Tíminn - 25.07.1996, Side 2

Tíminn - 25.07.1996, Side 2
2 Fimmtudagur 25. júlí 1996 Tíminn spyr,.. Eru farsímar skaðlegir heilsu fólks? Karl Þorsteinsson hjá fjarskiptasviði Pósts og Síma: Það er einhver útgeislun frá þessu, en hún er mjög takmörkuð miðað við örbylgjuofnana, þannig að það er langur vegur frá því að menn séu að „sjóða á sér heilana" eins og þaö hefur verið nefnt í fjölmiðlum. Ég hef ekki heyrt neitt um ab fólk hafi orðið fyrir óþægindum af þessu, án þess þó að ég hafi verið ab kynna mér það sérstaklega. ------------r-------------;------- /40 \ Ólafur Ólafsson landlæknir: Þeir hafa verulega truflandi áhrif á andlega heilsu manna. Að ganga með síma á sér dag og nótt og fá aldrei að vera í friði, kemur niður á fjölskyldulífi og ekki síst bifreiða- akstri. Það eru til algjörir fíklar, sem veigra sér ekki vib ab tala í farsíma á 100 km hraða eða á erfiðum gatna- mótum. Varðandi líkamleg áhrif, þá hefur lítið sannast í því máli. Það hefur verið gerður aragrúi rann- sókna og við höfum tekiö málið upp á mörgum fundum meb Heilbrigðis- ráðuneytinu og Hollustuvernd, en fram að þessu hef ég ekki séð neitt sem örugglega sannar óheillavænleg áhrif rafsegulbylgja. Ég á hinsvegar eftir að líta á allra nýjustu rannsókn- ir á þessu sviði. Leó Kristjánsson jarðeðlisfræbingur: Farsímar senda frá sér rafsegulbylgj- ur með segul- og rafsviðum. Þessi svið eru mjög dauf miðað við t.d. jarðsegulsvibið sem við göngum í dags daglega. En vegna þess ab í þeim eru sveiflur þá geta þau haft meiri hlutfallsleg áhrif en kyrrstæba jarðsegulsvibið. Það þarf ekki endi- lega að vera að rafsegulsviöib sé heilsuspillandi í sjálfu sér, heldur geta verið óbein áhrif sem menn hafa ekki enn áttað sig á. Vert er þó að nefna ab bandaríska eðlisfræbifé- lagið sendi í fyrra frá sér yfirlýsingu um ab engar sannanir séu fyrir áhrifum rafsegulsviöa frá háspennu- raflínum eða raftækjum á heilsufar fólks. Tölvur á 33% íslenskra heimila, en abeins 3-19% heimila í öörum Evrópulöndum: s Islendingar 2-10 sinnum tölvuvæddari en allir aðrir Samkvæmt nýrri könnun Félags- vísindastofnunar á tölvueign landsmanna virðast einkatölvur frá 2-falt til 10-falt algengari á heimilum íslendinga heldur en nokkurra annarra Evrópuþjóba og til dæmis nærri 4 sinnum algeng- ari á íslenskum heimilum en dönskum. Könnun Félags- vísindastofnunar leiddi í ljós að einkatölvur eru á um þriðja hverju heimili á íslandi. í nýlegri „Skýrslu for- sætisráðherra um laun og lífskjör á ís- landi, Danmörku og víðar" kom m.a. fram ab einkatölvur eru aðeins til á 9% heimila í Dan- mörku. Hollending- ar komast næst okk- ur, með einkatölvur á 19% heimila. Heimilistölvur eru hins vegar allt að 10 sinnum algengari á íslandi en í Portúgal og Grikklandi þar sem einkatölvur eru aðeins á 3-5% heimila (þrátt fyrir svipað launastig og hér, samkvæmt nýjustu frétt- um). Miðað vib þennan og annan sam- anburð á íbúða-, bíla- og tækjaeign Evrópubúa, m.a. í skýrslu forsætis- ráðherra, virðist íslendingum verða hreint ótrúlega mikið úr sínum lágu launum. ■ Bindindismótiö i Galtalœkjarskógi: Fólk mætir þótt rigni eldi og brennisteini „Fimm þúsund manns koma ör- ugglega, þótt rigni eldi og brennisteini," segir Jón K. Gub- bergsson, mótsstjóri bindindis- mótsins í Galtalækjarskógi um verslunarmannahelgina. Það er síðan háb vebri hversu margir til viðbótar munu sækja útihá- tíðina heim, en svæbib er vel í stakk búib til ab taka á móti allt ab 10 þúsund manns og jafnvel fleirum, ef því er ab skipta. Hápunktur mótsins er sem fyrr flugeldasýning og brenna, svo ekki sé minnst á heibursgesti mótsins, Ólaf Ragnar Grímsson forseta og Guðrúnu K. Þorbergs- dóttur eiginkonu hans. Undirbúningur er á lokastigi fyrir bindindismótið þar sem boð- ið verður uppá fjölbreytta og glæsilega dagskrá fyrir alla aldurs- hópa, eins og endranær. Þar munu m.a. kom fram hljómsveit- irnar Reggae On Ice og Upplyft- ing ásamt plötusnúðagenginu DjiB 303 og skemmtikraftarnir Halli og Laddi, Magnús Scheving og Ómar Ragnarsson. Brúðubíll- inn verður á sínum stað, auk þess sem danshópur á vegum Auðar Haralds mun sýna leikni sína og færni. Haldið verður uppá 10 ára afmæli Söngvakeppni Æskunnar, en fyrsti sigurvegari þeirrar keppni var sjálfur Bjarni Ara. Veg- legt tívolí verður á staðnum og svonefnt Æviritýraland, hesta- leiga og farið verður í ýmsa leiki og þrautir. Góð aðstaða er í Galta- lækjarskógi fyrir útihátíð og m.a. eru þar 30 vatnssalerni, verslanir, veitingahús, íssala, öflug gæsla, læknavakt o.fl. Þá er komið fast form á tjaldsvæði skógarins og m.a. eru þar fjölskyldubúðir, hjól- hýsasvæði, unglingabúðir o.fl. -grh V/fJ /9KV/1ÐUM AÐ BUÓÐ/) PÚ UPP / búutum! Sálfræbingar a u Vandarnálasúpurnar einn launa umþdttaabee11’” — &0GCA Sagt var... Fribargæslulibum fjölgar „Um 70 bandarískar konur í fribar- gæslulibinu í Bosníu hafa verib send- ar heim frá áramótum vegna þess að þær voru meb barni." Reuter/DV í fyrradag. Örvhentur ritstjóri óskast „Það er einu sinni svo ab betri penn- ar finnast vinstra megin." Er haft eftir Óla Birni Kárasyni, ritstjóra Vibskiptabla&sins. Hann segir þab skipta höfubmáli hver ritstýri hinu nýja dagblabi, Degi- Tímanum. Alþýbublab- ib. Menntahroki „í kringum 1990 var gert átak í því ab útrýma ómenntuöum." Haft eftir jónasi Magnússyni, formanni Landssambands lögreglumanna, um ómenntaba lögreglumenn. Tíminn. Landinn meb munnræpu „56% heimila meb fleiri en eitt sím- tæki" Fyrirsögn Moggans á grein um neyslu- könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla íslands. Hrói Höttur á ferb í Hafnarfirbi „Ósannab sé ab ákærbi hafi aubgast persónulega vegna þeirrar háttsemi sem hann er sakfelldur fyrir. Ákærbi hafi lagt allt sitt undir í þeirri vibleitni sinni ab bjarga félaginu frá falli og tryggja áframhaldandi rekstur þess." Mebal málsbóta vib ákvörbun refsingar í máli Jóhanns G. Bergþórssonar, bæj- arfulltrúa sjálfstæbismanna í Hafnar- firbi. Mogginn í gær. Gamalt og gott „Ellefu árum eftir ab ákvebib var ab taka hina heimsþekktu raubu síma- klefa, sem einkennt höfbu borg og bý í Bretlandi allt frá árunum á milli stríba, hefur breska símafyrirtækib British Telecommunications ákveðib ab fylgja áskorunum mikils fjölda símnotenda ab innleiba þá á ný." Mogginn í gær. Fastur fyrir sem fyrr, Bjartur í Sumarhúsum „Ritstjórnarstefna Dags veröur ríkj- andi: hógvær landsbyggbarstefna og vöndub." Segir Hörbur Blöndal, framkvæmda- stjóri nýja blabsins, Dagur-Tíminn. Al- þýbublabib. Hver sag&i ab kalda stríöib væri yfirsta&ib? „Þab er opinbert leyndarmál innan fjölmiblageirans ab ákveöib ógnar- jafnvægi hefur ríkt milli DV og Morg- unblaösins um langt skeib." Segir í Alþýbublabinu. DV er prentab meb prentvélum Moggans og þegar DV- menn hafa vibrab þær hugmyndir ab gefa út morgunblab, þá tala Moggamenn um ab gefa út síbdegis- blab. Manna á meöal er fátt meira rætt en sameining Tímans og Dags. Einkum er rætt um rit- stjórastólinn, og nafníð. Ekki eru allir sáttir við vinnuheitið Dagur- Tíminn. Einn lesandi varpaði fram hugmynd að nafni, riefni- lega Dagstund. Margir hringja í Tímann þessa dagana og spjalla um nýtt dagblaö. Sameiginlegt er meö þessum símtölum að öll- um líst vel á hugmyndina ... • Mest er spurst fyrir um væntan- legan ritstjóra nýs og stórs dag- blabs á íslandi. Ákvörbun um rit- stjóra liggur ekki fyrir, en vænta má ákvöröunar á næstu dögum. Á Bylgjunni í gær var lesin nokk- ur nafnaruna yfir helstu kandíd- ata, en ekki er talib ab mikið hafi verið á þeim lista græðandi ...

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.