Tíminn - 25.05.1989, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Fimmtudagur 25. maí 1989
Dr. Gerd Leipold forstjóri fyrirtækisins Greenpeace
BRI). Tímamyndir: Pjetur
Dr. Ros Reeve herstjóri grænfriðunga í áróðursstríði
fyrirtækisins gegn íslendingum í hvalamálinu.
ÞAU ÆTLA AÐ
Lord Peter Melchett forstjóri Greenpeace United King-
dom og að sögn breskra blaðamanna aðalerfingi sjóðs þess
er á Imperial Chemical Industries. Hann neitaði því í gær
og sagðist ekki lengur eiga neitt í fyrírtækinu.
KÆRA
Herstjórí grænfriðunga gegn hvalarannsóknaáætlun ís-
lendinga, dr. Ros Reeve, er á íslandi þessa dagana ásamt
tveim þungaviktarmönnum evrópskra grænfríðunga, þeim
dr. Gerd Leipold, forstjóra grænfríðunga í V-Þýskalandi,
og Peter Melchett lávarði, forstjóra grænfriðunga i Eng-
landi.
Þau eru hér til þess að leita uppi
lögfræðing, viljugan til að taka að
sér málarekstur gegn Magnúsi
Guðmundssyni vegna kvikmyndar
hans og Eddu Sverrisdóttur, Lífs-
björg í norðurhöfum. Það mun
ganga báglega enn sem komið er.
Á blaðamannafundi sem þríeyk-
ið hélt í gær fullyrtu þau að þau
hefðu tekið út stefnu á hendur
Magnúsi fyrir háyfirdómi í Eng-
landi þann 19. þ.m. og í henni er
Magnúsi gert að gera vart við sig
fyrir réttinum innan fjórtán daga
frá birtingu stefnunnar.
Eftir því sem best verður séð er
„stefnan" ekki undirrituð af nein-
um dómara eða yfirleitt nokkrum
manni. Þá hlýtur það að hafa harla
Iítinn tilgang að stefna Magnúsi
annars staðar en fyrir varnarþingi
hans í Kópavogi.
Talsmenn grænfriðunga kynntu
málstað fyrirtækisins í upphafi
fundarins og gerðu lítið úr fjár-
hagslegum ábata af baráttu þess
gegn sela- og hvalveiðum og sögðu
að mest af tekjunum kæmi frá
óskilyrtum framlögum og félags-
gjöldum „meðlimanna".
Grænfriðungar gerðu að umtals-
efni á hvern hátt Magnús notar í
mynd sinni það atvik er selkópur
er dreginn fram og til baka eftir
ísnum og kæpan látin elta. Atvikið
var sýnt eins og það kemur fyrir í
mynd þeirri sem það er upphaflega
fengið úr, Bitter Harvest, sem
grænfriðungar létu gera á sínum
tíma sem áróðurstæki gegn kópa-
veiðum Kanadamanna.
Grænfriðungarnir sýndu fram á
að atvikið er tekið upp í þrem
myndskeiðum og sökuðu þau
Magnús um að hafa klippt það
niður og sýnt einstök myndskeið
oftar en einu sinni ( sinni mynd og
þannig látið líta svo út sem það
hefði staðið yfir lengri tíma en það
raunverulega gerði.
Grænfriðungarnir neituðu því
afdráttarlaust að atvikið hefði ver-
ið sett á svið eða tekið með fleiri
en einni myndavél en svöruðu því
hins vegar ekki jafn afdráttarlaust
hvers vegna atvikið tók jafn langan
tíma og það raunverulega gerði í
þeirra eigin mynd og hvers vegna
sami kópurinn er dreginn fram og
til baka yfir ísinn og myndaður frá
a.m.k. tveim sjónarhornum með
mismunandi fólki í baksýn.
Magnús Guðmundsson, höfund-
ur hinnar umdeildu myndar kom
óvænt á blaðamannafundinn í gær
og virtust grænfriðungarnir hafa
veruleg óþægindi af nærveru hans
og gripu æ ofan í æ fram í fyrir
honum og reyndu að snúa út úr
spurningum hans.
Þegar Magnús spurði um ástæð-
ur þess að umræddur kvikmyndað-
ur kópur hefði verið drepinn þar
sem hann hafði ekki enn náð þeim
aldri að urtan hefði losað sig við
hann og skinn hans enn nánast
verðlaust þá rakti Ros Reeve í
löngu máli forsendur andófs græn-
friðunga gegn selveiðum sem ógn-
að hefðu tilveru sela, enda hefðu
um 200 þúsund kópar verið drepnir
á ári.
Magnús ítrekaði þá spurninguna
og sagði að Reeve hlyti að geta
svarað þessu þar sem hún vissi
greinilega mikið um selveiðar.
„Nei, það geri ég ekki,“ svaraði
hún þá. Magnús hváði við en
endurtók síðan spurninguna um
kópinn og sagði að skinn kópa
væru nánast verðlaus meðan þeir
væru enn með mæðrum sínum. Því
væri tilgangslaust og jafnframt
ólöglegt að veiða þá fyrr en mæð-
urnar hefðu yfirgefið þá.
Þessu var svarað í löngu máli um
að vitneskju skorti um tilfinninga-
samband selkópa og mæðra þeirra.
Magnús sagði þá að telja mætti það
afar tortryggilegt að urtan hefði
komið upp á ísinn, eftir að hafa
yfirgefið kópinn, til að líta á fólkið
sem þar var samankomið til að
taka kvikmynd.
Grænfriðungar voru spurðir um
villandi málflutning þeirra varð-
andi hvalveiðar sem af má ráða að
hvalastofninn sé í útrýmingarhættu
og að um sé að ræða aðeins eina
hvalategund. Staðreynd væri aö
sumar tegundir væru í hættu, aðrar
ekki.
„Hvalir eru í hættu“, sagði Ros
Reeve. Hún var spurð hvort hún
hefði kynnt sér rannsóknir ís-
lenskra hafrannsóknamanna á
hvölum og ástandi hvalastofna við
ísland. Hún sagðist hafa hitt Jó-
hann Sigurjónsson hjá Hafrann-
sóknastofnun að máli en sagðist
ekki hafa notað sér upplýsingar frá
samtali þeirra í grænfriðungagrein
sem hún skrifaði fyrir skömmu um
íslenskar hvalveiðar í breskt
stórblað. Jóhann hefði beðið sig
um það.
Grænfriðungarnir vildu gera lít-
ið úr þeirri áherslu sem þeir leggja
á baráttu sína gegn hvalveiðum
Islendinga og að baráttan væri
þeim sérstök gróðalind. Þeir sögðu
einnig að taugaveiklun þeirra
vegna myndar Magnúsar og Eddu
væri alls ekki til komin vegna þess
að hennar vegna hafi tekjur sam-
takanna rýrnað verulega og að
meðlimum hafi fækkað. -sá
Magnús Guðmundsson vonar að grænfriðungar láti verða af málshöfðun
gegn sér á íslandi og telur að þau yrðu heimssögulegur viðburður:
Myndi fagna stefnu
Magnús Guðmundsson kom grænfríðungum mjög á óvart með því að
mæta á blaðamannafund þeirra í gær ásamt lögmanni sínum, Herði
Einarssyni, sem sagði Tímanum í gær að hann fagnaði því að
Grænfriðungafyrirtækið léti loks verða af því að höfða mál og kvaðst
mundu mæta þeim af fullri hörku. Tímamynd: pjeiur
„Fullyrðingar grænfrið-
unga um að meðlimum í sam-
tökum grænfriðunga hafí
fjölgað í þeim löndum sem
Lífsbjörg í norðurhöfum hef-
ur verið sýnd eru ósannar.
Væri það svo hlyti það að
vera myndinni að þakka og
því engin ástæða til málaferla
gegn mér.
Ástæðan er þveröfug. Fylgið
hrynur af þeim. Fullyrðingum
þeirra um hið gagnstæða svipar
til þess sem gerðist þegar ónefnt
verðbréfafyrirtæki fór á hausinn.
Auglýsingar þess og gylliboð voru
aldrei glæsilegri en rétt áður en
það rúllaði," sagði Magnús
Guðmundsson annar höfundur
myndarinnar Lífsbjörg í norður-
höfum og óvinur grænfriðunga
númer eitt.
Magnús sagði að ef grænfrið-
ungar létu verða af því að stefna
honum í Kópavogi fyrir varnar-
þingi hans þá fagnaði hann því og
sagði síðan: „í dag hafa hringt til
mín aðilar sem eiga hagsmuna að
gæta og grænfriðungar hafa vald-
ið skaða. Þeir munu þá hugsan-
Iega framselja mér bótakröfur á
grænfriðunga. Ef grænfriðungum
tekst að stefna mér á íslandi þá
er líklegt að réttarhöldin yrðu
allsherjar uppgjör íslendinga við
þetta fyrirtæki.“
Magnús sagði að ef innlendir
og erlendir hagsmunaaðilar í
sjávarútvegi tækju sig saman og
framseldu honum slíka kröfugerð
fyrir rétti hér gæti hann gagn-
stefnt grænfriðungum fyrir þeirra
hönd. Slík málaferli yrðu einfald-
lega heimssöguleg þar sem smá-
þjóðirnar gerðu upp sakir við
þetta alþjóðlega stórfyrirtæki,
Greenpeace International.
Um stefnu þá á hendur Magn-
úsi í Englandi, sem sagt er frá
annars staðar hér í blaðinu og
grænfriðungar kynntu fyrir blaða-
mönnum í gær sagði Magnús:
„Þeir gætu eins birt mér stefnu
í Timbúktú eins og London. Það
er einkennilegt að birta þessa
„stefnu" fyrst í fjölmiðlum og
það var greinilega ekki ætlun
þeirra að ég fengi hana í hendur
á þessum blaðamannafundi. Þeir
vissu ekki annað en að ég væri í
Frakklandi.
Hann sagði að upp á síðkastið
hefðu grænfriðungar elt hann um
allt meðal annars til Frakklands
nú um helgina þar sem hann var
með „Lífsbjörgina" á alþjóðlegri
umhverfisráðstefnu og kvik-
myndahátíð (Ecovision) þar sem
eingöngu voru sýndar kvikmynd-
ir um umhverfismál.
I gær hafði myndin verið sýnd
tuttugu sinnum frá því á föstudag.
Myndin vakti verulega eftirtekt
og aðsókn. Grænfriðungar sendu
si'na helstu mælskumenn og áróð-
urssérfræðinga frá London til að
mæta Magnúsi á ráðstefnunni.
Þeim tókst þó ekki betur upp en
svo að kynna sinn málstað og
réttlætingu fyrir því að ráðast á
smáþjóðir í norðurhöfum að fjöl-
margir sögðu sig úr samtökum
grænfriðunga eftir að hafa séð
„Lífsbjörgina" og síðan hlýtt á
röksemdir þeirra.
Til dæmis stóð þarna upp þýsk
kona sem um árabil hefur verið
meðlimurgrænfriðunga. Hún reif
meðlimsskírteini sitt og tilkynnti
að í þessum samtökum væri hún
ekki lengur. -sá