Tíminn - 21.06.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.06.1996, Blaðsíða 5
Föstudagur 21. júní 1996 5 Aðalfundur Landssambands veiðifélaga Aðalfundur Landssambands veiöifélaga var haldinn í Kópavogi 14. þ.m. og sóttu hann um 50 fulltrúar veiði- félaga víðsvegar að af land- inu. sjúkdóma, ræddi kýlaveiki- málið og viðhorfin gagnvart veikinni og um ráðstafanir, sem gerðar hefðu verið, og rannsóknir málinu tengdar. í skýrslu Böðvars Sigvalda- sonar, Barði, formanns sam- takanna, var vikið að ýmsu, eins og löggjöf og reglugerð- um um lax- og silungsveiði, skipulagsbreytingum í veiði- málum, markaðsátaki LV er- lendis, ólöglegri veiði á laxi í sjó, sem menn hafa miklar áhyggjur af. Þá var greint frá uppkaupum laxaneta í sjó og kvótakaupum N-Atlantshafs- laxasjóðsins, kýlaveikimálinu, skattamálum veiðihlunninda, skipulagsmálum hálendisins og fleiru. Góbir gestir Góbir gestir ávörpubu aðal- fundinn, en þeir voru Gub- mundur Bjarnason ráðherra, sem greindi m.a. frá nýju nátt- úruverndarlögunum, um kröf- una um endurskoðun svokall- aðs almannaréttar, sem kæmi fljótlega á dagskrá, og um breytingar varðandi Veiði- málastofnun. Ari Teitsson, formaður Bændasamtakanna, ræddi um tekjuöflun af veiði, sem hefbi minnkað hin seinni ár, en hann taldi að tekjur af þjónustu myndu væntanlega fara vaxandi á næstu árum. Ari sagði mörg veiðivötn vera vannýtt og þyrfti að hyggja betur að nýtingu þeirra. Vífill Oddsson, formaður stjórnar Veiðimálastofnunar, fjallaði m.a. um stjórnskipun hennar og þær breytingar sem á döf- inni væru. Gísli Jónsson, læknir fisk- Gubmundur Bjarnason, landbúnaöar- og umhverfisrábherra, ávarpar abalfund L V. Myndir EH Ari Teitsson og Böbvar Sigvalda- son. VEIÐIMAL EINAR HANNESSON Samþykktir aðalfundar Abalfundur LV gerði ýmsar samþykktir, m.a. varðandi endurskoðun löggjafarinnar, sem væri brýnt að ljúka sem fyrst. Þá mótmælti fundurinn eindregið fyrirætlunum ráðu- neytis varðandi sameiningu veiðimálarannsókna við aðrar rannsóknir, jafnframt því sem fundurinn harmaði vinnu- brögðin í sambandi við ráð- stöfun rannsóknarstarfs í Kollafirbi til annars aðila. Fundurinn treysti því að ráðuneytið héldi sig á þeirri braut, sem lögð var með lög- bindingu Veiðimálastofnun- arinnar 1994 og styrkti hana og deildir hennar úti á landi í hvívetna. Þá var lýst áhyggjum vegna ólöglegrar laxveiði í sjó við strendur landsins og hvatt til aukins veiðieftirlits. Ennfrem- ur var vakin athygli á þeim niðurstöðum um heimtur á laxi úr Dalaánum, sem fengust í hafbeit í Hraunsfirbi. Þær sönnuðu grun veiðiréttareig- Frá abalfundi LV í Kópavogi. enda í Dölum og á Skógar- strönd um að hafbeitarstöðin hafi valdið tilfinnanlegu tjóni á laxgengd í árnar. Skoraði fundurinn á rábuneytið að setja með reglugerð þröngar skorður við töku á laxi í haf- beitarstöðvum og að settar verði strangar reglur um stað- setningu og starfsemi hafbeit- arstöðva. Fundurinn þakkar það sem gert hefur verið til þess að draga úr laxveiði í sjó með uppkaupum og færði fundur- inn Orra Vigfússyni sérstakar þakkir í þessu skyni. Stjórnvöld voru hvött til markvissra aðgerða gegn út- breiðslu á kýlaveiki og þör- ungagróðri í ám í Borgarfirði. Abgengi ab land- inu og nýtingar- réttur Aðalfundur LV hvatti til þess ab aðgengi almennings að landinu verbi auðveldað innan skynsamlegra marka, en varar eindregið við að rugla saman aðgengi og nýtingar- rétti. í stjórn Landssambands veibifélaga eru núna: Böðvar Sigvaldason, Barði, formaður; Vigfús B. Jónsson, Laxamýri, varaformaður; Bragi Vagns- son, Burstafelli; Svavar Jens- son, Hrappsstöðum, og Ketill Ágústsson, Brúnastöðum. Sitji hver sem fastast 29. júní Sumarið 1918 kom dönsk samn- inganefnd til Reykjavíkur, þeirra erinda ab semja við íslendinga um stöðu þeirra gagnvart Dön- um. Niöurstaða samningavið- ræðnanna varð sú, að 1. desem- ber það ár varð ísland frjálst og fullvalda ríki í konungssambandi vib Danmörku. Þar með var frels- isbaráttu íslendinga við Dani endanlega lokið. Seinni tíma sögufalsarar halda því að vísu fram, að Danir hafi eftir sem áður ráðið utanríkismálum okkar, en það er alrangt. Þeir fóm aðeins með framkvæmd þeirra í umboði oldcar, að svo miklu leyti sem okkur bauð við að horfa. í sambandslagasáttmálanum var uppsagnarákvæði, sem kvað svo á ab eftir árslok 1940 gæti þjóðþing hvors ríkisins um sig krafist endurskoðunar sam- bandslagasáttmálans. Skyldu þá fara fram viðræbur milli ríkj- anna og bæru þær ekki árangur innan þriggja ára, teldist hann úr gildi fallinn. Nú vildi ekki betur til en svo, ab þegar árið 1940 leið í aldanna skaut hafði brotist út heimsstyrj- öld, m.a. meb þeim afleiðingum að bæbi ísland og Danmörk voru hernumin, ísland af Bretum en Danmörk af Þjóðverjum. Öll samskipti milli ríkjanna voru því rofin og því gat hvorugt þeirra farið fram á endurskoðun sam- bandslagasáttmálans. Meðan Danir voru undir járn- hæl Hitlers, möluðu íslendingar gull í Bretavinnu og ekki dró koma Bandaríkjahers árið 1941 úr gullmulningnum. Árið 1944 var öllum ljóst hver úrslit stríðs- ins yrðu, sem og það ab þeirra væri skammt að bíða. Það hefði því ekki verið annað en sjálfsögð kurteisi og vináttu- vottur íslendinga í garð nauð- staddrar bræðraþjóðar, að bíða stríðsloka og fara að því búnu fram á endurskoðun sambands- lagasáttmálans. Fyrir nú utan það, að slík afgreiðsla málsins var eina löglega leib þjóðarinnar til lýðveldis. Þetta lýbveldi hefði þá væntanlega verið stofnað árið 1948. Og með fullri reisn. En þá sem nú höfðu íslending- ar kosið sér loddara til forystu. Að hætti slíkra manna vildu þeir ólmir slá sig til riddara og töldu því þjóðinni trú um, að meðan sambandslögin væru í gildi gæti ísland ekki talist aö fullu sjálf- SPJALL Pjetur Hafstein Lárusson stætt, sem er svona ámóta gáfu- legt og að fullyrða að Kanada sé ekki sjálfstætt ríki vegna veru sinnar í breska samveldinu. Það voru þessir menn sem æstu þjóð- ina til að rjúfa gerðan samning. Afleiðinguna þekkja allir. Þann 17. júní var stofnað fullkomlega löglaust og siðlaust lýðveldi á Is- landi. Þetta var gert í skjóli þess ab moröóðir nasistar drottnuðu yfir Dönum. Tilgangurinn var fyrst og fremst sá, ab þeirra tíma valdamenn gætu stært sig af því að hafa leitt frelsisbaráttu íslend- inga til farsælla lykta. Að vísu gekk það ekki eftir. í það minnsta hef ég ekki enn fyrirhitt nokkurn, sem þrátt fyrir saman- lagða sögufölsun stjórnmála- manna og skólakerfisins er svo ruglaður í ríminu, ab hann rugl- ist á t.d. Jóni Sigurðssyni og Ól- afi Thors. En skaðinn var skeður, enda hefur ísland aldrei verib lýðveldi í eiginlegri merkingu þess orðs, heldur ómerkilegt bananalýðveldi. Nú fer að styttast í þab að ís- lendingar gangi ab kjörboröinu og kjósi enn á ný til þess lög- lausa og siðlausa embættis, sem kallast embætti forseta íslands. í þessum orðum felst ekki gagn- rýni á það fólk, sem hingað til hefur gegnt embættinu, né held- ur á þá sem nú sækjast eftir því. Hinu verður ekki neitað, að öm- urlegt er að horfa uppá hvílíkur skrípaleikur kosningabaráttan er. Fyrir nú utan væmnar sjón- varpsauglýsingar sem frambjóð- endurnir dæla yfir þjóðina, barmmerki með andlitsmynd- um þeirra og jafnvel sömu ásjón- ur á Opalpökkum, þá virðist þetta vesalings fólk ætlast til þess í fúlustu alvöru ab þab sé tekið trúanlegt út á innantóm slagorb um heimsfrið, menn- ingu eða Guð má vita hvað. Eg segi nú bara eins og frænd- ur okkar við Eyrarsund: Lifi vor arfadrottning Margrét Þórhildur. FÖSTUDAGS- PISTILL ÁSGEIR HANNES AÐ VERÐLEGGJA SIG FRÁ VIÐSKIPTUM Kosningamál íhaldsins fyrir þing- kosningar 1987 var hvorki byggt á hugsjónum né stefnuskrám, heldur húsbyggingu á Keflavíkurvelli. Bygging Flugstöbvar Leifs Eiríks- sonar var rekin áfram af kappi en ekki forsjá, svo birta mætti Ijós- myndir af vatnsgreiddum fram- bjóðendum D-listans á Reykjanesi í sömu andrá og flugstö&inni. Strax eftir hátíblega vígsluathöfn komu bögglarnir sem fylgja skammrifi fram í dagsljósið. í dag er Ijóst aö flugstö&in trónir fremst á me&al jafningja í alræmdri húsa- þyrpingu íhaldsins og skyggir næstum á Ráðhús, Perlur og Korp- úlfsstaðafjós. Lobvík franski væri fullsæmdur af svona flugstöð í Versölum. Fyrir 20 árum var slegib föstu ab byggja flugstöbina og af því tilefni sagbi Einar Ágústsson utanríkisráb- herra að varnarlibib greiddi mestan kostnab vib smí&ina. Seinna ná&i velmeint en misskilib þjóðarstolt íhaldsins yfirhöndinni og íslending- ar skyldu sjálfir borga brúsann. Um leið seig á ógæfuhlibina: í dag súpa íslendingar seybib af þjóbar- stolti einkahermangsins. Og ekki bara landsmenn einir, heldur allir farþegar sem leib eiga um svæbið. Þrátt fyrir að flugstöb- in hafi verib byggð sem dæmigerð ríkisframkvæmd meb hefðbundnu brubli, er reynt ab söbla um í miðri á og reka hana sem einkafyrirtæki meb hagna&i. Þar er of seint í rass- inn gripið. Til ab ná endum saman í bru&l- inu innheimtir flugstöbin nú svo háa húsaleigu af þjónustunni í stö&inni að e&lilegt verb á vörum og þjónustu stendur ekki undir leigunni. Húsaleigan er ab vfsa þjónustunni á dyr, enda er henni velt umsvifalaust út í verblagib. Ekki blasir vib hvaba áhrif leigan hefur á fargjöld Flugleiba, sem leigja bróburpart hússins, en áhrif- in eru augljós í Fríhöfninni: Hver vörutegundin á fætur ann- arri er bo&in þar á hærra verði en í fríhöfnum næstu flugvalla í ná- grenninu og ekki nóg meb þab: Pistilhöfundur rakst á fríhafnarvarn- ing á hærra verbi en út úr búb í Reykjavík og má þar nefna rafhlöö- ur í farsíma, sem eru ódýrari hjá Bónus radíó á Grensásveginum. Má því vel spyrja hva&a ávinn- ingur sé fólginn í tollfrjálsri sölu í flugstöbinni. Víkjum nú sögunni til Austur-As- íu og segir frá því þegar bygging- arnefnd ónefnds flugvallar kom saman til ab semja gjaldskrána. Hefðbundnir húsameistarar að ís- lenskum sib voru me& reiknistokka á lofti og sögbu að framkvæmd af þessum toga þyrfti leigutekjur í sama dúr. Þá kvaddi sér hljó&s leigubílstjóri nokkur í nefndinni og hvatti menn til að hringja í næstu flugstöðvar og spyrja um veröiö þar. Síðan skyldu menn leigja pláss í nýju flugstööinni á einum dollara lægra verði en nágrannarnir. Og viti menn! í dag er flugstöb þessi í fararbroddi í heimshlutan- um meb blómlegri viðskipti en helstu keppinautar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.