Tíminn - 30.08.1986, Blaðsíða 1
lli
HARÐUR ÁREKSTUR varö
á gatnamótum Hofsvallagötu og Hring-
brautar á gul-blikkandi Ijósum fyrripartinn
i gær. Ljósin voru biluð og ökumaður
Lada Sport bifreiðar sem kom norður
Hofsvallagötu sá ekki Lancer bifreið sem
kom vestan af Hringbrautinni og lentu
bílarnir því saman. Báðir bílarnir eru
talsvert skemmdir og annar ökumaðurinn
var fluttur á slysadeild en mun þó hafa
hlotið minni háttar meiðsli. Biðskylda er á
Hofsvallagötu gagnvart Hringbraut þegar
Ijós eru biluð. Að sögn lögreglu var mikið
um árekstra í gær og urou 10 árekstrar
fyrripartinn í gær.
GEIR HALLGRÍMSSON
tekur við starfi seðlabankastjóra 1. sept-
ember og jafnframt lætur Davíð Ólafsson
af störfum vegna aldurs en hann varð 70
ára fyrr á árinu. Frá 1. september er
bankastjórnin skipuð dr. Jóhannesi Nordal
formanni, Tómasi Árnasyni og Geir Hall-
grímssyni.
GJALDÞROTASKIPTI verða
hjá Kaupfélagi Svalbarðseyrar en í vik-
unni lagði lögmaður kaupfélagsins fram
beiðni um það. Kaupfélagið skuldar 323
milljónir en eignir þess eru metnar á 197
milljónir. Reynt verður að ná nauðungar-
samningum við kröfuhafa, en þeir stærstu
eru Sambandið og Samvinnubankinn
ERLENDUR Kristjánsson hefur
verið ráðinn æskulýðsfulltrúi ríkisins til 5
ára en hann hefur síðastliðin tvö ár verið
formaður Æskulýðsráðs ríkisins og gengt
stöðu æskulýðsfulltrúa frá sl. október.
Aðrirumsækjendur
um stöðuna voru
Þórður Gunnar
Valdemarsson
kennari við H.Í.,
Pálmar Halldórs-
son framkvæmda-
stjóri iðnnema-
sambandsins og
Ingi Þ, Þorgríms-
son framkvæmda-
stjóri farfugla.
TÓNABÍÓ verður opnað aftur i dag
eftir nokkurt hlé, en samtök kvikmynda-
húsanna í Reykjavík keyptu Tónabíó fyrir
skömmu. Af því tilefni verður stórmyndin
Hálendingurinn (Highlander) frumsýnd á
sama tíma oa myndin verður frumsýnd í
Englandi. Með aðalhlutverkin fara Christ-
opher Lambert og Sean Connery og
tónlistin er flutt og samin af hljómsveitinrii
Queen.
EYRARSVEIT hefur fengið nýjan
sveitarstjóra, Ólaf Hilmar Sverrisson 26
ára viðskiptafræðing. Ólafur útskrifaðist
úr HÍ 1984 og hefur síðan starfað hjá
Lífeyrissjóði verslunarmanna. Ólafur er
kvæntur Ragnheiði Gunnarsdóttur hjúkr-
unarfræðingi.
KENNARASAMBANDIÐ
varar alvarlega við hugmyndum um að
sveitarfélög taki á sig stærri hluta í
rekstrarkostnaði grunnskóla en nú er og
bendir á að megintilgangur laga um
skólakerfi og grunnskóla sé að nemendur
hafi sem jafnasta aðstöðu til náms án
tillits til efnahags og búsetu. Því marki sé
aðeins náð með því að ríkissjóður ábyrg-
ist rekstur qrunnskóla í öllum skólahéruð-
um.
VÍSA-ÍSLAND hefur úthlutað
korthöfum sínum sérstöku leyninúmeri,
PIN-númeri, sem ætlað er til nota erlend-
is. Er þá hægt að taka út peninga úr
sérstökum tölvubönkum VISA með VISA-
kortum á svipaðan hátt og hægt er í
bankasjálfsölum hérlendis með banka-
kortum.
KRUMMI
...hélt hann
hefði átt að
vera heiðurs-
gestur á
Hrafnagili....
Rekstrarerfiöleikar frystingar enn verulegir:
Skuldbreytingu þarf
fyrir ölí frystihús
- segir Arni Benediktsson framkvæmdastjóri
„Það sem ég vil tala um í þessu
sambandi er að það vcrði ákveðin
ein allsherjar skuldbreyting fyrir
fiskvinnslufyrirtæki, en ekki tekin
út einstök fyrirtæki eins og gert
hefur verið. Skuldbreytingin nái
þannig yfir alla línuna, þó aðeiris
til þeirra fyrirtækja sem eiga fyrir
skuldum að sjálfsögðu, en það eru
hugsanlega til fyrirtæki, sem ekki
verður bjargað," sagði Árni Ben-
ediktsson framkvæmdastjóri Fé-
lags Sambandsfiskframleiðenda í
samtali við Tímann í gær. „Ég cr
mjög ósáttur við það form sem
verið liefur á skuldbreytingum
frystingarinnar, nema það sýni sig
að það sé fljótlegra að framkvæma
þær á þennan hátt og ef sömu
reglur verða látnar gilda fyrir alla.
En ég er mjög hræddur um að þaö
gangi hægar að gera þetta með því
að vera að velja úr einn og einn,“
sagði Árni ennfremur
Árni sagði, að það sem verið
vær'i að fara fram á fyrir firskvinnsl-
una væri að lánum yrði breytt í
10-15 ára lán. Hann benti á, að
könnun á föstum lánum fiskvinnsl-
unnar sýndi að 60-80% þeirra féllu
í gjalddaga á árununi 1986-1988.
„Mjög mikið af því fjármagni, sem
fiskvinnslan er með eru hreinar
lausaskuldir og síðan eru þessi
föstu lán í raun lítið meira en
lausaskuldir," sagði hann.
I drögum sem- Þjóðhagsstofnun
hefur unnið unt afkomu botnfisk-
veiða og vinnslu og lögð voru
fram á ríkisstjórnarfundi á fimmtu-
dag kemur fram, að áætlaður hagn-
aður útgerðarinnar nú í septcmber-
byrjun verði á bilinu 7-10%, en að
hagnaöur botnfiskvinnslunnar í
heild verði 0,1-1,2%. Fryst-
ingin cin og sér hins vegar verður
samkvæmt þessum drögum stofn-
unarinnar rekin með 0,3-1,7%
tapi, einkum vegna þess að tckju-
tap vegna óhagstæðs gengis dollar-
ans er meira en neniur hækkun
fiskafurða á erlendum mörkuðum.
Rekstrarcrfiðlcikar frystihúsanna
eru því enn verulegir - þrátt fyrir
að Byggðastofnun hafi veitt
umtalsverðu fé til aðstoðar sam-
kvæmt sérstakri áætlun þar sem
gerð var úttekt á einstökum húsum
sent sóttu um aðstoð.
Stjórnvöld hafa vísað þessum
vanda til viðskiptabankana, jafn-
framt því að þau hafa gagnrýnt þá
fyrir seinagang í þcssum máíum.
Árni Benediktsson var spurður
um möguleika á tekjutilfærslu frá
útgerð til vinnslu með tilliti til betri
afkomu útgerðarinnar, og svaraði
hann því til að slíkt yrði að koma í
fiskverðsákvörðun, en fiskverð
væri fast fram til áramóta. Hvað
gerðist þá vildi hann ekkert spá
um, en undirstrikaði að skuld-
brcytingar væru það, sent þessa
stundina væri í brennidepli. -BG
Steypubifreiðin var
Krísuvíkurafleggjarann. Við það að fara út af valt hann tvær veltur og skemmdist mjög mikið eins og sjá má.
sem var að beygja upp
Tímamynd Sverrir
„Hrafnagilshreyfing“ í aösigi hjá ungum framsóknarmönnum:
Reykjanesbraut:
Nýir vendir sópa best
Steypubíll
fór út af
Frá Eggert Skúlasyni, fréttamanni Tíman.s á
Hrafnagili:
Þegar á fyrstu klukkutímum 21.
sambandsþings ungra framsókn-
armanna að Hrafnagili í Eyjafirði
dró til tíðinda. Eftir að Finnur
Ingólfsson formaður SUF hafði
sett þingið tók Ingvar Gíslason
alþingismaður til máls. í niðurlagi
ræðu sinnar sagði Ingvar að hann
gæfi ekki oftar kost á sér í framboð
fyrir Framsóknarflokkinn og kom
yfirlýsing Ingvars í kjölfar orða
hans um að huga þyrfti að grund-
vallarsjónarmiðum og fmynd
flokksins eftir áralanga setu í ríkis-
stjórn.
í ræðu fráfarandi forntanns
SUF kom fram að huga þyrfti að
breytingum á þingflokknum með
því að koma yngra fólki að ofarlega
á listum fyrir komandi alþingis-
kosningar. Finnur vitnaði í orð
Ólafs Jóhannessonar um reynslu-
litla ráðherra ríkisstjórnarinnar
1978: „Nýir vendir sópa best.“
Finnur sagðist vonast til að þessi
orð yrðu þingmönnum umhugs-
unarefni.
Páll Pétursson formaður þing-
flokks Framsóknarflokksins taldi
að nær væri að menn einbeittu sér
að vinna fleiri þingsæti heldur en
berjast blóðugum bardaga um þau
sæti sem flokkurinn hefði nú þegar.
„Þið blésuð í herlúðra þégar
kvatt var til þings“ sagði Steingrím-
ur Hermannsson þegar hann
ávarpaði þingið í gær. „Nú verðið
þið að safna liði og tcfla fram
dugandi fólki til baráttu við núver-
andi þingmenn þó þið getið ekki
gert ykkur vonir um að koma þeint
ölluin frá.“
Steingrímur sagði ennfremur að
í ljósi breyttra þjóðfélagsaðstæðna
hefði Framsóknarflokkurinn nú
tvo valkosti.Annarsvegar að gerast
harðsnúinn landsbyggðarflokkur
sem myndi kannski vinna orrustur
en ekki styrjöld; og hins vegar að
einbeita sér að skynsamlegri leið til
að vinna jafnt með dreifbýli og
þéttbýli til að tryggja jafnræði í
landshlutum.
Þinginu verður slitið í dag og
verður nánar sagt frá þvf í blaðinu
á þriðjudag.
Steypubifreið sem var á leið
suður Reykjanesbraut lenti út af
veginum á móts við Krísuvíkur-
afleggjarann og valt tvær veltur.
Ökumaður bifreiðarinnar slasað-
ist en er ekki talinn í lífshættu.
Mun hann vera fótbrotinn og
meiddur á handlegg. Bifreiðin er
mjög mikið skemntd ef ekki ónýt.
Slysið varð þegar bifreið sem
var á undan steypubifreiðinni
hægði á og stoppaði viö Krísuvík-
urafleggjarann og beið þess að
beygja inn á afleggjarann á meðan
umferð á móti fór framhjá. Öku-
maður steypubifreiðarinnar var
ekki nógu fljótur að stöðva bif-
rciöina og lenti því út af veginum
með fyrrgreindunt afleiðingum.
-ABS