Tíminn - 20.06.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.06.1996, Blaðsíða 1
 \WREW/M/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar w OO OO mmmm. STOFNAÐUR1917 80. árgangur Fimmtudagur 20. júní 114. tölublað 1996 Puttabrot og önnur minni- háttar meibsl þegar tveim- ur leitarmönnum skrikaöi fótur í hálu fjörugrjótinu: Leitað ab sjómanni Laust eftir mibnætti í fyrrinótt voru björgunarsveitir Slysa- varnafélagsins á Patreksfirbi og í öbrum nágrannabyggbum allt norbur til Flateyrar, ræstar út til ab leita ab sjómanni sem talib er ab hafi fallib útbyrbis af 5-6 tonna plastbáti, en báturinn fannst mannlaust á reki fyrir mynni Dýrafjarbar þá fyrr um kvöldib. Báturinn tilkynnti sig síbast til Tilkynningaskyldunn- ar kl. 21.45 á pjóbhátíbardaginn og var hann þá staddur 15 sjó- mílur vestnorbvestur af Tálkna. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar á Patreksfirði hafði leit- in engan árangur borið, en hlé var gert á leitinni undir morguns- árið í gær. Seinni partinn í gær var verið að huga að því hvort leit yrði framhaldið með því að ganga fjörur. Tveir leitarmenn slösuðust minniháttar þegar þeim strikaði fótur í hálu fjörugrjótinu og m.a. puttabrotnaði annar þeirra, sam- kvæmt upplýsingum lögreglu á Patreksfirði. En gengnar voru f jör- ur á Kópanesi, Sléttanesi og á Barða og tóku hátt í 70 manns þátt í leitinni að viðbættum fiski- bátum á svæðinu. Þar sem ekki hafði náðst til alla aðstandenda í gær vildi lögreglan ekki gefa upp nafn þess sem sakn- að er. Báturinn er með einkennis- stafina BA og var hann færður til hafnar fljótlega eftir að hann fannst úti fyrir Dýrafirði. -grh David Bowie kominn Poppstjarnan David Bo- wie kom til landsins í gær, en hann heldur tónleika í Laugardalshöllinni í kvöld. Mikil stemmning er í kringum tónleikana og uppselt þrátt fyrir ab 500 mibum hafi verib bætt vib nýlega. Þetta er í fyrsta skipti sem Bowie kemur til landsins, en samkvæmt upplýsing- um aðstandenda tónleik- anna hefur hann verið mjög spenntur fyrr dvöl- inni hérlendis og hyggst kynna sér menningu Is- lands jafn vel og unnt er á þeim stutta tíma sem hann dvelur, en hann heldur ut- an á morgun. Bowie er á tónleikaferðalagi og kom til íslands frá Rússlandi þar sem hann lék í Moskvu og Pétursborg. Með honum kom um 30 manna fylgdar- lið og 7 tonn af búnaði fyr- ir konsertinn. -BÞ GubrÚn PétUrSdÓttír fOrSetaframbjÓbandÍ drófgærtMbakaframbobsitt.lyfirlýsingusemhúnlas upp á blabamannafundi á Hótel Sögu ígœr kom fram ab hún telur baráttu sína ekki geta rofib þá stefnu sem kosningabaráttan hefur farib \, þ.e. ab þjóbin hefur skipst upp í tvœr meginfylkingar, fylkingu Ólafs Ragnars Crfmssonar og fylkingu Péturs Hafstein. Hún sagbi ab kynning í útvarpi og sjón- varpi hafi ekki breytt því og ab atkvæbi greidd henni myndu því ekki ná ab hafa afgerandi áhrif á niburstöbuna. Cubrún taldi ab önnur frambob en þessar tvœr fylkingar myndu ekki eiga möguleika. Gubrún Pétursdóttir sagbist telja kosningarnar nú vera orbnar pólitískari en heppilegt gæti talist og kvabst hafa nokkrar áhyggjur af framhaldinu af þeim sókum. Tímamynd þök Ovenju mikib bitmý gerir Mývetningum lífiö leitt, en bendir til góöra skilyrba fyrir lífríki vatns- ins. Talaö um mesta „varg" síban 1950: Heimamenn orðið að hætta störf- um vegna ágangs mýflugunnar Óvenju mikib af bitmýi hefur verið í Mývatnssveit síbustu daga en heimamenn kalla þá tegund mýflugunnar sem bítur fólk einfaldlega mývarg. Þannig segir Gubmundur Jónsson, bóndi á Hofsstöbum í Mývatns- sveit, ab hann þurfi ab fara allt til ársins 1950 til ab finna jafn mikib bitmý og sést hefur í grennd vib Laxá ab undan- förnu. Samkvæmt upplýsingum íbúa vib nyrbri hluta vatnsins er vargurinn jafnframt óvenju grimmur og hlífir hvorki fólki né fénabi. Guðmundur Jónsson segist ekki hafa skýringar á þessaru upp- sveiflu nú, en þetta minni um margt á árin fyrir 1950 þegar varg- ur var oft svæsinn dag eftir dag. Lítið hafa borið á mývarginum að undanförnu jafnvel þótt skilyrði hafi verið fyrir hendi. „Ég hef nú ekki verið mikið bitinn í tímans rás en sumir þola alls ekki þessi bit og hlaupa upp," sagði Guðmund- ur sem býr ásamt bróður sínum Ásmundi á Hofsstöðum. Guðmundur segir erfitt að ráða í hvað stýri magni mýflugnanna, og það sé ekki einu sinni á færi fremstu vísindamanna að segja nákvæmlega til um það, enda margt órannsakað í þeim efnum. í Vogum sem standa við nyrðri hluta Mývatns sögðu heimamenn Tímanum í gær að hætta heföi þurft við varpferð nýlega vegna þess hve útstunginn mannskapur- inn varð eftir „svarta stróka" bit- mýsins. Sökk meöal annars auga á ungri konu. Þá tala bændur í Vogum einnig um að ekki hafi verið meira anda- varp í marga áratugi og er e.t.v. samhengi á milli þess og upp- sveiflunnar í mýinu. Silungsveibi mun einnig með betra móti skv. heimildum Tímans. -BÞ Biskupsritari segir ab biskup sé ekki ab afsala sér völdum meb skipun tilsjónarmanns í Langholti heldur framlengja valdsvib sitt: Sóknarnefnd gefur grænt ljós á tilsjónarmanninn „Biskup hefur beint því til abila ab íhuga málib um skipun sér- staks tilsjónarmanns. Hann hef- ur fengib jákvæb vibbrögb frá sóknamefndinni í bréfi en hvorki hefur enn borist svar frá séra Flóka né Jóni Stefánssyni. Málib er því í bibstöbu," segir Baldur Kristjánsson biskupsrit- ari í samtali vib Tímann í gær. Skipan sérstaks tilsjónar- manns með framgangi mála inn- an Langholtssóknar hefur hlotið misjöfn viðbrögð. Þannig hefur formaður Prestafélagsins, séra Geir Waage, sagt að hann sjái ekki tilganginn með þeirri að- gerð, biskup eigi sjálfur að fara með slíkt vald. Biskupsritari segir það einmitt merg málsíns að með skipun tilsjónarmanns sé biskup að vinna áfram að mál- inu. „Biskup er ekki að afsala sér neinum völdum. Þetta er fremur framlenging á valdsviði hans," segir séra Baldur Kristjánsson. „Þessi aðili myndi starfa alfarið undir valdi biskups en hann vill ekki skipa tilsjónarmann í and- stöðu við hlutaðeigandi." Baldur vildi ekki upplýsa á þessu stigi hvaða aðilar kæmu til greina í hlutverki tilsjónar- manns en sátt yrði að vera um þann aðila og gagnkvæm virðr ing. Baldur sagðist reikna með að hann yrði úr rööum presta en þó væri ekkert ákveðið enn. -BÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.