Tíminn - 20.07.1996, Page 11
Laugardagur 20. júlí 1996
11
Fomíslenskt tímatal er ab ýmsu
leyti merkilegt og hefur löngum
vakið athygli og aðdáun fræbi-
manna, erlendra sem íslenskra.
Þótt það sé lítib notað nú, lifir þab
enn meb þjóbinni, eins og sjá má
þegar menn halda sumardaginn
fyrsta hátíblegan eba minnast
fyrsta vetrardags. Nöfn eins og
þorri og góa hafa ekki heídur fall-
ib í gleymsku.
Tímatalib, sem landnámsmenn
sameinuðust um, hefur líklega átt
sér fyrirmynd í Noregi, en þær end-
urbætur, sem gerðar vom á því eftir
landnám, eru svo veigamiklar að
það má með réttu kallast íslenskt
fremur en norrænt. Þetta forna
tímatal er venjulega nefnt misseris-
tal, því að gmndvallaratriði þess er
skipting ársins í tvö misseri, sumar
og vemr. Á hvom misseri reiknuðu
menn tímann með því að telja hve
margar vikur væru liðnar frá byrjun
misseris, eða hve margar væm eftir
til loka þess, vikur sumars eða vikur
vetrar. Sumarmisserið hófst á
fimmtudegi (þórsdegi) en vetrar-
misserið á föstudegi (frjádegi) eða
laugardegi og er umdeilt hvort sé
uppmnalegra. Hvers vegna þessir
vikudagar voru valdir sem upphaf
missera er óvíst, en það var ekki fyrr
en með kristninni að sunnudagur-
inn varð helgidagur og fyrsti dagur
viku. í venjulegu ári (tveimur miss-
erum) töldust 52 vikur réttar (364
dagar), en í hlaupári 53 vikur (371
dagur). Rétt meðallengd ársins
fékkst með því að skjóta inn heilli
viku á nokkurra ára fresti í stað þess
að leiðrétta með einum hlaupárs-
degi, eins og gert er í því tímatali
sem nú er notað og allir þekkja.
Hlaupársvikan (lagningarvikan
eða sumaraukinn) virðist vera ís-
lensk hugmynd án erlendrar hlið-
stæðu. Hún var innleidd um miðja
10. öld að tillögu Þorsteins surts
Hallsteinssonar. Ari fróði segir frá
því í íslendingabók að ákveðið hafi
verið að lengja sumarmisserið um
eina viku sjöunda hvert sumar.
Meðallengd ársins í slíku tímatali
hefði orðið 365 dagar sléttir. Sumir
fræðimenn hafa hins vegar verið
þeirrar skoðunar, að „sjöunda hver".
hjá Ara merki „sjötta hvert" í nú-
tímaskilningi. Sé það rétt, hefur
Tímataliö byggir á snúningi jarbar
og afstööu til himintungla. Myndin
er úr Creenwich- stjörnuathugun-
arstöbinni. Höfundar forna íslenska
tímatalsins höfbu ekki stjörnukíkja
ab stybjast vib, þegar þeir skiptu
árum í tímabil af mikilli nákvœmni.
tvímánuður. Þessa mánuði má enn
sjá í íslenska almanakinu og þeir
hafa það fram yfir þá mánuði, sem
við höfum erft frá Rómverjum, að
vera allir jafnlangir, 30 dagar hver.
Nú em tólf 30 daga mánuðir aðeins
360 dagar samtals og vantar því
fjóra daga til að fylla tvö misseri. Úr
þessu er bætt með því að skjóta inn
fjórum aukadögum milli mánaða á
miðju sumri. Sami mánuður hefst
þá ætíð á sama vikudegi, svo að fast
samband verður milli mánaðardaga
og vikudaga, ólíkt því sem við eig-
um að venjast í nýrra tímatali. í
hlaupámm (sumaraukaámm) er
lagningarvikunni sömuleiðis skotið
inn á milli mánaða. Þetta mánaða-
kerfi er á ýmsan hátt einfaldara og
betra en það sem við nú búum við.
Ýmislegt bendir þó til að þetta
snjalla kerfi hafi verið lærðra manna
smíð, sem litt hafi verið notuð af al-
menningi. Af mánaðanöfnunum
em aðeins fá, sem eitthvað ber á í
fornum rimm, og nöfn annarra
virðast hafa verið á reiki. Nöfn eins
og þorri og góa (áður gói) eru vissu-
lega ævaforn svo að enginn veit
lengur hvað þau merkja. En hvort
þau voru í öndverðu notuð um ná-
kvæmlega 30 daga tímaskeið er all-
sendis óvíst.
í íslenska almanakinu allt fram til
ársins 1923 vom dagar gömlu mán-
aðanna tölusettir frá 1 upp í 30, líkt
og gert er við nýju mánuðina í nú-
tíma dagatölum. Þetta gaf þó vill-
andi mynd af því hvernig gömlu
mánaðanöfnin vom notuð til dag-
setninga, því að alla jafna töldu
menn í vikum frá byrjun mánaðar
eða til loka hans. Viknatalningin
skipaði þannig alla tíð höfuðsæti í
gamla misseristalinu.
Rómversku mánaðanöfnin janú-
ar, febrúar o.s.frv., sem innleidd
vom af kirkjunnar mönnum eftir
kristnitöku, vom alþýðu manna
framandi og ætluðu seint að ná fót-
festu hér á landi. í rímbók þeirri,
■■^EZS23S32fi3S3S
xi>xiiixxx
ý,- \ J - *****
-> '■ '
aBEBgmrsiB?
t Ttwrrn’
Þorsteinn Sœmundsson:
Brot úr
sögu
tímatals á íslandi
meðallengd ársins í miss-
eristalinu orðið 365 og 1/6
úr degi, sem er mun nær
réttu árstíðaári. Hlaupárs-
regla misseristalsins var
síðar endurbætt með hlið-
sjón af júlíanska tímatal-
inu, sem tók að ryðja sér til
rúms hér á landi eftir
kristnitöku. Ætla má að
misseristalið hafi verið
komið í fastar skorður á
öndverðri 11. öld og var
það síban notað jafnhliba
hinu júlíanska, sem kirkj-
unnar menn studdust við
og smám saman náði til al-
mennings. í dagsetning-
um var þá farið að miða
jöfnum höndum við kaþ-
ólska hátíðis- og messu-
daga og íslenska misseris-
talið. Þetta sést til dæmis ef
gripið er niður í Sturlungu;
þar má finna með stuttu
millibili setningar eins og
þessar: „Þetta var hinn
næsta dag fyrir Péturs-
messu um veturinn" og
„Þórður fór af Eyri heiman
laugardag í sjöttu viku
sumars" (íslendinga saga).
En misseristalið var ekki
viknatal einvörðungu,
heldur fylgdi þvi mánaða-
tal með nöfnum eins og
þorri, góa, einmánubur og
Grein þessi er tekin
úr nýendurskoðuð-
um kynningarbœk-
lingi Raunvísinda-
sviðs Háskólans.
Höfundur sýnir fram
á að tímatal, sem
hér var notað til
foma, sé samið hér á
landi og sé að mörgu
leyti fullkomnara en
þau tímatöl sem þá
tíðkuðust erlendis og.
vom tekin upp síðar.
A
sem út kom á Hólum
árið 1597 og kennd er
við þá Guðbrand bisk-
up Þorláksson og Arn-
grím lærða, var gerð
tilraun til að innleiða
íslensk nöfn jafnhliöa
þeim útlendu. Janúar
varð þannig miðsvetr-
armánuður, febrúar
föstugangsmánuður
og mars jafndægram-
ánuður, svo ab dæmi
séu tekin. Nýyrðin
samdi séra Ólafur
Guðmundsson í
Sauðanesi, höfundur
vísunnar „Ap, jún,
sept, nóv" sem allir
þekkja. Þau voru tekin
upp í ýmsar seinni
rímbækur og almanök,
en náðu aldrei merkj-
anlegum vinsældum.
Á 18. öld komast róm-
versku mánaðanöfnin
loks inn í vitund al-
mennings.
Vikudaganöfnin ís-
lensku eiga sér sér-
stæba sögu. Sjö daga
vikan var upprunnin
hjá Gyðingum, mörg-
um öldum fyrir Krists
burð. Hún barst til
Norðurlanda löngu á
undan kristninni, og
Þorsteinn Sœmundsson.
heiðnir menn völdu dögunum nöfn
himintungla og guða, hlibstætt því
sem Rómverjar höfbu gert og fleiri
þjóbir. Þannig var sunnudagur
kenndur við sólina, mánadagur vib
mánann, síðan týsdagur, óðinsdag-
ur, þórsdagur, og frjádagur (þ.e.
friggjardagur). Loks kom laugardag-
ur eða þvottdagur sem er sérnor-
rænt nafn, án suðrænna fyrir-
mynda. Þessi nöfn tíðkast enn í ná-
grannalöndum okkar, en á íslandi
voru þau látin víkja, með tilskipun
kirkjulegs yfirvalds. Svo sem kunn-
ugt er fékk Jón biskup Ögmundsson
á Hólum (1121) því framgengt að
nöfnin þriðjudagur, miðvikudagur,
fimmtudagur og föstudagur voru
tekin upp í stað hinna fomu nafna
sem minntu á heiöin goð. Þab segir
sína sögu um vald kirkjunnar á þess-
um tíma, að almenningur skyldi
virða þetta boð sem augljóslega
gekk gegn rótgróinni hefð. Ab vísu
vann kirkjan ekki fullnaðarsigur,
því að „drottinsdagur" og „annar
dagur (viku)" náðu ekki ab útrýma
sunnudegi og mánudegi úr málinu.
En afleiðingin af framtaki biskups
varð sú að íslendingar sitja nú uppi
meb vikudaganöfn af þrennum
toga: laugardagsnafnib, sem er nor-
rænt ab uppruna, sunnudag og
mánudag, sem eru norræn nöfn,
sniðin eftir subrænni fyrirmynd, og
loks fjögur daganöfn samin eftir
kirkjulegri forskrift. Þessu verður
tæpast breytt í fýrirsjáanlegri fram-
tíð, jafnvel þótt gerð yrði um þab
samþykkt á Alþingi, sem ólíklegt er.
Á 18. öld reyndu byltingarmenn í
Frakklandi að breyta nöfnum daga
og mánaba. Þetta var liður í róttækri
tilraun til umbóta á tímatalinu, sem
meðal annars fól í sér að mánuðirn-
ir fengu allir sömu lengd, 30 daga.
Tilraunin mistókst og eftir tólf ár
var aftur horfið ab fyrra tímatali,
sem enn er í gildi. En ef sá dagur
skyldi koma að þjóbir heims reyndu
að ná samstöðu um endurbætur á
núgildandi tímatali, mætti vel
hugsa sér að sækja hugmyndir í hið
forníslenska misseristal.
Höfundur er stjarnfreebingur.