Tíminn - 30.08.1986, Blaðsíða 5

Tíminn - 30.08.1986, Blaðsíða 5
Laugardagur 30. ágúst 1986 llllllllllllllllllllllll ÚTLÖND llifllllllllll Orrustuskipið Iowa mun taka þátt í heræfingum Nato við Noregsstrendur. Myndin sýnir forseta Bandaríkjanna og konu hans um borö í þessu stóra skipi Norðlægt brúðkaup Stríðsleikir stórvelda við Noregsstrendur „Norðlægt brúðkaup 1986“ hófst í gær með því að breskir og hol- lenskir hermenn fóru um borð í skip í Plymouth í Englandi og bandarísk herskip komu að ströndum Norður Noregs. Norðlægt brúðkaup er mesta flota- æfing NATO í átta ár, og munu í allt taka þátt í henni um 35 þúsund hermenn. Embættismenn NATO hafa látið hafa eftir sér að þeir reikni með að Sovétmenn fylgist mjög grannt með þessum æfingum og noti hana jafnvel til sinna eigin æfinga, þar sem þeir fylgist með því scm NATO gerir og hvernig þeir myndu bregðast við hinum ýmsu uppákomum. Upplýsingar frá NATO herma að þegar séu fjöl- mörg sovésk skip og bátar í við- bragðsstöðu, þar á meðal kjarn- orkukafbátar, og er talið næsta víst að fylgst hafi verið með för flug- móðurskipsins Nimitz og hins gamla orrustuskips Iowa frá Bandaríkjunum. Bandarísku sjóliðarnir munu æfa landgöngu í Norður-Noregi næstu daga, en síðan halda suður á bóginn og hitta hollenska og breska hermenn og saman munu þeir síðan ganga á land í Noregi. en norski herinn mun látast veita þeim mótspyrnu. Tilgangur æfingarinnar cr að kanna getu bandarísks flota, undir vernd bresks varnarliðs gegn kaf- bátum, til þess að konia hcrliði úr skipunum og á land. Æfingasvæðiö spannar svæðið frá ströndum Norður-Noregs og allt til Eystra- salts, og munu æfingar standa fram til 19. september. Sama dag lýkur cinnig Stokkhólmsráðstcfnunni þar sem verið er að finna lciðir til að efla traust og hindra að stríð brjótist út í Evrópu vegna mistaka. Tíminn 5 Berlínarmúrinn: Ævintýralegur flótti hjóna Hjón með eitt barn flúðu með ævintýralegum hætti frá Austur- Berlín í gegnurn „Checkpoint Char- lie“ til Vestur Berlínar í fyrrinótt. Þau komu akandi í vörubíl, sem var í eigu liins opinbera í A-Þýskalandi, að landamærunum og juku skyndi- lega fcrðina og brutust í gcgnum tvo vegatálma úr stáli áður en þau náðu yfir landamæralínuna sem skilur að borgarhlutana tvo. Austur þýskir landamæraverðir hófu skothríð á bílinn þegar ljóst var hvað var að gerast, en þremenningana sakaði ekki. Vörubíllinn þeyttist á fleygiferð framhjá landamæravörðum vestan megin einnig, og ók eitthvað inn í borgina. Stuttu síðar tilkynntu hjón- in sig til bandarísku heryfirvaldanna sem ráða þessum hluta Berh'nar. í gærmorgun var síðan tilkynnt um að önnur austur-þýsk hjón hcfðu klifrað yfir gaddavír og landamæra- veggi milli Austur- og Vestur-Þýska- lands. Hjónin bjuggu í þorpi rctt austan megin landamæranna og sögðust þau hafa flúið vegna ó- ánægju með efnahagslega afkomu sína í Austur-Þýskalandi. Vín: Slysarannsókn- inni á Cherno- byl lokið Sérfræðingar Alþjóða kjarnorku- málastofnunarinnar í Vín luku í gær vikulangri könnun sinni á skýrslu Sovétmanna um slysið í Chernobyl og fyrirspurnum til sovéskra sér- fræðinga. Kjarnorkusérfræðingarnir sögðu. að þeir hefðu öölast góða yfirsýn yfir það sem gerst hafi, bæði hvað varðar þátt mannlegra mistaka og þátt hönnunargalla í verinu. Flestir virtust sammála um að þrátt fyrir að upplýsingarnar scm komið hefðu fram væru sérstæðar fyrir Chcrnobyl mætti ýmislegt læra af þeim um kjarnorkuver annars staðar í heiminum. Ekki töldu þcir líklegt að slys eins og Chernobylslys- ið hefði getað átt sér stað á Vestur- löndum. Stokkhólmsráðstef nan: SOVÉTMENN SAMÞYKKJA „EFTIRLIT Á STADNUM“ -kom fram í ræðu Akhromeyevs marskálks Bandaríkjamenn vilja evrópskar viðskipta- þvinganir gegn Lýbýu „Við gætum hugsað okkur cin- hvers konar sambland af eftirliti á landi og úr lofti, sem hentuga útgáfu af „eftirliti á staðnum". Þetta eftirlit yrði þá framkvæmt úr samgöngu- tækjum og flugvélum, sem það land sem býður hinum löndunum til eftir- lits myndi sjá um að útvega,“ sagði yfirmaður sovéska herráðsins Scrgei Akhromeyev marskálkur í ræðu sinni á Afvopnunarráðstefnunni í Stokkhólmi í gær. { þessum orðum marskálksins fel- ast tilslakanir, sem vestrænir fulltrú- ar á ráðstefnunni telja stórauka líkurnar á að heildarsamkomulag náist áður en Stokkhólmsráðstefn- unni lýkur þann 19. september, en hún fjallar um leiðir til að efla gagnkvæmt traust og koma í veg fyrir að kjarnorkustríð brjótist út á meginlandi Evrópu af slysni. Þessar tilslakanir Sovétmanna koma í kjölfar þess að Bandaríkja- mcnn ogbandamenn þeirra.í NATO samþykktu fyrr í vikunni að Sovét- menn fengju vitneskju um herflutn- inga NATO til og frá Evrópu og í fyrradag var jafnframt samþykkt af hálfu Atlantshafsbandalagsins að engar heræfingar sem í tækju þátt meira cn 75 þús. hermenn færu fram nema Sovétríkin fengju vitneskju um það tveimur árum fyrirfram. Fulltrúar vesturvelda á Stokk- hólmsráðstefnunni segja að gallinn við þessa tilslökun Sovétmanna í gær sé að þeir muni sjálfir útvega flugvélar og farartæki fyrir eftirlits- mennina, og benda á að ómögulcgt sé að koina á viðunandi eftirliti nema eftirlitsmenn geti ferðast urn og skoðaö það sem þeir viija. Klaus Citron, aðalfulltrúi Vestur-Þýska- lands á ráðstefnunni sagði í gær að vesturveldin myndu gera málumiðl- unartillögu þar scm flugvélar og farartæki cftirlitsmanna kæmu frá hlutlausum eða óháðum ríkjum frekar en frá því landi sem eftirlitið beindist að í það og þaö skiptið. Akhromeyev marskálkur, sem mun vera einhver æðsti maður innan sovéska hersins sem ávarpað hefur alþjóðlega samkomu eins og Stokk- hólmsráðstefnuna, sagði í ræðu sinni að hin öra framþróun í hertækni kallaði á ný viðhorf til stjórnunar vígbúnaðar og til að tryggja öryggi og frið í heiminum. Ástæðan fyrir því að hann vildi að flugvélar og farartæki kæmu frá þcim ríkjum sem eftirlitið beindist að er sú. að í frjálsu eftirlitsflugi væri hættan á njósnum sífellt yfirvofandi. Vernon Walters, sendifulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum fer í dag áleiðis til Evrópu gagngert í þeim tilgangi að fá leiðtoga Evrópulanda til þess að taka upp efnahagsþvinganir gegn Líbýu, að því er embættismenn í Washington sögðu í gær. Bandaríkjamenn settu við- skiptabann á Líbýu í apríl síðast- liðnum og kölluðu lieim alla kaup- sýslumenn sína þaðan. Banda- ríkjamenn voru nokkuð óánægðir með bandamenn sína í Evrópu á sínum tíma, þegar þeir fylgdu ekki fordæmi Bandaríkjamanna með viðskiptaþvingnir, en að sögn emb- ættismenna í Washington í gær, var það þeim fagnaðarefni, að líbýskum sendiráðsmönnum var víða vísað úr landi eftir að Banda- ríkjamenn gerðu loftárásir sínar. Fréttaskýrendur í Washington segja að líklegast sé að Walters muni reyna að fá Evrópuþjóðirnar til að hætta olíuinnflutningi frá Líbýu, en hráolía er nánast eina útflutningsvara landsins. Búist er við að á heimsóknarlista Walters, sem er kunnur fyrir hörku Gaddafí og árangur í samningamálum, séu stjórnvöld í Bonn, London, París, Róm og Madrid og jafnvcl vtðar, en Valters er sagður hafa meðferð- is óvéfengjanlegar sannanir um samsæri Gaddafís um að ráðast að bandarískum skotmörkum í Evr- ópu mcð hryðjuverkum. Á sanra tíma lónar bandaríska flugmóðurskipið Forrestal í Miö- jarðarhafinu ekki langt utan líb- ýskrar landhelgi, og átján F-lll orrustuþotur flugu til bækistöðva í Bretlandi, (en þannig vélar flugu frá Brctlandi til loftárása á Líbýu í apríl) til „reglubundinna æfinga" eins og Pentagon hefur orðað það. Gaddafí leiðtogi Líbýu hefur hins vegar verið á ferðalagi um þrjár hafnarborgir í Líbýu og var hylltur af fbúum hvar, sem hann kom í opnum kádilják sínum. Þeg- ar fréttamenn spurðu hann hvort aðgerðir Bandaríkjamanna yllu honum ekki áhyggjum sagði hann: „Nei“. Hann sagðist ekki heldur hafa tíma til að ræða um Bandarík- in. Meðal þeirra þúsunda sem hyllt hafa Gaddafí á ferðalagi hans eru meðlimir úr byltingarnefndunum svokölluðu og hrópuðu þeir slag- orð þar sem hvatt var til fullkomn- unar byltingarinnar, sem og vígorð gegn Bandaríkjamönnum. Einn 17 ára byltingarsinni sagði frétta- manni Rcutersfréttastofunnar: „Við erum tilbúnir til að berjast og leggja allt í sölurnar. Ef Gaddafí segir okkur að fara og útrýma Ameríkönum þá erum við tilbúnir. Allah er máttugri en Ameríka, og hann er á okkar bandi.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.