Tíminn - 25.07.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 25.07.1996, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 25. júlí 1996 Flóttamenn frá fyrrum Júgóslavíu: ísfiröingum fjölgar Samningur um móttöku og þjónustu ísafjaröarbæjar vib flóttamenn frá löndum gömlu Júgóslavíu var undirritabur í Stjómsýsluhúsinu á ísafirbi í gær af Páli Péturssyni félags- málarábherra og fulltrúa ísa- fjarbarbæjar. í samningnum er mebal annars gert ráb fyrir ab ísafjaröarbær leggi flóttamönnunum til íbúöar- húsnæbi meb hita og rafmagni, stofnkostnaö og fastagjald síma, framfærslueyri, atvinnumiölun, fræbslumál, þ.e. grunnskóla- kennslu, leikskólavistun og barnagæslu eftir því sem vib á og félagsráögjöf. Gert er ráö fyrir aö ríkissjóöur greiöi kostnaö vegna komu flóttamannanna og veru þeirra hér á landi fyrsta árið. Samningurinn er sá fyrsti sem ríkið gerir viö sveitarfélag um mótttöku ákveðins hóps flótta- manna, hann er gerður að tillögu flóttamannráðs en hugmyndin er upphaflega komin frá ísafjarðar- bæ. Flóttamannaráð var stofnaö vegna þessarar móttöku flótta- manna, í því sitja fulltrúar frá fimm ráðuneytum undir forystu félagsmálaráöuneytisins. Ráðið mun starfa áfram og skila tillög- um til ríkisstjórnar, „meö tilkomu þess er loksins komin formlegur samstarfsvettvangur fyrir hlutað- eigandi ráðuneyti um málefni flóttamanna," segir Sesselja Árna- dóttir, deildarstjóri hjá félags- málaráöuneytinu: Flóttamennirnir sem koma eru 31 talsins. Þeir voru aö sögn Sess- elju meðal annars valdir meö til- liti til þess hvort þeir væru líkleg- ir til að geta aölagast íslensku samfélagi. Um er aö ræöa sjö barnafjölskyldur sem em bland- aðar, þ.e. annaö foreldriö er Serbi en hitt Króatí. -gos Þegar kíkt er fram í tímann viröist áriö 1997 œtla aö veröa fyrsta áriö í átta ár sem þokkalegur hagvöxtur veröur í heiminum. Seölabankinn: 7 997 fyrsta ár þokkalegs hagvaxtar í öllum helstu ríkjum heims frá 1989: Hagvöxtur í iönríkjum aö rísa úr öskustónni „Ef svo fer sem horfir, gæti áriö 1997 orðib fyrsta árib síban 1989 sem þokkalegur hagvöxtur er í öllum helstu ríkjum heims", segir í forystugrein Hagtalna frá Seöla- bankanum. OECD geri ráb fyrir 1,7% hagvexti í Evrópuríkjum á þessu ári en 2,6% á því næsta. í OECD ríkjum í heild er spáb 2,1% hagvexti á þessu ári en 2,5% árib 1997. í ljósi nýjustu upplýsinga frá Japan og Bandaríkjunum sé þessi spá jafnvel í varfærnara lagi. Reiknað er með að fjárfesting fyr- irtækja og fjárfesting í íbúðarhús- næði verði drifkraftur hagvaxtar á árinu, en vöxtur einkaneyslu verði fremur hægur fyrst í stab, enda muni ráðstöfunartekjur vaxa hægt á næstunni. En þrátt fyrir hagvöxt er ekki reiknað meb að neitt dragi úr atvinnuleysi í Evrópu, þar sem 11,4% vinnuaflsins eru án vinnu í ár. Atvinnulausum muni jafnvel fjölga í Þýskalandi. Síðustu vikurnar hafa, að sögn Seðlabankans, komið fram skýr merki um að því hagvaxtarhléi sem vart varð við í Bandaríkunum og Evrópu á síðasta ári, sé að ljúka. „Horfur eru á að hagvöxtur í helstu iðnríkjum heims muni rísa úr lægð undanfarinna missera á þessu ári". Og þótt hagvöxtur sé greinilega að taka við sér í Bandaríkjunum og Japan hafi lítil merki sést um ab Þjóöhátíö í Eyjum: Getur orbið með þeim fjölmennari íöluverðrar bjartsýni gætir meöal Eyjamanna um aö þjóö- hátíðin í Herjólfsdal um versl- unarmannahelgina geti orðib meb þeim fjölmennari á seinni tímum. Þeir byggja þab m.a. á því aö í ár er ekki útlit fyrir ab Eyjamenn fái mikla samkeppni um unga fólkib frá öbrum útihátíöum, auk þess sem vibbrögb í pakkasölu og í forsölu hafa verið mjög góö. Hinsvegar geta náttúruöflin sett strik í reikninginn ef veö- ur hamlar flutningum á milli lands og Eyja. Miðaö við undirtektir telja Eyjamenn ekki ólíklegt aö allt að 10 þúsund manns muni verða á þjóðhátíð í ár. Hinsveg- ar er aldrei að vita nema seinni tíma aðsóknarmet verði slegið, en taliö er aö 14 þúsund manns hafi verið á þjóðhátíð sumarið 1986 þegar Stuðmenn skemmtu þar, sællar minningar. Björn Þorgrímsson, fram- kvæmdastjóri íþróttafélagsins Þórs sem sér um þjóðhátíðina í ár, bendir einnig á ab fólk hafi byrjað óvenju snemma að panta ferðir með Flugleiðum á þjóðhá- tíð en oft áður. Hann telur ein- sýnt að þessi fyrirhyggja sé í ein- hverju sambandi við þá stað- reynd að minna sé um skipu- lagðar útihátíöir en áður um komandi verslunarmannahelgi. Meðal annars verður ekkert um að vera á Klaustri, öndvert við Uxann í fyrra og sömuleiðis bendir ekkert til þess að eitt- hvað verði um að vera í Húna- veri í ár. Þeir sem ætla að skemmta sér á þjóðhátíð í Eyjum verða að greiða 7 þúsund krónur í að- gangseyri. Þeir sem hafa vaðiö fyrir neðan sig og kaupa í for- sölu fá miðann á 6500. Það til- boð gildir hinsvegar til loka þessarar vinnuviku auk þess sem þeir miðar eru aðeins seldir í sparisjóðum og þá í tengslum við þann í Eyjum. -grh Kodak og APS-myndatökutœknin: Framköllun nýju film- anna er hafin í Kópavogi APS-ljósmyndatæknin sem Kodak hefur kynnt um allan heim að undanförnu teygir ab sjálfsögðu anga sína til Is- lands. Hans Petersen um- boðsmabur Kodak um margra áratuga skeið vinnur markvisst að því ab útbreiða nýja filmu og nýjar mynda- vélar, sem höfða mjög til nú- tíma tölvutækni. Neytendur vilja, samkvæmt markaðsrannsóknum víða um heim, fá auðveldari og einfald- ari myndavélar, — og betri myndir. Til að fá þessu fram- gengt var þróuð ný tækni í ljós- myndun og framköllun, sem nú er að koma í ljós. Hér á landi hefúr fyrsta APS- framköllunarstofan verið opn- uð, en það er Hans Petersen í Hamraborg í Kópavogi. Þá er komin á markaðinn ný myndavél fyrir hinar nýju filmur sem geyma stafrænar upplýsingar um hverja mynd. Þetta eru litlar og meðfærilegar myndavélar, auðveldar í notk- un, en búa yfir miklum gæð- um. Ókostur við þetta nýja kerfi er aðallega einn. Verð á hrað- framköllun verður 10-15% dýr- ara en tíðkast og myndum ekki skilað fyrr en eftir tvo daga. Verð á hraðframköllun hér á landi hefur þótt nógu dýrt til þessa. -JBP Hilmar Þ. Björnsson frá Selfossi var fyrsti viöskiptavinur Hans Pet- ersen meö APS-filmu. Hér er Cuö- rún Eyjólfsdóttir sölustjóri aö af- henda Hilmari myndir sínar úr Evr- ópuferö í sumar. aukin verðbólga sé í aðsigi. í þróunarríkjunum var 6% hag- vöxtur á síðasta ári og reiknað með svipuðum eða ívið meiri vexti á þessu ári. Einkennt hafi þróun und- anfarinna ára að hagvöxtur margra þróunarríkja, einkum í Asíu, hafi haldið áfram nánast óháð hagvexti í iðnríkjunum. í Rússlandi hafi hagvöxtur ekki hafist að marki þótt batamerki séu sýnileg. Á hinn bóginn hafi hann verið nokkuð góður í þeim A-Evr- ópulöndum sem fyrst hófu efna- hagsumbætur, svo sem Póllandi, Tékklandi, Slóvakíu, Slóveníu, Lit- háen og Eistlandi. ■ Alþýöubankinn lifir áfram í eignarhaldsfélaginu: Moldríkt félag sem ávaxtar vel sitt pund Nafn Alþýbubankans kemur upp af og til í umræðunni. Enn er starfandi Eignarhaldsfélag Alþýðubankans hf., sem er talsvert vibamikib umsýslufé- lag í peningamálum. Hagnað- ur þess félags fyrstu 6 mánubi ársins reyndist vera 47,3 millj- ónir króna og allar kennitölur í rekstri þess óhemju glæsileg- ar. Á síðasta hausti mótaði félagið þá stefnu í fjárfestingum sínum að hlutur þess í íslandsbanka hf. yrði minnkaður. Jafnframt yrði 40 til 50% eigna þess í vaxtaber- andi verðbréfnum, um 30-40% í skráðum markaðshæfum hluta- befúm, um 15% í óskráöum hlutabréfum og um 5% í erlend- um hlutabréfum. Samkvæmt 6 mánaða árs- hlutareikningi félagsins eru bók- færðar eignir þess 2,1 milljarður króna, vaxtaberandi verðbréfa- eign er um 43% eignanna — og eiginfjárhlutfallið er 65%. Al- þýðubankinn, eða eignarhalds- félag hans, er moldríkt fyrirtæki sem eigendur þurfa ekki að hafa miklar áhyggjur af. -JBP

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.