Tíminn - 20.07.1996, Side 3

Tíminn - 20.07.1996, Side 3
Laugardagur 20. júlí 1996 T 3 Malbikaö í nýju Súöavík: Norskt grjót var flutt inn Atvinnuleysi í júní 4,3% á höfubborgarsvœbinu en 2,6% á landsbyggbinni: Atvinnuleysi minnkað niöur í 3,6% í júní Súðvíkingar hafa gert samn- ing við Hlaðbæ-Colas hf. um malbikun allra gatna í nýja þorpinu. Fyrirtækið hefur reist malbikunarstöð á ísafirði vegna framkvæmdanna við jarðgöngin og því hæg heima- tökin. Hér er um að ræða 19,8 millj- ón króna samning. Steinefni í malbikið verður flutt inn frá Noregi þar sem ekki er fáanlegt jafn slitsterkt efni vestra og tæp- ast í landinu, segir í Fréttabréfi Súðavíkurhrepps. JVJ verktakar annast síðasta áfanga verksins og á honum að ljúka um næstu mánaðamót. Atvinnulausum fækkaði um 1.300 manns milli maí og júní, eða í 3,6% af mann- afla, sem er töluvert meira en Vinnumálaskrifstofan hafði gert ráö fyrir. Skráð at- vinnuleysi svarar til tæplega 5.000 manns á skrá allan mánuðinn — sem er rúm- lega 2.000 manns færra en í júní í fyrra. Þessi mikla fækkun milli ára hefur fyrst og fremst orðið á landsbyggðinni, þar sem at- vinnulausum hefur fækkað um nær helming milli ára (úr 5,3% niöur í 2,6%). Atvinnu- leysi er nú komiö niður í 1,5% meðal karla á landsbyggðinni, en er 4,3% hjá konum, en af þeim voru nær 40% þó í hlutastörfum. Fólki án vinnu á höfuðbor’g- arsvæðinu hefur aftur á móti fækkað mun minna. í júní voru að jafnaði nær 3.500 manns án vinnu á höfuðborg- arsvæöinu (rúmlega 1.400 karlar og hátt í 2.100 konur), en hafði þá fækkað um 760 frá maímánuði, eða um 18%. í Reykjavík var um fimmta hver kona á atvinnuleysisskrá í hlutastarfi. Atvinnulausum fækkar hlutfallslega miklu meira í öðmm landshlutum og um þriðjung til helming á ein- Fyrirhugub rábning í starf grasafrœbings vib Lystigarbinn á Akureyri: Umhverfisnefnd átelur vinnu- brögö starfsmannadeildar Umhverfisnefnd Akureyrar- bæjar hefur látið bóka gagn- rýni á vinnubrögð starfs- mannadeildar varðandi fyrir- hugaða ráðningu í starf grasa- fræðings/líffræðings við Lystigarðinn á Akureyri. For- saga málsins er sú að umhverf- isnefnd mælti með Evu G. Þor- valdsdóttur í starfiö, en Eva ákvað að þiggja ekki starfið, bæði vegna meintra lélegra launakjara og þess að henni hafi verið meinuð aðild að sínu stéttarfélagi. í samtali við Tímann sagði Eva að Akureyr- arbær hefði sett sem skilyrði fyrir ráðningu sinni að hún yrði ekki í stéttarfélagi nátt- úrufræðinga, heldur í stéttar- félagi starfsmanna Akureyrar- bæjar. Það hefði riöið bagga- muninn um það að hún ákvað að taka ekki starfinu. í bókun umhverfisnefndar kemur einnig fram að nefndin treysti sér ekki til að mæla með að starfið verði auglýst á ný að óbreyttri stefnu í kjaramálum. Bæjarstjóri neitar alfarið ásökunum í samtali við Tímann sagði Jak- ób Björnsson, bæjarstjóri Akur- eyrar, bæinn ekki reka neina lág- launastefnu. „Það að einn eða tveir einstaklingar séu ósáttir við þau kjör sem í boði em segir nátt- úrulega ekkert um launastefnu bæjarins. Það er alltof gróft álykt- að. Það getur verið að Mogginn borgi blaðamönnum betur en Tíminn, en þýöir það þá að Tím- inn reki láglaunastefnu? En ég svara því ákveðið neitandi að Ak- ureyrarbær reki vísvitandi lág- launastefnu." Ekki meinuð aðild að stéttarfélagi „Hvað varðar það að konunni hafi verið neitað um aðild að stéttarfélagi er ekki rétt. Þar er misskilningur á ferðinni og Akur- eyrarbær og forsvarsmenn hans gera sér fulla grein fyrir þeim lög- um sem í gildi eru þar um. Hér er fólki ekki meinuð aðild að því stéttarfélagi sem það kýs. Það er frelsi um félagaaðild hér á landi og það er Akureyrarbæ fulljóst." Jakob sagði bókun umhverfis- nefndar afar óheppilega og byggða á misskilningi. Það er sumarleysfistími og menn hafa greinilega ekki náð alveg nógu vel saman innan kerfisins og í raun er mjög bagalegt þegar slíkar bókan- ir fara af staö. Það hefði verið hægt að ryðja úr vegi þeim mis- skilningi sem þarna var uppi án þess að til opinberra bókana kæmi." -sh Vel heppnuö hátíö í Hornafiröi: Sjö eöa átta tonn af áfengi á Humarhátíð Metsala varð hjá ÁTVR í Höfn í Homafirði fyrir humarhátíðina um daginn. Milli sjö og átta tonn af áfengi vom afgreidd út úr búöinni, segir í Eystrahomi, en auk þess tvö til þrjú tonn „bakdyramegin" frá HP og son- um, sem afgreiða beint til veit- ingahúsa á svæðinu. Mest var salan á bjór, en hlut- fallslega minna af sterkum vín- um en fyrir venjulegar helgar. Greinilegt er að magn áfengra veiga hefur verið til muna meira en af lostætinu, sjálfum humrin- um, á Humarhátíðinni. En hvemig gekk? „Bara þetta venjulega, nokkrir að gubba og nokkrir þreyttir að leggja sig," sagði lögreglan í þessu líflega héraðsfréttablaði. Og rétt er það fólk skemmti sér konung- lega við að borða humar sem skolað var niður með bjór. ■ Dómnefnd Friedmans leist vel á fimmþúsundkrónuseöilinn frá íslandi. Fimmþúsundkallinn fékk þriöju verölaun Fimmþúsundkróna seðlinum ís- lenska hlotnaðist nokkur heiður í fyrstu alþjóðlegu samkeppninni um útlit gildandi peningaseðla sem efnt var til á vegum stofnun- ar í Hollandi. Dómnefnd undir stjórn hag- fræðiprófessorsins dr. Miltons Fri- edmans úrskurðaði fimmþúsund- krónu seðilinn okkar í þriðja sætið. Danski þjóðbankinn varð sigurveg- ari með 1.000 króna seðilinn sinn, en sá svissneski í öbru sæti fyrir 50 franka sebli. Dómnefndin mat 237 sebla frá 45 löndum. Fimm þúsund króna seöillinn ber andlitsmynd af Ragnheiöi Jónsdótt- ur (1645-1715), biskupsfrú á Hólum og er seöilinn tileinkaður hannyrð- um og nytjalistum, en í þeim grein- um var biskupsfrúin mikill frömuö- ur. Kristín Þorkelsdóttir og Stephen A. Fairbairn teiknuðu seöilinn eins og aðra seðla sem veriö hafa í notk- un hér á landi eftir gjaldmiðils- breytinguna 1981. Seðlabankinn gaf seöilinn út í júní 1986. staka stöðum, m.a. í Borgar- nesi, Sauðárkróki, Skaga- strönd, Seyðisfirði, Vopna- firði, á Héraði, Hveragerði, Þorlákshöfn og víðar. Utan höfuðborgarsvæðisins var atvinnuleysi hvergi yfir 3% í júní, en hins vegar lang- minnst 0,5% á Vestfjörðum. Miklar breytingar virðast meðal annars hafa átt sér stað á vinnumarkaði á Norður- landi eystra, þar sem atvinnu- leysi vildi lengi loða við, var t.d. milli 6% og 7% í júní í fyrra og árib þar áður. í júní voru aðeins 2,7% norölensks vinnuafls án starfa, sem var rúmlega fjórðungs fækkun frá mánuðinum á undan og meira en helmings fækkun frá júní í fyrra. Af atvinnulausum í júnílok voru rúmlega 900 í hluta- starfi, þar af rúmlega helm- ingurinn á höfuðborgarsvæð- inu og yfirgnæfandi meiri- hluti (760) konur. Vinnumiðlanir höfbu 63 laus störf í bobi í júnílok, sem er nokkur fækkun frá mánuð- inum á undan. Vinnumála- skrifstofan áætlar að atvinnu- laUsum muni fækka enn núna í júlí, þ.e. ef áhrifa sumarlok- ana fiskvinnslustöðva gæti ekki þeim mun meira. Lægri hraöi, aukíö umferðaröryggi, minni hávaöi og minni mengun Borgarverkfræöingur, Umferóardeild, Gatnamálastjóri, Borgarskipulag. Hægt á akstri um íbúðahverfi Borgaryfirvöld kynna um þessar mundir fyrir íbúum borgarinnar hverfi þar sem leyfilegur há- marksakstur er 30 kílómetrar. Margar þessara gatna hafa verið eknar af ótrúlegu kæruleysi öku- manna, þrátt fyrir þrengsl í göt- um og börn að leik. Framundan eru ný vegaskilti sem eiga ekki að fara fram hjá ökumönnum, og hverfin afmörkuð með breyttu yfirborði gatna og fleiru. Myndin er af forsíðu kynningar- bæklings borgarinnar. ■

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.