Tíminn - 30.08.1986, Blaðsíða 12

Tíminn - 30.08.1986, Blaðsíða 12
12 Tíminn Laugardagur 30. ágúst 1986 llllllllllllllllllllllllll SAMTÍNINGUR li Ingólfur Davíðsson: III II! ! t „Kartöflu-Þjóðverjar“ á Jótlandsheiðum - en ekki íslendingar! Orð leika á, að ráðgert hafi verið að flytja íslenska fátæklinga á jósku heiðarnar fyrr á tíð. Sögu- sögn hermir, að dönskum stjórn- völdum hafi flogið slíkt í hug á neyðartímum, en ósannað mun það mál og líklega tilhæfulítið. Hallæri kom líka á söguöld og þá vildi Haraldur harðráði Noregs- konungur, sem velviljaður var Is- lendingum, láta flytja sem flesta fátæka menn af íslandi til Noregs, þeim til björgunar. En hvernig hagaði til á Jótlands- heiðum fyrr á öldum? Þetta eru allt öðruvísi heiðalönd cn við eigum að venjast. Jótlandshciðar eru lág- lendi, flatlendar víðast með lágum ásum og lægðum, nær alvaxnar beitilyngi. Jarðvegur er sendinn og ófrjór, erfiður til ræktunar. Vest- anvindar fluttu iðulega sudda, þoku og kulda utan af Norðursjó, svo korn þrcifst illa eða ekki. Byggð var mjög strjál. Úlfar og flakkarar (Tatarar. Náttmenn) reikuðu þarna um. Fátækirbændur notuðu lyngið til fóðurs og beitar mörgum búpcningi, einnig til eldi- viðar og í þök á kofa sína. Skáldpresturinn Blicher hefur lýst lífinu á heiðunum snilldarlega, fyrir um 200árum. Ogsíðarskáldið Jeppe Ákjær, m.a. í hinum fræga kvæðaflokki, „Söngvar rúgsins", en rúgur þrcifst korntegunda best í sendnum jarðveginum og var brauð fátæka mannsins. En þá höfðu ræktunarskilyrði batnað mjög fyrir áhrif mikilla skjólbelta. Ekki virðist alltaf hafa vcrið strjálbyggt á heiðunum, þvert á móti. Gamlar kirkjurústir, fornar vegarslóðir grafhaugar o.fl. bera vott um allþctta byggð fyrir langa löngu. Grafhaugarnir standa sums stað- ar í röðum, eða þyrpingum, l-7 m á hæð. Og margar grafir hafa oft verið í einum haug - frá ýmsum tímum. Hin sendna jörð er fremur ófrjó, en það hefur verið miklu auðveldara að vinna liana með hinum horfnu tréplógum, en þétta leirjörðina á Austur-Jótlandi og eyjunum. Hallæri og styrjaldir fyrr á tíð hafa valdið að akrarnir fóru í órækt og lyngið breiddist út. Danir vildu fá fólk á heiðarnar Danir höfðu mikinn hug á að fá fólk til að rækta jósku heiðarnar og leituðu til Þýskalands í því efni. Friðrik konungur fimmti lét aug- lýsa í Pfalz o.fl. Rínarhéruðum, eftir duglegum jarðræktarmönn- um. Varheitiðþakiyfirhöfuðiðog lágmarkslaunum frá ríkinu. Styrj- aldir höfðu leikið íbúa Rínarhér- aða grátt. Þjóðverjar komu Kvöldið 2. apríl 1759 sá Peder- sen bóndi á Harresögarði, sæmileg- um heiðabæ, einkennilega sjón. Tvær uxakerrur komu skröltandi inn um garðshliðið, hlaðnar konum, börnum og búslóð. Frcmst-' ur kom fjölskyldufaðirinn ríð andi á stóru nauti. - Jæja, bænda- hjón í Baugaseli í Hörgárdal komu stundum til kirkju ríðandi á naut- um fyrir rúmri öld! En víkjum aftur að Pjóðvcrjan- um. Hann kvaðst kominn sam- kvæmt danskri konunglegri auglýs- ingu, væri á leið út á heiðaflæmið mikla (Alheiðina) til að reisa bú og rækta landið. Hann bað bónda um gistingu og sýndi honum jafn- framt nýjan jarðarávöxt, kartöfl- una, sem þá var lítt þekkt úti á heiðunum. Um morguninn bað bóndi um 12 kartöflur (Ertaflen) fyrir gisting- una. Þjóðverjinn rétti honum 13, Videvang á Tröllaheiði, nálægt Karup á Jötlandi. Grafhaugur á Jótlandsheiöum 3-4 þúsund ára gamall. en bóndi hafði óbeit á þeirri tölu, setti niður 12 en flcygði einni fyrir svínin. En þau litu ekki við henni! Kartöflurnar uxu svo vel, að voriö eftir gat bóndi gefið vinum og vandamönnum nokkrar til reynslu. Ekki voru þetta þó fyrstu kartöflur í Danmörku, því að all- löngu áður höfðu landflótta fransk- ir Húgenottar komið með kartöflur til Danmerkur. Þjóðverjar streymdu nú út á heiðarnar næstu árin, alls 265 fjöl- skyldur, um þúsund manns. Flcstir voru ræktunarmenn, en þó einnig iðnaðarmenn o.fl. Ekki kunnu allir alls kostar vel við sig, komnir úr hlýrra loftslagi og voru vanir öðru- vísi fæði. Þeim líkaði t.d. ekki danska rúgbrauðið og ölið, vildu heldur hveitibrauð og vínberjavín. Loforð voru og illa haldin, bústaðir mjög lélegir og brátt dregið úr ríkisfram- laginu, líklcga mest vegna hirðu- leysis danskra yfirvalda. Dugmestu Þjóðverjunum vegnaði þó allvel eftir ástæðum og þeir náðu góðum tökum á ræktuninni. En allmargir flosnuðu upp. Sneru sumir heim aftur en nokkrir fluttu til Rússlands. Þar biðu líka óræktuð landsvæði. Þýskar ættir búa enn á heiðunum sums staöar. Margir Þjóðverjar hvíla í kirkjugarðinum í þorpinu Frederiks, og þar var messað bæði á dönsku og þýsku allt til 1870. Á þeim slóðum bera allmargir þýsk nöfn, afkomendur gömlu kartötlubændanna úr Rínarlönd- um. Nú er búið að rækta mestallar jósku heiðarnar. Rauðgreniskóg- ar, tún og akrar þekja landið. Skjólbeltin hafa sannarlega sannað gildi sitt. Vestanvindar eru svo harðir og þrálátir þarna að trjánum hallar til austurs undan honum. 1.-5. ágúst 1984minntustheiðar- búar þess, að liðin voru 225 ár síðan „Kartöflu-Þjóðverjarnir" námu land á heiðunum. Mynd sýnir grafhaug frá brons- öld þegar fjölbyggt var á heiðun- um. Gátu verið margar grafir í einum haug. Sumir grafnir í eikar- kistum. Önnur mynd er af stóru býli „Videvang" inni á miðri „Trölla- heiði" (Troldhede). Þar dvaldi undirritaður í suinarfríi á námsár- unum. Sama sumar 1931 voru þarna um tíma allmargir fátækir drengir frá Kaupmannahöfn. Mynd sýnir þegar verið er að þrifabaða þá í stórum bala. Ég greip í að grisja gamalt eikarkjarr, leifar af fornum eikar- skógi. Höggorniar voru þar og í brúnum lyngflákunum. Vissast var að vera í háum stígvélum! Líklega hefði duglegum íslend- ingum vegnað sæmilega þarna eins og Þjóðverjunum. Gögn er varða afmæli Reykjavíkur - á sýningu Þjóðskjalasafns Þjóðskjalasafn íslands vill leggja sitt af mörkum til þess að minnast tvcggja alda afmælis Reykjavíkur- kaupstaðar. í því skyni hafa nokkur skjajagögn safnsins verið sett í sýn- ingarkassa í anddyri Safnahússins við Hverfisgötu. Þau eru frá árunum 1786-1809. Þar gefur að líta sálnarcgistur Reykjavíkursóknar í desember 1786. íbúar í sókninni voru þá 357 að tölu, en ekki 302, eins og taliö hefur verið. Af prestþjónustubók má sjá, að fyrsta barnið fæddist í kaupstaðnum 10. september 1786. Það var Jódís Hansdóttir í „Örfars- ey“. Fyrsti maður, sem andaðist þar, var Jósef Ormsson „tugthússlimur". Hann dó 11. desembcr 1786 „af vesöld". Efnahag bæjarbúa má kynnast lítið eitt af tíundarrcikningi 1786, uppskrift á dánarbúi 1804 og umsókn tómthúsmanns um sveitarstyrk 1807. Svo undarlega viil til, að fyrsta málið, sem hjéraðsdómarinn í Gull- bringusýslu tók fyrir í Reykjavíkur- kaupstað, var brottvikningarmál Skúla fógeta Magnússonar, „föður Reykjavíkur". Þarna sést sýknu- dómur í því máli. Alþing hið forna var haldið í Reykjavík 1799 og 1800. Setning þess 1799 er skráð í gerðabók þingsins, eins og sjá má. Lítið eitt er þarna til fróðleiks um sakafólk. svo sem Arnes Pálsson útileguþjóf, Grím Ólafsson borgara og um andlát og greftrun Steinunnar Svcinsdóttur frá Sjöundá. Dómkirkjupresturinn kvartar yfir því, að ógerlcgt sé aö taka gröf í kirkjugarðinum vegna þcss, að menn rckist stöðugt á ó- og hálffúnar kistur og rotin lík og oft sé ein kistan sett ofan á aðra. Þarna má sjá auglýsingu frá Jörg- en Jörgensen „hundadagakonungi" með nafni hans, rituðu eigin hendi, og bréf frá amtmanni hans í suður- amti, Benedikt Gröndal Jónssyni, þar sem Jörgen er titlaður „Be- skyttcr af heele 0en Island og höyst- kommanderende til Lands og Söes“. Að því er snertir daglegt líf manna, má nefna tilkynningu bæjar- fógeta 1804, þar sem verkfærirmenn eru skyldaðir til að vinna við að leggja þjóðbraut frá Reykjavík að Öskjuhlíð. Loks skal þess getið, að þarna lýsir vinnumaður „faktors" í Reykja- 1804- vík störfum sínum á árunum 1805 á þennan hátt: „Mitt erfiði við húsið var það: að bera vatn til hússins til vöskunar og bruggunar, mala malt og bygg, rulla léreft, vakta hesta, svín. gæsir. hænsni og passa því fóður, fara til allra sendiferða um Nesiö að sækja mjólk og meðöl, saga og höggva brenni og bera allt torf til kokkhúss- ins. Þcss á millum þcnti eg við pakkhúsið að mæla salt og korn og afhenda matvörur.“ Gunnar Sveinsson skjalavörður annaðist uppsetningu sýningarinnar. Á vegum Landsbókasafns íslands eru einnig þarna sýndar nokkrar elstu bækur úr Landsprentsmiðju, prentaðar á árunum 1844-1846 eða fyrstu árum prentsmiðju í Reykja- vík. EinarG. Pétursson dcildarstjóri sá um þann þátt sýningarinnar. /rfcYÚj/œZ/ //jJ/u/x’A vu/óucrc ----- . . . UuV/ 47/ Jf/cryc ÍJ.J í/)c//y7//yYJyY^/ /jaYau/V/raur/c/cci /JUC JU-Y / C-zz&tet muu Þetta er eitt af þeim skjölum sem eru á sýningu Þjóðskjalasafns í anddyri Safnahússins við Hverflsgötu. Þetta er setningarbréf, gefið út af Friderich greifa af Trampe, stiftamtmanni og amtmanni í suðuramti, hinn 23. ágúst 1806. Með því setur hann Finn Magnússon, málaflutningsmann í landsyfirrétti, til að gegna embætti bæjarfógeta í Reykjavík í fjarveru Frydenbergs, fyrsta bæjarfógetans þar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.