksins vert. Þennan dag var þarna fag- urt um að litast. Seljalandshlíðin í austri og sér inn til Þórsmerkur og Eyjafjallajökuls, og á vinstri hlið blasir Fljótshlíðin vib. Það var sólfar og bæirnir blöstu við í grænum túnum sem halla á móti suðri, en bak vib sveitina gnæfði Þríhyrningur í dimmblá- um skugga. Söguslóbir Þannig er umhorfs austur þar á góbum degi í hinu söguríka héraði. Þarna var ég staddur á sögu- slóðum Njálu og einmitt á þess- um slóðum gerðist eitthvert frægasta minni sögunnar, þegar Gunnar á Hlíöarenda sneri aftur á leið sinni til skips og mælti þessi fleygu orð: „Fögur er hlíðin og mun ég hvergi fara." Gunnar á Hlíðarenda er hin mesta hetja forn- sagnanna og ég lærði það í barnaskóla að hann hefði verið mesti kappi í fornöld og stokkið hæð sína í öllum herklæðum. Hins vegar kemur þaö fram í Njálu að hann var í hálfgerðu fjárhagsbasli og ekki vel giftur, en sú saga verður ekki rakin hér. Hins vegar hefur hans verið minnst meö þökk og virðingu þjóöarinnar fyrir að snúa aftur vegna fegurðar landsins og aödráttarafls sveitarinnar. Fjölnismenn, bobberar rómantísku stefnunnar, dáðu þetta tiltæki og Jónas Hallgrímsson orti um það hið glæsilega kvæði Gunnarshólma, sem hvert barn var látið lesa, hér fyrr meir að minnsta kosti. Ab standa vib loforb sín Hins vegar hefur verið minna talað um tilsvör Kolskeggs, sem reið meb Gunnari niður með Markarfljóti til þess ab taka út dóm sinn. Tilsvar hans var á þá leið að gera ekki þann óvinafagnaö að rjúfa sætt sína, og jafnframt ab hann mundi ekki „níðast" á því loforði né öðru því sem honum væri trúað fyrir. Hann reið til skips, en Gunnar sneri aftur og galt fyrir það með lífi sínu. Þessari sögu skaut upp í huganum á leiðinni austur, og hún leitaði svo sterkt á mig að ég tók NjálU niður úr bókaskápnum þegar ég kom heim. Mér finnst einhvern veginn ab viðbrögð Gunnars séu í samræmi við Is- lendingseðlið, eins og það hefur löngum verið. Oft eru tilfinningar látnar ráða í ákvörðunum og ekki ætíb hugsað um afleiðingarnar. Hins vegar finnst mér Kolskeggur vera fulltrúi þeirra jarð- bundnu, trúr því sem honum er falið og lætur skynsemina ráða. Þeir bræður eiga skilið aðdáun þjóðarinnar hvor á sinn hátt, og þessi saga er mjög myndrík og táknræn, ekki síst þegar maður er staddur á fögrum degi á söguslóðinni miðri. Hins vegar verð ég að segja alveg eins óg er að mér finnst Kolskeggur ekki hafa verið metinn ab verð- leikum og mér finnst hann einhvern veginn vera minn maður. Glæsilegar bókmenntir Ég verð að viðurkenna ab íslendingasögurnar eru ekki alltaf á borðinu hjá mér, en þær þyrftu að vera það oftar. Knappur stíll þeirra og frásagnar- tækni, ásamt margslungnu efni og lífsspeki er hinn besti lestur og tilbreyting frá því flóði lestrar- efnis sem hellist yfir mann daglega. Þetta eru miklar gersemar, ekki síst Njála sem er hreinn skemmtilestur á köflum. fón Kr. Á víbavangi

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.