Tíminn - 20.07.1996, Qupperneq 15

Tíminn - 20.07.1996, Qupperneq 15
Laugardagur 20. júlí 1996 11 Enginn fangi hefur bebib aftöku jafn lengi og J.W. Buchanan, sem skaut tvo lögreglumenn j.W. Buchanan. úr byssu hans, stökk ég inn gleði. fyrir dyrnar. Engu aö síöur var J.W. Bu- „Ég vissi aö ég haföi byssu á chanan ákærður fyrir morð af kommóðunni hjá dyrunum," fyrstu gráöu. Hann var sak- hélt Buck gamli áfram, „og ég felldur, en kviðdómurinn bara greip hana og hóf skot- mælti með miskunn. Hvorki Bei5 aftöku í 25 ár ibin eftir daubanum er langtum verri en dauðinn sjálfur, ekki síst þegar daubinn birtist í líki rafmagnsstólsins. J.W. „Buck gamli" Buchanan komst réttilega ab orði, er hann sagði við Chapman fangelsisstjóra í ríkisfangels- inu í Flórída: „Drottinn minn dýri! Hvemig fæ ég af- borið þessa bið öllu lengur? Ég hef áreiðanlega dáið hundrab sinnum. Ég þarf ekki að óttast að deyja einu sinni enn. Ég vona að þeir fari nú ab vinda brában bug ab þessu!" Ekki færri en fimm ríkisstjór- ar í Flórída höfðu haft líf Bu- chanans í höndum sér. Fjórir þeirra höfðu náðab hann til bráðabirgöa og afhent mál hans eftirmanni sínum. Sex sinnum hafði aftökuskipun hans verið undirrituð og sex sinnum hafði verið farið með hann í „kassann" — litla, hvíta skýlið þar sem rafmagns- stóllinn er geymdur. Og sex sinnum hafði hann gengið út aftur og verið fluttur í klefa á dauðadeild. í fimm þessara skipta hafði hann verið náð- aður á elleftu stundu. Einu sinni, í fjórða skiptib, var hann ekki náðaður fyrr en hann var í þann veginn að ganga inn um dyrnar að dauðaklefanum sjálfum. Óheppinn bruggari Buchanan fæddist í Georgíu. Þar var lífsbaráttan hörð og kjörin rýr þrátt fyrir það. Hann fluttist því til Norður-Flórída, kvæntist og sneri sér að bú- skap. Það var í Taylor-sýslu sem Buchanan komst í klandur. Það svæði var þekkt fyrir landabrugg. Flestir innfæddir höfðu reyndar lifibrauð sitt af þessum ólöglega atvinnuvegi, svo Buchanan ákvað að freista gæfunnar á þeim vettvangi. Hann gerði það, en gæfan sneri við honum baki. Einhver, sem var í nöp við Buck gamla, hafði lekið því í tvo eftirlitsmenn með vín- banninu ab hann væri að brugga. Þeir fóru heim til hans ab kanna máliö. Þetta var þann 9. desember 1926. Eftirlitsmennirnir tveir hétu William Mobray og Jacob Brandt, og Buchanan varð þeim báðum að bana. Hann neitaði því aldrei. Það sem meira var, þá sagði hann SAKAMÁL hverjum þeim sem nennti að hlusta sína útgáfu af því sem gerðist... Nauövörn? „Ég heyrði bíl flauta," sagði Buchanan. „Ég var aftarlega í húsinu. Ég gekk út um fram- dyrnar og sá tvo menn sem sátu í bíl. Þeir spurðu mig hvort ég gæti selt þeim viskí- pela. Ég sagðist ekki geta það. ,„Við erum alríkislögreglu- menn,' sagði annar þeirra. ,Við ætlum að gera húsleit hjá þér.' ,„Ég held nú síður!' sagði ég. Þá gengu þeir upp að verönd- inni. Ég sagði við þá að konan mín væri veik og lægi inni í svefnherbergi og þeir ættu ekki að trufla hana. Síðan sagði ég: ,Þið farið alls ekkert inn", og ég tók um leið í net- hurðina á dyrunum. „í því bili hrópaði annar lög- reglumaðurinn, Brandt: ,Ekki skjóta!' Ég leit skjótt við og sá að Mobray miðaði byssu sinni á mig. Um leið og skot hljóp hríð í sjálfsvörn. Ég gerði ráð fyrir að annars myndu þeir drepa mig. Ég held ekki að Brandt hafi dregið upp byssu sína fyrr en ég hafði skotið þremur til fjórum sinnum á Mobray. En þegar ég vissi að hann ætlaði að drepa mig, þá varb ég bara fljótari til. „Þegar mér varð ljóst að skammbyssuskotin mín felldu þá ekki," hélt Buchanan áfram, „teygði ég mig í sjálf- virku haglabyssuna mína, sem stóð á bak vib dyrnar. Ég hóf skothríð og ég held að það hafi verið haglabyssan sem drap þá virkilega. Þegar allt var um garð gengið gerði ég enga til- raun til ab flýja eða hlaupa í burtu. Reyndar fór ég strax upp í bílinn minn, ók til Hampton Springs og gaf mig fram við fógetann." Tvenn réttarhöld í skýrslum kom fram að bæði Brandt og Mobray voru kunnir fyrir að grípa fljótt til byssunnar, einkum Brandt. Sidney Diamond, umdæmis- stjóri víneftirlitsins í Talla- hassee, bar fyrir rétti að hann heföi oft gefið þeim Mobray og Brandt viðvörun fyrir skot- Buchanan né lögmaður hans voru ánægðir meb þennan úr- skurð. Þeir áfrýjuðu og fóru fram á ný réttarhöld og í það skiptið sakfelldi kviðdómur- inn Buchanan án þess að mæla með miskunn. Hefði Buck gamli verið spurður hvort hann iðraðist þess að hafa skotið Mobray og Brandt, hefði hann svarað: „Ég held hreinskilnislega að þeir hafi átt það skilið. Ég veit að það er í raun engin afsökun til fyrir morði, en ég átti hendur mínar að verja. Ég var betri skytta, svo þeir töpuðu. „Mér er alveg sama um að deyja," bætti hann við, „fyrst það er það sem þeir vilja. En ég er orðinn þreyttur á því að bíða endalaust eftir að þeir geri upp hug sinn." Dó í rúminu Yfirvöldin fengu ekki tæki- færi til að gera upp hug sinn, því að Buck gamli Buchanan dó í fangelsinu árið 1951, án þess að rafmagnsstóllinn kæmi þar neins staðar nærri. En þegar hann dó vissi hann ekki að hann var heimsmeist- ari í að komast hjá rafmagns- stólnum. ■

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.