Tíminn - 30.08.1986, Blaðsíða 9

Tíminn - 30.08.1986, Blaðsíða 9
Laugardagur 30. ágúst 1986 Tíminn 9 Saumastofan Vaka er öflugt og fallegt fyrirtæki á Sauðárkróki. I>ingmenn sem aðrir dáðust að framleiðslunni þar. Sr. Hjálmar Jónsson og Halldór Ásgrímsson við fyrirtækið Hólalax. Frá kvöldverði á Hótel Mælifelli. Frá vinstri Stefán Guðmundsson, Guðrún Jónsdóttir og Davíð Aðal- steinsson, Sigurjóna Sigurðardóttir og Halldór Ásgríms- son, Jón Kristjánsson og Margrét Einarsdóttir, Sigrún Magnúsdóttir, Jón Helgason, Hrafnhildur Stefánsdótt- ir, eiginkona Stefáns Guðmundssonar, Alexander Stef- ánsson. Farið var „heim að Hólum". I'ar kynntu þeir staðinn Jón Bjarnason skólastjóri og sr. Hjálmar Jónsson prófastur. Sést hann hér fyrir altari Hóladómkirkju að segja sögu kirkjunnar. Kanpfélag Skagfirðinga bauð þingflokknum til kvöldverðar á mánudagskvöld. Frá vinstri: Edda Guðmundsdóttir, eigink. Steingríms Hermannssonar, Freyja Tryggvadóttir og Ólafur Friöriksson, Hrafnhildur Stefánsdóttir og Stefán Guðmundsson Við næsta borð má sjá Einar Svansson frainleiðslustjóra Fiskiðjunnar og Guðrún Sighvatsdóttur aðalbókara K.S. H Frá grunnskólum Seltjarnarness Kennsla Innritun: Innritun nýrra nemenda fer fram í skólun- um daglega frá kl. 9.00-12.00 f.h. Sími í Mýrarhúsaskóla 611585 Sími í Valhúsaskóla 612040 Upphaf skólastarfs 1986 Mýrarhúsaskóli: Kennarafundur mánudaginn 1. september kl. 9.00 f.h. Nemendur komi í skólann mánudaginn 8. september sem hér segir: Kl. 9.00 - 3. 4. 5. og 6. bekkur. Kl. 13.00 - 1.og2. bekkur Nemendur 6 ára deilda veröa boðaðir símleiðis. Valhúsaskóli: Kennarafundur mánudaginn 1. september kl. 9.00 f.h. Nemendur komi í skólann föstudaginn 5. september kl. 9.30 f.h. Kennsla hefst mánudaginn 8. september samkvæmt stundaskrá. Skólastjórar. Útboð Byggingarnefnd flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli óskar eftir tilboðum í hljóðkerfi fyrir nýju flugstöðina á Keflavíkurflugvelli og nefnist verkið Flugstöð á Keflavíkurflugvelli. Hljóðkerfi FK-15. Verkið nær til: Hönnunar, smíði, uppsetningar, prófunar og við- halds hljóðkerfis í flugstöðvarbyggingunni í sam- ræmi við útboðsgögn. Verkinu skal lokið eigi síðar en 30. mars 1987, Útboðsgögn verða afhent hjá Rafhönnun hf., Ármúla 42, 108 Reykjavík, gegn 10.000.- króna skilatryggingu, frá og með föstudeginum 29. ágúst 1986. Tilboðum skal skila til: Varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík eigi síðar en 10. október 1986, kl. 14.00. Reykjavík, 28. ágúst 1986. Byggingarnefnd flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli CKOmCmC nJuuc Atvinna Hjúkrunarfræðingar! Hjúkrunarforstjóra vantar að dvalar- og sjúkradeild Hornbrekku Ólafsfirði frá 1. nóvember. Umsóknarfrestur er til 20. septem- ber. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 96-62480. Kennarar Okkur vantar nú þegar kennara að Grunnskólan- um á Stokkseyri. Æskilegar kennslugreinar tungu- mál, samfélagsfræði, líffræði og forskólakennsla. Við bjóðum upp á góða kennsluaðstöðu, ódýrt húsnæði og aukakennslu fyrir þá er þess óska. Uppl. gefa skólastjóri í síma 99-3263, formaður skólanefndar í síma 99-3266 og sveitarstjóri í síma 99-3267. Sveitarstjóri Stokkseyrarhrepps

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.