Tíminn - 30.08.1986, Blaðsíða 16
16 Tíminn
HÉRAÐSMÓT - SKAGAFIRÐI
Héraðsmót framsóknarmanna í Skagafirði verður
haldið í Miðgarði laugardaginn 30. ágúst nk. og
hefst kl. 21.00. Ávarp flytur Sigrún Magnúsdóttir,
borgarfulltrúi í Reykjavík, Ómar Ragnarsson
skemmtir. Sígurður Bragason syngur við undirleik Þóru Fríðu Sæmundsdóttur, hljómsveitGeirmund- ar leikur fyrir dansi.
É|
Sigrún Ómar Sigurður bariton söngvari Þóra Fríða þíanóleikari
Aðalfundur launþegaráðs á Vesturlandi KuT' *
Aðalfundur launþegaráðs framsóknarmanna á Vesturlandi verður
haldinn mánudaginn 1. september 1986 kl. 20.30 í Snorrabúð
Borgarnesi.
Dagskrá:
1. Samþykktir fyrir launþegaráðið
2. Stjórnarkjör
3. Ávörp Guðmundur Bjarnason ritari Framsóknarflokksins og
Sigurður Geirdal framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins.
4. Umræður
Allir stuðningsmenn Framsóknarflokksins velkomnir.
Stjórnin
Aðalfundur
Aðalfundur Framsóknarfélags Snæfellsness- og
Hnappadalssýslu verður í Félagsheimilinu Lýsu-
hóli þriðjudaginn 2. september kl. 21. Alexander
Stefánsson, ráðherra mætir á fundinn. Allt fram-
sóknarfólk velkomið.
Stjórnin
Nýr lífsstíll
Betra þjóðfélag
Ráðstefna í Glóðinni í Keflavík laugardaginn 13.
september nk. Allir velkomnir. Nánar auglýst síðar.
Landssamband framsóknarkvenna
Akranes
Aðalfundur Framsóknarfélags Akraness verður haldinn mánudaginn
1. september kl. 20.30 í Framsóknarhúsinu við Sunnubraut.
Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Umræða um væntanlegt kjördæmaþing.
3. Önnur mál.
Stjórnin
Suðurlandskjördæmi
Framboð til skoðanakönnunar Framsóknarféiaganna
Framboð til skoðanakönnunar Framsóknarfélaganna í Suðurlands-
kjördæmi, þurfa að berast í ábyrgðarpósti til formanns framboðs-
nefndar, Guðna Ágústssonar, Dælengi 18, 800 Selfoss, fyrir 20.
september n.k., undirritað minnst 10 nöfnum flokksfélaga.
Framboðsnefnd.
Vestfirðir
Kjördæmaþing framsóknarmanna á Vestfjörðum verður haidið á
Reykhólum 5.-6.september n.k.
Nánar auglýst síðar.
Stjórnin
FKKI FIJÚGA FRÁ PFR
ÁSKRIFTARSÍMl 686300
DAGBÓK
Tónleikar í Hlaðvarpanum:
Emil og Anna Sigga
Kvartettinn Emil og Anna Sigga halda
söngskemmtun þriðjud. 2. sept. kl. 20.30
í Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3. Þau flytja
skemmtilegar útsetningar af sívinsælum
lögum.
Djúsbarinn sér um léttar veitingar.
Húsið verður opnað kl. 20.00 Komið
tímanlega og tryggið ykkur sæti.
Vunderfoolz í Roxzy í kvöld
Vunderfoolz munu leika Vunderokk
fyrir áheyrendur í Roxzy í kvöld, laugard.
30. ágúst. Þetta er í síðasta sinn sem
Vunderfoolz koma fram á íslandi á þessu
ári, þar sem Mike Pollock (söngvari og
textahöfundur Vunderfoolz) mun halda
utan innan skamms til frekari kynningar
á Vunderfoolz í sambandi við tónleika-
hald og plötuútgáfu í Bandaríkjunum.
Vunderfoolz eru: Úlfar Úlfarsson -
trommur, Jóhanna Hjálmtýsdóttir
(Hanna Steina) - söngur, Eyjólfur Jó-
hannsson - gítar, Magnús Jónsson -
hljómborð, Hlynur Höskuldsson - bassi,
Michael Dean PoIIock (Mickey Dean)
söngur.
Dagsferðir F.í.
sunnudag 31. ágúst:
1) kl. 08.00 Þórsmörk - dagsferð. Ath. í
september er ákjósanlegt að dvelja í
Þórsmörk
2) kl. 10.00 Botnsdalur - Svartihryggur -
Skorradalur (gömul þjóðleið). Skemmti-
leg gönguleið úr Botnsdal f Skorradal,
gengið austan Litlu Botnsár og yfir
Svartahrygg að Efstabæ í Skorradal. Far-
arstjóri: Guðmundur Pétursson.
3) kl. 10 Sveppaferð í Skorradal. Farar-
stjóri: Anna Guðmundsdóttir.
4) kl. 13 Innstidalur - Hengidalaá. Farar-
stjóri: Tryggvi Halldórsson. Ath.: Vegna
lélegrar berjasprettu verður engin bcrja-
ferð í ár. Brottför frá Umferðarmiðstöð-
inni, austanmegin. Farmiðarvið bíl. Frítt
fyrir börn í fylgd fullorðinna.
Ferðafélag íslands.
Sunnudagsferðir
Útivistar 29. ág.
Kl. 08.00 Þórsmörk - Goðaland: Léttar
skoðunar- og gönguferðir.
Kl. 10.30 Hengill - Nesjavellir: Gengið
á Hengil og í dalina fallegu norðan hans.
Fararstjóri er Páll Ólafsson.
Kr. 13.00 Grafningur - berjaferð. Létt
ganga og berjatínsla sunnan Þingvalla-
vatns. Fararstjóri er Þorleifur Guð-
mundsson.
Frítt fyrir börn með fullorðnum í
ferðirnar. Brottför frá BSÍ, bensínsölu.
Hörður Torfason syngur
í Norræna húsinu 4. sept.
Tónlistarmaðurinn og trúbadorinn Hörð-
ur Torfason er nú á ferð hér á landi og
hefur áætlað að halda tónleika í Norræna
húsinu fimmtudaginn 4. scptember n.k.
kl. 20.00.
Forsala aðgöngumiða verður í bóka-
verslun Lárusar Blöndal og einnig verða
miðar seldir við innganginn í Norræna
húsinu fyrir tónleikana.
Ekki er gert ráð fyrir að tónleikarnir
verði endurteknir.
HáiS', nef- og eyrnalæknar
á Vesturlandi
Friðrik Páll Jónsson, háls, nef- og
cyrnalæknir ásamt öðrum sérfræðingum
Heyrnar- og talmeinastöðvar Islands
verða á ferð í Búðardal og á Snæfellsnesi
dagana 8.-12. september n.k.
Rannsökuð verður heyrn og tal og
útveguð heyrnartæki. Farið verður á
eftirtalda slaði: Búðardal 8. sept., Stykk-
ishólm 9. og 10. sept., Grundarfjörð 11.
sept. Ölafsvík 12. sept.
Tekið á móti tímapöntunum á viðkom-
andi heilsugæslustöð og cr fólki bent á að
panta tíma sem fyrst.
Laugardagur 30. ágúst 1986
Guðsþjónustur í Reykjavíkur-
prófastsdæmi sunnudaginn 31.
ágúst 1986.
Árbæjarprestakall
Guösþjónusta í safnaöarheimili Árbæjar-
sóknar kl. 11 árdegis. Organleikari Jón
Mýrdal. Sr. Guömundur Þorsteinsson;
Bústaöakirkja
Messa kl. II. Altarisganga. Organisti
Guöni P. Guömundsson. Prestur sr. Lár-
us Halldórsson. Fermd verður Jóna
Denny Sveinsdóttir frá Kaliforníu, nú aö
Hrísateigi 43, Rvk. Sóknarnefndin.
Breiöholtsprcstakall
Messaö veröur í Bústaðakirkju kl. 11. Sr.
Lárus Halldórsson.
Dómkirkjan
Messa kl. 11. Dómkórinn syngur. Organ-
leikari Pröstur Eiríksson. Sr. Pórir Steph-
ensen.
Fella- og Hólakirkja
Guösþjónusta kl. 11. Organisti Guðný
Margrét Magnúsdóttir. Sr. Hreinn Hjart-
arson.
Fríkirkjan í Reykjavík
Almenn guösþjónusta kl. 14. Sr. Gunnar
Björnsson
Grensáskirkja
Messa kl. 11. Fyrirbænir eftir messu.
Organisti Árni Arinbjarnarson. Sr. Hall-
dór S. Gröndal.
Hallgrímskirkja
Messa kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörnsson.
Priðjudag: Fyrirbænaþjónusta kl. 10.30.
Landspítalinn
Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Karl Sigur-
björnsson.
Háteigskirkja
Messa kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson.
Kópavogskirkja
Guösþjónusta kl. 11. Sr. Þorbergur
Kristjánsson
Langholtskirkja
Guösþjónusta kl. 11. Fermd verður
Guðný Pálsdóttir, Nóatúni 24, Rvk.
Prestursr. Siguröur Haukur Guöjónsson.
Organisti Jón Stefánsson. Sóknarnefnd-
in.
Laugarneskirkja
Messa kl. 11. Sr. Jón Dalbú Hróbjarts-
son. Laugardag30. ágúst: Messa í Hátúni
lOb 9. hæö kl. 11. Sr. Jón Dalbú Hró-
bjartsson.
Neskirkja
Guðsþjónusta kl. II árdegis. Orgel- og
kórstjórn Örn Falkner. Sr. Guðmundur
Óskar Ólafsson. Miövikudag: Fyrirbæna-
messa kl. 18.20. Sr. Guðmundur Óskar
Ólafsson.
Seltjarnarneskirkja
Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Sighvatur
Jónasson. Prestursr. Frank M. Halldórs-
son.
Vernd
Útgefandi að tímaritinu Vernd er Fé-
lagasamtökin Vernd, fangahjálpin.
Ágústblaðið er nýkomið út. Fremst i
blaðinu er grein Jónu Gróu Sigurðardótt-
ur, ábyrgðarmanns tímaritsins, - For-
varnastarf í afbrotamálum. Þá kemur
Iöng grein eftir Hildigunni Ólafsdóttur. (
greininni eru margar töflur með tölum
um afbrot á íslandi og eðli þeirra.
„í afvötnun neyddi enginn mig nema ég
sjálfur - og það var erfitt uppgjör," er
fyrirsögn á viðtali við mann sem situr inni
fyrir fíkniefnabrot, en hann segir frá
reynslu sinni. Þá er frásögn frá Kvía-
bryggju um fiskiðnað, sem hefur verið
stundaður á vegunt vistheimilisins á Kvía-
bryggju.
Á forsíðu er mynd af grafíkverki eftir
Ingunni Eydal.
Menningarsjóður S.Í.S. styrkir Félag einstæðra foreldra
Stjórn Menningarsjóðs Sambands tsl.
samvinnufélaga ákvað fyrir skömmu að
veita Félagi einstæðra foreldra styrk til
starfsemi félagsins að upphæð eitt hundr-
að og fimmtíu þúsund krónur.
Nokkrir starfsmenn Skipadeildar Sam-
bandsins afhentu fulltrúa félagsins. Eddu
Ragnarsdóttur, styrkinn nýverið, en hon-
um verður varið til að standa straum af
hluta rekstrarkostnaðar félagsins.
Edda Ragnarsdóttir, félagi cinstæðra for-
cldra, tekur við styrk Menningarsjóðs úr
hendi starfsmanna Skipadeildar: Kristján
Kristjánsson, Kristján Oskarsson, Aslaug
Káradóttir og Erla S. Guðjónsdóttir.